Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Nálgunarbann á presta.

Þessi dagur er fyrir margra hluta sakir merkilegur. Þennan dag fyrir réttum 50 árum gengu tengdaforeldrar mínir í það heilaga, blessuð sé minning þeirra heiðurshjóna sem komin eru yfir móðuna miklu. Þennan dag fyrir 50 árum var dóttir þeirra hjóna ausin vatni. Í dag heldur mín ekta frú uppá 50 ára skírnarafmæli sitt. Og enn meir af fjölskyldu frúarinnar, því móðursystir hennar frú Marta sem býr á Sauðárkrók á afmæli þennan dag, til hamingju með daginn Marta mín.                Sem sagt merkisdagur í þessari fjölskyldu konu minnar.

JólajólaLengi hefur verið stefnt að því að allt jólaskraut skuli vera komið á sinn rétta stað þegar 1. des rennur upp. Í þetta sinn þá tókst það með glans hér í Drekagilinu. Þannig að allt stefnir í að aðventan verði tekin með stæl. Tíminn mun verða nýttur til að sækja hina ýmsu menningarviðburði t.d. aðventutónleikar með Garðari Cortes sem knattspyrnudeild Þórs stendur fyrir, Frostrósartónleikar með dýfunum hinu einu sönnu. Farið verður í leikhús, horft á körfubolta og þar fram eftir götunum. Set inn hér myndir af því hvernig þetta lítur út hér í Drekagilinu. En eins og fólk getur séð á þessum myndum eru rauð jólaljós í talsverðu uppáhaldi hjá Palla. Sumir segja að ást mín á rauðu sé kannski full mikil. Nema hvað? ég valdi t.d. það hlutskipti í lífinu að vera rauðhærður og er stoltur af því. Myndirnar sem eru með þessari færslu af jólalýsingunni voru tekna 29. nóvember en þriðja myndin er tekin fyrir nokkrum dögum að morgni til. Þar er horft til suðurs inn Eyjafjörði í átt að Kaupangssveitarfjalli fyrir miðri mynd og Uppsalarhnjúk lengst til hægri.

JólalýsingVerð að játa fyrir ykkur að ég á vart orð til að lýsa undrun minni á uppátækjum VG á hinu háa Alþingi þá sérstaklega Kolbrúnu Halldórsdóttir. Jafnréttiskjaftæði hennar um kynlaus börn á fæðingardeildum er komið langt, langt út fyrir öll mörk. Er þetta enn eitt dæmið um málefna þurrð þessa fólks sem eyðir dýrmætum tíma og fjármunum í þessa fjandans vitleysu. Finnst vera löngu komin tími á að setja lög á að fólk skuli komast upp með slíkt blaður á hinu háa Alþingi. Haldi þetta fólk að ekkert sé að í þjóðfélaginu sem þarfara er að ræða, þá gæti ég gefið þeim mörg góð ráð og komið þeim á sporið. En kannski væri það ekki heldur sniðugt að fólk sem hefur í raun ekkert skynsamlegt til málanna að leggja sé látið fjalla um alvöru málefni? Almennt séð er því miður málflutningur VG með þeim hætti að ekki er hægt að taka þá alvarlega.

Morgunstund gefur gull í mundÉg samgleðst með Óðni Ásgeirssyni körfuknattleiksmanni úr Þór sem var valin í úrvalslið 1.-8. umferðarinnar. Óðinn hefur farið algerlega á kostum það sem af er móti og vel af þessum heiðri kominn. Óðinn er klárlega einn af bestu leikmönnum í dag og ætti svo sannarlega heima í A-landsliði Íslands. 

Við feðgar hlupum svo í skarðið fyrir Luka Marolt og stjórnuðum æfingu hjá 9. og 10. flokki karla í körfubolta. Luka fór suður yfir heiðar í kvöld ásamt liði Þórs þar sem þeir eiga leika geng liði Fjölnis í úrvalsdeild karla á morgun. Vonandi landa þeir sigri úr þeirri viðureign.

Veit ekki með ykkur lesendur góðir en ég, sem kristin maður er eiginlega búinn að fá nóg af því hvernig minnihlutahópar er smán saman að kúga mikinn meirihluta þjóðarinnar í málefnum kristinnar trúar. Er svo komið að blessaðir prestarnir og kirkjunnar fólk má vart nálgast skóla og dagheimili vegna þess að þeir gætu misboðið einhverjum. Er óneytanlega talsvert hneykslaður á því að sumir skólar og dagheimili vilji ekki presta inn fyrir sínar dyr. Hvað næst? nálgunarbann?

Ég óttast að ef fram heldur sem horfir þá verður þetta aðeins til að auka á fordóma gegn öðrum trúarhópum. Er sjálfur kannski aðeins í meðallagi trúaður en er að verða meir en lítið pirraður á því hvernig við sem kristin þjóð eigum endalaust að gefa eftir af okkar gildum til þess að þóknast öðrum. Spyr mig þeirra spurninga hvort fólk úr öðrum menningarheimum með ólík trúarbrögð verði ekki líka að laga sig að því þjóðfélagi sem það býr í og sýna á móti umburðarlyndi? Þetta verður jú að vera gagnkvæmt ef menn vilja vera sanngjarnir, ekki satt?

Málsháttur dagsins: Hann er ekki sjálfráður sem öðrum er háður.

Hnignun karlmannsins.

Frétt á mbl.is endurspeglar og færir okkur sanninn um hnignun karlmannsins, sem eitt sinn var kallað ,,sterkara kynið" en hefur nú klárlega misst þann titil. Lesa mátti á mbl.is  ,,Í nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni. Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar". Þetta er hámark vitleysunnar, svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Mér er spurn hver á að passa upp á að betri helmingurinn fari svo ekki yfir á heftinu, meðan karlpeningurinn situr á sínum rassi? það er kannski óþarfi? en ef það gerist á meðan karlinn situr á sínum lúna rassi við sjónvarpsgláp, þá er þeim engin vorkunn, kannski bara gott á þá.

Þótt skemmtilegasti sjónvarpsmaður Íslands í dag Gísli Einarsson láti sig dreyma um að fá sér annað húðflúr, þá stendur mér á sama. En það er í raun bara fyndið að þetta skuli vera frétt. Skora samt á hann að fá sér annað húðflúr. Það myndi létta blaðamönnum að finna efni til uppfyllingar milli auglýsinga í þessum fríblöðum sem kollríða öllu.

Það er gleðilegt að frystiskipið Axel sem steytti á skeri fyrir utan Hornarfjarðarós skuli komið heilu og höldnu til Akureyrar. Deilur milli skipstjóra og yfirvélstjóra á skipinu á vafalítið eftir að draga dilk á eftir sér, bíðum og sjáum hvað setur.

Ég ætla hins vegar að taka þátt í 17. súpufundi Þórs í dag. Hann verður að vanda í hádeginu milli kl. 12 og 13. Aðal gestur fundarins verður Gísli Eyland íþróttamarkaðsfræðingur. Skora á alla sem hafa tök á að mæta á þennan fund.

Málsháttur dagsins: Hver dregur sið af sínum sessunaut.

 


Owen - með allt niður um sig.

Las einhvers staðar haft eftir Michael Owen, sem er einn of mettnasti knattspyrnumaður samtímast hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði ,,engann leikmann úr Króatíska landsliðinu komast í ensk landsliðið". Þetta er hverju orði sannara af augljósum ástæðum. Þeir Króatísku eru einfaldlega allt of góðir til þess að spila með ekki sterkara liði en því enska. Að sama skapi má segja að leikmenn eins og Owen ættu ekki séns í að komast í það Króatíska, ekki einu sinni á bekkinn. Kannski þeir ensku ættu að líta í eigin barm og skýra út fyrir samlöndum sínum af hverju enska landsliðið er ekkí meðal þeirra sem leika á EM? Var það vegna þess að þeir eru svo slappir eða vegna þess að andstæðingar þeirra voru einfaldlega miklu betri eða?

Þá er enska knattspyrnusambandið búið að kæra Alex Ferguson stjóra Manchester Utd. Komin tími á að þagga niður í þessum vælukjóa. Alveg dæmalaust hvað þessi maður lætur sig hafa að rífa kjaft daginn út og daginn inn. Lætur eins og hann og liðið hans verði stöðugt fyrir einelti. Drottinn minn dýri hvað þetta er að vera dapurt. Halda menn að þeir geti keypt allt?, alla vega vill Ferguson hafa það þannig. Komin tími á okkar allra vegna að þagga niður í þess konar vælukjóum.

Málsháttur dagsins: Sá kann ei gott að þiggja sem ei þakkar.

Þetta var upphafið

Stráksi horfði með aðdáun á frænda aka Willys, jeppanum upp tröppurnar að aðaldyra innganginum, hálfa leið inni í forstofu. Jeppinn var notaður sem trappa við að koma upp jólaseríu fyrir ofan anddyrið. Ekki seinna vænna enda komin 22. og takið eftir desember. Þetta var upphafið og einnig endirinn við að skreyta húsið utan dyra. Þetta þótt dálítið magnað, því flest húsin í götunni voru lítt, sem ekkert skreytt með þessum hætti. Minningin lifir þótt þetta hafi gerst fyrir u.þ.b. 42 árum.

Þetta rifjaðist upp í dag þar sem ég var að dunda mér við að setja upp jólaseríur í alla glugga, nema einn. Sá eini sem ekki fær seríu að sinni er hjá syninum sem hótar að rífa allt niður sem fer upp í sínu herbergi fyrir 5. des. Stefni að því að vera búinn að skreyta allt hátt og lágt áður en næsta helgi lítur dagsins ljós, allt nema sjálft jólatréð. Óhætt að segja að tímarnir hafi breyst. Á milli þess sem seríurnar tínast upp ein og ein bakar frúin smákökur og ýmislegt annað nammi eins og henni einni er lagið. Stemmingin eykst, með degi hverjum.

Gaf mér þó tíma til að skreppa smá stund og horfa á lokamínútur í leik Þórs og Njarðvíkur í 1. deild kvenna í körfubolta. Konurnar buðu upp á æsispennandi lokamínútur. Fór svo að sunnan konur höfðu nauman sigur. Greinilegt er á liði Þórs að Bjarki Ármann Oddsson hinn nýi þjálfari kvennaliðs Þórs er að gera fína hluti.

Mínir menn í Manchester City héldu sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. Þeir lögðu ,,íslendingaliðið" Reading 2-1. Allt leit út fyrir að liðin myndu skilja jöfn en líkt og í Þórsleiknum var boðið uppá æsispennandi lokasprett þar sem Stephen Ireland skoraði sigurmark City manna á 90. mínútu. City heldur því enn þriðja sætinu í úrvalsdeildinni og nú aðeins einu stígi á eftir grönnum sínum í UTD. Hefur liðið enn ekki tapað leik á heimavelli á þessari leiktíð.

Samkvæmt heimildum mínum sem ég fékk hjá dóttir minni sem vinnur í Rúmfatalagernum er greinilegt að Akureyringar tóku ekki mark á kauplausadeginum. Sagði hún  að hún hafi aldrei upplifað aðra eins vitleysu. Engu líkara en að til standi að loka öllum búðum strax eftir helgi og að ekki verði opnað aftur í náinni framtíð. Greinilegt að landinn er dálítið, mikið klikkaður.

Kvöldið verður svo tekið með ró. Spaugstofan, Laugardagslögin og kannski einhverjar bíómyndir, hver veit? en alltént ró og spekt.

Málsháttur dagsins: Margan tælir fögur ásýnd.

 


Loka takk!

Athyglisvert svo ekki sé nú meira sagt. Venjulega hefur ekki staðið á því að kaupmenn hafi gripið öll hugsanleg tækifæri til þess að taka þátt í neyslu fylleríi hinnar þurfandi íslensku þjóðar. Hvernig stendur á því að kaupmenn taka ekki þátt í þessu? hefði ekki verið sterkur leikur að hafa allar búðir lokaðar þennan dag? Starfsfólk í verslunum gæti átt notalegan dag með fjölskyldu sinni, svona til tilbreytingar. Um leið og ég skora á kaupmenn að leggja þessu degi lið með því að loka verslunum sínum, skora ég á Neytendasamtökin að beita sér fyrir fleiri slíkum dögum verði komið á.

Málsháttur dagsins: Atgervi þitt sé í þér en hrós þitt í annarra munni.
mbl.is Neytendur hvattir til að taka sér frí frá innkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi kona er perla.

Elsa Ef ég ætti að skrifa tæmandi færslu sem myndi lýsa öllum helstu kostum og stórkostlegu eiginleikum sem þessi kona býr yfir yrði bloggið langt. Ekki svo að skilja að hún verðskuldi ekki að um hana væri skrifað langur listi þar sem allir hennar góðu mannkostir væru tíundaðir. Þeir sem hana þekkja vita hvað ég er að meina. Við hjónin skruppum í heimsókn til hennar í morgunsárið og drukkum með henni kaffi og áttum notalega morgunstund með henni. Af því tilefni smellti ég af einni mynd af henni og fékk hjá henni góðfúslegt leyfi til að birta hana hér.

Óska Elsu til hamingju með daginn.

Fróðleikur dagsins: Afmælisbarnið heitir að fyrra nafni Margrét, sem þýðir Perla hafsins, það er vel við hæfi. 


Vindhaninn vatnsgreiddi.

Mikið að gera í dag. Tók þátt í forvarnardeginum sem fulltrúi Íþróttafélagsins Þórs og heimsótti Síðuskólann í morgun og lagði mín lóð á vogarskálarnar þessum degi sem helgaður er forvörnum. Hélt stutt erindi um mína sýn á forvarnir og hvar íþróttahreyfingin kemur að þeim málum. Skemmtilegur dagur og væri meir en til í að gera þetta oft. Forvarnardagurinn er helgaður krökkum í 9. bekk.

Fékk vin minn í heimsókn í kvöld og hafði hann með sér pizzu og spurði ,,Palli eigum við að horfa saman á Íslendinga rassskella Dani"?. Ég var til. Eigum við að ræða úrslitin eitthvað meira? held ekki. Horfðum svo á seinni hálfleik Englendinga og Króata í sömu keppni. Skemmst er frá því að segja Tjallarnir fóru heim með skottið á milli aftur fótanna. Bíð spenntur eftir morgun deginum, hvernig bregst breska stórveldið við þessum vátíðindum? England kemst ekki á EM, eitthvað sem fæstir bjuggust við. Hætt við að landsliðsþjálfari þeirra fái að kenna á því í fjölmiðlum á morgun. Kannski eru Tjallarnir bara ekki betri en þetta?

Las athygliverða grein á einhverjum netmiðli í dag þar sem sagt er frá 101. ára gamalli konu sem sat nánast nakinn fyrir til styrktar barna- og unglingastarfi knattspyrnuliðs þorpsins sem hún býr í. Þetta mun hafa átt sér stað á Englandi. Englendingar eru engum líkir þeir dá fótbolta, svo mikið er víst. Bíð spenntur eftir því hvort þetta sé eitthvað sem koma skal hér norður á hjara veraldar?

Las á bloggsíðu Birkis Jón Jónssonar grein eftir hann sem bar heitið ,,Vindhanapólitík á hæsta stígi". Ætla ekki að ræða innihald efnisins meir það dæmir sig sjálft. Birkir Jón er hugaður maður. Hann bloggar. Birkir Jón bloggar og fellir dóma, en þorir ekki að takast á við það að menn segi sína skoðun á hans skoðunum. Kannski ekki skrítið, hann veit nefnilega að hann hefur vondan málstað að verja. Birki Jón nota þess vegna aðferð strútsins og velur að stinga höfðinu ofaní sandinn. Að nota aðferð strútsins minnir mig á að kannski er það bara vel við hæfi að nota aðferð þessara fiðruðu fugla. Svei mér þá ef Birkir Jón er ekki sjálfur alger ,,vindhani".

Og vel á minnst þá kom samflokks félagi Birkis (Valgerður Sverrisdóttir) fram í fréttum í kvöld og viðurkenndi að framsóknarflokkurinn hafi átt og eigi stórann  þátt því efnahags ástandi sem nú ríkir. Gott að Valgerður hefur vaknað. Þetta er nokkuð sem menn reyndu að segja henni meðan hún sat í stóli Ráðherra. En alla vega gott að hún er vöknuð. Vonandi vekur hún hinn vatnsgreidda ungling sem enn er blautur milli eyrnanna og ráfar um stefnulaus og ráðvilltur.

Greinilegt að aðventan þokast nær og nær og nær...... Fyrstu merki þess á mínu heimili þegar betri helmingurinn fer í smáköku baksturinn. Fyrsti í smáköku í dag. Óneitanlega skemmtilegur tími. Reyni af fremsta megni að hjálpa til, þó ekki væri nema með því að þvælast ekki fyrir. Að öllu gamni slepptu þá hjálpar maður auðvitað til, nema hvað? Er það ekki nákvæmlega það sem sannir karlmenn gera?

Barna börnin mín þær Margrét Birta og Elín Alma tjáðu mér í dag að byrjað væri að setja upp jólaseríurnar heima hjá þeim, góðan daginn. Afi! þú verður  að fara drífa þig, jólin koma. Afi! það er kall stutt frá okkur sem er búinn að skreyta allt. Allt húsið, öll trén allt. Þú ættir bara sjá. Afi verður að fara byrja! Ekki getur afi látið einhvern karl niðr´i hverfi fá alla athyglina. En, ok, hér er við stórkaupmanninn Ragga í JMJ að ræða. Á ég að keppa við hann? er einhver skynsemi að fara í þá vinnu? Nei! en víst er að ég set upp færri seríur en ég skal samt hafa vinninginn þegar upp verður staðið. Mitt verður bara betur og listrænna skreytt.

Málsháttur dagsins:  Þar er skriðunnar von sem hún hefur fyrr fallið.

Er þá pabbi ekki sannur karlmaður?

Brá mér á völlinn í gær og horfði á körfuboltaleik. Skemmtileg íþrótt. Úrslitin þó ekki eins skemmtileg og ég hugði og vonaðist eftir, eigum við að ræða það eitthvað nánar? held ekki. Það kemur leikur eftir þennan leik.

Bloggaði um daginn um karlmennsku mína. Hef í beinu framhaldi af því velt því fyrir mér hvort pabbi ,,gamli" sé þá ekki sannur karlmaður? Hef aldrei séð hann fella tár, ekki einu sinni gleðitár. Andlit hans er þó ekki eins og höggvið í stein, það vantar bara tárin. Þessi járnkarl, sem fór snemma á sjóinn og vandist við það að henda bobbingum, hlerum, spönnum, stórlúðum og allskyns drasli sem síðutogara sjómennskunni fylgdi. Hann, á gamals aldri komin undir fimmtug hóf að æfa lyftingar. Hann setti helling af Akureyrar- Íslands- og heimsmetum og þjóðin stóð á öndinni yfir afrekum þessa manns. Hann var í tvígang heimsmeistari öldunga og einu sinni silfurverðlaunahafi. Af öllum þeim óhöppum, slysum og öðru sem dunið hefur yfir þennan mann á hans stuttu 77. ára ævi væri löngu, já löngu búið að leggja mann og annan. Sem sagt þessi maður hefur aldrei grátið.... er hann sannur karlmaður? eða eru það bara vælukjóar eins og ég og fleiri mínir líkir? nei bara svona pæla.

Yfirlýsing mín um að Britney Spear gangi ekki heil til skógar hvað gáfnafar varðar, virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á sumum. Get ekki sagt að það hafi nú beint rænt mig svefni. Auðvitað var þetta mikil ónærgætni af mér að segja svona um þessa bráðgáfuðu konu, ég viðurkenni það.  Það er auðvitað tvennt ólíkt að vera þroskaskertur eða heimskur, held ég. Ég læt Britney njóta vafans um hvort eigi betur við hana.

Heyrði sagt í útvarpinu í morgun að það væri fljúgandi hálka uppá Holtavörðuheiði. Svo ef þið lesendur góðir eruð á ferðinni þarna þá bið ég ykkur í öllum guðs Almáttugs bænum að fara frekar á bíl heldur en að fljúga yfir heiðina.

PB170014Annars var helgin í alla staði bara hin besta. Barnabörnin komu til okkar á laugardag og sváfu hjá ,,gamla" settinu og fóru ekki fyrr en eftir hádegi á sunnudag. Notaður var tíminn til þess að skera út laufabrauð og steikja. Segir manni að nú sé farið að styttast í  jólastússið. Þetta minnir mann á gamla brandarann ,, veistu hvað Akureyringurinn sagði þegar hann sá pizzu í fyrsta sinn? Hver gubbaði á laufabrauðið?. Trúlegt má telja að nú á næstu dögum verði jólaseríu kassinn sóttu upp á háaloftið og Drekagilið verði lýst upp með duglegum hætti. Verður þá ekki slegið slöku við þegar maður byrjar á annað borð.

Fróðleikur dagsins: Dráttarkúla = eista.

Þú! ætlar, eða ættir að gera það sama og ég í kvöld.

Deildarmeistarar Þórs 2007 í körfuboltaÞú! ætlar eða ættir að gera það sama og ég í kvöld. Þú! ætlar eða ættir að láta það eftir þér að njóta lífsins þér til skemmtunar, og án efa munt ekki sjá eftir þeim tíma, ef þú gerir það sama og ég.      Ég mun eyða hluta kvöldsins við það að horfa á tvö úrvalsdeildarlið eigast við í körfubolta, tvö skemmtileg lið. Ég er að tala um leik Þórs - og Skallagríms. Leikurinn hefst kl. 19:15 og veður leikið í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Ef þú kemst ekki þá bendi ég þér á að kíkja á heimasíðu Þórs því til stendur að vera með beina netlýsingu af leiknum slóðin er www.thorsport.is.

Bloggfærslan hófst á orðunum ,,Þú! ætlar eða ættir að gera það sama og ég í kvöld" og af hverju ætti svo að vera? Svarið er einfalt, körfubolti er svo skemmtilega íþrótt, og það segir allt sem segja þarf.

Fróðleikur dagsins: Eiginkonur Abrahams Lincoln og Johns F. Kennedy misstu báðar barn meðan þær bjuggu í Hvíta húsinu.

 


Ég er mikið karlmenni!

Mér er létt púff! ég er alinn upp við það sem krakki að strákar grétu aldrei, hættu þessu væli. að væla skæla grenja Það var ekki inni. Fram eftir aldri barðist ég við tárin af og til, er ég chicken? karlar gráta ekki! Í dag er ég fjandans væluskjóða, held ég? já já gráttu bara segir konan þú ert svo góður í því, What? hef barist við það að reyna telja sjálfum mér trú um að ég eigi að trúa henni, en í dag ,,heven has opened" (dagur íslenskra tungu var í gær). Las haft eftir mesta karlmenni þessara kynslóða segja ,,Alvöru karlmenn gráta" Jíbí jei! ég er sem sagt alvöru karlmenni!  Smile held ég verði að fara út í búð og versla bókin hans Þorgríms Þráinssonar og halda áfram að fá staðfestingu á því hversu mikið karlmenni ég er.

Fróðleikur dagsins er fengin að láni hjá Helga í SS Sól: Geta pabbar ekki grátið?


Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband