Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
17.11.2007 | 12:12
Af hverju er það ekki refsivert að.....?
Jesús Pétur og allir hans himna englar! Er hún í alvöru með bílpróf? ef svo er mikið er nú Ameríka undarlegt land að leyfa svona þroskaskertum einstaklingum að aka bíl. Og það sem meira er ætti ekki að vera refsivert að svona einstaklingar skuli hafa forræði yfir saklausum börnum, hvað hafa þau til saka unnið, ég bara spyr?
Málsháttur í anda Britney Spears: Glymur hæst í tómri tunnu.
Myndband af Britney á rauðu lagt fram í rétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 00:06
Eru konur betri en menn?
Súpufundur Þórs sem í dag var sá 16. í súpufunda röð Þórs, Greifans og Vífilfells, var afar skemmtilegur og fræðandi. Málefnið sem tekið var fyrir var ,, Vandi - Vonir - Væntingar. Er jafnrétti í íþróttum? eru konur betri en menn? í íþróttum. Þetta var og er afar fróðlegt og nauðsýnlegt umræðu efni enda er kunnara en frá er segja að mikið hallar á konur í íþróttum. Ekki þarf annað enn að fletta Morgunblaðinu, blaði allra landsmanna til þess að sjá hve mikið hallar á þessar elskur. Fyrir þá sem vilja vita meira getið þið farið heimasíðu Þórs og lesið um fundinn og séð örfáar myndir með því að smella hér.
Í kvöld brá ég mér svo á Krókinn eins og sönnum stuðningsmanni sæmir og horfði á nágrannaleik Tindastóls og Þórs í úrvalsdeild karla. Er óhætt að segja að áhorfendur hafi svo sannarlega fengið eitthvað fyrir aurinn sinn. Þór sótti 105-106 stiga sigur í Síkið sem er afar erfiður heimavöllur. Cedric Isom leikmaður Þórs skoraði tvö seinustu stig Þórs af vítalínunni þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Eftir leiki kvöldsins situr nú Þór í 6. sæti deildarinnar með 6 stig. Næsti heimaleikur liðsins verður á sunnudaginn kemur þegar lið Skallagríms kemur í heimsókn.
Nú er búð að skipa fulltrúa Akureyrarbæjar í nefnd með fulltrúum Grímseyjarhrepps um hugsanlega sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Stutt er síðan Hrísey og Akureyri sameinuðust. Svo ef að þessu verður er óhætt að segja að Grímsey verði úthverfi Akureyrar í sögulegri fjarlægð.
Í morgunsárið verður svo hefðbundið morgunkaffi í Hamri með félögunum. Má trúlegt telja að glatt verði á hjalla eins og venja er til. Þjóðmálin rædd og leyst. Þá verður örugglega mikið rætt um leikinn gegn Tindastóli í kvöld og um næsta leik sem verður á sunnudag eins og áður er getið.
Málsháttur dagsins: Margur eggjar annan sem skelfur af hræðslu sjálfur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 14:51
Ráðherra- og húsfriðunarnefndar klúður, ljót bremsuför.
Nú krefst ég þess að Íslenska ríkið greiði eigendum Hafnarstrætis 98 skaðabætur í beinu framhaldi að þessari ákvörðun. Ef húsfriðunarnefndin hefur yfir peningum að ráða þá ætti hún að greiða bætur. Í rúm 20 ár hefur staðið til að rífa þetta forljóta og handónýta hús en húsfriðunarnefnd tók ekki við sér fyrr en eftir að leyfi var gefið til að rífa húsið. Ef eitthvað réttlæti er til þá mega skaðabætur, sem klárlega líta dagsins ljós ekki á nokkurn hátt lenda á Akureyrarbæ. Því næst á að taka rækilega til í húsfriðunarnefnd og fá hæft fólk sem vinnur verk sín í réttri forgangsröð. Þá hefur það vakið athygli að menn sem þykjast friðunarsinnar og hafa lýst því yfir að það væri ekki mikið mál að gera húsið upp. Af hverju stigu þeir ekki fyrr upp? biðu þeir eftir því að fá húsið fært á silfurfati og þegið styrki til þess að endurbyggja húsið? Ég er nokkuð viss um að nú standa þeir upp og segja ,,ef ég fæ húsið fyrir slikk þá skal ég sjá um endurbætur og þiggja svo eftir á styrki fyrir framlag til friðunar" Ég veit ekki með ykkur en ég er orðlaus. Mér finnst nú eins og húsfriðunarnefnd ásamt Menntamálaráðherra skilja eftir sig ljót bremsuför, sem seint verða þvegin af. Málsháttur dagsins: Skömm og skaði skiljast sjaldnast að. |
Þrjú hús friðuð á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.11.2007 | 23:52
Má káfa á brjóstum og klof kvenna ef.......
Vertinn á Kaffi Akureyri og Vélsmiðjunni tók þá skynsamlegu ákvörðun að setja hóp manna í straff vegna ósæmilegra hegðunar er beindist að kvenfólki. Hann sagði það algerlega óþolandi að menn væru að káfa á brjóstum og í klof kvenna á staðnum sérstaklega ef þær væru því ekki samþykkar. Ég er samt að velta því fyrir mér hvort honum þyki í lagi að káf úti á dansgólfinu eða almennt inni á stöðunum ef báðir aðilar eru sáttir? Ég vona að hann hafi ekki meint þetta eins og ég skildi hann, því að sjálfsögðu á fólk ekki að standa í ósæmilegu káfi hvort á öðru fyrir allra augum. Kannski bara viðkvæmni í mér, en samt pæling. Hafði einnig gaman af því að lesa stutta og hnitmiðaða grein eftir sagnfræðinginn lipra Jón Hjaltason þar sem hann setti með liprum hætti ofan í ,,stór" kaupmanninn Ragnar Sverrisson. Ragnar hefur á afar einfaldan hátt lesið ótrúlegustu hluti út úr niðurstöðum íbúaþingsins fræga sem haldið var um árið hér á Akureyri. Ragnar er ekki bara mikill og snjall kaupmaður heldur mikið jólabarn. Ragnar er búinn að skreyta allt í bak og fyrir hjá sér í Áshlíðinni svo að óhætt væri að slökkva á götuljósum í Hlíðarhverfinu slík er ljósadýrðin. Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarkona fékk ,,Bjartsýnisverðlaunin" í dag. Hún sagði að hún væri auðvitað svekkt fyrir að fá enga Eddu, en þetta er keppni og ég verð að kunna taka tapi. Bjartsýnisverðlaunin séu góð viðurkenning sem hún sé stolt af. Gaman að fá viðurkenningu á því að vera ,,klikkuð" eins og hún orðaði það sjálf. Málsháttur dagsins: Enginn er svo fullkominn að ei finni sinn meistara. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2007 | 15:59
Ekki moka dauðir yfir gröf sína sjálfir, eða hvað?
Guðni Ágústson er greinilega algerlega búinn að týna sér. Hann segir að Forsætisráðherra Íslands sem ,,daufur og sinnulaus". Hann kallar eftir því að ríkisstjórnin bregðist við gríðarlegum efnahagsvanda. Ætli Guðni sé búinn að gleyma því að það er afar stutt síðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Íslands? Ætli Guðni geri sér enga grein fyrir því að ef mikill efnahagsvandi steðjar að þjóðinni þá á hann gríðarlega stórann þátt í því? Ætli Guðni geri sér ekki grein fyrir því að ríkisstjórn Íslands er enn að losa sig út úr ýmsum vanda sem síðasta ríkisstjórn bjó til? Gerir Guðni sér enga grein fyrir því að hann er algerlega að skjóta sig í lappirnar með málflutningi sínum á síðustu vikum? Er ekki komin tími á að vekja Guðna upp til meðvitundar og láta hann rifja upp þau svör sem hann gaf þáverandi stjórnarandstöðuflokkum þegar menn vöruðu við t.d við stóriðju stefnu hans flokks?
Guðni Ágústsson þarf að átta sig á því að hið háa Alþingi er ekki staður til þess að reyna vera fyndinn eins og honum er svo tamt að reyna gera. Sú aðferð Guðna að reyna vera fyndinn bara til þess að fela vondan málstað er engum til góðs, allra síst honum. Flokkurinn hans Guðna þolir það ekki. En það er samt allt í besta lagi, mín vegna og vonandi heldur hann áfram að grafa þá djúpu holu sem framsóknarmenn hafa verið að grafa. Ég mun bjóða mig svo fram við að hjálpa til við að fylla upp í þá holu þegar flokkurinn hans verður komin niður á botninn, sem er reyndar að gerast um þessar mundir. Það verðum við jú að gera því ekki moka dauðir yfir sig sjálfir, eða hvað?
Eftir fjögurra leikja taphrinu kom sigur. Mínir menn hristu af sér slenið og unnu 92-74 sannfærandi sigur á Hamar úr Hveragerði. Loksins sýndi liðið allar sínar bestu hliðar allan leikinn frá upphafi til loka. Vorum með beina netlýsingu af leiknum á heimasíðu Þórs sem tókst með miklum ágætum. Það er nokkuð sem við munum halda áfram að gera. Leikurinn var skemmtilegur og hin besta skemmtun, fín stemming utan vallar sem og innan. Fyrir þá sem ekki komust á leikinn bendi ég á að Jón Ingi Baldvinsson heldur úti heimasíðu þar sem hægt er að skoða fullt af myndum frá leiknum slóðin er www.123.is/logan. Næsti leikur Þórs verður gegn Tindastóli n.k. fimmtudag og verður leikið á heimavelli Tindastóls. Grannaslagur af bestu gerð, ef að líkum lætur.
Getraunastúss í morgun í Hamri þar sem við Þórólfur tókum á móti getspekingum sem vilja og ætla græða fúlgur á því að tippa. Því miður hefur salan dregist saman á undaförnum misserum. Telja menn að pókerspila á netinu sé það sem menn hafi fært sig yfir í. Lítið fer þó fyrir sögusögnum um að menn séu að græða háar fjárhæðir þar. Þar er þetta svo mikið falið og menn eru í einir fyrir framan tölvuna eftirlitslausir og gleyma stund og stað. Held menn ættu heldur að snúa sér aftur að gamla góða getraunaseðlinum og tippa.
Málsháttur dagsins: Sá sem ekki plantar þarf ekki að vökva.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2007 | 11:53
www.thorsport.is kíkið á upphitunina fyrir leikinn í kvöld.
Morgunkaffi í Hamri félagsheimili Þórs í morgun þar sem klúbburinn ræddi öll helstu vandamál sem herja að heiminum í dag. Málin rædd og leyst svo er bara bíða og sjá hvort ráðamenn heimsins eru okkur sammála.
Í kvöld er leikur hjá mínum mönnum í körfubolta þar sem við fáum lið Hamars í heimsókn. Bæði liðin eru jöfn á botninum með tvö stig og bæði ætla sér sigur í kvöld. Við eigum þeim harma að hefna frá því í seinasta leik sem fram fór hjá þessum liðum hér á Akureyri. Þar sigraði Hamar með einu stigi með þriggja stiga flautukörfu. Fyrir þá sem vilja vita meir um þessi lið þá kíkið á www.thorsport.isog lesið ítarlegan upphitunarpistil fyrir leikinn. Svo í kvöld eftir leik getið þið lesið vandaða umfjöllun um leikinn á sama stað þegar Sölli verður búinn að koma þessu á síðuna. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og verður leikið í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Þess má geta fyrir þá sem ekki komast þá er stefnt að því að vera með spjalllýsingu á spjallborði Þórs www.thorsport.is.
Fróðleikur dagsins: Betra er seint en aldrei.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 09:45
Ert þú algerlega búinn að missa þig Páll?
,,Veistu Palli! ég held að þú sért algerlega búinn að missa þig í allri umræðu um réttindi öryrkja ef umræðu skildi kalla" sagði ,,granni" þegar við hittumst fyrir tilviljun um helgina. Af hverju segir þú það? spurði ég. ,,ég var að lesa bloggið þitt þar sem þú talar um hvort ekki væri réttlætanlegt að tekjutengja laun maka Ráðherrana eins og gert er hjá öryrkjum". Já er það ekki bara sanngjarnt réttlætismál spurði ég?
Páll! ,,Þetta er ekki sambærilegt á neinn hátt þú getur ekki borið saman epli og appelsínur. Þú hlýtur að sjá að það væri gróft mannréttindabrot á fólki sem er á vinnumarkaðnum að skerða laun þess vegna tekna maka" sagði granni. Mikið er ég nú ánægður að heyra þig segja þetta og þig grunar ekki hvað það gleður mig að vita til þess að þú sért mér sammála, sagði ég. Granni leit undrandi á mig og sagði ,,ég er ekki sammála þér! ég sagði að það væri mannréttindabrot ef laun mann væru skert vegna maka annað ekki sagði ég, sagði granni".
Þú ert sem sagt að meina að það er í lagi að brjóta mannréttindi á öryrkjum eins og gert er í dag?, sagði ég. og þér finnst þá að um leið og maður missir heilsuna og þarf að hætta vinna þá hafi hann misst rétt sinn til þess að vera metinn sem sjálfstæður einstaklingur?
Aldrei þessu vant þá þagði Granni og stóð þögull eins og þvara, kannski var hann að hugsa næsta leik, hver veit? Fyrst hann þagði þá hélt ég áfram og sagði ,,hvenær finnst þér rétt tímasetning og taka sjálfsögð mannréttindi af mönnum? Er það við almennt örorkutap eða hvar vilt þú draga mörkin? Granni þagði enn - enn um leið og ég snérist á hæl og gekk af stað í burtu skaut ég því að honum ,,kannski við ættum að kippa mannréttindum af fólki eins og þér sem vill mismuna fólki eftir heilsufari þess". Öryrkjar ættu því að vera skyldaðir til þess að ganga um með skilti sem á stæði ,,einstaklingur án mannréttinda".
Ég var komin í talsverða fjarlægð frá granna, en ekkert heyrðist enn frá honum. Getur verið að hann fundið hjá sér skömm þegar hann datt ofan í Ragnars Reykás gírinn? Svei mér þá ég bara held það. Hins vegar væri gott ef þeir sem vinna við að setja lög og reglur um þennan þjóðfélagshóp sæji hlutina í öðru ljósi og áttuðu sig á því að réttur öryrkja er svo gróflega misboðið að í raun er hann nærri réttlaus með öllu.
Er þetta það þjóðfélag sem við búum í eins og við viljum hafa það? Erum við stolt af því að flokka fólk eftir heilsufari þess? Ég veit ekki með ykkur, en ég er stundum hugsi og velti því fyrir mér hvort á Ísland sé eins gott heilbrigðiskerfi og við viljum vera láta? Er Ísland eins dásamlegt og okkur er tjáð?
Málháttur dagsins: Oft er lágur sess hægur.Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2007 | 22:56
Sætur sigur.
Í kvöld tóku mínir menn í Manchester City á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Skemmst er frá því að segja að City fór með 1-0 sigur af hólmi með marki frá Stephen Ireland og sjöundi heimasiður liðsins í röð að veruleika. Liðið er því á ný komið í þriðja sæti úrvalsdeildar með 25 stig einungis tveimur stigum frá toppliðunum. Svenni og félagar greinilega í góðum gír.
Í gær brá ég mér á völlinn þ.e. körfuboltavöllinn og horfði á leik Þórs og Tindastóls í 1. deild kvenna. Stelpurnar sem fengu nýjan þjálfara í upphafi tímabils virðast vera í góðum gír. Þær lögðu stöllur sínar frá Sauðárkrók með 52-41. Greinilegt að Bjarki Ármann Oddsson hinn nýi þjálfari þeirra er á réttri leið með þetta unga og efnilega lið.
Veðurfarið þessa daganna hér er afar skrautlegt svo ekki sé nú meira sagt. Það rignir eina stundina, snjóar hina, hitinn fer niður í - 8 gráður og fírar svo upp í annað eins í +. Kannski ekki allt sama daginn en næstu því. Greinilegt að veðurguðirnir eru eitthvað að ruglast í ríminu.
Málsháttur dagsins: Meira varðar um samviskuna en mannorðið.Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 18:40
Þú kemur bara norður fyrir á núna og ekkert múður.
Þennan dag árið 1990 var Sædís Ólöf vatni ausin í Glerárkirkju. Það var í sjálfu sér ósköp venjuleg athöfn, en þó markaði ákveðin tímamót í lífi prestsins, sem framkvæmdi athöfnina, ekki síður en okkar hinna. Hann byrjaði daginn á því að misskilja okkur og beið uppi í Akureyrarkirkju en við ásamt stór hluta ættarinnar beið eftir prestinum í Glerárkirkju. Við hringdum í sérann, sem beið í Akureyrarkirkju og hann sagði ,,komið bara öll hingað upp eftir". Ég sat fastur við minn keip og sagði ,,þú kemur hingað norður fyrir á". Sérann varð að láta undan og mætti. Tilkynnti hann okkur eftir athöfnina að þetta væri í fyrsta sinn sem hann framkvæmdi prestathöfn í þessari kirkju. Ég leit á hann og sagði séra minn! ,,einhvern tíman er allt fyrst".
En í dag eru liðin 17 ár frá því að hún hlaut nafnið Sædís Ólöf. Sædísar nafnið á enga sérstaka skírskotun en Ólafar nafni er t.d. ömmu hennar, lang ömmu sem og móðursystur. Sem sagt merkisdagur í dag í lífi Sædísar Ólafar.
Fróðleikur dagsins: Ef allt virðist ganga vel, þá hefur þér yfirsést eitthvað.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 12:14
Hundleiðinlegt lag, en drepfyndinn lagasmiður.
Af þremur frekar slökum lögum, sem til greina komu, þurfti endilega það lélegasta að vinna. Hundleiðinlegt lag samið af drepfyndnum manni sem fær þjóðina til þess að veltast um að hlátri í hvert sinn er hann birtist á skjánum. Það er nóg að birta mynd af honum þá fer maður að hlægja, þvílíkur húmoristi drottinn minn dýri. Af hverju er þessi maður ekki einn af spaugstofumönnunum? - ótrúlegt.
Horfði fyrr um daginn á leik Arsenal og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni. Frekar afslappandi þegar maður heldur með hvorugu liðinu. Dáist reyndar af hinu stórskemmtilega liði Arsenal sem kostar aðeins brot af því sem hið stjörnuprýdda lið Man.Utd. kostar en er samt miklu betra og skemmtilegra lið og bíður ávallt uppá skemmtilegan fótbolta. 2-2 Jafntefli staðreynd og verða teljast afar sanngjörn úrslit. Það vekur hins vegar athygli hjá mér vælið og nöldrið í Ferguson í leikslok. Ef þessi maður fær ekki allt sem hann vill og biður um þá ætlar allt vitlaust að verða. Fýlupoki af verstu gráðu.
Lét mig hafa það á föstudagskvöldið og horfði á Útsvar spurningaþátt RÚV. Hef ekki séð nema brot og brot úr þeim þáttum. Læðist að mér sá grunur að ég hafi horft á þann þátt af þeirri einni ástæðu að Akureyri var annað liðið sem keppti þar. Ég blogga bara um þann þátt núna í ljósi úrslitanna, það verð ég að viðurkenna. Annað sem var í imbanum það kvöld rann áreynslu lítið í gegn og ekkert sem vert er að minnast sérstaklega á.
Annars fátt annað sem fangar athygli manns svo bloggandi er um. Hér á klakanum silast lífið áfram áreynslu lítið í mestu róleg heitum. Löggan fjölmennir í Leifsstöð til þess að stoppa hryðjuverkamenn, gott hjá þeim. Nóttin í borginni gekk sinn vanagang þar sem ekkert nýtt gerðist. Menn míga upp um allar koppagrundir, taka þátt í hópslagsmálum berja lögguna, ráðast á menn og misþyrma hver öðrum sér til skemmtunar. Svo eitthvað smotterí af svokölluðum ,,háttsemisbrota" eins og lögreglan segir. Er það í flestum tilvikum verið að ræða fólk, sem hafi misst stjórn á skapi sínu og látið öllum illum látum. Greinilegt að lífið í borginni gekk sinn vanagang þar sem allt fór fram með eðlilegum hætti.
Að lokum ætla ég fljótlega eftir helgi að segja ykkur frá ótrúlegu samtali sem ég átti við ,,granna". Þar fór hann á kostum blessaður og kom mér á margan hátt á óvart, en þó ekki.
Málsháttur dagsins: Prestlaus sveit er sem saltlaus matur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar