Leita í fréttum mbl.is

Owen - með allt niður um sig.

Las einhvers staðar haft eftir Michael Owen, sem er einn of mettnasti knattspyrnumaður samtímast hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði ,,engann leikmann úr Króatíska landsliðinu komast í ensk landsliðið". Þetta er hverju orði sannara af augljósum ástæðum. Þeir Króatísku eru einfaldlega allt of góðir til þess að spila með ekki sterkara liði en því enska. Að sama skapi má segja að leikmenn eins og Owen ættu ekki séns í að komast í það Króatíska, ekki einu sinni á bekkinn. Kannski þeir ensku ættu að líta í eigin barm og skýra út fyrir samlöndum sínum af hverju enska landsliðið er ekkí meðal þeirra sem leika á EM? Var það vegna þess að þeir eru svo slappir eða vegna þess að andstæðingar þeirra voru einfaldlega miklu betri eða?

Þá er enska knattspyrnusambandið búið að kæra Alex Ferguson stjóra Manchester Utd. Komin tími á að þagga niður í þessum vælukjóa. Alveg dæmalaust hvað þessi maður lætur sig hafa að rífa kjaft daginn út og daginn inn. Lætur eins og hann og liðið hans verði stöðugt fyrir einelti. Drottinn minn dýri hvað þetta er að vera dapurt. Halda menn að þeir geti keypt allt?, alla vega vill Ferguson hafa það þannig. Komin tími á okkar allra vegna að þagga niður í þess konar vælukjóum.

Málsháttur dagsins: Sá kann ei gott að þiggja sem ei þakkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Palli minn róa sig aðeins og éta nokkrar pillur

Held að snillingurinn Ferguson þyrfti ekki að vera vælukjói eins og þú kallar hann ef hann gæti keypt allt - en djö... væri nú gott að geta keypt dómarana

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.11.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ef mið er tekið af dómgæslunni  mætti stundum halda að Ferguson væri búinn að kaupa dómarana. Ég ét mínar pillur samviskusamlega, það er eitthvað sem Ferguson ætti að fara gera líka

Páll Jóhannesson, 27.11.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Ert þú nú líka kominn með Arseanl vírusinn ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.11.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Arsenal vírus, Utd fóbía, Liverpool heilkenni, eða hvað allt þetta heitir þá finnst mér löngu komin tími á að fólk fari að njóta leiksins og hætta endalausu þvaðri um dómarahneyksli o.þ.h.

Páll Jóhannesson, 28.11.2007 kl. 07:20

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ég er svo vitlaus að ég hélt að menn yrðu að vera enskir til að komast í enska landsliðið

Kveðja í heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 29.11.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband