Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Sammála aldrei þessu vant.

Aldrei þessu vant þá er ég sammála sjómannspopparanum og vara þingmanninum Birni Val Gíslasyni. Framganga Guðlaugs Þórs er með eindæmum í þessu fáránlega máli. Ég bloggaði einmitt um þetta s.l. laugardag ,,Þetta eru bara öryrkjar" þar sem ,,Staksteinar" sendu Guðlaugi Þór og Sigurði Kára pistilinn. Það er deginum ljósara að þessir hvolpar sem enn eru hálf blautir milli eyrnanna vakni til lífsins og hlusti á þá sem vitið hafa.

Málsháttur við hæfi: Sá veit best hvað heilsan er sem sjúkdóminn reynt hefur.
mbl.is Efast um hæfni heilbrigðisráðherrans til að gegna embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkti Gunni í Dekkjahöllinni kaupin á snjóbyssunum?

Samkvæmt heimildum var mikið gaman og mikið hlegið þegar KSÍ tilkynnti nýjan landsliðsþjálfara í dag. Ólafur sló víst Spaugstofumönnum við með skemmtilegum tilsvörum svo blaðamenn og aðrir viðstaddir lágu afvelta í hláturskrampa. Þetta veit á gott. Hver man ekki eftir því þegar Íslenska landsliðið í Bridge fór með bros á vör og skellihlæjandi í gegnum heimsmeistaramótið forðum daga og kom heim með Bembrúdaskálina frægu - Hikk, hikk, SKÁL Dabbi. Kannski landsliðið taki andstæðinga sína á taugum á næstu árum í hláturskasti, hver veit? Annars líst mér bara vel á þessa ráðningu hún er ekki svo galin.

Las á fréttamiðlum í dag að hafin er framleiðsla á snjó uppi í Hlíðarfjalli. Á sama tíma fór skyndilega að snjóa í bænum og mikil hálka á götum bæjarins. Ég hef uppi ákveðnar grunsemdir um að snjórinn sem féll í bænum hafi ekki komið af himnum ofan. Gruna frekar hann Gvend þ.e.a.s. Guðmund forstöðumann í Hlíðarfjalli að hafa snúið snjóbyssunum öfugt og beint þeim óvart niður í bæ í stað þess að beina þeim að skíðabrekkunum. Þó getur vel verið að Gunni Kredd í Dekkjahöllinni hafi samið við kauða, enda ku hafa verið heldur rólegt í nagladekkja sölunni að undanförnu. Þá fullyrðir kunningi minn að Gunni hafi sett talsvert fé í kaupin á þessum svokölluðu snjóbyssum,  ja ljótt ef satt reynist. Business is business.

Þá las ég einnig á einhverju miðlinum að maður hafi verið stoppaður á höfuðborgarsvæðinu með tveggja ára barn í framsætinu. Veit ekki hvernig maður á að taka svona fréttum. Er þetta neikvætt og til skammar? eða getur verið að maðurinn hafi haft í heiðri máltækið ,,ekki sé ráð nema í tíma sé tekið" undirbúningur að æfingaakstri, það skildi þó ekki vera?

Viðkvæmni tröllríður nú Íslenskt þjóðfélag. Nú má ekki syngja lengur um ,,10 litla negra stráka" eða  ,,Salómón Svarta" svo ég tali nú ekki um ,,Litlu gulu hænuna". Hvernig dettur mönnum í hug að leggja þessar hræðilegu sögur á borð fyrir litlu börnin? Hvernig á að segja að Negrastrákar séu á litinn? Salómón af hverju var hann hafður svartur? Litla gula hæ.... come on af hverju var hún höfð gul. Ég frábið mér svona dellu. Og ég bið ykkur kæru lesendur ekki fara inná www.baggalutur.isþví þið gætuð rekist á hræðilega útgáfu að.... ég kúgast ég get ekki meir ekki fara á www.baggalutur.is og lesa um þeirra útgáfu.

Annars var helgin bara asskoti góð hjá mér og mínum ef frá eru talin einhver úrslit úr íþróttakappleikjum helgarinnar. En það skemmtilega við þetta allt saman er auðvitað að þetta er jú bara leikur.... alla vega þegar maður tapar.

Málsháttur dagsins: Margur fordæmir af því hann þekkir ekki.

Svo er óskapast yfir því ef ég fæ mér annann

Góðan daginn og halleljúja......... svo lítur fjölskyldan mín á mig með manndráps svip þegar ég fæ mér tvo hammara sem ég grilla sjálfur.....

Málsháttur kvöldsins: Sjaldan fitnar peningur fyrir fjósdyrum.
mbl.is Heimsmet í hamborgaraáti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru nú bara öryrkjar

Af og til koma svona dagar þar sem ekki allt gengur upp hjá manni, eða eins og maður vill hafa hlutina. Þegar þannig er ástatt er það eina sem maður getur gert er að finna það jákvæða sem gerist. Þess vegna ætla ég ekkert að ergja mig á úrslitum dagsins í enska boltanum en mun örugglega senda Svenna Eiríks póst um að það eigi ekki að spila 6-0 vörn í fótbolta.

Ég ætla heldur ekkert að ergja mig yfir þeirri fábjána umræðu sem Sigurður Kári og félagar hafa efnt til  með því að halda því fram að bjór og létt áfengi í matvöruverslunum leysi allan vanda landans. En bendi ykkur á að lesa ,,Staksteina" í dag þar sem Sigurður Kári og Guðlaugur Þór fá aldeilis á baukinn (kannski bjórbaukinn, hver veit?). Einnig er ansi góð grein um sama málefni inni í Mogganum grein, sem sagnfræðingurinn Jón Hjaltason ritaði, honum tekst að hitta naglann á höfuðið. En ef að líkum lætur og ,,Staksteinar" reynast sannspáir gæti farið svo að Sigurður Kári, Guðlaugur og félagar ættu eftir að fá rækilega á baukinn, svei mér þá ef ég tek ekki undir með Staksteinum í dag.

Nú stendur yfir undirskriftarsöfnun á netinu hér þar sem öryrkjar skora á yfirvöld að rétta hlut þeirra. Ég er svo hamingju samur að vera einn af þeim sem get lagt mitt af mörkum til aðstoðar íslenska ríkinu við að að halda þjóðarskútunni á réttum kili. Ég þarf að endurgreiða nú um mánaðarmótin (þ.e.a.s. ef ég læt ekki skipta upphæðinni sem þeir voru svo rausnarlegir að bjóða uppá) það sem þeir kalla ofgreiðslu eins og fjöldin allur að öryrkjum sem hafa þegið offjár hjá ríkinu á undanförnum árum. Auðvitað er ekkert vit í því að maður komist upp með það að fá ofgreitt, enda greiðslur þær sem okkur öryrkjum eru greiddar einfaldlega að setja íslenskt þjóðfélag á kúpuna.

Ég el hins vegar þá von í brjósti mér að minn þáttur sem ég þarf að láta af hendi nú um mánaðarmótin (mánaðarmót kannski í fleirtölu) verði lagður í að styrkja þann sjóð sem gengið var á þegar hálaunaskatturinn var aflagður. Þá mætti einnig nota þá peninga í að umbuna enn frekar smælingjum í embættismannakerfinu, sem t.d. finna og reikna út hversu mikla peninga það er skynsamlegt að leyfa okkur öryrkjum hafa milli handa. Það er komin tími á að stoppa þetta góðæri, sem skekur heim okkar og engin ástæða til þess að við séu að vagga skútunni meir en orðið er.

Þess vegna var mér brugðið þegar ég las einhvers staðar haft eftir öryrkja að það væri óréttlátt að tengja bætur/laun öryrkja við laun maka. Er ekki komin tími á að við öryrkjar lærum að vera þakklátir fyrir það að eiga maka sem getur séð fyrir okkur? Er það ekki í raun nóg og þakkarvert að njóta þeirra réttinda að maki manns haldi okkur uppi að stórum hluta til þótt ekki bætist við að maður heimti líka eitthvað frá ríkinu? Auðvitað er þetta allt öfugsnúið og beyglað. Ekki er heilbrigðisráðherrann spurður að því hvaða laun maki hans hefur þegar kemur að útborgun, og ekki gæti það talist normalt að rukka lækninn, sem metur þig til örorku um sömu upplýsingar, skárra það nú, þetta er jú bara einstaklingar sem fá að njóta þeirra réttinda að vera þeir sjálfir, sem er bara sjálfsögð mannréttindi. Vissulega gilda allt önnur lögmál um mig og mín þjáningasystkini, við erum jú einu sinni öryrkjar og það segir allt sem segja þarf, ekki satt?

Fróðleikur dagsins: Enginn hefur allt, og engan vantar allt.

 


Súpufundur Þórs og þú mætir.

Ef ykkur langar að taka þátt í skemmtilegum fundi,  þar sem skemmtilegar umræður munu eiga sér stað með góðu fólki og njóta stundarinnar með því að snæða góða súpu og brauð matreidda af Greifamönnum og drekka T2 í boði Vífilfells - þá mættu á súpufund Þórs í Hamri í dag milli kl.12:00 og 13:00.

Aðalgestur fundarins verður Þorsteinn Gunnarsson fréttamaður á Stöð2 og Sýn sem og formaður Samtaka Íþróttafréttamanna. Fundarefni: Fjölmiðlar og íþróttir. Fundarstjóri verður svo snillingurinn Viðar Sigurjónsson.

Málsháttur dagsins: Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.


Aukið aðgengi að áfengi - nei takk.

Sex villtir fílar fengu raflost og dóu þegar þeir gengu berserksgang eftir að hafa drukkið hrísgrjónabjór í afskekktu héraði í norðausturhluta Indlands. Tæplega 40 fílar komu til þorps á föstudag í leit að mat og fundu nokkrir þeirra hrísgrjónabjór sem bændur á svæðinu framleiða. Eftir að hafa drukkið bjórinn rann æði á fílana og rifu  þeir upp rafmagnsstaur sem varð til þess að sex fengu raflost og drápust. Fjórir villtir fílar drápust við svipaðar aðstæður fyrir fjórum árum. Þessi frásögn er tekin upp úr Fréttablaðinu.

Segið svo að aukið aðgengi að áfengi hafi ekki slæm áhrif.

Speki dagsins: Eftir einn ei aki neinn.


Hættu þessu væli!

Góðan daginn og hallelúja! Ég segi nú ekki annað. Svo eru menn að setja það fyrir sig þó þeir þurfi að dröslast með píanó upp á 4. eða 5. hæð í fjölbýlishúsum eða annað smávægilegt dót. Sagt er að trúin flytji fjöll, en hún gerir greinilega gott betur.

Málsháttur dagsins: Stór byrði kann að beygja sterkan hrygg.
mbl.is 660 tonna steinkirkja flutt í heilu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fokið í flest skjól?

hafnarfjall22Heyrði í útvarpinu áðan að það væri fárviðri undir Hafnarfjalli. Mjög athyglivert svo ekki sé nú meira sagt. En ég velti því fyrir mér hvernig vita menn hvernig veðrið er undir fjallinu? Þetta er algerlega magnað hvað þessir veðurfræðingar eru magnaðir. Þar er sko ekki komið að tómum kofanum.

Ekki að mér komi það mikið við en ef ég ætti leið um fjallið þá vildi ég heldur vita hvernig veðrið við fjallið er en ekki undir því, bara pæla.

 

Pæling dagsins: Er fokið í flest skjól?


Að kaupa köttinn í sekknum.

Æ, æ, æ, æ, hvenær ætlar þessari fjandans vitleysu að linna? Ég mæli með því að forráðamenn Formúlu 1 verði látnir framvegis heyja titilbaráttuna í Play Station.

Endalaust svindl, kærur, njósnamál og guð má vita hvað er að eyðileggja þessa annars skemmtilegu keppni.

Svo fer maður að spyrja sig í beinu framhaldi af þessu hvort Sýn hafi ekki verið að kaupa köttinn í sekknum?

Málsháttur dagsins: Enginn veit á hverri stundu gæfan gefst
mbl.is Óvissa um titilinn vegna áfrýjunar McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur Kimí og áfram Manchester City.

Góð helgi að baki. Manchester City landaði enn einum sigrinum í gær á heimavelli gegn Birmingham og eru nú enn sem fyrr í 3. sæti úrvalsdeildar. Flottir.

Opið hús í Hamri í gær þar sem við í Þór kynntum körfu- handbolta og Taekwondo deildir félagsins. Skemmtilegur dagur í alla staði. Því miður varð sameinað lið Þórs og KA í handbolta sem heitir Akureyri - Handboltafélag að sætta sig við enn eitt tapið og nú geng Stjörnunni.

Í dag toppuðu svo Ferrari menn ágæta íþróttahelgi með því að sigra í Formúli 1 keppninni í ár. Allt stefndi þó í sigur Hamilton en Kimi karlinn kom ískaldur og staujaði mótið á lokasprettinum, flottur þessi ísmaður.

Þá komu ellismellirnir heim í gær eftir þriggja vikna leti líf á sólarströnd. Trúlegt má telja að þau þurfi nokkurrra daga aðlögun til að venjast hitanum á landinu bláa.

Fróðleikur dagsins: Páll páfi IV, sem kjörinn var 23. maí 1555, varð æfareiður þegar hann sá myndir af nöktu fólki í lofti Sistínsku kapellunnar og krafði Micelangelo um að mála á það föt.

Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband