Leita í fréttum mbl.is

Þetta eru nú bara öryrkjar

Af og til koma svona dagar þar sem ekki allt gengur upp hjá manni, eða eins og maður vill hafa hlutina. Þegar þannig er ástatt er það eina sem maður getur gert er að finna það jákvæða sem gerist. Þess vegna ætla ég ekkert að ergja mig á úrslitum dagsins í enska boltanum en mun örugglega senda Svenna Eiríks póst um að það eigi ekki að spila 6-0 vörn í fótbolta.

Ég ætla heldur ekkert að ergja mig yfir þeirri fábjána umræðu sem Sigurður Kári og félagar hafa efnt til  með því að halda því fram að bjór og létt áfengi í matvöruverslunum leysi allan vanda landans. En bendi ykkur á að lesa ,,Staksteina" í dag þar sem Sigurður Kári og Guðlaugur Þór fá aldeilis á baukinn (kannski bjórbaukinn, hver veit?). Einnig er ansi góð grein um sama málefni inni í Mogganum grein, sem sagnfræðingurinn Jón Hjaltason ritaði, honum tekst að hitta naglann á höfuðið. En ef að líkum lætur og ,,Staksteinar" reynast sannspáir gæti farið svo að Sigurður Kári, Guðlaugur og félagar ættu eftir að fá rækilega á baukinn, svei mér þá ef ég tek ekki undir með Staksteinum í dag.

Nú stendur yfir undirskriftarsöfnun á netinu hér þar sem öryrkjar skora á yfirvöld að rétta hlut þeirra. Ég er svo hamingju samur að vera einn af þeim sem get lagt mitt af mörkum til aðstoðar íslenska ríkinu við að að halda þjóðarskútunni á réttum kili. Ég þarf að endurgreiða nú um mánaðarmótin (þ.e.a.s. ef ég læt ekki skipta upphæðinni sem þeir voru svo rausnarlegir að bjóða uppá) það sem þeir kalla ofgreiðslu eins og fjöldin allur að öryrkjum sem hafa þegið offjár hjá ríkinu á undanförnum árum. Auðvitað er ekkert vit í því að maður komist upp með það að fá ofgreitt, enda greiðslur þær sem okkur öryrkjum eru greiddar einfaldlega að setja íslenskt þjóðfélag á kúpuna.

Ég el hins vegar þá von í brjósti mér að minn þáttur sem ég þarf að láta af hendi nú um mánaðarmótin (mánaðarmót kannski í fleirtölu) verði lagður í að styrkja þann sjóð sem gengið var á þegar hálaunaskatturinn var aflagður. Þá mætti einnig nota þá peninga í að umbuna enn frekar smælingjum í embættismannakerfinu, sem t.d. finna og reikna út hversu mikla peninga það er skynsamlegt að leyfa okkur öryrkjum hafa milli handa. Það er komin tími á að stoppa þetta góðæri, sem skekur heim okkar og engin ástæða til þess að við séu að vagga skútunni meir en orðið er.

Þess vegna var mér brugðið þegar ég las einhvers staðar haft eftir öryrkja að það væri óréttlátt að tengja bætur/laun öryrkja við laun maka. Er ekki komin tími á að við öryrkjar lærum að vera þakklátir fyrir það að eiga maka sem getur séð fyrir okkur? Er það ekki í raun nóg og þakkarvert að njóta þeirra réttinda að maki manns haldi okkur uppi að stórum hluta til þótt ekki bætist við að maður heimti líka eitthvað frá ríkinu? Auðvitað er þetta allt öfugsnúið og beyglað. Ekki er heilbrigðisráðherrann spurður að því hvaða laun maki hans hefur þegar kemur að útborgun, og ekki gæti það talist normalt að rukka lækninn, sem metur þig til örorku um sömu upplýsingar, skárra það nú, þetta er jú bara einstaklingar sem fá að njóta þeirra réttinda að vera þeir sjálfir, sem er bara sjálfsögð mannréttindi. Vissulega gilda allt önnur lögmál um mig og mín þjáningasystkini, við erum jú einu sinni öryrkjar og það segir allt sem segja þarf, ekki satt?

Fróðleikur dagsins: Enginn hefur allt, og engan vantar allt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

góður pistill.  Þegar einn öryrki er giftur öðrum eins og ég, þá er nú ekki mikil tilbreyting í launum í gangi, en samt tókst þeim að senda okkur feitan reikning fyrir helv. hagnaðinn af eldgömlu hlutabréfunum mínum. Hefði betur hent ávísuninni.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ásdís! þetta henti einnig í fyrra. Konan mín er öryki einnig eftir slys. Í fyrra var henni gert að greiða til baka 45 þúsund krónur vegna þess að hún seldi hlutabréfa eign sína í heilu lagi fyrir 57 þúsund krónur og þegar búið var að taka 6 eða 7 þúsund króna söluþóknun stóð eftir 51 þúsund. Ríkið tók af því 45 þúsund svo að þegar upp var staðið átti hún eftir u.þ.b. 6 þúsund krónur af hlutabréfi að verðmæti 57 þúsund. Þetta er náttúrulega algert rugl að láta öryrkjana komast upp með svo gróðrarbrask, ekki satt? 

Páll Jóhannesson, 27.10.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Bara að kvitta fyrir öllu ofanrituðu

Kveðja í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 27.10.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband