Leita í fréttum mbl.is

Aukið aðgengi að áfengi - nei takk.

Sex villtir fílar fengu raflost og dóu þegar þeir gengu berserksgang eftir að hafa drukkið hrísgrjónabjór í afskekktu héraði í norðausturhluta Indlands. Tæplega 40 fílar komu til þorps á föstudag í leit að mat og fundu nokkrir þeirra hrísgrjónabjór sem bændur á svæðinu framleiða. Eftir að hafa drukkið bjórinn rann æði á fílana og rifu  þeir upp rafmagnsstaur sem varð til þess að sex fengu raflost og drápust. Fjórir villtir fílar drápust við svipaðar aðstæður fyrir fjórum árum. Þessi frásögn er tekin upp úr Fréttablaðinu.

Segið svo að aukið aðgengi að áfengi hafi ekki slæm áhrif.

Speki dagsins: Eftir einn ei aki neinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er augljóst að fílar kunna ekki með áfengi að fara frekar en sumir menn. Ef fólk kynni með áfengi að fara væri áfengið ekkert vandamál.  Þó teljum við okkur vitrari en dýrin, sem vafalaust vita ekkert um skaðsemi þess.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já þú segir nokkuð. Það er orðið ansi margt vandamálið og heilsuspillandi ekki má drekka nema í hófi og hvar er það? Ekki má reykja því þá er meiri hætta í hinum og þessum sjúkdómum. Ekki má borða of mikið og ekki hvað sem er því þá færðu líka hina ýmsu sjúkdóma og getur dáið fyrr. Ég bara spyr hvað má maður eiginlega gera. Kveðja Suðurnesjamenn. Ps gerið nú það bara svona fyrir mig að taka Keflavík í kennslustund á morgun í Körfunni.

Hrönn Jóhannesdóttir, 24.10.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hrísgrjónavínið gerir mann greinilega fílefldan!

Edda Agnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 19:08

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Kannski maður ætti að panta sér fáeinar flöskur?

Páll Jóhannesson, 24.10.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband