Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Klúðrið sem skekur sjálfstæðismenn

Áróðurs maskína Sjálfstæðisflokksins ,,Staksteinar" er vöknuð til lífsins. Nú hamast þeir eins og hani í mannask... við að rægja niður menn og málefni. Þeim er afar lagið við að snúa hlutunum á hvolf og lesa milli lína og láta pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins illa út. Því miður tekst þessari áróðurs maskínu að þyrla upp ryki í augu fólks, því miður. En sem betur fer er líka til fólk sem ekki lætur blekkjast, það veit betur. Nýjasta dæmi þeirra birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar taka þeir forstjóra Geysis Green Energy á beinið. Sá maður fær á baukinn svo rækilega. Þeir klikka svo út með að draga Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra niður í svaðið um leið og segja hann helzta stuðningsmann þess að afhenda einka- rekstrarmönnum alla þekkingu Orkuveitu Reykjavíkur.

Klúðrið og vandræðagangur sem skekur Sjálfstæðisflokkinn, Orkuveitu Reykjavíkur og allan vandræðaganginn þar á bæ, er engum nema Sjálfstæðisflokknum að kenna. Hverjir sátu við stjórn þegar klúðrið var upplýst? Hvaða menn sátu við völd og komu þessari sameiningu á fót? hvaða menn sátu við völd og ætluðu að afhenda einkaaðilum alla þessa þekkingu á silfurfati? Af hverju vildu sjálfstæðismenn skyndilega selja OR strax eftir að hafa framselt vísvitandi þekkinguna á silfurfati til einkaaðila? var það ekki af því að þáverandi minnihluti komst á snoðir um spillinguna sem sjálfstæðismenn voru að bralla? Fyndnast af öllu er að þeir skuli ætla hengja Björn Inga einan fyrir allt þetta klúður. Björn Ingi var eini fulltrúi framsóknarmanna í borgarstjórn, hvar voru sjálfstæðismennirnir sem voru jú 7 talsins? Kannski áróðurs maskína sjálfstæðisflokksins ,,Staksteinar" ættu kannski að líta í eigin barm og upplýsa lýðinn um vinnubrögð sinna manna? þá kæmi örugglega í ljós að ástæða þess að samstarf sjálfstæðis- og framsóknar sprakk ekki vegna óheilinda Björns Inga heldur vegna þess að upp komst um spillingaraðferðir sjálfstæðisflokksins.

Málsháttur dagsins tileinka ég Staksteinum: Oft er sekur varinn en saklaus barinn.


Stórleikur í kvöld allir á völlinn!

bílprófÓhætt að segja að það hafi verið fljúgandi hálka á götum bæjarins í morgun. Þess vegna hafði ég ÖRLITLAR áhyggjur af Sædísi - hún var á leið í verklega bílprófið. Skemmst er frá því að segja að hún flaug í gegnum prófið villulaust og með glans. Ég átti í raun ekki von á öðru enda með eindæmum klár stelpa. Til hamingju með þetta Sædís mín.

 

Skora á alla sem hafa tök á að mæta í íþróttahús Síðuskóla í kvöld kl. 19:15 og sjá úrvalsdeildaleik Þórs og Njarðvíkur. Þór vann fyrsta leik vetrarins á heimavelli fyrir viku síðan gegn bikarmeisturum ÍR. Vonandi ná þeir að fylgja því eftir í kvöld. Þá er gaman að geta þess að Óðinn Ásgeirsson leikmaður Þórs var að mati flestra besti leikmaður fyrstu umferðarinnar, vonandi nær hann að fylgja þessari góðu byrjun eftir í kvöld og svo það sem eftir lifið vetrar.

Málsháttur dagsins: Sá sem rétt gerir hefur rólega samvisku.

Eins og við var að búast

Ég er ekki sammála því að þetta hafi verið ljótur skellur? Ég fór á fyrri leik liðanna vor þar sem Íslendingar sluppu með skrekkinn þegar þeir náðu 1-1 jafntefli og máttu teljast heppnir að tapa ekki.

Eiður Smári sagði ,,Verðum að líta í eigin barm" það eru orð að sönnu. Held að það sé hollt fyrir alla viðeigandi KSÍ, leikmenn og þjálfara. Svo er náttúrulega sá möguleiki sem fæstir vilja og þora ræða, kannski er liðið bara ekki betra en þetta?

Málsháttur:  Kýrin mjólkar ekki meira þó skjólan sé stór.
mbl.is Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara snilldin ein

Hef alltaf verið sáttur við Kristján L. Möller og ekki dróg úr ánægjunni nú, allgerlega minn maður. Auðvitað á flugvöllurinn að vera þar sem hann er og hvergi annars staðar. Þessi litla og sæta borg við sundin blá sem er nú einu sinni höfuðborg landsins mun áfram verða stolt okkar landsbyggðarbúa með flugvöllinn í Vatnsmýrinni.

Slagorð dagsins er í boði Karls Marx: Heimspekingar hafa látið sér nægja að skýra heiminn með ýmsum hætti. Það sem fyrir liggur er að breyta honum.


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert mál að hætta - hef hætt milljón sinnum.....

retta_jpg,,Palli nú hættum við að reykja" sagði einn fyrrum skipsfélagi minn þegar togarinn sem við vorum á var rétt skriðin frá ÚA bryggjunni. Já sagði ég nú hættum við, ég glotti við tönn. ,,Nei! ég meina það" sagði félagi minn grafalvarlegur. Veistu þetta er minnsta mál í heimi sagði ég, ég hef hætt milljón sinnum þetta er engin vandi. ,,Palli ég er ekki af fíflast" sagði félagi minn og rétti mér bréf með nikotín tyggjó sex töflur. Gott og vel hættum sagði ég.

Til þess að gera langa sögu stutta þá hef ég aldrei tekið smók eftir þetta. En félagi minn var sprungin áður en togarinn var komin á miðin, gott ef hann var ekki sprungin áður en við komumst út úr fjarðarkjaftinum. Kannski engin furða hann er svo fjandi langur Grin. Þetta var árið 1986 og því eru liðin 21 frá því að mér tókst loksins að hætta reykja, þökk sé Tóta skipsfélaga mínum til margra ára. Þetta er í mínum huga eitt það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu en um leið hvað þakklátastur fyrir að hafa geta yfirstigið. Mesta hvatningin var trúlega sú staðreynd að móðir mín hætti 10 mánuðum á undan mér þessum ósið og ég hugsaði sem svo ef mamma getur þetta þá get ég líka, mamma takk fyrir. Það ánægjulegasta í þessu öllu er sú staðreynd að við bæði þ.e. ég og mamma erum enn reyklaus.

Hef ákveðið að hlífa lesendum mínum og skrifa ekkert um sápuóperuna sem sýnd er í Reykjavík þessa dagana þar sem hvert klúðrið og vandræðagangurinn skekur pólitíkusana í borginni. En borgarbúar eiga samt alla mína samúð. En kannski er lækningin á næsta leyti, enda styttist óðfluga eins og óðfluga í að Dagur verði borgarstjóri.

Fundur í kvöld hjá körfuboltastjórn þar sem ég er fundarritari m.a. Hjá þeim er mikið um að vera þessa dagana enda erum við með okkar lið í efstu deild og metnaður manna mikill til að hafa alla umgjörðina eins glæsilega og framast er unnt.

Fróðleikur dagsins: Þegar rússneski leiðtoginn Lenin dó úr heilasjúkdómi 21. janúar 1924 var stærð heila hans einungis fjórðungur af því sem hún var upprunalega.


Tvö kvikindi dugðu skammt.

Sá að aðal lottóvinningur gærkvöldsins gekk ekki út að þessu sinni - það á sér eðlilega skýringu, ég keypti mér ekki miða að þessu sinni. Svo skemmtilega vill til að tölurnar sem upp komu eru nákvæmlega þær sem ég hefði sett á miðann hefði ég nennt að renna niður í Hagkaup og lotta.

Spaugstofan klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Þeir komu atburðarrás í stóra leikritinu sem þjóðin hefur fylgst með úr ráðhúsi borgarinnar síðustu daga. Klúður, vandræðagangur og aulaskapur sem fráfarandi borgarstjórn skilur eftir sig á án efa eftir að færa spaugstofunni áfram efni í komandi þætti. Greinilegt að subbuskapur Villa, Bjössa og félaga er meir en margan grunar það kom best fram í fréttum í gær. Borgarbúar hljóta vera fráfarandi meirihluta þakklátur fyrir að hafa bundið skó borgarbúa. Enn og aftur koma þeir svo fram á sjónarsviðið og segja ,,ég vissi ekki neitt", glætan.

Sjónvarpsglápi lauk með því að fylgjast með þættinum ,,Laugardagslögin". Almáttugur hvað þessi þáttur er dapur. Brandarar fljúga í loftið hjá annars ágætum þáttastjórnendum sem ekki eru 5 aura virði. Lögin öll heldur dapurleg þótt lagið hans Magga hafi staðið upp úr, enda allt sem kemur frá þeim snillingi í lagi. Þó má eiginlega segja að hinn ungi og upprennandi sjónvarpsmaður sem tók viðtalið við Geir Jón löggu hafi staðið uppi sem sigurvegari kvöldsins. Geir Jón kom einnig á óvart.

karlsvagninnSeinni hluta kvöldsins eyddi ég með vinafólki þar sem við sem sannir Íslendingar létum okkur hafa það í skítköldu haustveðrinu hafa það að hoppa í heitapott vinafólksins. Þar við lágum og virtum fyrir okkur stjörnurnar sem hanga í himinhvolfinu og dáðumst af meistaraverki skaparans fékk ég nákvæma útlistum á því hvar ,,bogamaðurinn, karlsvagninn, fjósakonan"  og fleiri stjörnur eru staðsettar. Vinur minn sem er skipstjóri reynir endalaust að kenna mér þessi fræði og fræða mig á því hvernig skipstjórnarmenn hafa nýtt sér stjörnurnar í gegnum tíðina við að rata heimsálfa á milli með þeirra hjálp.

sextantÉg, sem hef ávallt haldið að þessar týrur væru bara skraut skaparans er greinilega einhver misskilningur. Ef svo er að skaparinn hafi sett þessi ljós á himinhvolfið bara fyrir sjófarendur spyr ég má þá ekki slökkva á þessu í dag og spara mikla orku? Hvaðan fá þær straum til að lifa? er þetta örugglega umhverfisvænt? Eru þetta díóður..... hvað er í gangi? Sjófarendur hafa nú til dags GPS tæki radar, tölvur og alskyns drasl sem þeir sigla eftir svo þetta er alger óþarfi, en hvað veit ég? ég var bara óbreyttur háseti? Inná milli og mitt á meðal í þessu sjónarspili öllu dönsuðu norðurljósin í öllu sínu veldi og litadýrð, sem er engu líkt.

Veit ekki hvort ég á að þora minnast á landsleikinn í gær? Alla vega sökkaði liðið og skíttapaði fyrir Lettum. Eiður náði þó að sýna sitt rétta andlit og náði að skora tvö kvikindi, sem þó dugðu skammt. Liðið er einfaldlega ekki betra en raun ber vitni um. Kannski komin tími á að við hin veruleika fyrta þjóð fari nú að viðurkenna að við eru ekki endilega best þó okkur langi mikið til.

Fróðleikur dagsins: Það tekur sólarljósið 8,5 mínútur að ferðast frá sólu til Jarðar.


Jedúdda mía mikið er nú blekkingin hjá manni mikil

Björn Ingi segir ,,misskilningur, mistök, útúrsnúningur ég er bara svona fölur af því að ég er með flensu". Greinilegt að flensa hefur lengi plagað Björn Inga.

Vilhjálmur (Villi gróði) segir ,,ég vissi ekki um gengi eða upphæðir í þessu og það er ekki í mínum verkahring sem borgarstjóra að hafa skoðun á þessum hlutum og ég hef náð sáttum í samstarfsfólk mitt í sjálfstæðisflokknum". Og svo til þess að kóróna vitleysuna segir Villi gróði „Ég hef reynt að standa heiðarlega að málinu og vanda mig við þetta verkefni,".

Þeir líta á sig sem fulltrúa sjálfs síns og sinna flokka en ekki fulltrúa allra íbúa Reykjavíkur. Ja hérna og ég sem var farin að halda að Villi og Björn Ingi hefðu gert einhver axarsköft. Svona vinnubrögð ættu undir öllum venjulegum kringumstæðum að kalla á afsögn og stjórnarslit, en þetta snýst náttla ekkert um siðferði og annað slíkt enda þurfa þessir spilltu óþekktarormar engum lögmálum að hlýða - Jedúdda mía mikið er nú blekkingin hjá manni mikil.

Málsháttur við hæfi: Úr ljótum selskap er loflegt að flýja.


Líttu þér nær ágæta frú

Ja hérna og sveim mér þá! Þetta er nokkuð sem allt venjulegt fólk vill að gerist þ.e. að herforingja stjórnin fari frá. Kannski hún hefði átt að líta sér nær og reyna koma karli sínum frá sem hefur í sinni valdatíð bara stundað hernað, sem ekki nýtur mikil fylgis um víða veröld. Segi því líttu þér nær kæra frú.

Málsháttur við hæfi: Það er ekki laust sem skrattinn heldur 


mbl.is Laura Bush vill að herforingjastjórnin í Búrma víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi Villi......

Sat eins og límdur fyrir framan sjónvarpið og fylgdist með því þegar friðarsúlan hennar Yoko Ono var tendruð í Viðey. Niðurstaðan er klárlega vonbrigði. Velti fyrir mér ,,af hverju?". Þrennt í stöðunni; Væntingastuðullinn hjá mér of hár, Svona getur ekki skilað sér í gegnum sjónvarp, eða að fíni Samsung flatskjárinn er einfaldlega ekki nægilega góður. Sé Samsung ástæðan þá verð ég að taka  tengdasoninn og fara með hann í heimsókn í Radíónaust og ég tala yfir hausmótunum á þeim öllum.

Get ekki annað en hlegið að vandræðaganginum í Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur. Menn með lolla í buxunum, ég hef aldrei séð þennan lista, nei ég meina ég hef séð hann en ekki lesið, nei ég meina ég hef heyrt um hann veit hann er til en ég vil ekki sjá hann, nei ég meina, ég vil sjá hann, en fæ ekki og þeir segja mér að ég hafi hugsanlega ekki átt að sjá hann eða......... Þvílík endemis vitleysa hjá þessu liði. Með grátstafi í kverkum segja þeir upp í opið geðið á þjóðinni ,,nei, nei hér er allt í fínu standi ég ætlaði hvort sem er að ....... Staksteinar Moggans rembast svo við eins og rjúpan við staurinn að moka skít yfir t.d. Samfylkinguna, VG eins og klúðrið sé þeim á einhvern hátt að kenna. Niðurstaða mín er þessi - þetta eru heimsins mestu lúserar og þeir vita það sjálfir, Villi þessi sem þykist vera svo góður..... ómægod.

Nú styttist eins og óðfluga að körfuboltavertíðin fari af stað. Úrvalsdeildin hefst n.k. fimmtudag og þá munu mínir menn í Þór leika fyrsta leikinn hér á heimavelli gegn bikarmeisturum ÍR. Ég hlakka til  og svo mikið er víst að ég á eftir að skrifa talsvert mikið um þessa skemmtilegu íþrótt í vetur. Ekki bara hér á blogginu heldur einnig á www.thorsport.is. Þar munum við feðgar skrifa mikið um leikina og upphitunarpistla, um að gera fyrir ykkur að kíkja þar inn líka.

Fróðleikur dagsins: Viljirðu vera meistari,, tekurðu eina lotu enn.

Fagrar rósir fölna aldrei.

Sædís ÓlöfÞennan dag árið 1990 leit þessi elska dagsins ljós fyrsta sinn. Hún er þriðja og yngsta barn okkar hjóna. Hún ber millinafnið Ólöf föðurömmu sinni til heiðurs. Þá er Ólafar nafnið einnig frá móðursystir og langlang ömmu í móðurætt, svo að þetta er afar vel við hæfi. Nafnið Sædís var valið bara af því að þessi tvö nöfn hljóma svo vel saman og einstaklega falleg.

Sædís er eins og systkini hennar algjör augasteinn foreldra sinna sem og allra þeirra sem þekkja og umgangast. Dagurinn hjá henni var ósköp hefðbundinn þrátt fyrir þá staðreynd að hún eigi afmæli. Skóli, söngæfing og fleira sem fylgir mánudögum átti sinn sess í dag hjá henni. En Sædís hélt í gær upp á daginn í gær og var býsna mannmargt í Drekagilinu þar sem fólk gæddi sér á kræsingum þeim sem frúin á heimilinu töfraði fram eins og henni einni er lagið, og fáir leika eftir.

Málsháttur við hæfi: Það eru fagrar rósir sem fölna aldrei

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband