Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Þar kom að því að ég gæti hælt ríkisstjórninni.

islenski_faninnÉg, ásamt öllum sem starfa í íþróttahreyfingunni fagna því að á  fundi ríkisstjórnarinnar í gær var ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga. Rétt er að hæla ríkisstjórninni þegar hún gerir vel og það geri ég. En jafnframt skal það tekið fram að um þetta mál ríkti mikil samstaða á þingi hvar sem í flokki menn standa.  Ég og félagar mínir í Íþróttafélaginu Þór höfum ákveðið að draga íslenska fánann að húni í dag af þessu tilefni. Hér er mikið réttlætismál sem komst í gegnum alþingi eftir langa, langa baráttu.

Fróðleikur dagsins: Enginn á svo annríkt að hann geti ekki talar um, hversu annríkt hann á.

Strangt til tekið getur enginn krafist þess að aðrir þegi.....

Hef velt því fyrir mér hvort það geti verið að hugsanlegt álver við Húsavík geti rúmast innan marka ,,sjálfbærrar þróunar" eins og Valgerður Sverrisdóttir heldur fram? Ég er reyndar engin sérfræðingur í því um hvað sjálfbærri þróun snúist nákvæmlega, en ég get ekki neitað því að við fyrstu sýn þá hljómar þessi yfirlýsing Valgerðar fremur eins og hvert annað stefnuleysi innan Framsóknarflokksins fremur en að svo geti verið í raun. Reyndar kemur þessi hringlandaháttur framsóknar ekki á óvart því þeir hafa jú löngum verið opnir í báða enda.

Samkvæmt heimildum er lóan komin til landsins og mun nú kveða burt snjóinn. Hún sást víst á Höfn í Hornafirði í morgun. Eftir því sem ég best veit þarf hún ekki að kveða mikinn sjó í burt þaðan enda Höfn ekki þekkt fyrir mikil snjóalög. En samt ánægjuefni að þessi ljúfi vorboði skuli vera komin til landsins.

Má til að blogga örlítið um sportið. Akureyri handboltafélag sem er í eigu Akureyrarliðanna Þórs og KA vann loksins sigur um helgina þegar þeir unnu Hauka úr Hafnafirði. Losuðu Akureyringar sig frá bráðasta hættusvæðinu en sendu um leið Hauka á það óvinsæla svæði. Haukar hafa nú kallað til liðs við sig fyrrum þjálfara sinn Viggó Sigurðsson og á hann að hjálpa Haukum að bjarga sér frá falli.

Mínir menn í Þór unnu Dalvikínga í B- deild deildarbikarsins um helgina 4-1. Góður sigur þar sem m.a. Hreinn Hringsson skoraði 2 kvikindi. Það sem vekur athygli er hversu margir ungir og efnilegir strákar sem eru að koma upp úr yngri flokkum félagsins fá að spreyta sig á vormótunum. Lárus Orri og Palli Gísla eru óhræddir við að gefa þeim tækifæri, enda liggur framtíðin þarna.

Í gær skrifuðu bæjaryfirvöld undir nýjan RISA samning við Gólfklúbb Akureyrar um uppbyggingu á gólfvelli þeirra GA-manna. Er þetta fagnaðarefni að Sigrún og félagar í bæjarstjórn hafa fundið peninga til að setja í íþróttamannvirki. Vekur um leið upp vonir okkar Þórsarar og KA-manna um að ekki verði staðið fast á bremsunni þegar kemur að því að byggja upp á svæðum félaganna í stað Akureyrarvallar.

Fróðleikur dagsins:  Strangt til tekið getur enginn krafist þess að aðrir þegi yfir þeim leyndarmálum, sem hann gat ekki þagað yfir sjálfur.

Frjálslyndir í djúpum...

Samkvæmd nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins fengi Frjálslyndi flokkurinn einungis 4,4% fylgi og samkvæmt því næðu þeir ekki inn manni á þing. Hvað veldur? Er aðförin að Margréti Sverrisdóttur að skila sér eða öfgakennd stefna þeirra í innflytjendamálum sem jaðrar við rasistahátt helsta ástæða þess? Ég veit ekki en grunar þó að svo sé, kannski þeir hefðu átt að hugsa þessi mál örlítið betur áður en þeir stukku út í djúpulaugina.

P3240089Alla vega er ég sammála Ágúst Ólafi varaformanni Samfylkingarinnar um að eins og málflutningurþeirra hefur verið í vetur þá get ég vart ímyndað mér að nokkur flokkur sé æstur í að vinna með þeim. Til þess að geti átt sér stað þurfa þeir vafalítið að breyta stefnu sinni í innflytjendamálum í nútímalegra horf.

Í gær lauk svo stjórnmálaskóla sem Ungir Jafnaðarmenn hér á Akureyri stóðu fyrir. Þar voru fluttir margir skemmtilegir fyrirlestrar þar sem m.a. þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Möller fluttur ásamt frambjóðendunum Láru Stefánsdóttur (sem á mjög áhrifa mikinn hátt brá sér í hin ólíklegustu hlutverk til þess að leggja áherslu á mál sitt) og Margréti Kristínu Helgadóttur og þá komu fram Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar og Hilda Jana Gísladóttir. Þessu til viðbótar flutti Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri fyrirlestur á föstudagskvöldinu sem var algjör snild. Skólanum var svo slitið um kl. 18:00 og var endahnykkurinn sannkölluð ,,Rannsóknarferð" um Verksmiðju Víkingsbrugg á Akureyri.

P3240072Eiga ungir Jafnaðarmenn á Akureyri hrós skilið fyrir vel skipulagðan skóla og góða fræðslu og skemmtun sem nemendum var boðið uppá. Greinilegt er að mikill kraftur býr í þessu unga fólki. Þessi vinna þeirra er frábært innlegg í kosningabáráttuna sem er að fara af stað og er það von mín og trú að framlag þeirra muni auðga og lífga upp á þá baráttuna sem framundan er.

Fróðleikur dagsins: Þú berð ekki aðeins ábyrgð á því sem þú segir, heldur líka því, sem þú segir ekki.

Það myndi þýða að Geir væri úti í kuldanum - sem yrði tær snilld.

Samkvæmt ,,fréttaskýringu"  Agnesar Bragadóttur blaðamanns á Morgunblaðinu segir hún að Geir H. Haarde Forsætisráðherra telji að stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vintri Grænna versta kostinn eftir kosningar. Það þarf jú engan sérfræðing að geta sér til um það - þannig stjórn myndi þýða að Geir og félagar í Sjálfstæðisflokknum væru út í kuldanum. En mikið ofboðslega yrði það mikið lán fyrir  hina íslensku þjóð ef það yrði að veruleika. 

supa211. Súpufundur Íþróttafélagsins Þórs var haldin í gær (fimmtudag) og mættu ríflega 50 manns á fundinn. Aðalgestir fundarins voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Íþróttaráði Akureyrarbæjar ásamt Kristni H. Svanbergssyni deildarstjóra íþróttaráðs. Fundurinn tókst í alla staði vel og voru allar umræður á málefnalegum nótum, sem betur fer. Þó var á því ein undantekning þar sem ákveðinn úrillt gamal menni, sem mistókst að múta sínu eigin flokksfélögum til að koma sér til valda fyrr í vetur. Rasista háttur mannsins i garðs aðkomufólks á Akureyri er orðið að aðhlátursefni í bænum. Svo ætlast þessi aðili til þess að fólk beri fyrir honum virðingu og taki mark á málflutningi hans, heyr og endemi.

Í dag hófst Stjórnmálaskóli á vegum Ungra Jafnaðarmanna hér á Akureyri. Dagskráin hófst með setningu Margrétar Krístínar Helgadóttur sem skipar 4 sæti í norð/austu kjördæmi. Þar á eftir tók við erindi sem Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri flutti undir heitinu ,,Íslensk stjórnskipun, alþingiskosningar og ESB. Flottur fyrirlestur og skemmtilega uppsett hjá Birgi.

Dagskrá skólans hefst svo kl. 10:00 á morgun og stendur hann með hléum til kl. 17:00 en þá eru skólaslit. Meðal þeirra sem tala á morgun eru; Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar, títt nefnd Margrét Kristín, Lára Stefánsdóttir frambjóðandi, alþingismennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Kristján Möller, Katrín Júlíusdóttir og Einar Már Sigurðarson og fjölmiðlakonan Hilda Jana Gísladóttir. Skóli þessi er öllum opinn og öllum að kosnaðarlausu. Tilgangur skólans er ekki að reka harðan stjórnmálaáróður heldur kynna fólki störf þeirra sem starfa við stjórnmál frá ýmsum hliðum. Þessi skóli er þannig uppsettur að það er nokk sama í hvaða flokki þú stendur hann höfðar til þín, svo endilega mættu.

Fróðleikur dagsins: Sérðu ekki allt, sem þú hugsar, en hugsaðu allt, sem þú segir.

Fagra Ísland.

P3180002Fór í Nýja Bíó í dag á fund þar sem ungir jafnaðarmenn á Akureyri stóðu fyrir fundi um umhverfismál. Megin tilgangur fundarins var að kynna fólki stefnu Samfylkingarinnar í þessum málaflokki undir slagorðinu ,,Fagra Ísland". Frummælendur á fundinum voru frambjóðendurnir Guðmundur Steingrímsson og Lára Stefánsdóttir þá átti Þröstur Eysteinsson skógarfræðingur að halda erindi um Kolefnisbinding með skógrægt og landgræðslu en hann komst ekki vegna veðurs en ung kona að nafni Brynhildur kom í hans stað og stóð sig með prýði. Guðmundur Steingrímsson fjallaði um Fagra Ísland og gerði það  með miklum ágætum og greinilegt að hann hefur lært vel heima. Lára Stefánsdóttir fjallaði um umhverfismál á Akureyri og hvernig Samfylkingin tæklar þau mál í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hér á Akureyri. Að loknum fundinum var fólki boðið frítt á myndina The inconvenient truth  eftir Al Gore. Frábær mynd sem svo sannarlega hreyfði við manni svo um munar. Fundarstjóri var Margrét Kristín Helgadóttir sem skipar 4 sæti Samfylkingarinnar í norð/austur kjördæmi.

Veislan hjá ungum jafnaðarmönnum heldur svo áfram um næstu helgi en þá er fólki boðið að taka þátt í stjórnmálaskóla sem þeir hafa unnið að á undanförnum vikum og mánuðum. Hefur Margrét Kristín Helgadóttir borið hitann og þungann af þeirri vinnu og verður gaman að sjá hvernig til tekst. Er markmiðið ekki að reka pólitískan áróður heldur er aðal tilgangur skólans að fræða fólk um hvað stjórnmál geta snúist. Það koma t.d. alþingismenn, stjórnmálafræðingar, fjölmiðlafólk, bæjarmálafulltrúar og munu þeir segja fólki frá því í hverju þeirra vinna flest og hverju þau geta átt vona á. Hvet alla til þess að skoða alvarlega hvort þetta sé ekki eitthvað sem það hefur áhuga á.

FerrariFormúlan hófst í morgun með pompi og pragt það sem Ferrari með Kimi Raikkonen kom sá og sigraði. Var í raun ekki von á öðru þegar saman fara góður ökumaður og besti bíll í heimi. Varð samt hugsað til Bóa vinar míns sem býr í Danmörku - þú veist af hverju Bói minn, ekki satt?     

Að lokum langar mig að benda fólki á að lesa ,,Bakþanka" Davíðs Þórs Jónssonar í Fréttablaðinu í dag. Hreint út sagt frábær grein.

Fróðleikur dagsins: Sá sem talar illa um konu sína vanvirðir sjálfan sig.

Afi þær eru eins og Karíus og Baktus.....

Svona af því að hún frænka mín Anna Bogga hefur af því áhyggjur að ég sé farinn að blogga of mikið um pólitík þá læt ég það að mestu leyti vera í dag.

Byrja þó á því að segja ykkur frá því að í gærkvöld var okkur boðið í mat hjá Döggu og fjölskyldu og horfðum við saman á X-factor. Þótti elsta barnabarninu sú skemmtun (X-factor)  ekki merkilegri en það að hún sofnaði yfir þeirri skemmtun. Eitt af því seinasta sem barnið sagði var ,,afi þær eru eins og Karíus og baktus" þegar Hara stigu á stokk og þar með sveif hún í draumaheima.

Hóf daginn í dag á því að fara í Hamar félagsheimili Þórs og sinna getraunastarfinu með félaga mínum Rúnari Hauk Man Utd fan  nr.1 á Íslandi.

Rúnari leiddist ekkert að horfa á Man Utd í beinni í Hamri með öðru auganu þar sem hans menn rasskelltu fyrrum félögum Guðna Bergs 4-1 á heimavelli sínum. Í Hamri er fín aðstaða til þess að horfa á bolta enda góðar græjur sem við Þórsarar erum búnir að koma okkur upp. Talsverður fjöldi fólks að horfa á leikinn.

Manchester-CityÞótt gleði hafi verið í herbúðum Utd-manna í dag var gleðin ekki síðri í herbúðum minna manna sem líka eru staðsettir í Manchester. Mínir menn í Manchester City öttu kappi við Middlesbro og höfðu góðann 0-2 úti sigur. Með þessu fjarlægjast þeir örlítið það hættusvæði sem þeir hafa verið á undanfarnar vikur, svæði sem þeir eiga ekki vera á. Þá mun það nokkuð ljóst að Stuart Pearce hafi styrkt stöðu sína í sessi en óhætt er að segja að hitnað hafi undir hjá honum að undanförnu. Alla vega góður sigur og áfram Manchester City.

Eftir að hafa lokið vinnu í getraunastússinu brá ég mér á aðalfund hjá Samfylkingarfélaginu á Akureyri. Fínn fundur og af því að ég ætlaði ekki að tala um stjórnmál í dag þá kemur hér punktur þá tek ég fyrir næsta mál.

Seinna í dag eða kl. 18:00 munu félagar mínir í körfuboltaliði Þórs leika sinn seinasta leik á tímabilinu. Þeir héldu austur á Egilstaði og leika þar við heimamenn í Hetti. Höttur er í bullandi fallbaráttu en Þórsliðið hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og geta með stigri í dag farið upp um deild taplausir. Þórsliðið leikur án Kevins Sowell hins ameríska leikmanns sem lék með liðinu í vetur þar sem hann fékk leyfi til að halda til síns heima en afi hans lést nýverið og ekkert nema eðlilegt að hann fái að vera hjá fjölskyldu sinni við þessar aðstæður.

Þá er formúlan hafin og er óhætt að segja að hún verði með öðrum hætti sen venja er til. Sjúbbi hættur og Kimi kominn í staðinn svo nú verður gaman að sjá hvort og hvernig honum farnast hjá Ferrari. Efast ég ekki um að sá snjalli ökumaður eigi eftir að ná árangri nokkuð sem honum tókst ekki hjá sínu gamla liði. Enda ekki vona því hann ók bíl sem vart komst á milli verkstæða. Sem sagt nóg að gerast í sportinu, hér og þar og allstaðar. Áfram Þór alltaf, allstaðar og Manchester City.

Fróðleikur dagsins:   Sá sem talar illa um aðra, þegar þú ert nærri, talar illa um þig, þegar þú ert fjarri.

 

 


Bara eitthvað.....

Var í seinustu bloggfærslu velti ég stefnu Steingríms J. Sigfússonar formann V.G. fyrir mér í ýmsum málum, varpaði fram nokkrum spurningum þar að lútandi. Gerði reyndar aldrei ráð fyrir því að hann læsi þetta blogg yfir höfuð þannig að ég fengi svör við mínum spurningum þar að lútandi.

En í Morgunblaðinu í gær ritaði Álfheiður Ingadóttir grein sem bar yfirskriftina ,,Stóriðjustopp", sú grein var gott svar við spurningum mínum. Og það sem meira er að ef grein Álfheiðar endurspeglar stefnu VG þá er eins og mig hefur lengi, lengi grunað að Vinstrihreyfingin grænt- framboð er flokkur með skýra STOPP- stefnu, en engin úrlausnarefni, gerum bara eitthvað.

Nú er að koma á daginn að hið svokallaða auðlindafrumvarp stjórnarflokkana er illa unnið og ber höfundum sínum glöggt merki um þvílík taugaveiklun hafi gripið um sig á stjórnarheimilinu að mati sérfræðinga. Mun það verða ef að líkum lætur verða atvinnuskapandi fyrir stétt lögfræðinga eins og Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður orðaði það.

Gat því miður ekki fylgst með Eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gær og get þar af leiðandi lítið tjáð mig um þær. En, ég sá í Mogganum í dag eftirfarandi haft eftir formönnum flokkana; ,,Stefnum að framþróun" segir Jón Sigurðsson, ég spyr ,,Jón hefur engin framþróun átt sér stað í ykkar stjórnartíð?"; ,,Vinnutíminn verði styttur" segir Ingibjörg Sólrún, ég segi ,,gott mál og tími til komin"; ,,Hækka skattleysismörk" segir Magnús Þór Hafsteinsson, ég segi ,,um það þarf ekki að deila gott mál"; ,,Þjóðin vill breytingar" segir Steingrímur J. Sigfússon....ég segi ,,það á eftir að koma í ljós, ég vona þó réttar breytingar"; ,,Verst settu fái sinn skerf" segir Geir H. Haarde, ég spyr nú bara er Geir loksins að viðurkenna að þessi hópur hafi orðið útundan í góðærinu?, mér hefur skilist á Geir og félögum að allir hafi notið góðs af því.

Fundur í dag í framkvæmdastjórn Þórs þar sem við munum setjast niður yfir tillögum Akureyrarbæjar um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri. Eins og fólki er ljóst er áætlað að leggja af Akureyrarvöll eigi síðar en 2010 og byggja upp á félagssvæðum Þórs og KA. Byggja á m.a. upp frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs svo hægt verði að halda Landsmót UMFÍ 2009 en þá verða liðin 100 ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið og það hér á Akureyri.

Íslenska kvenna landsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan sigur á því kínverska í gær 4-1, sem er eitt besta landslið heimsins í dag. Lítið hefur farið fyrir umfjöllun fjölmiðla um þennan góða sigur kvennaliðsins okkar, því miður. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvernig umfjöllunin hefði orðið og hvaða athygli það hefði vakið ef þarna hefði karlalandsliðið hefði átt hlut að máli? 

Fróðleikur dagsins: Hreinskilni er ekki að segja allt, sem maður hugsar, heldur meina allt, sem maður segir.

Korter í kosningar, hvað svo?

Þótt langt er síðan að halla tók undan fæti í atvinnumálum á Vestfjörðum vaknaði ríkisstjórnin skyndilega upp af værum blundi... klukkan hringdi ,,,, já hún er korter í. Búið að skipa nefnd, sem skila á áliti 5 mínútum fyrir kosningar, hvað svo?. Ég óttast að þetta verði enn ein nefndin sem skilar af sér fínni vinnu á fínum pappír og málið dautt. En er nema von að fólk spyrji sig ,,hvernig stendur á því að þessi stjórn hefur ekkert gert? vissu þeir ekki af því hvað hefur átt sér stað þarna vestra? 

Sagt er að Alþingismaðurinn Birgir Ármannsson herji enn og aftur á Steingrím J. Sigfússon sem nú vill slá öllum virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum á frest. Vill Birgir að Steingrímur skýri út fyrir þjóðinni hvað hafi valdið stefnubreytingu hjá honum, en sem kunnugt er studdi Steingrímur J. að virkjað yrði í Neðri hluta Þjórsá. Hvað olli þessum viðsnúningi? Ég segi bara og spyr eins og Staksteinar gera svo oft ,,Steingrímur svaraðu því?".

Þá verður fróðlegt að vita hvaða skýringu Steingrímur mun hafa þegar kjósendur í Norð/austur kjördæmi og þá sérstaklega á Húsavík spyrja hann að því hvort hætta eigi við fyrirhugað álver á Húsavík? Hvað vill hann gera í staðinn fyrir fólkið sem á Húsavík býr? hafa VG einhver úrræði önnur og þá hver eru þau? og ég segi enn og aftur og líkt og Staksteinar ,,Steingrímur svaraðu því".StoppHitti kannski Guðni Ágústsson Ráðherra naglann á höfuðið þegar hann sagði á Alþingi einhvern vegin á þá leið að rauði punkturinn sem væri fyrir ofan höfuðið á Steingrími J. Sigfússyni væri STOPP merki, sem þýddi STOPP á allt?. Það skildi þó ekki vera.

En alla vega verður að segjast eins og er að þegar menn rísa upp á afturfæturnar og segja STOPP á allt og alla eins og Steingrímur J. þá er ekki neitt óeðlilegt við það að fólk spyrji hann þeirra spurninga ,,Hvað vilt þú þá gera í staðinn? hvað er þetta eitthvað annað?". Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa fólksins að þegar menn hafa hátt berja í borðið og segja STOPP hingað og ekki lengra að þeir hafi einhver ráð, ekki satt?. Svo að varla ætti það að vefjast fyrir honum blessuðum að svara því, eða hvað?  Svaraðu því Steingrímur J. Sigfússon.

Ég verð að játa að ég hlakka mikið til þegar Steingrímur J. Sigfússon fer á kosningafundi á Húsavík og fer að sannfæra fólkið sem þar býr að stóriðja sé eitthvað sem ekki vantar, hvað með ykkur lesendur góðir?

Fróðleikur dagsins: Þegar þú ert öðrum góður ertu sjálfum þér bestur.


Sendum stjórnarflokkana í meðferð.

Hvað varðar mig og þjóðfélagið almennt um hvort einhver ,,frægur" leikari hafi komið til Íslands til þess eins að vera myndaður við Jökulsárlón, sem heldur síðan heim á leið og segir af sér frægðarsögur af því þegar hann lagði líf sitt og limi í stórhættu og telur sig svo vafalítið ljónheppinn að hafa átt afturkvæmt frá þessum hrikalegu aðstæðum. Eða, varðar nokkurn hér á Íslandi um það þótt ,,fræg" leikkona hafi stugið af úr afvötnum án þess að greiða reikningin fyrir þá þjónustu sem hún fékk meðan á meðferðinni stóð? eru þetta raunveruleg vandamál sem við eigum að hafa áhyggjur af?

Eða er það áhyggjuefni að Samfylkingin mælist ítrekað með minna fylgi en Vinstri hreyfingin grænt framboð? Er það áhyggjuefni að stórhluti íslenskra kvenna skuli snúa sér í auknum mæli að stjórnmálaflokki eins og VG þar sem foringi þess afls er og verður seint rómaður fyrir að vilja hag kvenna sem mestann? Eða er það áhyggjuefni að flokkur eins og Framsókn sem hefur t.a.m. sett konu af sem ráðherra fyrir karl sem hafði minni reynslu og var í raun aftar í goggunarröðinni ef uppstilling listanna var skoðuð, er það áhyggjuefni?

Vissulega er þetta áhyggjuefni ekki síst í ljósi þess að á Íslandi er aðeins einn stjórnmálaflokkur sem hefur gegnsæja og skýra stefnu sem snýr að almennu jafnrétti kynjanna. Og hefur um leið sett sér þau markmið að konan sé jafningi karls á öllum sviðum. Ekki einvörðungu það heldur er kona formaður þess flokks, flokks sem er í raun eina stjórnmálaaflið sem er raunverulegt jafnvægi gegn ríkjandi afturhaldssemi núverandi stjórnarflokka.

Standi vilji fólks til þess að jafnréttismál fái þá meðferð á Alþingi sem hún verðskuldar þá verðum við að koma Samfylkingunni til valda með Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylkingar. Vilji menn sjá að málefni aldraða- og öryrkja fái þá meðferð sem þessir hópar verðskulda þá kjósa menn Samfylkinguna. Vilji menn í raun að umhverfis- og verndunarmál fái þá athygli sem þau verðskulda á Alþingi þá kjósa menn Samfylkinguna.

Efist menn um hæfni Ingibjargar Sólrúnar til þess að koma t.a.m. jafnréttismálum í lag þá ættu menn að skoða hvað R-listinn gerði á sinni valdatíð í þeim málum. Þar lét  R-listinn verkin tala svo um munar um það er ekki hægt að deila. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að Samfylkingin spilaði hvað stærstan þátt í því samstarfi og fyrir þessu lista fór engin önnur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem er jú formaður Samfylkingarinnar.   

Það er komin tími til þess að hins íslenska þjóð vakni upp af þyrnirósarsvefni sem hún hefur sofið undanfarin ár. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast í einhverskoar afvötnun eins og ,,fræga" leikkonan hér að ofan sem vitnað var í. En þó ólíkt leikkonunni þurfa stjórnarflokkarnir að klára sína meðferð. Meðan á þeirri meðferð stendur væri farsælast fyrir íslensku þjóðina að koma Samfylkingunni til valda undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Fróðleikur dagsins: Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi.

Getraunastúss í Hamri og fleira góðgæti.

ThorsmerkiGetraunastúss í Hamri í gær eins og venja er flesta laugardaga. En úrslit gærdagsins voru með þeim hætti að trúlegt er tipparar ríði ekki feitum hesti frá þessari tipphelgi. Þegar óvænt úrslit líta dagsins ljós sem rústar öllu fyrir tippurum finnst manni komin tími til að eiga orðstað við knattspyrnuhetjurnar sem leikina spila. Fer maður að halda að þeir geri sér ekki grein fyrir því hve mikið er í húfi hjá tippurum hverju sinni.Wink

Almennt var mikið að gera í Hamri þessa helgi þar sem eitt af Goðamótum Þórs stóð yfir þessa helgi en það er orðið eitt af stærstu knattspyrnumótum landsins sem haldin eru yfir vetrartímann. Allt það fólk sem ber hitann og þungann af þessum mótum er gott dæmi um þann auð sem íþróttahreyfingin er. Allt þetta fólk á hrós skilið og verðskuldar að því sé klappað og hampað í tíma og ótíma.

Picture 031Í dag spila mínir menn í Manchester City við Blackburn á útivelli í bikarnum. Er það von min sem og allra stuðningsmanna City að þeir nái að slá lið Blackburn út úr keppninni. Gengi City í vetur í deildinni hefur því miður ekki verið með þeim hætti sem við stuðningsmenn vonuðumst til í upphafi leiktíðar. City er eitt þeirra liða sem erlendir auðmenn hafa sýnt áhuga á að kaupa. Veit ekki hvort það yrði klúbbnum til góðs eður ei. En alla vega hafa þeir klúbbar sem erlendir fjárfestar hafa keypt rokið hærra upp á stjörnuhimininn, eftir að þeir hafa dælt í þau gríðarlegum fjármunum.

Kannski maður myndi upplifa gamla daga á ný þegar City var eitt af þeim liðum sem átti fastan sess á toppi ensku deildarinnar. Liðið va t.a.m. Englands- bikar og evrópumeistarar um svipað leyti og þeir komu til Íslands og léku vináttuleiki við Íslenska landsliðið og stórlið Þórs frá Akureyri. Var og er það stór þáttur í lífi manns þegar maður barði þessar hetjur augum hér á Akureyrarvelli. City liðið vann báða leikina eins og gefur að skilja. En eitt af þeim augnablikum sem standa upp úr var þegar markmaður Þórs Samúel Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og vann markvörð Manchester City í vítakeppni í hálfleik. Lét Samúel hafa eftir sér eftir leik að þetta hafi verið létt verk og löðurmannslegt. Myndin sem hér birtist er tekin á leik Manchester City gegn Chelsea á City of Manchester Stadium í desember 2005 en það var fyrsti og eini leikurinn sem ég hef farið á utan Íslands.

Fróðleikur dagsins:  Að hata fólk er eins og brenna hús sitt til þess að eyða einni rottu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

102 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband