Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Upplausn hjá stjórnarflokkunum og bæjarráð Akureyrar missteig sig hrapalega.

Vitleysan í kringum auðlindarmálið á Alþingi er orðið að einum stórum brandara. Hringlandaháttur stjórnarflokkana í þessu máli virðist engan enda ætla að taka. Ég átti jú aldrei von á því að þeir gætu lent þessu máli á farsælan hátt. Fyrst stjórnarflokkarnir vilja ekki samstarf við stjórnarandstöðuna þá getur þetta ekki endað öðru vísi en með klúðri.

Nú mitt í öllu þessu klúðri um auðlindarmálið er komið enn eitt deilumálið innan stjórnarflokkana mál sem fróðlegt verður að fylgjast með hvor flokkurinn verður fyrri til að bjóðast til þess að snúa sér við...... Drög Félagsmálaráðherra að nýjum jafnréttislögum fékk óvænta brotlendingu í morgun þegar varaformaður Sjálfstæðismanna Þorgerður Katrín lýsti andstöðu sinni við þann lið að banna launaleynd. Hún hlýtur að tala fyrir munn alls flokksins, eða hvað? Svo gaman veður að fylgjast með þessu máli.

Má til með að lýsa óánægju með afgreiðslu bæjarráðs Akureyrar með að gefa líkamsræktarstöð hér í bæ leyfi til þess að hefja sölu á léttuvíni og áfengu öli. Áður hafði Mannréttindaráð mælst til þess að leyfið yrði ekki veitt. Er hræddur um að hér eftir verði erfitt fyrir bæjarráð að hafna beiðni íþróttafélaganna til þess að fara sömu leið. Viljum við leyfa áfengi á leikjum sem og almennt á öðrum uppákomum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Ég er fúll, hundfúll og mun skamma allt mitt fólk innan Samfylkingarinnar, sem og alla þá sem greiddu þessu sitt atkvæði hvar sem í flokki þeir standa fyrir að hafa stigið þetta óheillaskref, skamm og aftur skamm.

 

Kaffi í Hamri í morgun eins og venja er alla föstudaga þar sem málin rædd og leyst í eitt skiptið fyrir öll. Þarna koma saman menn af öllum stærðum og gerðum og úr öllum þjóðfélagsstigum með mismunandi skoðanir en eiga þó það eitt sameiginlegt að vilja íþróttafélaginu sínu vel Íþróttafélaginu Þór. Og talandi um Þór þá er seinasti heimaleikur körfuboltaliðs Þórs í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni úr Garðarbæ. Þórsarar eru taplausir fyrir þennan leik hafa unnið alla 12 leiki sína þegar hér er komið við sögu og hafa tryggt sér úrvalsdeildarsæti að hausti. Fá þeir því afhentan deildarbikarinn í kvöld svo um að gera fyrir fólk að mæta á leikinn og njóta þess að horfa á og fylgjast með enda er körfubolti skemmtileg íþrótt. Bendi á upphitunarpistil heimasíðu Þórs http://www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2281 

Í dag á hin stórskemmtilega og snjalla kona Lára Stefánsdóttir 50 ára afmæli. Sendi henni og fjölskyldu hennar mína bestu afmælis óskir af þessu tilefni.

Fróðleikur dagsins: Elska mig mest þegar ég verðskulda síst, því þá þarf ég þess mest.

Annasamur dagur að kveldi kominn.

Óhætt að segja að þessi dagur hafi verið annasamur svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Sat fram að hádegi með vinkonu minni við tölvuskjáinn við að yfirfara gömul ljóð sem ég hef verið að koma á tölvutækt form fyrir aldraðan mann sem hefur í gegnum árin leikið sér við að yrkja ljóð og bögur. Margar skemmtilegar vísur hjá þessum aldna herramanni. Kann Elsu vinkonu minni bestu þakkir fyrir hjálpina við það að lesa okkur í gegnum ,,gömlu" lykkjuskriftina, sem maður er að verða dálítið riðgaður í að lesa.

Fór í dag í afmæliskaffi til dóttur minnar og tengdasonar þar sem dóttursonur minn er tveggja ára í dag. Haldið var þó uppá daginn með pompi og pragt um liðna helgi. Hver veit nema þessi litli prins verði bara jafnréttissinnaður þegar fram líða stundir enda þessi dagur alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

ros2Og talandi um jafnrétti þá var hélt Femínistafélag Akureyrar sem er 1. árs í dag opinn fund í Háskólanum á Akureyri. Og ég þessi miðaldra karl sem alinn er upp af þeirri kynslóð sem hefur og hafði annan skilning á jafnrétti. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna héldu framsögu og sátu fyrir svörum. Þessum fundi stjórnaði Margrét Kristín sem skipar 4 sæti Samfylkingarinnar í norð/austur með miklum myndarskap. Margrét er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Samfylkingunni og ef æska landsins er almennt eins og þessi unga kona þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Alla vega hafði ég gaman að fundinum og sé ekki eftir þeim tíma sem ég eyddi þar. Kom á óvart hve margir karlmenn sátu fundinn, en kannski er það bara merki um breytta tíma? já betri tíma.

Fundurinn var í alla staði mjög málefnalegur og hinn skemmtilegasti. Gef fulltrúum stjórnmálaflokkanna fína einkun fyrir sína framsögu, þó framsaga fulltrúa Frjálslyndaflokksins hafi einna síst snúist um jafnrétti. En þar á bæ hefur í raun lítið farið fyrir jafnrétti kynjanna svo að það kom svo sem ekkert á óvart.

Hef verið að velta því fyrir mér hvort vandræðagangur stjórnarflokkanna í kringum auðlindarmálið þar sem ,,stóri" bróðir fékk óvæntan löðrung frá litla bróður sé gott dæmi um misnotkun? Alla vega var sá ,,stóri" fljótur að snúa sér við til þess eins að hlutirnir litu vel út á við. Jú þannig var það og er,  auðvitað því gat sá ,,stóri" ekki verið þekktur fyrir það að horfa uppá að sá litli tæki þann ,,stóra" á ypon þó með hjálp utan frá? Er viss um að sá ,,stóri" er sár þótt hann beri sig vel þótt hann brosi í gegnum tárin.

Las frétt þess efnis að undirbúningshópur áhugafólks um málefni eldriborgara og öryrkja sé hættur við að bjóða fram til Alþingis í vor, þetta er mikið fagnaðarefni. Ég skora á þetta fólk að lesa stefnuskrá Samfylkingarinnar um málefni þessara hópa og í beinu framhaldi flykkja sér í kringum Samfylkinguna, þá verður málum þeirra borgið. Stjórnarflokkarnir hafa ekki sinnt þessum málaflokkum á langri stjórnarsetu og engin ástæða til að ætla að á því verði breyting, til þess hafa þeir haft allt of langan tíma en ekkert gert.

Endaði svo ágætan og annasaman dag á því að fara með fjölskyldunni út að borða og var hinn eini sanni Greifinn fyrir valinu. Fínn matur, notaleg kvöldstund, meira síðar.

Fróðleikur dagsins: Sá sem gerir ekkert fyrir aðra gerir ekkert fyrir sjálfan sig.

Velheppnaður súpufundur Þórs.

P3070012Í dag hélt Íþróttafélagið Þór sinn 10. súpufund sem var sá fjölmennasti til þessa. Vel á sjöunda tug manna og kvenna sátu fundinn og þótti hann takast í alla staði vel. Það sem einna helst bar til tíðinda að mörgum fundargestum fannst sem bæjarfulltrúarnir Elín Margrét og Hjalti Jón væru heldur illa að sér í málefnum er snúa að íþróttamálum bæjarins. Svo að trúlegt má telja að þau hafi fengið meiri og ítarlegri upplýsingar um stöðu mála í þessum málaflokki en þau áttu von á.

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn rembast eins og rjúpan við staurinn við það að fá niðurstöðu í deilu þeirra um auðlindarákvæðið sem Framsóknarmenn hafa lagt ríka áherslu á undanfarna daga að koma í gegn. Sjallarnir hrukku upp við vondan draum þegar þeir áttuðu sig á því að stjórnarandstaðan var tilbúinn að koma framsókn til hjálpar. Það er nokkuð sem fékk Geir og félaga til þess að þeim rann kalt vatn milli skins og hörunds. Verð að játa að það er óneytanlega gaman að sjá þegar Sjallarnir eru komnir með bakið upp við vegg, ekki satt?

Þjóðin hóstar og stynur sem aldrei fyrr því nú er eitthvað sem heitir svifrik farið að angra þjóðina og er víst að sögn fróðra manna bráðdrepandi. Hvað er til ráða, hvað er hægt að gera og hver veit hvað á að gera? Samfylkingin á Akureyri kom því í gegn í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn að gefa frítt í strætó. Það ætti að vera hvetjandi fyrir fólk að leggja bíldruslunum af og til. Ég henti nagladekkunum fyrir 3 árum og kom mér á loftbóludekk og fer aldrei aftur á nagla, aldrei. Skora ég nú á fleiri bæjarfélög að taka okkur Akureyringa sér til fyrirmyndar og gefa frítt í strætó og þannig leggja sittt af mörkum í baráttunni við þetta fj...... svifrik.

Yngsta barnabarnið sem er strákur á afmæli á morgun, sem fer vel á því að það er að mér skilst alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Afmæliskaffi hjá stráksa nema hvað?. Þá mun feministafélag Akureyrar halda fund í Háskólanum á Akureyri og hver veit nema maður skelli sér og hlusti á. Fyrir því félagi fer hin bráðefnilega unga kona,  Margrét Kristín Helgadóttir, sem skipar 4 sæti á lista Samfylkingarinnar í norð/austur kjördæmi. Hana vil ég sjá komst á þing í vor og ekkert röfl með það 4 menn inn og kjördæmið væri í góðum málum.

Fróðleikur dagsins: Sannleikurinn er dýrmætari en allt annað sem vér eigum. Förum því sparlega með hann. Mark Twain.


Að tolla í tísku - komin á blog.is.

Eftir mikið japl og jamm og fuður lét ég loks til leiðast og stofnaði mitt eigið blogg hér á blog.is þar sem engin virðist vera með mönnum nema koma sér hér inn.

Enn halda vandræðin áfram hjá Eggert Magnússyni og félögum sem gerðust svo djarfir að kaupa enska knattspyrnuliðið West Ham City. Ég verð að játa að ég dáðist að fífldirfsku hans að ráðast í að kaupa þetta félag, nú er ég eiginlega farin að vorkenna karlinum, svo ekki sé nú fastara að orði kveðið.

            Loksins, loksins segja sumir virðast Framsóknarmenn vera að fá nóg af ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðismenn. Hriktir í stoðum samstarfs Framsóknar og Sjálfstæðis vegna ákvæði um að fiskurinn í sjónum skuli vera bundið í Stjórnarskrá Íslands sem eign þjóðarinnar. Ekki er hægt annað en vorkenna Framsóknarmönnum fyrir það að þeir hafi þurft öll þessi ár til að átta sig á þeim mistökum að binda trúss sitt við þennan stjórnmálaflokk svo lengi og leyfa þeim að taka sig í ….. án þess að hreyfa mótmælum. Ekki geta þeir sagt að engin hafi varað þá við, eða hvað?

En sem betur fer hefur stjórnarandstaðan boðið Framsóknarmönnum liðsinni til þess að bjarga þessum málum. Ég tel að nú sé nóg komið og binda verði endi á að útgerðarmenn geti ráðstafað óveiddum fiski í sjónum að eigin vild. Stjórnleysi í fiskveiðum hefur því sem næst lagt heilu byggðarlögin í eyði. Vestfirðingar hafa þó einna helst blætt hvað mest, og það sem er sorglegast við það er að Vestfirðingar búa landsfræðilega best allra til þess að stunda fiskveiðar, og hana nú.

             Nú er allt útlit fyrir að Ómar Ragnarsson, Margrét Sverrisdóttir ætli að fara af stað með enn eitt framboðið. Þá er víst ekki loku fyrir það skotið að öryrkjar og aldraðir fari af stað með álíka framboð. Er þetta örugg leið til þess að frysta málum öryrkja og aldraða. Varla gerir nokkur maður ráð fyrir því að t.d. einn fulltrúi öryrkja og aldraða komi málefnum þeirra í gegn á þingi? Ég segi enn og aftur öll svona sérframboð eru til þess eins fallin að gera stjórnarmyndun eftir kosningar enn erfiðari. Hefði verið gáfulegra hjá öryrkjum og öldruðum (að Ómari meðtöldum) að flykkja sér að baki einhvers eins framboðs og þannig láta rödd sína hljóma og hugsanlega koma málefnum á framfæri.

P2220006Minni á súpufund Íþróttafélagsins Þórs, Greifans og Vífilfells á morgun í Hamri þar sem þau Elín Margrét Hallgrímsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sitja fyrir svörum. Þema fundarins verður; Íþróttir á Akureyri, staðan og framtíðarsýn. Af þessu tilefni set ég inn eina mynd af Viðari Sigurjónssyni sem hefur verið fundarstjóri á þessum fundum til þessa og stýrt þeim að miklum myndarbrag eins og honum einum er lagið.

           

Fróðleikur dagsins: Enginn er karlmenni, sem segir ekki satt. Öll lygi er bleyðiskapur.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

101 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband