Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu?

GlerarhverfiHver ber eiginlega ábyrgð á þessum fjanda, ég bara spyr? Ég get ekki neytað því að mér finnst eins og eitthvað séu hlutirnir farnir að vera öðru vísi en maður átti að venjast. Þegar við sem búum hér norður á hjara veraldar erum farin að slá lóðirnar okkar í endaðan apríl. Fólk er farið að liggja á fjórum fótum við að gera blómabeðin klár fyrir sumarið. Ekki það að ég sé að væla yfir góðu veðri, en samt spyr ég mig þeirra spurninga enn og aftur ,,á þetta eftir að koma í bakið á okkur jarðarbúum þótt síðar verði?". Vissulega kemur þetta í bakið á manni með öðrum hætti á hverju vori þ.e. jú þegar maður hefur keyrt sig út á þessum vorverkum.

Varð meir en lítið undrandi þegar ég sá bloggfærslu Ástu Möller þingmann Sjálfstæðisflokksins en hún hefur áhyggjur af því að Forseti Íslands muni hafa óeðlileg afskipti af stjórnarmyndun eftir kosningar. Hún skrifa orðrétt ,, Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu.  Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans". Hvað hræðist Ásta Möller?

Í dag er 1. maí baráttudagur verkalýðsins. Sendi öllum baráttukveðjur af tilefni dagsins.

Fróðleikur dagsins: Sumir guðfræðingar setja spurningarmerki við erfðarsyndina, sem er hið eina í kristinni guðfærði, sem hægt er að sanna.

Klukkan er korter í og Þorgerður Katrín í hlutverki jólasveinsins.

HaskolinnÞað þarf ekki að fara langt aftur í tímann til þess að rifja upp þá staðreynd að Háskólinn á Akureyri var á rauðu ljósi hjá stjórnvöldum, hann var á STOPP. Þetta muna allir, ekki satt? - Jú jú þetta vissuð þið.

Mönnum þótti reyndar um leið afar undarlegt hvað Rektorinn við Háskólann var umburðarlyndur gagnvart menntamálaráðuneytinu sem og stjórnvöldum yfir höfuð. Hann virtist skilja mæta vel að ekki væru til peningar - menn þyrftu bara að hagræða í rekstrinum.

En ætli það geti eitthvað tengst því að Rektorinn og Menntamálaráðherrann séu í sama stjórnmálaflokkinum? Ætli það geti verið að Menntamálaráðherrann hafi skotið því að Rektornum að hafa biðlund þar til klukkan slægi ,,korter í kosningar?".  Er ekki afar líklegt að svo sé?.

Jú auðvitað er það svo enda kom Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hæstvirtur Menntamálaráðherra til Akureyrar (rétt eins og jólasveinninn gerir korter fyrir jól) færandi hendi með gjafir á báða bóga, enda er klukkan korter í, ekki satt?

Vissulega er ég afar ánægður með það að Þorgerður Katrín hafi komið færnandi hendi nú með pínulitlar 700-800 milljónir til handa byggingu skólans. En óneytanlega er nú dálítið mikil kosningalykt af þessu öllu, ekki satt?

Fróðleikur dagsins: Syndir verða ekki aftur teknar, aðeins fyrirgefnar.

Grímsey í dag.

GrimseyÞað var fámennt en góðmennt á fundi sem frambjóðendur Samfylkingarinnar í norðaustur kjördæmi héldu í Grímsey fyrr í dag. Vissulega var fámennt enda býr ekki margt fólk á þessum heldur afskekkta og sérstæða stað. Grímseyingar tóku vel á móti okkur eins og sönnum gestgjöfum sæmir, og kom það engum á óvart. Grímseyingar eru höfðingjar heim að sækja, það sönnuðu þeir fyrir mér í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kem í eyjuna en klárlega á ég eftir að fara aftur og þá vonandi stoppa lengur og njóta þess sem eyjan bíður uppá, það er klárt.

Þegar fundinum lauk tóku nokkrir eyjaskeggjar sig til og rúntuðu með okkur um eyjuna og sýndu okkur helstu staðina á eyjunni þ.e.a.s. það sem hægt var að komast yfir á þeim stutta tíma sem við höfðum til ráðstöfunar. Ég var svo heppinn að fá að vera í hóp sem Hreppstjórinn fór með. Sá heiðursmaður hefur að sögn gegnt hinum ýmsum stöðum í samfélaginu í Grímsey t.d. verið forstöðumaður sundlaugarinnar, Vitavörðu, hreppstjóri, rafmagnseftirlitsmaður og svo...... mætti víst lengi telja. 

Grimsey1Farið var t.d. út í vitann sem byggður var 1937 og tekinn í notkun rétt fyrir seinna stríð. Þá var kíkt í hákarlahjallann hans en við þurftum að láta liktina af þessum dýrindis krásum okkur nægja þar sem hann er enn á mörkunum að vera orðin hæfur til átu. En metnaður hans er með þeim hætti að maður býður ekki slíkan mat nema hann hafi náð fullum gæðum, nema hvað?.

Þegar menn koma til Grímseyjar í fyrsta sinni þá er það algjör skylda að stíga norður fyrir Heimskatusbaug, nema hvað?. Fær maður svo afhent viðurkenningarskjal í flugstöðinni við brottför. Á skjalinu stendur ,,Hér með vottast að Páll Jóhannesson hefur í dag stígið fæti sínum norður yfir Heimskautsbaug í Grímsey á undan norðurströnd Íslands. 66o33´N, 18o 01´V.

Þessi dagstund í Grímsey var eins dásemdar upplifun og kann ég Grímseyingum bestu þakkir fyrir góða og hlýjar móttökur, þrátt fyrir að heldur hafi nú verið kalt í veðri í dag.

Fróleikur dagsins: Oft þarf meira hugrekki til að breyta um skoðun en til að halda henni.

Sigurður Kári ætti kannski að líta í eigin barm...

Las athygliverða grein í Fréttablaðinu í dag þar sem Sigurður Kári Kristjánsson ritar grein sem ber yfirskriftina ,,Ljósakan í menntamálaráðuneytinu", þar sem hann fjallar um umdeild ummæli Jóns Baldvins í Silfri Egils. Sigurður Kári segir þessi ummæli Jóns Baldvins honum, sem og Samfylkingunni til skammar.

Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á þessum ummælum Jóns Baldvins um hæstvirtan menntamálaráðherra þá er eitt í skrifum Sigurðs Kára sem mér þykir mér ástæða til að gera athugsemd við. Það er afhverju á Samfylkingin að skammast sín fyrir ummæli Jóns Baldvins? Jón Baldvin talaði í þessu umrædda viðtali ekki í umboði flokksins, hann er ekki frambjóðandi Samfylkingarinnar. Samfylkingin ber á engan hátt ábyrgð á gerðum Jóns Baldvins, það gerir hann einn sjálfur.

Kannski gaman að rifja upp framkomu fyrrum forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað sagði opinberlega ,,þessi kona" þegar hann ræddi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir. Þá sá ekki Sigurður Kári Kristjánsson og fleiri sjálfstæðismenn ekki ástæðu til þess að biðja einn eða neinn afstökunar á ósmekklegum ummælum forystumanni flokksins, var það í lagi?

Að sama skapi má spyrja sig þeirra spurninga ,, afhverju biðst Sjálfstæðisflokkurinn ekki afsökunar á því að fyrrum formaður flokksins og forsætisráðherra Íslands og núverandi Seðlabankastjóri hafi sett ofaní við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn þar sem hann hefur ítrekað sagt efnahagsstjórnin þessara flokka á villugötum?

Og rétt í lokinn ætti þá ekki Sjálfstæðisflokkurinn ekki að skammast sín fyrir þá gjöð Kristjáns Þórs Júlíussonar fyrrum bæjarstjóra á Akureyri fyrir þá synd að hafa svikið bæjarbúa og gengið á bak orða sinna - sem frægt er orðið?

Fróðleikur dagsins: Ekkert sem er siðferðilega rangt getur verið pólitískt rétt.

Kristján Þór Júlíusson er ekki á leið inn á þing eða svo sagði hann sjálfur...

Man einhver eftir þessu? Ætli Akureyringar, sem og aðrir kjósendur í Norðaustur kjördæmi séu sáttir við að kjósa yfir sig þingmann sem stendur ekki við sín eigin orð?

Til að bæta gráu ofan á svart þá ákvað svo Kristján Þór Júlíusson, þegar hann hafði gengið á bak orða sinna og sagði sjálfviljugur upp sem bæjarstjóri. Og dekkra átti ástandið eftir að verða - hann ákvað að taka sér biðlaun, ætluð eru mönnum, sem missa vinnuna af óviðráðanlegum ástæðum.

Er að velta því fyrir mér hvort hann finni einhverja leið til að þiggja viðbótarbiðlaun þegar hann verður komin á þing  og getur ekki sinnt sínu djobbi sem bæjarfulltrúi á Akureyri, eða ætli maðurinn haldi að hann geti sinnt því áfram í hjáverkum þegar hann verður komin á þing?

Greinilegt að Kristján Þór Júlíusson hefur margt óhreint mjöl í pokahorni sínu.

Fróðleikur dagsins er í boði Karls Marx: Heimspekingar hafa látið sér nægja það skýra heiminn með ýmsum hætti. Það sem fyrir liggur er að breyta honum.
mbl.is Kristján Þór segist stefna á að vera bæjarstjóri næstu fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki einkamál Reykvikinga, bara alls ekki....

fokkerSamkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu vill meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni að flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram í Vatnsmýrinni. Þessi könnun er gerð meðal allra landsmanna - það er gott. Framtíð flugvallarins er nefnilega ekki einkamál Reykvikínga. Reykjavík er höfuðborg Íslands og á að þjóna landinu öllu á ýmsu sviðum, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Því segi ég enn og aftur landsbyggðin öll verður að fá að taka þátt í ákvörgun um framtíð vallarins.

þyrlaOg fyrst maður er farin að tala um málefni tengd flugi. Þá er það með ólíkindum að menn skuli þurfa ræða hvort staðsetja eigi eina þyrlu á Akureyri eður ei.....?  Að staðsetja eina þyrlu á Akureyri ætti ekki að þurfa ræða svo augljóst er nú það. Þetta er spurning um mannslíf - og þau eru ekki metin til fjár. Þessi ákvörðun má aldrei snúast um peninga, aldrei, hér er um mannslíf að ræða.

Fróðleikur dagsins er í boði Winston Churchill: Sumir menn skipta um flokk vegna sannfæringar sinnar. Aðrir skipta um sannfæringu vegna flokks síns.


Þórdís Gísladóttir maður vikunar hjá mér.

þordísGFór á fyrirlestur hjá Þórdísi Gísladóttir í gær sem bar yfirskriftina ,,Hagrænt gildi Íþrótta á nútíma samfélag". Fyrirlesturinn er byggður á rannskóknum sem Þórdís gerði um hagrænt gildi íþrótta á nútímasamfélag. Í niðurstöðum Þórdísar staðfestist það sem við sem störfum í íþróttahreyfingunni höfum haldið svo lengi, lengi fram þ.e.a.s. að ,,öllu" því fé sem ríki og sveitarfélög leggja í þennan málaflokk er vel varið. Ætla ekki að skrifa meir um þennan fyrirlestur en bendi fólki á að hægt er að nálgast glærurnar af þessum fyrirlestri á heimasíðu Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands á www.isisport.is. Þá má lesa nánar um þetta á blogsíðu Sölmundar www.sollikalli.blog.is. Þórdís Gísladóttir er klárlega maður vikunar hjá mér.

andresÖndGetraunastúss í Hamri í morgun eins og venja er til allflesta laugardaga. Mikið að gera í húsinu á mörgum vígstöðum. Stór hópur krakka frá Tindastóli voru í gistingu seinustu nætur vegna Andrésa Andar leikana sem fram fóru í Hlíðarfjalli. Umgengni þessara krakka og gott skipulag umsjónarmanna þeirra er og var hópnum þeirra til mikilla sóma. Eru þau einn eitt dæmið um hve gott starf er verið að vinna innan íþróttahreyfingarinnar. Þessi hópur gefur sem sagt þeim fámenna en háværa hópi fólks sem agnúast út í ,,fjáraustur,, sem það segir eiga sér stað hjá ríki og bæ í þennan málaflokk.

ThorsmerkiÞá voru mínir menn í Þór að spila í deildarbikarnum geng Egilstaðaliðinu Hött í dag. Lauk leiknum með öruggum sigri Þórs 5-1. Höttur ávann sér s.l. sumar rétt til þess að leika í annari deild ásamt Magna frá Grenivík Þór spilar aftur á móti í 1. deild, eins og kunnugt er. Í kvöld er svo lokahóf körfuknattleiksdeildar Þórs og þar lætur maður sig sko ekki vanta frekar en venja er til. Lokahófin hjá deildinni eru venjulega hin besta skemmtun og ber þeirri deild góðan vitnisburð um gott skipulag og mikla virðingu sem menn bera hver fyrir öðrum.

 Manchester-CityÞá gerðu mínir menn í Manchester City 1-1 jafntefli gegn liði Watford á útivelli í enskaboltanum. Watford berst fyrir lífi sínu og varð að vinna leikinn til þess að eyja von um að halda sér í deild þeirra bestu. Aftur á móti siglir Man City nokkuð lignan sjó eftir brösugt gengi fyrr í vetur og eru um miðja deild. Manchester City er eitt þeirra liða sem auðmenn hafa mikinn áhuga á að kaupa og vekur það upp spurningar hjá manni hvort það sé góð þróun að auðmenn sem hafa miskmikinn áhuga á knattspyrnu heldur reka liðin á hreinum gróðra sjónarmiðum. En ef litið er til Man. Utd. , Chelsea og fleiri liða þá virðist þetta samt sem áður haldast í hendur árangur og miklir peningar, svo aldrei að vita nema þetta sé bara í góðu lagi.

Fróðleikur dagsins: Ráðið til þess að eignast vin er að vera vinur.

Flottur súpufundur Þórs og gleðilegt sumar.

súpa13Íþróttafélagið Þór stóð fyrir enn einum súpufundinum í gær. Var þetta 12. fundurinn í röðinni þessari fundaröð, sem hófst s.l. haust. Aðalgestir þessara fundar voru oddvitar minnihlutaflokkana í bæjarstjórn Akureyrar þeir Oddur Helgi Halldórsson frá Lista fólksins, Baldvin H. Sigurðsson VG og Jóhannes Bjarnason Framsókn. Mjög málefnalegur og góður fundur í alla staði. Eitt af því sem þessir herramenn voru sammála um var sú að þeir gefa lítið fyrir stuðning meirihlut bæjarstjórnar við íþróttahreyfinguna. Þennan súpufund sátu u.þ.b. 30 manns sem er heldur færra en venja er til en engu að síður skemmtilegur.

Meira tengt íþróttum því mínir menn í Þór unnu stórsigur á Magna frá Grenivík í gærkvöld í lengjubikarnum sem fram fór í Boganum 8-1. Gat því miður ekki verið á leiknum. Þá að öðum stórliðum því Eiður Smári lék með liði Barcelona gegn Getafe og skoraði Íslendingurinn knái 1 mark í 5-2 sigri Börsunga. Að lokum mátti Íslendingaliðið West Ham játa sig sigrað gegn Englandsmeisturum Chelsea í gærkvöld og eru þeir nánast komnir með annan fótinn niður í 1. deild.

Sorglegt að horfa uppá eldsvoðann í miðbæ Reykjavíkur í gæ seinasta dag vetrarins. þar sem nokkur af elstu og fallegustu húsum borgarinnar urðu eldinum að brá. Ekki eins og það hafi verið nóg því að stór hitaveituleiðsla fór í sundur í gærkvöld og breytti hluta miðbæjarins í eitt stórt gufubað. Einhverjir hlutu brunasár enda vatnið tæplega 80 gráðu heitt.

Sumarið er komið og kemur upp í huga mér ,, Nú er úti veður.... ekki á hann Grímur gott... . Hvað sem því líður vona ég að Kári frændi minn hafi haft  það gott í gær því þá gekk hann í það heilaga. Vona svo innilega að þetta hafi verði góður dagur í fjölskylduni hans og dagurinn muni verða þeim eftirminnilegur.

Og af því að sumarið er komið - þá ætla ég að klæða mig upp í flíspeysuna með öllu tilheyrandi í hádeginu og grilla - já grilla. Það er sól og fallegt veður en það verður heitt í kolunum í grillinu. Barnabörnin í heimsókn og snæða grillmatinn með okkur í Drekagilinu -  svo eigum við eftir að njóta dagsins.

Að lokum ágætu lesendur Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Fróðleikur dagsins: Læknir getur stundum afvopnað manninn með ljáinn, en hann ræður ekkert við sandinn í stundarglasinu.

Hefði ekki verið betra að ráða fagmann til verksins?

Harmleikurinn í Virginíuríki þar sem karlmaður skaut 32 til bana í Virginia Tech háskólanum slær mann svo um munar. Eftir svona harmleik spyr maður sig enn og aftur þeirra spurninga, hvort það geti verið afleiðinga af frjálsræði bandaríkjamanna í byssueign?

Þá er körfuboltavertíðinni endanlega lokið í efstu deild. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Njarðvikínga að velli og eru þar með Íslandsmeistarar. Er óhætt að segja að þessi úrslit komi nokkuð á óvart þar sem að Njarðvikingar höfðu haft mikla yfirburði í vetur. Sem betur fer fyrir körfuboltann þá á bikarinn ekki fast lögheimili, heldur fer af og til á aðra staði en á Suðurnesjum. Held aldrei með KR en af því að einn fyrrum leikmaður Þórs (Bjarki Oddsson) spilaði með þeim í vetur þá var þetta bara í góðu lagi. Til hamingju Bjarki og Kr-ingar.

Essó hefur fengið nýtt nafn og ,,nýtt" lógó. Reyndar er lógóið þeirra nánast copy-paste af lógó fjölmiðlafyrirtækis N4 á Akureyri. Ætla þeir að kanna réttarstöðu sína í þessum málum, sem kemur jú engum á óvart. Er eftirherman N1 svo sláandi líkt að ekki tekur nokkru tali. Spurning hvort þeir hefðu ekki átt að ráða fagmann í að hanna þetta ,,nýja" lógó?

Fróðleikur dagsins er enn og aftur í boði Albert Einstein:  Harla dapurlegt er það að lifa á tíma, þegar það er auðveldara að sprengja atóm en fordóm.


Ég er stoltur af þessu unga fólki....

landsfundurUm helgina tók ég virkan þátt í mínum fyrsta landsfundi Samfylkingarinnar. Ef ég ætti að koma öllu því til skila sem mér liggur á hjarta nú að fundi loknum yrði þessi bloggfærsla lengri en góðu hófi gengir. Því mun ég aðeins nefna fáeina punkta sem mér finnst vert að deila með ykkur lesendur góðir.

Samhugur, eining, bjartsýni og óbilandi trú á framtíðina einkenndi þennan frábæra fund. Það sem vakti hvað mesta athygli hjá mér var framganga ungliðana. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar er vel mönnuð af einstaklingum sem hafa mikla trú á sjálfa sig og framtíðina og var áberandi um helgina. Unga fólkið var duglegt að gefa kost á sér í ábyrgðarstöður innan flokksins og tel ég að þau hafi uppskorið eins og til var sáð.

Ef þetta unga fólk í Samfylkingunni er lýsandi dæmi um hvernig ung fólk í dag er yfir höfuð þá þarf maður ekki að kvíða framtíðinni, svo mikið er víst. Alla vega mun ég óhræddur leggja mitt af mörkum til þess að það muni ná völdum á komandi árum, og hana nú.

Þá verð ég að geta þess að þeir Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóri og Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis fóru algeralega á kostum í ræðum sínum um þeirra sýn á jafnrétti kynjana í stjórnunnarstöðum. Ætla ekki á neinn hátt að reyna endursegja þeirra ræður en þeir fá 10 af 10 mögulegum í einkun.

Á laugardagskvöldið var svo haldið mikið og glæsilegt lokahóf á Grand Hótel sem að sögn var allt hið glæsilegasta. Sölmundur hélt uppi heiðri okkar feðga þar því ég lét ekki sjá mig heldur hélt í smá fjölskylduboð hjá mágkonu minni sem hélt okkur dýrindis veislu.

Mínir menn í Manchester City máttu gera sér það að góðu að gera jafntefli við Liverpool í gær á heimavelli 0-0. Þannig sigla þeir nú nokkuð lignan sjó um miðja deild og hifa sig hægt og bítandi upp stigatöfluna. Næsti leikur minna manna verður gegn Arsenal og má þá trúlega gera ráð fyrir því að fjör verði á mínu heimili þá. Sonurinn, pabbi ,,gamli" og tengdasonurinn eru allir Arsenal aðdáendur, svo að það verður jú örugglega líflegt í Drekagilinu ef leikurinn verður sýndur beint.

Fróðleikur dagsins í boði Winston Churchill: Ég á það annríkt að ég hef engan tíma fyrir áhyggjur. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

102 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband