Leita í fréttum mbl.is

Ég er stoltur af þessu unga fólki....

landsfundurUm helgina tók ég virkan þátt í mínum fyrsta landsfundi Samfylkingarinnar. Ef ég ætti að koma öllu því til skila sem mér liggur á hjarta nú að fundi loknum yrði þessi bloggfærsla lengri en góðu hófi gengir. Því mun ég aðeins nefna fáeina punkta sem mér finnst vert að deila með ykkur lesendur góðir.

Samhugur, eining, bjartsýni og óbilandi trú á framtíðina einkenndi þennan frábæra fund. Það sem vakti hvað mesta athygli hjá mér var framganga ungliðana. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar er vel mönnuð af einstaklingum sem hafa mikla trú á sjálfa sig og framtíðina og var áberandi um helgina. Unga fólkið var duglegt að gefa kost á sér í ábyrgðarstöður innan flokksins og tel ég að þau hafi uppskorið eins og til var sáð.

Ef þetta unga fólk í Samfylkingunni er lýsandi dæmi um hvernig ung fólk í dag er yfir höfuð þá þarf maður ekki að kvíða framtíðinni, svo mikið er víst. Alla vega mun ég óhræddur leggja mitt af mörkum til þess að það muni ná völdum á komandi árum, og hana nú.

Þá verð ég að geta þess að þeir Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóri og Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis fóru algeralega á kostum í ræðum sínum um þeirra sýn á jafnrétti kynjana í stjórnunnarstöðum. Ætla ekki á neinn hátt að reyna endursegja þeirra ræður en þeir fá 10 af 10 mögulegum í einkun.

Á laugardagskvöldið var svo haldið mikið og glæsilegt lokahóf á Grand Hótel sem að sögn var allt hið glæsilegasta. Sölmundur hélt uppi heiðri okkar feðga þar því ég lét ekki sjá mig heldur hélt í smá fjölskylduboð hjá mágkonu minni sem hélt okkur dýrindis veislu.

Mínir menn í Manchester City máttu gera sér það að góðu að gera jafntefli við Liverpool í gær á heimavelli 0-0. Þannig sigla þeir nú nokkuð lignan sjó um miðja deild og hifa sig hægt og bítandi upp stigatöfluna. Næsti leikur minna manna verður gegn Arsenal og má þá trúlega gera ráð fyrir því að fjör verði á mínu heimili þá. Sonurinn, pabbi ,,gamli" og tengdasonurinn eru allir Arsenal aðdáendur, svo að það verður jú örugglega líflegt í Drekagilinu ef leikurinn verður sýndur beint.

Fróðleikur dagsins í boði Winston Churchill: Ég á það annríkt að ég hef engan tíma fyrir áhyggjur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tek undir það að Bjarni og Þórólfur voru góðir en það var Oddný Sturludóttir líka í gær!

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er alveg rétt hjá þér. En það sem gladdi mig hvað mest í þeirra ræðum var þeirra sýn á jafnréttismál þess vegna hreyfst ég svo með... en vissulega voru margir aðrir sem stóðu sig frábærlega. Og eitt af því sem ég nefndi ekki en hefði verið sanngjarnt að gera voru táknmáls túlkarnir - þvílík snild - enn eitt merkið um jafnaðarmennskuna hjá Samfylkingunni, ekki satt?

Páll Jóhannesson, 15.4.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband