Leita í fréttum mbl.is

Kristján Þór Júlíusson er ekki á leið inn á þing eða svo sagði hann sjálfur...

Man einhver eftir þessu? Ætli Akureyringar, sem og aðrir kjósendur í Norðaustur kjördæmi séu sáttir við að kjósa yfir sig þingmann sem stendur ekki við sín eigin orð?

Til að bæta gráu ofan á svart þá ákvað svo Kristján Þór Júlíusson, þegar hann hafði gengið á bak orða sinna og sagði sjálfviljugur upp sem bæjarstjóri. Og dekkra átti ástandið eftir að verða - hann ákvað að taka sér biðlaun, ætluð eru mönnum, sem missa vinnuna af óviðráðanlegum ástæðum.

Er að velta því fyrir mér hvort hann finni einhverja leið til að þiggja viðbótarbiðlaun þegar hann verður komin á þing  og getur ekki sinnt sínu djobbi sem bæjarfulltrúi á Akureyri, eða ætli maðurinn haldi að hann geti sinnt því áfram í hjáverkum þegar hann verður komin á þing?

Greinilegt að Kristján Þór Júlíusson hefur margt óhreint mjöl í pokahorni sínu.

Fróðleikur dagsins er í boði Karls Marx: Heimspekingar hafa látið sér nægja það skýra heiminn með ýmsum hætti. Það sem fyrir liggur er að breyta honum.
mbl.is Kristján Þór segist stefna á að vera bæjarstjóri næstu fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband