Leita í fréttum mbl.is

Grímsey í dag.

GrimseyÞað var fámennt en góðmennt á fundi sem frambjóðendur Samfylkingarinnar í norðaustur kjördæmi héldu í Grímsey fyrr í dag. Vissulega var fámennt enda býr ekki margt fólk á þessum heldur afskekkta og sérstæða stað. Grímseyingar tóku vel á móti okkur eins og sönnum gestgjöfum sæmir, og kom það engum á óvart. Grímseyingar eru höfðingjar heim að sækja, það sönnuðu þeir fyrir mér í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kem í eyjuna en klárlega á ég eftir að fara aftur og þá vonandi stoppa lengur og njóta þess sem eyjan bíður uppá, það er klárt.

Þegar fundinum lauk tóku nokkrir eyjaskeggjar sig til og rúntuðu með okkur um eyjuna og sýndu okkur helstu staðina á eyjunni þ.e.a.s. það sem hægt var að komast yfir á þeim stutta tíma sem við höfðum til ráðstöfunar. Ég var svo heppinn að fá að vera í hóp sem Hreppstjórinn fór með. Sá heiðursmaður hefur að sögn gegnt hinum ýmsum stöðum í samfélaginu í Grímsey t.d. verið forstöðumaður sundlaugarinnar, Vitavörðu, hreppstjóri, rafmagnseftirlitsmaður og svo...... mætti víst lengi telja. 

Grimsey1Farið var t.d. út í vitann sem byggður var 1937 og tekinn í notkun rétt fyrir seinna stríð. Þá var kíkt í hákarlahjallann hans en við þurftum að láta liktina af þessum dýrindis krásum okkur nægja þar sem hann er enn á mörkunum að vera orðin hæfur til átu. En metnaður hans er með þeim hætti að maður býður ekki slíkan mat nema hann hafi náð fullum gæðum, nema hvað?.

Þegar menn koma til Grímseyjar í fyrsta sinni þá er það algjör skylda að stíga norður fyrir Heimskatusbaug, nema hvað?. Fær maður svo afhent viðurkenningarskjal í flugstöðinni við brottför. Á skjalinu stendur ,,Hér með vottast að Páll Jóhannesson hefur í dag stígið fæti sínum norður yfir Heimskautsbaug í Grímsey á undan norðurströnd Íslands. 66o33´N, 18o 01´V.

Þessi dagstund í Grímsey var eins dásemdar upplifun og kann ég Grímseyingum bestu þakkir fyrir góða og hlýjar móttökur, þrátt fyrir að heldur hafi nú verið kalt í veðri í dag.

Fróleikur dagsins: Oft þarf meira hugrekki til að breyta um skoðun en til að halda henni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þetta var frábær ferð og gersemi að koma til Grímseyjar. Ferðafélagarnir frábærir og fólkið gott heim að sækja!

Lára Stefánsdóttir, 26.4.2007 kl. 23:50

2 identicon

Tek undir hvert orð. Var einn á þvælingi norðanlands haustið ´02 og datt þá í hug að taka mér far með ferjunni út í eyju. Samtals sjö tíma siglingu fyrir tvo og hálfan tíma í landi!

Á þessum stutta tíma náði ég að ganga eyjuna enda á milli og talsvert um byggðina að auki, skoða kirkjuna, kaupa mér að borða og rabba við fólk. Í minningunni er eins og þetta hafi verið í gær.

Í næsta skipti ætla ég í Grímseyjarsund (í lauginni).

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 07:50

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Gunnar! ég er búinn að setja inn nýjar myndir í myndaalbúmið úr Grímseyjarferðinni þ.a.m. mynd af sundlauginni - já þú dembir þér þangað í ,,Grímseyjarsund þegar þig ber þar að garði

Páll Jóhannesson, 27.4.2007 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband