Leita í fréttum mbl.is

Sigurður Kári ætti kannski að líta í eigin barm...

Las athygliverða grein í Fréttablaðinu í dag þar sem Sigurður Kári Kristjánsson ritar grein sem ber yfirskriftina ,,Ljósakan í menntamálaráðuneytinu", þar sem hann fjallar um umdeild ummæli Jóns Baldvins í Silfri Egils. Sigurður Kári segir þessi ummæli Jóns Baldvins honum, sem og Samfylkingunni til skammar.

Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á þessum ummælum Jóns Baldvins um hæstvirtan menntamálaráðherra þá er eitt í skrifum Sigurðs Kára sem mér þykir mér ástæða til að gera athugsemd við. Það er afhverju á Samfylkingin að skammast sín fyrir ummæli Jóns Baldvins? Jón Baldvin talaði í þessu umrædda viðtali ekki í umboði flokksins, hann er ekki frambjóðandi Samfylkingarinnar. Samfylkingin ber á engan hátt ábyrgð á gerðum Jóns Baldvins, það gerir hann einn sjálfur.

Kannski gaman að rifja upp framkomu fyrrum forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem ítrekað sagði opinberlega ,,þessi kona" þegar hann ræddi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir. Þá sá ekki Sigurður Kári Kristjánsson og fleiri sjálfstæðismenn ekki ástæðu til þess að biðja einn eða neinn afstökunar á ósmekklegum ummælum forystumanni flokksins, var það í lagi?

Að sama skapi má spyrja sig þeirra spurninga ,, afhverju biðst Sjálfstæðisflokkurinn ekki afsökunar á því að fyrrum formaður flokksins og forsætisráðherra Íslands og núverandi Seðlabankastjóri hafi sett ofaní við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn þar sem hann hefur ítrekað sagt efnahagsstjórnin þessara flokka á villugötum?

Og rétt í lokinn ætti þá ekki Sjálfstæðisflokkurinn ekki að skammast sín fyrir þá gjöð Kristjáns Þórs Júlíussonar fyrrum bæjarstjóra á Akureyri fyrir þá synd að hafa svikið bæjarbúa og gengið á bak orða sinna - sem frægt er orðið?

Fróðleikur dagsins: Ekkert sem er siðferðilega rangt getur verið pólitískt rétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ljóskan í menntamálaráðuneytinu"  eru ummæli sem Samfylkingarfólk skammast sín fyrir enda sögð af guðföður þessa flokks. Ég leyfi mér að fullyrða að dömurnar í VG hefðu brugðist margfalt harkalegra við ef ekki er bullandi möguleiki á stjórnarsamstarfi Samfylkingar og VG. 

Eigum við að tala um svik bæjar/borgarstjóra?  Hvað með Ingibjörgu Sólrúnu sem sveik þúsundir borgarbúa með því að skipta yfir í landspólitíkina og hrökklaðist úr stólnum með skottið á milli lappana.

Góðar stundir.   

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Borgarstjóri/Bæjarstjóri........ ef ég er tekin fyrir umferðarlagabrot t.d. þá get ég ekkert falið mig á bak við það að einhver annar hafi gert slíkt hið sama.

Páll Jóhannesson, 26.4.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband