Leita í fréttum mbl.is

Hefði ekki verið betra að ráða fagmann til verksins?

Harmleikurinn í Virginíuríki þar sem karlmaður skaut 32 til bana í Virginia Tech háskólanum slær mann svo um munar. Eftir svona harmleik spyr maður sig enn og aftur þeirra spurninga, hvort það geti verið afleiðinga af frjálsræði bandaríkjamanna í byssueign?

Þá er körfuboltavertíðinni endanlega lokið í efstu deild. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Njarðvikínga að velli og eru þar með Íslandsmeistarar. Er óhætt að segja að þessi úrslit komi nokkuð á óvart þar sem að Njarðvikingar höfðu haft mikla yfirburði í vetur. Sem betur fer fyrir körfuboltann þá á bikarinn ekki fast lögheimili, heldur fer af og til á aðra staði en á Suðurnesjum. Held aldrei með KR en af því að einn fyrrum leikmaður Þórs (Bjarki Oddsson) spilaði með þeim í vetur þá var þetta bara í góðu lagi. Til hamingju Bjarki og Kr-ingar.

Essó hefur fengið nýtt nafn og ,,nýtt" lógó. Reyndar er lógóið þeirra nánast copy-paste af lógó fjölmiðlafyrirtækis N4 á Akureyri. Ætla þeir að kanna réttarstöðu sína í þessum málum, sem kemur jú engum á óvart. Er eftirherman N1 svo sláandi líkt að ekki tekur nokkru tali. Spurning hvort þeir hefðu ekki átt að ráða fagmann í að hanna þetta ,,nýja" lógó?

Fróðleikur dagsins er enn og aftur í boði Albert Einstein:  Harla dapurlegt er það að lifa á tíma, þegar það er auðveldara að sprengja atóm en fordóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ.  Get ómögulega fundið netfangið þitt.  Kári og Harpa gifta sig í dag síðasta vetrardag.  (18 apríl)  Sölli fermist borgaralega þann 29. apríl

Anna Bogga (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 00:46

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæl Anna Bogga! netfangið mitt er pallijo@internet.is

Páll Jóhannesson, 18.4.2007 kl. 07:02

3 identicon

Raunar var það auglýsingastofan Fíton sem "hannaði" merkið. Það hljóta eiginlega að teljast fagmenn, eða hvað?

Forstjóri hins nýnefnda og sameinaða batterís telur fráleitt að nokkur líking sé með þessum tveimur merkjum: annað er rétthyrnt, hitt er tígullaga (að vísu bara örlítið, en tígullaga samt), stafagerðin er ekki eins (að vísu næstum því eins, en samt...) og svo stendur N1 á öðru en N4 á hinu, og 1 og 4 eru sko ekkert líkir stafir!

Guðirnir hafa talað......

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband