Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Myndablogg

Um helgina brugðum við hjónakornin undir okkur betri fætinum, eða réttara sagt 4 hjólum og brunuðum vestur á Sauðárkrók eða Sheepriverhook eins og stundum er sagt.  Þar var haldið Landsbankamótið í knattspyrnu fyrir stúlkur. Og þar sem barnabörnin tvö elstu þ.e. Margrét Birta og Elín Alma voru þátttakendur létu amma og afi sig ekki vanta.

Yngra fólkið þ.e. foreldrar sem brugðu sér af bæ til að fylgjast með börnum sínum gistu ýmist í  tjaldi, fellihýsum eða heilu íbúðunum sem það dró á eftir sér vestur.  Ég bý svo vel að vera giftur konu sem á ættingja sem sjá aumur á okkur og skjóta skjólhúsi yfir okkur þegar við mætum á staðin. Hr. og frú Jón Ósmann og Marta eru slíkir höfðingjar heim að sækja að manni langar ekki strax heim aftur eftir að hafa dvalið hjá þeim um stund. 

Við sem sagt brunuðum vestur á föstudag og skiluðum okkur ekki heim fyrr en á sunnudagskvöld. Meir að segja lét karlinn sig hafa það að vera ekki heima meðan tveir leikir fóru fram hjá Þór og Þór/KA. En það er bara þannig að maður verður að velja og hafna. Þessa helgi valdi ég barnabörnin.  Sauðárkrókur skartaði sínu fegursta eða þannig þessa helgi. Í bænum stóðu yfir svokallaðir Lummudagar. Hvert hverfi skreytti sín hús og götur í sínum eigin litum. Var með miklum ólíkindum hvað heimamenn höfðu verið dugmiklir að skreyta hýbýli sín í bak og fyrir. 

Laugardagurinn fór að mestu fram við knattspyrnuvöllinn. En um kvöldið þegar ró var komin á mannskapinn brugðum við okkur í bíltúr um bæinn og skoðuðum öll hverfin og teknar voru nokkrar myndir. Sunnudagurinn fótbolti og meiri fótbolti. Fyrir þá sem vilja sá myndir frá mótinu er bent á myndaalbúm sem ég setti upp á heimasíðu Þórs www.thorsport.is og þar má sjá fjölda mynda frá mótinu smellið hér

Svo í lokin læt ég fylgja nokkrar myndir sem ég tók víðsvegar um bæinn, af gestgjöfunum Mörtu og Jónsa og Margréti Birtu og  Elínu Ölmu. En bendi á í lokinn að í myndaalbúmi hér á blogginu sem heitir Lummudagar eru fleiri myndir fyrir þá sem vilja skoða. 

Lummudagar 020

Gestgjarnir. Bara til fróðleiks þá er Jón Ósmann afmælisbarn dagsins í dag. Til hamingju með daginn Jónsi. 

Lummudagar 017

Tekið í garði gestgjafanna

Lummudagar 002

Sæt

Lummudagar 009

Gulagatan í Raftahlíð

Lummudagar 004

Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta að kvöldi laugardags - 

LI 2010 014

Davíð og Golíat - Elín Alma glímir hér við sér talsvert stærri andstæðinga - en hafði betur, já margur er knár þótt hann sé smár. 

LI 2010 041

Margrét Birta á fullri ferð

Bojana Elin Margret

Systurnar með þjálfaranum Bojönu Besic

Elin Margret

Elín Alma og Margrét Birta með verðlaunapeningana - flottar stelpur. 

Svo bara rétt í lokin

Verðum í bandi síðar. - Jónsi og Marta takk fyrir okkur. 


Afi af hverju er ekki til svona karlahlaup?

Ég brá mér í miðbæ Akureyrar um helgina nánar tiltekið á laugardag. Þótt ég sé inn við beinið svona pínulítill bílakarl þá var ástæða heimsóknar minnar ekki bíladagar. Nei - kvennahlaup ÍSÍ. Ekki svo að skilja að ég hafi farið til að vera þátttakandi. Ég og Jón nafni minn fórum til að sýna konunum í lífi okkar stuðning. Héldum okkur til hlés og vildum leyfa þeim að eiga daginn, að mestu. Ég ók í bæinn ásamt Jóni nafna og Margréti Birtu, en amman gekk í bærinn ásamt Elínu Ölmu með Hólmfríði Lilju í kerru. Meðan við biðum eftir ömmu og co og virtum fyrir okkur ört stækkandi hóp kvenna á öllum aldri fylla Ráðhústorgið sagði Margrét Birta allt í einu ,,afi er ekki til karlahlaup, eins og kvennahlaupið?". Nei það er  ekki til.   ,,Af hverju er það ekki til?". Þetta er ein af þeim spurningum sem afi var snöggur að svara sem kemur til út af því að hann hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér og þakklátur fyrir að fá að svara henni loksins. Jú sjáðu til karlahlaup í sama stíl og kvennahlaup geta aldrei orðið að veruleika. Karlar geta aldrei gert neitt án þess að fara keppa við hver annan. Smá þögn ,,JÁ" sagði sú stutta hún áttaði sig strax á þessu.

Konur gera þetta allt á sínum eigin forsendum, labba, rölta, skokka, hlaupa bara það sem hentar hverjum og einum. Þess vegnar hefur kvennahlaupið vaxið og dafnað og hefur náð að lifa jafn lengi og raunin er á. Það var samt ljóst í upphafi hlaups að barnabörnin ætluðu að fara á öðrum hraða en amman með barnakerruna. Já, gera þetta á sínum eigin forsendum. Ég nefndi bíladaga í upphafi. Þeirri annars ágætu menningarhátíð fylgja margir kolsvartir sauðir. Sem betur fer eru flestir til fyrirmyndar en inná milli svartir sauðir. Og auðvitað slæddust nokkrir í kvennahlaupið þá er ég ekki að meina svarta kvensauði - nei þessir voru með utanáliggjandi frárennslisrör. Hlupu sauðdrukknir með og urðu sér til skammar. En það besta var að konurnar létu sem þær tækju ekki eftir þeim, sem gerði það að verkum að þeir litu enn verr út sem var í raun ekki á bætandi fyrir þá a.m.k. 

En afi var með myndavélin á lofti og festi eitt og annað á kubb. 

Beðið

Jón Páll og Margrét Birta stilltu sér upp fyrir afa meðan beðið var eftir ömmu, Elínu og Hólmfríði. 

Með tröllum

Stillt sér upp með Grýlu og Leppalúða

Spegilmynd

Spegilmynd

Beðið og beðið

Beðið 

Leiðarendi

Margrét Birta t.v. kemur í mark

Í mark

Elín Alma kemur í mark

Með afa

Já fyrsta medalía Hólmfríðar Lilju í höfn þótt hún hafi bara setið í kerrunni - 

MBJ

Margrét Birta

EAJ

Elín Alma

HLJ

Hólmfríður Lilja með fyrstu medalíuna

Svo um kvöldið var komið að því að efna loforð um að prinsinn fengi að sofa heima hjá ömmu og afa. Afapopp, playstation hjá Sölla og nammi ferði í Hagkaup með Sölla frænda var nokkuð sem sumir kunnu að meta. 

Afapopp

Afapopp og þá dugar ekkert minna en tvær skálar

Í leik

Eigum við að ræða þetta eitthvað?

Fínn dagur á enda og þangað til næst

Pæling dagsins: Skyldi vera til annað orð yfir "samheiti"?


Hver skildi trúa því að ég bloggaði um íþróttir?

Nú skal bloggað og bara til að það sé á hreinu þá mun þetta flokkast sem íþróttatengt blogg. Já ég veit það kemur á óvart en það verður bara hafa það íþróttablogg skal það vera.

Það hefur verið hreint út sagt mikið að gera hjá okkur Þórsurum.  Á föstudagskvöldið tók Þór á móti Þrótti á Þórsvellinum og lauk þeim leik með sigri minna manna 2-1 í afar skrautlegum leik. Ef svo ólíklega vill til að einhver sem villist hér inná þessa síðu hefur ekki lesið upphitunarpistilinn fyrir þann leik, eða séð viðtölin og myndasyrpu frá mér eða myndaspyrnu frá Haraldi Loga Hringssyni sem allt birtist á heimasíðu Þórs set ég hér tengla. - Upphitun og viðtal - Umfjöllun - viðtal við Palla Gísla þjálfara - Myndaalbúm Palla Jó og myndasyrpa Haralds Loga

Í dag var svo sannkallaður stórleikur á Þórsvellinum þegar Stelpunar okkar tóku á móti Stjörnunni og þeim leik lauk með sigri Þór/KA 3-1. Hér koma svo linkar á Upphitun með peppmyndbandi - Viðtöl við leikmenn - umfjöllun með viðtölum og myndasyrpa Palla Jó

Nú í gær var knattspyrnumót að Hrafnagili sem Samherjar standa fyrir og þar voru 4. 5. og 6. flokkur kvenna í aðalhlutverkinu. Þar voru tvö af barnabörnunum okkar að keppa í 6. flokki þær Margrét Birta og Elín Alma. Óhætt er að setja að Þórsstúlkurnar hafi verið sigursælar því þær unnu í  öllum flokkum.  Systurnar voru þó í sitthvoru liðinu þar sem 6. flokkur tefldi fram tveimur liðum. Hér eru svo myndir frá mótinu í myndaalbúmi á heimasíðu Þórs

Í aksjón

Margrét Birta í aksjón

Í gæslu

Elín Alma í gæslu - hér í leik á móti eldra árs stelpum í sama flokki

Hópmynd

Hér er svo hópmynd af 6. flokki ásamt þjálfurum liðsins þeim Bojönu Besic og Evu Hafdísi Ásgrímsdóttir. 

Á föstudag voru ákveðin tímamót hjá Elínu Ölmu. Hún hafði í nokkurn tíma horft öfundaraugum til stóru systir sinnar sem á stórt og fínt gírahjól á meðan hún hefur þurft að láta sér gíralaust hjól að góðu. Þar sem þær hjóla mikið er þetta náttúrulega ófært. Hjólað á allar æfingar, heim til afa og ömmu já út um allar trissur. Tekin var ákvörðun og úr þessu var bætt. Nú hjólar Elín Alma á nýju gírahjóli með systir sinni og leggur í allar brekkur óhrædd. 

Himnasæla

Ánægð

Sátt við sitt

Grobb

Og stóra systir sýnir listir sínar á meðan yngsta barnabarnið lét sér fátt um finnast í faðmi Sölla frænda

Vinir

Sökum þess hve barnabörnin verða mikið hjá ömmu og afa á næstu dögum og vikum gæti farið svo að talsvert verði bloggað um þessar perlur.  Það verða skemmtilegir dagar. En á sama tíma verður yngsta barnið okkar sem verður tvítug á þessu ári fjarverandi næstu 4 vikurnar. Sædís er í sjálfboðastarfi í Austurríki og kemur ekki heim fyrr en í kringum 10, júlí. Og af þessu tilefni eru tvær síðustu myndirnar tengdar Sædísi með ólíkum hætti þó. Sú fyrri er jú af henni og getur því ekki verið nánari henni - en hin myndin er tekin á heimleið frá því að við skiluðum henni í Leifsstöð þegar hún hélt út. Myndina tók ég þegar ég sat fastur í bílalest við Borgarfjarðarbrúnna þegar eldur hafði kveinkaði í hjólhýsi og bíl.

Sædís

Sædís Ólöf

Spegill

Þangað til næst: Sædís Ólöf ef þú lest þetta - njóttu lífsins þarna ytra.  


Afi svo sá ég garðhest.......

Það er óhætt að segja að það sé mikið að gera hjá manni þessa daganna. Mikill tími fer í Íþróttafélagið Þór, barnabörnin, konan og............. já nóg að gera. Sótti tvö af barnabörnunum í skólann í gær sem er svo sem ekkert í frásögur færandi nema hvað að ég vil deila með ykkur athygliverðu samtali milli mín og annars barnsins, sem fram fór í bílnum á leiðinni heim.

Ég spyr hvort það hafi verið gaman í skólanum. Já sagði sú yngri strax og án umhugsunar. En sú eldri sagði ,,ég var ekkert í skólanum. Við fórum í sveitina og nefndi bæinn það er svona húsdýragarður þar". Og hvaða dýr sáu þið spurði ég. ,,Við sáum hund, kött, belju, (hér skaut ég inn athugasemd og sagði ,,maður á að segja kýr) ok, sagði barnið og hélt áfram og svo var þarna geit og kindur og garðhestur". Garðhestur spurði ég hissa hvað er það?. ,,Bara svona venjulegur hestur" sagði barnið. Ég sá í baksýnispeglinum að barnið var undrandi á þessari vanþekkingu afans. Já þú segir það Garðhestur ... ég hef aldrei séð svoleiðis sagði ég. ,,Nú er það ekki" sagði barnið enn meira hissa. Ég hélt áfram eftir smá stund og sagði ,, segðu mér hvernig lítur Garðhestur út". ,,Afi þetta er svo venjulegur hestur sem var í girðingu og sagði svona  Arrrrgggggg".  Þá loksins kviknaði ljós hjá þeim gamla ,,Ertu að meina graðhest". ,,Já ég er að meina það" sagði barnið. 

Já ég veit hvað það er sagði ég góður með mig............ stutt þögn. ,,Afi hvað er graðhestur?". Aftur stutt þögn Ég skal segja þér frá því við tækifæri. Jebb ég þarf að búa mig undir þetta með býfluguna og blómið og allt það. 

Skólaslit í dag og afi fór þangað með skvísunum. Eftir hádegið þegar Jón Páll var komin heim úr leikskólanum var farið út í Krossanesborgir og kíkja á fuglalífið. Auðvitað höfðum við bókina Fuglahandbókin með í för bók sem við fengum lánaða hjá Sölla. Auðvitað var myndavélin með í för. Leyfum þeim að tala.

skólaslit

Fyrir utan skólann

Fuglaskoðun 01

Lagt af stað

Fuglaskoðun 02

Fuglaskoðun 03

Horft til himins

Fuglaskoðun 04

Fuglaskoðun 05

Veifað í afa

Fuglaskoðun 06

Væntanleg jólasteik.....?

Fuglaskoðun 07

Ef ég gæti flogið...

Fuglaskoðun 08

Fjöður....

Fuglaskoðun 09

Fuglaskoðun 010

Afi ég flýg

Fuglaskoðun 011

og meira hugarflug...

Fuglaskoðun 012

Ritað í bók með fjöður... en blekið vantaði... það mátti reyna

Fuglaskoðun 013

Fuglaskoðun 014

Þreytt í fótunum og þá bara bregður maður sér upp á hendurnar

Fuglaskoðun 015

Fuglaskoðun 017

Þangað til næst

Málsháttur dagsins: Það er margt fagurt undir himinblámanum


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband