Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
31.12.2009 | 14:32
Gangið hægt um gleðinnar dyr
Kæru bloggvinir. Þar sem árið 2009 er að renna sitt skeið á enda vil ég biðja ykkur að ganga hægt um gleðinnar dyr og leggja upp í nýtt ár með bjartsýni og trú á framtíðina að leiðarljósi.
Síðasta mynd ársins 2009 er mynd sem ég tók í gær og lýsandi fyrir þá fegurð sem blasti við hér á Akureyri í gær. Áramótakortið í ár
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2009 | 22:03
Bara gaman
Hann var í kaldara lagi þessi ágæti mánudagsmorgun í höfuðstað norðurlands 13 gráður í mínus, já kalt en umfram allt fallegt veður. Óvenju mikill snjór er í bænum og ár og dagar síðan svo mikill snjór hefur verið. Sumir fagna aðrir bölva í sand og ösku.
Hitti félaga minn í dag sem er mikill skíðamaður. Hann var nýkomin úr fjallinu og sagði allt gjörsamlega troðfullt í dag. ,,Svei mér þá þetta er eins og um páska, bærinn fullur af aðkomu fólki sem nýtir sem frábært skíðafæri". Já snjórinn hefur jákvæð áhrif á bæjarlífið og á reksturinn á skíðamannvirkjunum.
Þar sem ég er ansi oft með myndavélina á lofti hefði ég kannski átt að bregða mér í fjallið og mynda mannhafið við leik. En þess í stað fór ég niður í Sandgerðisbót sem er smábátahöfn og tók púlsinn þar. Ólíkt því sem var að gerast í fjallinu var mikil ró og friður yfir öllu í bótinni og vart nokkra sálu að sjá þar á kreiki.
Kyrrð og ró
Bátinn sem er til vinstri á myndinni hef ég marg oft myndað og ber hann það frumlega nafn Smugan. Eins og sjá má mikil kyrrð.
Hér sjái þið svo myndir sem ég tók heima við Drekagilið. Talsverður snjór og runnarnir leggjast undan snjónum. Eins gott að þeir þola talsverða sveigju.
Svona er aðkoman að framan verðu. Þetta verður ekki mikið jólalegra að ég held. Ég nýt þessara daga og læt blessaðan snjóinn ekki fara í taugarnar á mér. Við búum jú á norður landi, norður á hjara veraldar eins og stundum er sagt og hér eiga menn að búast við snjó og kunna lifa með honum. Ef ekki þá er fólk í vondum málum.
Meðan þessi færsla fæddist fylgdist ég með leik Man City og Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Palli brosir sínu breiðasta enda fóru mínir menn með öll stigin 3 heim eftir 0-3 sigur. Áfram Man City
Málsháttur dagsins: Ekki dýrka allir menn guð upp á sama máta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2009 | 14:25
Gleðileg jól
Í eldgamla daga þegar ég ólst upp var ekki búið að finna upp þann sið að gefa í skóinn, held ég. Ef svo var þá hlýt ég að hafa verið óvenju óþægur krakki eða jólasveinninn verið með illa uppfærðan lista yfir þá sem áttu að fá í skóinn, þessi skýring er reyndar afar trúleg. Það bar hins vegar til tíðinda hér í Drekagilinu að dóttirin rak upp stór augu. Út í glugga í hennar herbergi höfðu inniskór hennar verið settir út í glugga. Viti menn í öðrum skónum var komin gjöf sem var merkt, Til Palla og Grétu frá Kertasníki. Jebb betra er seint en aldrei. Hér er sönnunin.
Samkvæmt venju var grjóna/möndlugrautur í hádeginu hjá okkur hjónum. Hér á bæ er lítil stemming fyrir illaþefjandi kæstri skötu, en grauturinn hans afa fellur vel í kramið hjá öllum. Elín Alma var sú sem datt í lukkupottinn þetta árið.
Heppin
Jólaspilastokkur.
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn sem er ekki enn farin að nærst á öðrum en mjólk en ekki fastri fæðu virtist þó vera til í að prufa þegar afi gerði sig líklegan til að gefa
Eitt af því sem íslendingar hafa hvað mestu áhyggjur af þegar líða fer að jólum er; verða hvít eða rauð jól? Þegar stefnir í rauð jól þráir fólkið snjó, það er svo jólalegt. Þeir sem búa við það að hafa sjaldan snjó eða nærri því aldrei þrá snjóinn meir á jólum sérlega ef öruggt þykir að jólin verði rauð. Hins vegar er það staðreynd að ef það snjóar á þeim stöðum bölvar fólki snjónum í sand og ösku þegar bíldruslurnar standa fastar í snjóföl sem nær vart upp fyrir lægstu skósóla.
Við sem búum hér norðan heiða erum bænheyrð þessi jól. Nægur snjór er í höfuðborg hins bjarta norðurs og gríðarlega fallegt um að lítast. Í dag fór svo fjölskyldan upp í kirkjugarð leiði látinna ættingja heimsótt, kerti og skreytingar yfirfarin. Eins og venjan er hafði Palli myndavélina með og smellti af hér og hvar.
Þetta er fallegt, ekki satt?
Þessi sjón hlýjar manni um hjartaræturnar í kuldanum
Já maður er að verða meira, meir með aldrinum eins og kerlingin sagði. Ég sagði ykkur frá því fyrr í mánuðinum að ég hafi tekið mynd af fjölskyldunni hennar Döggu og hafi sú mynd verið sett á jólakort. Hér má sjá afraksturinn
Og svo í lokin
Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2009 | 01:06
Afmælisbarn dagsins
Blogg dagsins í dag er tileinkað afmælisbarni dagsins. Afmælisbarn dagsins í dag er stúlka sem fæddist þennan dag fyrir sléttum 8 árum. Hún var annað barn foreldra sinna sem þá bjuggu í perlu Eyjafjarðar, Hrísey. Ég er auðvitað að tala um dótturdóttir mína hana Elínu Ölmu.
Elín Alma, rétt eins og systkinin hennar er hin mesta perla. Afar ljúf, hæglát og klár stelpa. Elínu Ölmu er margt til lista lagt. Á sumrin æfir hún knattspyrnu ásamt systur sinni og á veturna bætir hún í og æfir einnig fimleika auk fótboltans. Nú svo auðvitað stundar hún skólann eins og vera ber og gerir það með stæl.
Í dag verður sérstök afmælisveisla haldinn fyrir vinkonur og skólasystkini en á morgun verður húlumhæ í Lönguhlíðinni fyrir fjölskylduna. Ef að líkum lætur verður mikið fjör og mikið gaman. Ætla ekkert að skrifa neina langloku um þennan gullmola heldur set ég inn nokkrar myndir af henni í leik og starfi og myndir segja jú oft meir en mörg orð.
Í garðinum heima hjá afa og ömmu í Drekagilinu
Í fimleikum
Fótboltastelpa
Nammi, namm, borða
Blómarós með blóm í skólanum
Að læra heima hjá ömmu og afa í Drekagilinu
Með húllahring
Með stóru systir á Pæjumóti og verðlaunin
Til hamingju með afmælið elsku Elín Alma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2009 | 20:40
Af hverju var sonurinn svona viljugur að þræða búðirnar með mömmu sinni?
Það er með miklum ólíkindum að maður skuli á þessum árstíma (15. des) hér norður í ballarhafi eins og kerlingin sagði að maður skuli getað spásserað um bæinn á jesús skónum sínum. Samt vel viðeigandi þar sem tími hans er jú að renna upp. Sumir eru að fara á límingunum af stressi. Allt og stutt til jóla og ég sem á eftir að gera hitt og þetta Guð...... Hafið þið einhvern tímann heyrt þetta?..... já mig grunaði það.
Ég nýt þess eins að spássera á jesús skónum daginn út og daginn inn og gjarnan með myndavélina með í för. Endalaust hægt að skjóta á myndefni hér og þar. Birtuskilyrði með ólíkindum. Í gær skaut ég t.d. þessari af bílaplaninu heima. Einkennileg rönd á himni.
Í dag brá ég mér með frúnni og einka syninum í búðir á Glerártorgi. Það var eins og himnasending þegar konan sagði ,,Palli viltu ekki hafa myndavélina með inn?". Ég er svolítið hugsi yfir því að hún skildi nefna þetta að fyrra bragði. Ætli hún sé búinn að fá leið á að láta mig hanga utan í sér vælandi í búðum með svipinn ,,ert´ekki að verða búinn?"
Meðan þau rápuðu búð úr búð nýtti ég tímann og tók mynd af piparkökuhúsum sem eru til sýnis á Glerártorgi. Hvað finnst ykkur um þetta?
Fallegt
BSO
Snyrtilegt
Já þetta eru listaverkin sem eru til sýnis á Glerártorgi. Svo þræddi ég sófana, mátaði hvíldi lúin bein og hitti margt gott fólk sem heilsaði uppá Palla. Já ég hef bara gaman af því að fara í búðir með konunni, það er ljóst. En ég spyr mig þeirra spurninga ,,af hverju var sonurinn svona viljugur til að þræða búðirnar með mömmu sinni?".
Á morgun kemur svo Þörusleikir en um hann var ort forðum daga
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir,
hann barði dyrnar á.
Þau ruku´ upp, til að gá að,
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti´ ann sér að pottunum,
og fékk sér góðan verð.
Þangað til næst
Rauðvínsglas og Trivial pursuit í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 18:06
Annað sjónarhorn
Jólin nálgast og formleg niðurtalning er hafin fyrir alvöru og miðast að sjálfsögðu við blessaða jólasveinanna. ,,Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré....." eins og ort var forðum daga um þann skrítna karl. Á morgun eða rétta sagt í nótt mun Giljagaur koma en um hann var ort.
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Það er fátt yndislegra en að deila jólagleði með börnum enda tilhlökkunin mikil. Í gær brugðum við feðgarnir okkur í bæinn með barnabörnunum mínum að því yngsta undan skildu. Ekki meðvituð mismunun heldur sökum ungs aldurs. Hennar tími mun koma það er klárt.
Í miðbænum er búið koma fyrir skemmtilegu listaverki. Er það að tilstuðlan listakonunnar Aðalheiðar, sem hvað þekktust er fyrir smíða listaverk úr trékubbum. Listaverkið sem um ræðir og er á miðju Ráðhústorginu við hlið stóra jólatrésins er af jólakettinum hinum eina sanna. Snilldar listaverk. Sé þetta nákvæm eftirlíking í réttri stærð er eins gott að passa sig á því að geta kisa ekki tilefni til að ná til manns með klónum.
Því næst brugðum við okkur upp að Akureyrarkirkju og þar tókum við þessar myndir.
Sölli, ásamt frændsystkinum sínum Jóni Pál, Elínu Ölmu og Margréti Birtu.
Svo þurfti afi auðvitað að taka allt öðru vísi myndir.
Og meir...
Eftir að bæjarröltinu lauk spændum við út í Hamar félagsheimili Þórs og fengum okkur heitt kakó, kaffi og heitar vöfflur með tilheyrandi. Eins og venjulega er nefnilega opið hús í Hamri á laugardögum en í desember eru þessi opnu hús þannig að gestum og gangandi er boðið upp á þessar veitingar án þess að þurfa opna pyngjuna.
Sumir átu af meiri áfergju en aðrir og höfðu í ofan á lag aðstoðarmann sér til aðstoðar. Gaman af þessu.
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Sá sem ekki plantar þarf ekki að vökva
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 23:21
Adam var ekki lengi í Paradís
Í eina tíð eða í þá daga þegar maður var barn að alast um fannst manni eins og það hafi alltaf verið VETUR þegar það var vetur og SUMAR þegar það var sumar. Þetta var í þá daga og áður en menn fundu upp orðið ,,hlýnun jarðar". Undanfarin ár hefur minna og minna farið fyrir vetrarríki hér norðan heiða, þar sem manni finnst eins og eigi að vera snjór og kalt á vetrum. Það rennur óneytanlega á mann tvær grímur þegar maður hugar um hlýnun jarðar og þær afleyðingar sem geta fylgt í kjölfarið. Hverfa jöklar heimsins, hvað verður þá um jökulárnar, virkjanirnar, hvernig framleiðum við þá rafmagn og þar fram eftir götunum? Munu komandi kynslóðir ganga þurum fótum um árfarvegi allt í kringum Kárahnjúkavirkjum. Verður kannski lóni Kárahnjúkakirkjunnar breytt í risavaxið dansgólf? hver veit?
Þegar fór að snjóa í síðustu viku og það bara hressilega glöddust margir. Ég ljómaði og gladdist og gaf öllum pælingum um hlýnun jarðar langt nef. Hlýnum hvað? Var þetta bara kannski allt plat það snjóaði og kólnaði í veðri ekki seinna vænna enda komin desember - þá á vissulega að vera snjór hér norðan landa a.m.k.
Ég gladdist yfir því að horfa á soninn moka og hreinsa stéttina heima í gríð og erg og svitna sem aldrei fyrr og húsfélagið lét hreinsa bílaplanið og allt litið dásamlega út, það hafði snjóað bara fjandi mikið. Mér leið dásamlega. En Adam var ekki lengi í Paradís því miður. Það eru gömul sannindi og ný. Skyndilega og eins og hendi væri veifað varð á þessu breyting. Um kvöldið fór skyndilega að rigna. Daginn eftir hélt áfram að rigna og rigna. Hlýnun jarðar hvað? einmitt mér varð kippt til baka.
Sölli mokar í gríð og erg...
Jón Páll hjálpaði Sölla frænda
Þótt lítið sé eftir af snjónum og jörðin eitt fjandans klakastykki ætla ég að lifa í voninni að veturinn komi aftur, plís.
Í gær tókum við ,,gamla" settið að okkur að passa öll barnabörnin 4 og hafa þau hjá okkur um nótt. Innrásin hófst um miðjan dag. Á meðan afi fylgdist spenntur með enska boltanum í tölvunni og eldaði kvöldmatinn settust tvö elstu barnabörnin niður með ömmu og skreyttu piparkökur.
Elín Alma og Margrét Birta skreyta....
Afraksturinn...
Já á sama tíma og afinn var að fara yfir um vegna stress um hvort liðið hans myndi skella Chelskí gerði Jón Páll innrás hjá Sölla frænda og saman fóru þeir í PlayStation og þar var ekkert stress þótt hljóðin innan út herberginu hafi í sjálfu sér gefið fullt tilefni til að halda að svo hafi verið.
Frændurnir Sölmundur Karl og Jón Páll
Um kvöldið fóru svo allur skarinn í bað og þá var sko hamagangur á hóli/Drekagili. Myndatökur eru að verða viðkvæmt mál enda sumir orðnir full stórir til þess að leyft sé að ljósmynda og hvað þá að birta á netinu. En sumir eru svo litlir að þeir hafa ekki tök á því að mótmæla myndatökum og þá notfærir maður sér það.
Já Hólmfríður Lilja hreyfði engum mótmælum við enda hafði hún í nógu að snúast og varð að treysta á þessar traustu hendur ömmu sinnar enda má ekkert fara úr skorðum. Notalegt ekki satt? Um kvöldið fengu svo stóru börnin popp að hætti afa til að gæða sér á meðan horft var á sjónvarpið, en yngsti meðlimurinn fékk sína næringu úr pela í fangi ömmu sinnar.
Í morgun var svo mannskapurinn rifinn á lappir fyrir allar aldir. Við feðgar fórum með Jón Pál á fótbolta æfingu. Heilmikið fjör þar sem mikið gekk á sem ekki ratar á veraldarvefinn. Eftir æfingu tókum við Jón Páll okkur til og hlúðum að okkar innri manni. Við brugðum okkur í kirkju og í sunnudagaskólann þar sem Sædís frænka er ein af þeim sem ræður ríkjum.
Þegar svo allur herskarinn fór heim síðdegis varð þögnin undarlega yfirþyrmandi. Þögnin var nánast skerandi. Við gömlu hjúin þurftum að eins að gíra okkur niður og skruppum í kirkjum. Aðventukvöld í Glerárkirkjum. Frábær kvöldstund.
Á morgun rúllar svo ný vika með öllu því sem henni tilheyrir. Sumt af því er fyrirsjáalegt en sem betur fer er svo margt, margt annað sem engin sér fyrir. Það er einmitt það sem gerir lífið svo spennandi. Engin veit sína æfi fyrr en öll er og allt það. Þangað til næst...
Málsháttur dagsins: Adam var ekki lengi í Paradís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2009 | 00:02
Heimur jólanna
Ísland er land þitt og ................ allt það. 1. desember er stór dagur enda varð Ísland fullvalda ríki þennan dag 1918. En þennan dag árið 2009 brá ég undir mig fjórum hjólum negldum og hélt sem leið lá fram í Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit. Upphaflegur tilgangur ferðarinnar var að taka mynd af Döggu og fjölskyldu til að setja á jólakort. Slatti af myndum teknar sem ég ætla sýna ykkur en þó ekki þá sem fer á jólakortin. Og þegar maður vill fanga sannan jólaanda er tilvalið að halda í jólahúsið. Reyndar skiptir engu máli hvaða árstími er í þessu litla húsi eru jól allt árið.
Vorum þarna fremra upp úr kl. 16:00 þegar tekið er að dimma. Birtan falleg, kalt í veðri snjóföl og jólaskapið í hávegum. Verður þetta nokkuð betra?
Þetta er fallegt ekki satt? Þegar búið var að mynda utandyra var haldið inn í hlýjuna. Myndað þar og skoðað hátt og lágt.
Elín Alma stillti sér upp fyrir framan hellinn hjá Grýlu sem stóð við hlóðirnar og hrærði í potti. Þegar búið var að skoða allt og láta sig dreyma var haldið aftur út og heim skildi halda. Eins og þið sjáið var farið að síga að. Máninn fallegur enda svo til fullur eða það lítur út fyrir það alla vega
Og áður en haldið var heim á leið stillti litla fjölskyldan sem er þó orðin talsvert stór upp fyrir loka myndina.
Brunað í bæinn góðu verki lokið. Þegar heim var komið sást hve hratt húmar að. Mynd tekin úr hlaðinu heima í Drekagilinu.
Já máninn leggur sitt af mörkum við að skreyta bæ og torg með sínum einstökum lita- og blæbrigða mynstri sem á sér engin takmörk. Menn glíma endalaust við að mynda þetta fyrirbrigði, yrkja ljóð og búa til sögur. Já þessi litli hnöttur er svo gríðarlega mikilvægur í lífi okkar allra þótt fæst okkar sé að leiða að því hugann svona dags daglega. Okkur finnst hann svo sjálfsagður. Líkt og menn frá aldaöðli hafa lofsungið og dásamað tunglið munu komandi kynslóðir gera það, með réttu.
Þangað til næst.
Málsháttur dagsins: Betra er að æran lafi en öldungis týnist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar