Leita í fréttum mbl.is

Bara gaman

Hann var í kaldara lagi þessi ágæti mánudagsmorgun í höfuðstað norðurlands 13 gráður í mínus, já kalt en umfram allt fallegt veður. Óvenju mikill snjór er í bænum og ár og dagar síðan svo mikill snjór hefur verið. Sumir fagna aðrir bölva í sand og ösku. 

Hitti félaga minn í dag sem er mikill skíðamaður. Hann var nýkomin úr fjallinu og sagði allt gjörsamlega troðfullt í dag. ,,Svei mér þá þetta er eins og um páska, bærinn fullur af aðkomu fólki sem nýtir sem frábært skíðafæri". Já snjórinn hefur jákvæð áhrif á bæjarlífið og á reksturinn á skíðamannvirkjunum. 

Þar sem ég er ansi oft með myndavélina á lofti hefði ég kannski átt að bregða mér í fjallið og mynda mannhafið við leik. En þess í stað fór ég niður í Sandgerðisbót sem er smábátahöfn og tók púlsinn þar. Ólíkt því sem var að gerast í fjallinu var mikil ró og friður yfir öllu í bótinni og vart nokkra sálu að sjá þar á kreiki.

Vetrarstilla

Kyrrð og ró

Stilla

Bátinn sem er til vinstri á myndinni hef ég marg oft myndað og ber hann það frumlega nafn Smugan. Eins og sjá má mikil kyrrð.

Snjóþungi

Hér sjái þið svo myndir sem ég tók heima við Drekagilið. Talsverður snjór og runnarnir leggjast undan snjónum. Eins gott að þeir þola talsverða sveigju.

Snjór

Svona er aðkoman að framan verðu. Þetta verður ekki mikið jólalegra að ég held. Ég nýt þessara daga og læt blessaðan snjóinn ekki fara í taugarnar á mér. Við búum jú á norður landi, norður á hjara veraldar eins og stundum er sagt og hér eiga menn að búast við snjó og kunna lifa með honum.  Ef ekki þá er fólk í vondum málum.

Meðan þessi færsla fæddist fylgdist ég með leik Man City og Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Palli brosir sínu breiðasta enda fóru mínir menn með öll stigin 3 heim eftir 0-3 sigur. Áfram Man City

Málsháttur dagsins: Ekki dýrka allir menn guð upp á sama máta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð og til hamingju með allan þennan snjó. Hér syðra hefur snjóað í morgun og í dag, og 12cm jafnfallið eða þar um bil þýðir aðeins eitt: öngþveiti!

Við ættum allavega að fá skotfestu fyrir flugeldana.

Fínar myndir að vanda og ekki skemmir veðrið. Bestu kveðjur úr Kópavoginum. GTh.

G (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Kópavoginum?? Það er greinilega gott að búa í Kópavogi, hér í Breiðholtinu var ekki nema kannski 5-7 cm jafnfallinn snjór.

En veturinn 1988 bjó ég í foreldrahúsum í innbænum og þá var snjórinn það mikill að gjörsamlega vonlaust var að komast niður á Eyri í vinnu og þá fór maður beina leið yfir Drottningarbrautartúnið á fjórhjóli og þaðan styðstu leið yfir umferðareyjur og sló ekki af fyrr en á planinu hjá ÚA.

Danni og Hreiðar Löggur rétt vinkuðu manni bara og brostu.

Þá sást hvergi í hjólið eða mann sjálfann fyrir snjó.

Veturinn 1998 var góður vetur.

S. Lúther Gestsson, 29.12.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband