Leita í fréttum mbl.is

Adam var ekki lengi í Paradís

Í eina tíð eða í þá daga þegar maður var barn að alast um fannst manni eins og það hafi alltaf verið VETUR þegar það var vetur og SUMAR þegar það var sumar. Þetta var í þá daga og áður en menn fundu upp orðið ,,hlýnun jarðar". Undanfarin ár hefur minna og minna farið fyrir vetrarríki hér norðan heiða, þar sem manni finnst eins og eigi að vera snjór og kalt á vetrum. Það rennur óneytanlega á mann tvær grímur þegar maður hugar um hlýnun jarðar og þær afleyðingar sem geta fylgt í kjölfarið. Hverfa jöklar heimsins, hvað verður þá um jökulárnar, virkjanirnar, hvernig framleiðum við þá rafmagn og þar fram eftir götunum? Munu komandi kynslóðir ganga þurum fótum um árfarvegi allt í kringum Kárahnjúkavirkjum. Verður kannski lóni Kárahnjúkakirkjunnar breytt í risavaxið dansgólf? hver veit?

Þegar fór að snjóa í síðustu viku og það bara hressilega glöddust margir. Ég ljómaði og gladdist og gaf öllum pælingum um hlýnun jarðar langt nef. Hlýnum hvað? Var þetta bara kannski allt plat það snjóaði og kólnaði í veðri ekki seinna vænna enda komin desember - þá á vissulega að vera snjór hér norðan landa a.m.k. 

Ég gladdist yfir því að horfa á soninn moka og hreinsa stéttina heima í gríð og erg og svitna sem aldrei fyrr og húsfélagið lét hreinsa bílaplanið og allt litið dásamlega út, það hafði snjóað bara fjandi mikið. Mér leið dásamlega.  En Adam var ekki lengi í Paradís því miður. Það eru gömul sannindi og ný. Skyndilega og eins og hendi væri veifað varð á þessu breyting. Um kvöldið fór skyndilega að rigna. Daginn eftir hélt áfram að rigna og rigna. Hlýnun jarðar hvað? einmitt mér varð kippt til baka.

heimsokn_06.jpg

Sölli mokar í gríð og erg... 

Mokað

Jón Páll hjálpaði Sölla frænda

Þótt lítið sé eftir af snjónum  og jörðin eitt fjandans klakastykki ætla ég að lifa í voninni að veturinn komi aftur, plís. 

Í gær tókum við ,,gamla" settið að okkur að passa öll barnabörnin 4 og hafa þau hjá okkur um nótt. Innrásin hófst um miðjan dag. Á meðan afi fylgdist spenntur með enska boltanum í tölvunni og eldaði kvöldmatinn settust tvö elstu barnabörnin niður með ömmu og skreyttu piparkökur. 

Skreytingar

Elín Alma og Margrét Birta skreyta....

Piparkökur

Afraksturinn...

Já á sama tíma og afinn var að fara yfir um vegna stress um hvort liðið hans myndi skella Chelskí gerði Jón Páll innrás hjá Sölla frænda og saman fóru þeir í PlayStation og þar var ekkert stress þótt hljóðin innan út herberginu hafi í sjálfu sér gefið fullt tilefni til að halda að svo hafi verið.

Að leik 

Frændurnir Sölmundur Karl og Jón Páll

Um kvöldið fóru svo allur skarinn í bað og þá var sko hamagangur á hóli/Drekagili. Myndatökur eru að verða viðkvæmt mál enda sumir orðnir full stórir til þess að leyft sé að ljósmynda og hvað þá að birta á netinu. En sumir  eru svo litlir að þeir hafa ekki tök á því að mótmæla myndatökum og þá notfærir maður sér það.

Í baði

Já Hólmfríður Lilja hreyfði engum mótmælum við enda hafði hún í nógu að snúast og varð að treysta á þessar traustu hendur ömmu sinnar enda má ekkert fara úr skorðum. Notalegt ekki satt? Um kvöldið fengu svo stóru börnin popp að hætti afa til að gæða sér á meðan horft var á sjónvarpið, en yngsti meðlimurinn fékk sína næringu úr pela í fangi ömmu sinnar. 

Drukk

Í morgun var svo mannskapurinn rifinn á lappir fyrir allar aldir. Við feðgar fórum með Jón Pál á fótbolta æfingu. Heilmikið fjör þar sem mikið gekk á sem ekki ratar á veraldarvefinn.  Eftir æfingu tókum við Jón Páll okkur til og hlúðum að okkar innri manni. Við brugðum okkur í kirkju og í sunnudagaskólann þar sem Sædís frænka er ein af þeim sem ræður ríkjum.

Þegar svo allur herskarinn fór heim síðdegis varð þögnin undarlega yfirþyrmandi. Þögnin var nánast skerandi. Við gömlu hjúin þurftum að eins að gíra okkur niður og skruppum í kirkjum. Aðventukvöld í Glerárkirkjum. Frábær kvöldstund.

Á morgun rúllar svo ný vika með öllu því sem henni tilheyrir. Sumt af því er fyrirsjáalegt en sem betur fer er svo margt, margt annað sem engin sér fyrir. Það er einmitt það sem gerir lífið svo spennandi. Engin veit sína æfi fyrr en öll er og allt það. Þangað til næst...

Málsháttur dagsins: Adam var ekki lengi í Paradís 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hef alltaf sagt að ég hafi aldrei upplifað vetur hér í Reykjavík, kannski einn vetur sem ég man eftir 2001 að mig minnir.

Glæsilegt piparkökuhlaðborð hjá ykkur, þó rak mig í rogastans þegar ég fór að rýna betur í kökukallana, ég sé nefnilega ekki einn einasta þórsara þarna og þá síður Man-City piparkökukall.

Eg bý nefnilega alltaf til KR piparkökukall. Þó var ég rekinn frá piparkökugerðinni í fyrra þegar ég ætlaði að breyta kökuhúsinu í félagsheimili KR.

S. Lúther Gestsson, 7.12.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er nú einu sinni svo Lúther minn að börnunum tekst svo afbragðs vel að leiða hugann að öðru en íþróttum svona af og til. Ég lét mér nægja að taka myndir af listsköpuninni. Ég er nú ekki hissa þótt þér hafi verið vísað frá vegna þess að hafa ætlað að fara búa til KR heimilið... ég hefði gert slíkt hið sama við þig....

Páll Jóhannesson, 7.12.2009 kl. 22:45

3 identicon

Segi fyrir mitt leyti að snjórinn má alveg missa sín. Jú, kannski mætti snjóa í fjöll, svona niður fyrir lyftur, en byggðin mætti sleppa. Ég hef fengið minn æviskammt af snjó og tek myrkur og rigningu fram yfir frost og hálku.

Kökurnar eru flottar, krílin líka!

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband