Leita í fréttum mbl.is

Annað sjónarhorn

Jólin nálgast og formleg niðurtalning er hafin fyrir alvöru og miðast að sjálfsögðu við blessaða jólasveinanna. ,,Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré....." eins og ort var forðum daga um þann skrítna karl. Á morgun eða rétta sagt í nótt mun Giljagaur koma en um hann var ort. 

Giljagaur var annar,

með gráa hausinn sinn.

- Hann skreið ofan úr gili

og skaust í fjósið inn. 

 

Hann faldi sig í básunum

og froðunni stal,

meðan fjósakonan átti

við fjósamanninn tal.

Það er fátt yndislegra en að deila jólagleði með börnum enda tilhlökkunin mikil. Í gær brugðum við feðgarnir okkur í bæinn með barnabörnunum mínum að því yngsta undan skildu. Ekki meðvituð mismunun heldur sökum ungs aldurs. Hennar tími mun koma það er klárt. 

Í miðbænum er búið koma fyrir skemmtilegu listaverki. Er það að tilstuðlan listakonunnar Aðalheiðar, sem hvað þekktust er fyrir smíða listaverk úr trékubbum. Listaverkið sem um ræðir og er á miðju Ráðhústorginu við hlið stóra jólatrésins er af jólakettinum hinum eina sanna. Snilldar listaverk. Sé þetta nákvæm eftirlíking í réttri stærð er eins gott að passa sig á því að geta kisa ekki tilefni til að ná til manns með klónum. 

Jólakötturinn

Því næst brugðum við okkur upp að Akureyrarkirkju og þar tókum við þessar myndir. 

Við drottins dyr

Sölli, ásamt frændsystkinum sínum Jóni Pál, Elínu Ölmu og Margréti Birtu.

Svo þurfti afi auðvitað að taka allt öðru vísi myndir. 

Horft til himins

Og meir...

Horft til himins

Eftir að bæjarröltinu lauk spændum við út í Hamar félagsheimili Þórs og fengum okkur heitt kakó, kaffi og heitar vöfflur með tilheyrandi. Eins og venjulega er nefnilega opið hús í Hamri á laugardögum en í desember eru þessi opnu hús þannig að gestum og gangandi er boðið upp á þessar veitingar án þess að þurfa opna pyngjuna. 

Svangur

Sumir átu af meiri áfergju en aðrir og höfðu í ofan á lag aðstoðarmann sér til aðstoðar. Gaman af þessu. 

Þangað til næst

Málsháttur dagsins:  Sá sem ekki plantar þarf ekki að vökva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband