Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 12:11
Lélegt útsýni þótt bílinn sé rándýr?
Nú spyr ég mig ,,Ætti útvarpsstjóri og ráðherra menntamála ekki að segja af sér STRAX?". Ofsa akstur þeirra í rekstri RÚV hefur etið nánast upp allt eigið fé stofnunarinnar. Ekki getur útvarpsstjóri kennt kreppunni einvörðungu um, er það? Hefur hann nægilega gott útsýni úr fína og rándýra bílnum sem stofnunin greiðir fyrir?. Kannski nafni minn ætti að taka sér far af og til með Strætó bs og líta vel í kringum sig og bjóða ráðherranum með.
Málsháttur dagsins: Sá sem vill hafa laun skal áður hafa til unniðMeiri aðgerðir en starfsfólk vænti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2008 | 23:53
Fínn sigur
Fínn útisigur hjá mínum mönnum í City. Vonandi halda þeir þessu áfram og mæta sjóðandi heitir til leiks þegar þeir mæta grönnum sínum um helgina.
Í dag eru 17 ár frá því að ,,litli" frændi minn hann Sævar leit dagsins ljós. Bílprófsaldurinn í höfn - næsta markmið....... til hamingju Sævar.
Á morgun á svo annar frændi minn afmæli þ.e. Bjarki Þór. Kosningaaldurinn í höfn - til hamingju Bjarki.
Málsháttur dagsins: Verkið á að lýja mann en ekki verkfæriðGóðir útisigrar Man.City og Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 08:46
Þegar honum hentar.....
Nema hvað? Maðurinn mætir bara þegar honum þóknast - að sjálfsögðu. Hann er Dabbi kóngur - er það ekki?
Málsháttur dagsins: Fátt er svo hreinsað að flekkist ei aftur.Davíð frestar komu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 10:42
Er ekki mál að linni?
Er ekki mál að linni? Hvað þarf til að stoppa þennan mann af - hryðjuverkalög? sé svo þá held ég að það sé komin tími á að Íslenska þingið hugleiði þann möguleika. Það yrði landi og þjóð til heilla ef þessi margumræddi maður færi á full eftirlaun strax og eingöngu.
Speki dagsins: Ekki er allt gull sem glóir
Veikir málstað Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.11.2008 | 23:02
Að standa við sitt
Hef talið mér trú um að ég geti sett lög á mínu eigin heimili. Jafnframt ætlast til þess að þegar ég setji lög þá sé þeim framfylgt - eðlilega. Í gær taldi ég það fastmælum bundið að sá sem tapaði baráttunni um Drekagilið þyrfti að ganga frá í eldhúsinu - ljúft er að láta sig dreyma. Það fór eins og mig grunaði á ýmsa lund. Það augljósa var að Manchester City vann og í beinu framhaldi hefði Arsenal maðurinn átt að ganga frá. Ég eldaði matinn og beið.... og beið..... og beið......... Á endanum varð ég líka að ganga frá. Nallarinn tapsár og harðneitaði að standa við sitt - þrátt fyrir lög sem húsbóndinn hafði sett fyrr um daginn.
Eftir leik var sem droppað stutt við hjá afmælisbarni dagsins og nartað í tertur og brauð að hætti húsmóðurinnar. Sjónvarpsgláp um kvöldið ansi hefðbundið gott kvöld með Röggu Gísla - Spaugstofan og sitt lítið af hverju.
Byrjaði í dag að setja upp jóladót. Hurðakransa- jólasveinn og snjókarl ljósaseríu og annað dót. Fer þó varlega í og gef mér nægan tíma enda enn mánuður til jóla. Morgundagurinn verður eins og hver annar mánudagur. Þó hefst síðasta vikan á Kristnesi - útskrift á föstudag þótt ekki viti ég svo sem hvað það þýðir nákvæmlega - engin húfa eða álíka.
Fróðleikur dagsins: Þegar Evrópubúar sáu gíraffa í fyrsta sinn nefndu þeir dýrið Camelopard, þar sem þeir töldu það vera afkvæmi kameldýrs og hlébarða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2008 | 13:13
Baráttan um Drekagilið
Í dag er slagurinn um Drekagil 4. Manchester City tekur á móti Arsenal í leik í ensku úrvalsdeildinni. Hafi það farið fram hjá einhverjum þá er ég stuðningsmaður Manchester City en sonurinn Arsenal. Það að sonurinn haldi ekki með sama knattspyrnuliði og faðirinn er merki upp gott uppeldi. Ekki var á nokkurn hátt reynt að hafa áhrif á hann hvað þetta varðar. En hvað um það sá sem tapar verður að ganga frá í eldhúsinu eftir kvöldmatinn. Áfram Manchester City
Í gær var hamast í gríð og erg við að skera út og steikja laufabrauð. Fjölskyldan hittist heima hjá Döggu og Jóa og þegar laufabrauðsvinnunni lauk var slúttað með því að snæða grænmetissúpu að hætti Döggu. Snilldar súpa - takk fyrir mig. Já þá var kátt í kotinu. Myndina tók tengdasonurinn.
Hér má svo sjá mynd af afmælisbarni dagsins. Ætla ekki að hafa langa ræðu í dag um þennan gullmola þótt hún svo sannarlega verðskuldi það klárlega. Eins og sjá má á myndinni eru mörg orð óþörf - útgeislun hennar er slík. Auðvitað verður kíkt í kaffi hjá afmælisbarninu og heilsað upp á hana.
Málsháttur dagsins: Það má vera áður íhugað sem ævinlega skal duga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 18:12
Og ég dottaði
Var þjóðin tekin í boruna með lánveitingunni frá IMG eða?..... á að kjósa á næsta ári?....... er Davíð endanlega búin að missa sig? er Geir Harður eða linur?
Ég læt mér þetta í léttu rúmi liggja - Akureyri handboltafélag steinlá í gærkvöld á móti Íslandsmeisturum Hauka. Gaflararnir komu brjálaðir til leiks vegna þess að Akureyri nestaði þeim um frestun. Hvað um það.
Strákarnir mínir í körfuboltaliði Þórs mæta FSu í 32 liða úrslitum í Subway bikarnum í kvöld. Vonandi ná þeir sigri.
Ég fór m.a. á fyrirlestur í dag hjá yfirlækninum á Kristnesi og fjallaði hann um svefn og svefnvenjur...... skemmst er frá því að segja að ég dottaði á fyrirlestrinum og það sem meira er að doksi tók eftir því og var skemmt - mér líka.
Fróðleikur dagsins: Tíminn er besti kennarinn. Því miður endar hann alltaf á að drepa nemendur sína.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2008 | 09:04
Þór og Tindastóll í kvöld - allir í höllina
Einu sinni á ári og stundum tvisvar eftir því hvernig aðstæðurnar haga því þá koma grannar okkar úr Tindastóli í heimsókn og mæta mínum mönnum í körfubolta. Kringum þessa leiki er alltaf sérstök stemming, stress en umfram allt tilhlökkun og áháð því hvernig leikirnir enda þá getur fólk sem mætir á leikinn gengið að því sem vísu að þeir fá sko mikið fyrir snúð sinn. Ef að líkum lætur verður fjölmennt í höllinni og án ef munu stuðningsmenn Tindastóls verða fjölmennir á pöllunum og það verður vel tekið á móti þeim. Fyrir þá sem vilja þá er komin ítarlegur upphitunarpistill á heimasíðu Þórs og hann getið þið séð með því að smella hér Svo eftir leik mun birtast ítarleg umfjöllun á heimasíðunni með viðtölum við þjálfara beggja liða og leikmenn að vanda. Svo um að gera fyrir fólk að drífa sig á völlinn í kvöld, en fyrir þá sem ekki komast verður hægt að fylgjast með netlýsingu hjá KKÍ sjá hér Áfram Þór alltaf, allstaðar.
Meira af íþróttum þá munu mínir menn í City spila í dag gegn spútnik liði ensku úrvalsdeildarinnar Hull. Hull City sem kom upp úr 1. deildinni hefur komið skemmtilega á óvart og eru búnir að vera við toppinn en hafa þó eilítið verið að missa flugið. Á sama tíma hafa mínir menn komið á óvart, því miður ekki skemmtilega heldur valdið talsverðum vonbrigðum. Vonandi ná þeir að hrista af sér slenið og hífa upp um sig brækurnar og landa sigri í dag - Áfram Manchester City
Annars hefur helgin fram að þessu verið hin rólegasta. Á morgun tekur svo við ný vika með stífu prógrammi á Kristnesi. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þegar endurhæfingin hófst sem tekur 6 vikur fannst manni eins og þær væru heil eilífð - nú eru aðeins 2 vikur eftir.
Ætla ekkert að fjalla um hið dásamlega ástand í þjóðfélaginu, enda sagði mér kona sem vinnur á Kristnesi (Tælensk þótt þjóðernið skipti engu máli nema til að útskýra stafsetninguna og af því að í dag er dagur íslenskra tungu) hún sagði ,,það errr engin greppa á Íslandi fólk bara spara gunna nota pening rett og ana nú". Svo mörg voru þau orð og ég segi bara amen á eftir efninu - AMEN.
Skilaboð dagsins: Ég ætla í höllina í kvöld - kemur þú ekki örugglega líka?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2008 | 21:56
Grillað já grillað og það í nóvember
Fyrir réttum mánuði eða leit út fyrir að vetur konungur hafi gengið í garð og það með nokkrum stæl. Vetrardekkin undir kaggann, garðhúsgögnin í skjól og allt gert klárt fyrir veturinn. Í Október þurfti að fá stórtækar vinnuvélar til að ryðja bílaplanið. Við búum jú einu sinni á Íslandi svo ekki þurfti neinn að óskapast yfir þessu. Ofan á allt kólnaði hagkerfið hraðar en mann grunaði og bankarnir hrundu.
Í gær meðan húsfreyjan og amman fór með barnabörnunum í bíó skruppum við feðgar í Hamar og horfðum á Arsenal leggja litla liðið í Manchester. Ég gladdist kannski ekkert sérstaklega yfir sigri Arsenal enda alveg sama um þeirra gengi, en skemmti mér sérlega við að sjá Man Utd. tapa.
Sendur út í búð til að kaupa í sunnudagsmatinn. Úr vöndu að ráða. Endirinn var blessað svínið. Pallurinn snjólaus og grillið freistaði. Í hádeginu lét ég til skarar skríða og fíraði upp í kagganum. Svínið og ferskur ananas á grindina - snilld
Mínir menn í Manchester City sem er stóra liðið í samnefndri borg lutu í gras fyrir einhverju smáliði frá London. Gömul saga og ný að stórliðin vanmeti andstæðing sinn og tapi óvænt. Það gerðist í dag. Lífið heldur samt áfram.
Strákarnir okkar í Akureyri handboltafélagi héldu suður yfir heiðar í dag og mættu Fimleikafélagi Hafnafjarðar í bikarkeppni HSÍ. Þar kom að því að Akureyri tapaði leik. Heimamenn með sanngjarnan sigur. Lífið heldur jú áfram þrátt fyrir tapið. Deildin heldur áfram og sigurgangan líka - vonandi.
Endurhæfingin á Kristnesi heldur áfram næstu viku og þá verður tekið á því á ýmsum vígstöðvum.
Fróðleikur dagsins: Á sautjándu öldinni skipaði soldáninn af Tyrklandi að öllum konunum í kvennabúrinu hans skyldi drekkt og nýjar fengnar í þeirra stað.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.11.2008 | 01:53
Jóla hvað?
Þar sem ég er daglegur gestur í Eyjafjarðarsveit þessa vikurnar og við færumst nær jólum óðfluga, eins og óðfluga brá ég undir mig betri fætinum (dekkjum) ásamt betri helmingnum í dag og fór í Jólahúsið.
Eins og mig hafði grunað og kom á daginn er ég renndi í hlaðið við Jólahúsið mátti sjá jólasveinabúning á snúrunum fyrir utan. Og ég sem ætlaði að heimsækja Sveinka, ja eða Sveinku. Þegar maður kemur heim að Jólahúsinu er eins og maður detti inn í ótrúlega ævintýraveröld. Maður gleymir stund og stað. Samt sem áður eru enn 47 dagar til jóla þ.e. miðið við föstudaginn þegar heimsóknin átti sér stað fannst mér eins og það væru komin jól.
Laufabrauðið klár á þessum bænum og komnar tvær stórar upp á skjólvegg fyrir utan húsið til sýnis. Gamli snjósleðin sem mín kynslóð man svo vel eftir en sú kynslóð sem er að alast upp í dag þekkir ekki nema af afspurn og ef þau sjá þennan fórngrip á minjasafni.
Innifyrir gleymir maður stund og stað. Þar eru jólin og ekkert minna. Snark í arni, jólailmur, jólanammi, jólajóla hvert sem litið er. Sannkallaður ævintýraheimur. Þegar eigendur Jólahússins komu þessu ævintýri í gang margt fyrir löngu hafði maður ekki trú á að þetta ævintýri ætti eftir að ganga lengi. Fólkið blés á allar hrakspár og þetta gengur enn og það mjög vel.
Í bakgarðinum má sjá ýmislegt skemmtilegt. Torfkirkja þótt ekki í fullri stærð en skemmtilegt engu að síður.
Og skemmtilegt fuglahúsatré. Frumlegt, skemmtilegt. Þeir sem ekki hafa komið þarna ættu að láta það verða að veruleika næst þegar þeir eiga ferð um norðurlandið. Það verður engin svikin af heimsókn í þennan ævintýraheim.
Brá mér á tónleika með betri helmingnum í kvöld. Tónleikar með hinni stórskemmtilegu en um leið undarlegu hljómsveit Hvanndalsbræður. Þetta er meiriháttar skemmtilegir tónlistarmenn sem fara ekki troðnar slóðir í lagavali. Sögur og ýmsir brandarar fjúka milli laga þar sem hinn óviðjafnanlegi Rögnvaldur gáfaði fer á kostum eins og honum einum er lagið. Þeir sem ekki þekkja til þessara listamanna ættu að gera það hið snarasta.
Segið svo að maður geti ekki verið jákvæður mitt í öllu þessu krepputali sem tröllríður öllu í dag.
Fróðleikur dagsins: Sá hugsar hægast sem síðast hlær.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar