Leita í fréttum mbl.is

Baráttan um Drekagilið

Í dag er slagurinn um Drekagil 4. Manchester City tekur á móti Arsenal í leik í ensku úrvalsdeildinni. Hafi það farið fram hjá einhverjum þá er ég stuðningsmaður Manchester City en sonurinn Arsenal. Það að sonurinn haldi ekki með sama knattspyrnuliði og faðirinn er merki upp gott uppeldi. Ekki var á nokkurn hátt reynt að hafa áhrif á hann hvað þetta varðar. En hvað um það sá sem tapar verður að ganga frá í eldhúsinu eftir kvöldmatinn.  Áfram Manchester City

Laufabrauðskurður

Í gær var hamast í gríð og erg við að skera út og steikja laufabrauð. Fjölskyldan hittist heima hjá Döggu og Jóa og þegar laufabrauðsvinnunni lauk var slúttað með því að snæða grænmetissúpu að hætti Döggu. Snilldar súpa - takk fyrir mig. Já þá var kátt í kotinu. Myndina tók tengdasonurinn.

Elsa

Hér má svo sjá mynd af afmælisbarni dagsins. Ætla ekki að hafa langa ræðu í dag um þennan gullmola þótt hún svo sannarlega verðskuldi það klárlega. Eins og sjá má á myndinni eru mörg orð óþörf - útgeislun hennar er slík.  Auðvitað verður kíkt í kaffi hjá afmælisbarninu og heilsað upp á hana.

Málsháttur dagsins: Það má vera áður íhugað sem ævinlega skal duga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt,

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.11.2008 kl. 16:31

2 identicon

ahhhh skera út laufabrauð,,,,,,það er eitthvað svo jóla.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband