Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
7.11.2008 | 08:26
Stjörnuhrap
Brá mér í höllina í kvöld og horfði á mína menn í Þór taka á móti Stjörnunni úr Garðabæ í 6. umferð Iceland Express deild karla. Bæði liðin voru með 4 stig fyrir leikinn og á svipuðu róli í deildinni. Skemmst er frá því að segja að mínir menn lönduðu öruggum 99-89 sigri í leik þar sem gestirnir voru yfir lengst af í leiknum. Mínir menn hristu af sér slenið í 4. leikhlutanum og hreinlega gerðu út um leikinn á síðustu 2-3 mínútunum. Flotta umfjöllun má lesa á heimasíðu Þórs sem og ummæli leikmanna í leikslok. Þá er einnig að finna upphitunarpistillsem birt var fyrir leikinn fyrir þá sem vilja. Ég vildi stjörnuhrap og varð að ósk minni - Áfram Þór alltaf, allstaðar. Þá er einnig gaman að geta sagt frá því að Akureyri handboltafélag vann enn einn sigurinn í N1 deildinni og trónir liðið á toppi deildarinnar. Flott gengi hjá þessu liði - Áfram Akureyri.
Mínir menn í Manchester City léku í Evrópukeppninni i kvöld og tóku þeir á móti FC Twente á borgarleikvanginum í Manchester. City sigraði í þeim leik 3 - 2 þar sem þeir Wrigth Phillips, Robinho og Benjani skoruðu mörk City. Lesið um þann leik hér
Annars gengur lífið svona sinn vanagang þó með óvenjulegum hætti þó. Kristnes á daginn og slappað af heima á kvöldin. Þegar dagskrá morgundagsins er lokið er prógrammið hálfnað.
Nú svo fór eins og mig grunaði og í raun óskaði þ.e. að Obama sigraði í forsetakosningum vestra í gær. Fyrsti blökkumaðurinn sem nær kjöri í embætti forseta í USA. Verður gaman að fylgjast með hvernig honum mun vegna í embætti. Hann tekur við slæmu búi enda kann það ekki góðri lukku að stýra að hafa stríðsherra við stjórnvölin eins og Bandaríkjamenn hafa þurft að búa við s.l. 8 ár.
Fróðleikur dagsins: Borgarmerki hinnar fornu rómversku borgar Pompeii var vængjaður getnaðarlimur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 12:58
Svo lengi lærir sem lifir
Í dag eru liðin 18 ár frá því Sædís Ólöf var vatni ausinn í Glerárkirkju. Fyrir þá sem voru viðstaddir var sú athöfn, eða öllu heldur aðdragandinn mjög eftirminnilegur. Presturinn misskildi allt og mætti í vitlausa kirkju. Sumum var ekki skemmt þá stundina - en hlegið mikið af eftir á.
Hvað um það. Nafnið Sædís var valið af handahófi eins og stundum er sagt út í bláinn. Ólafar nafnið er að sjálfsögðu sótt í ömmu og lang ömmu hennar. Þessi tvö nöfn fara afar vel saman og mikið notuð af fjölskyldunni hennar.
Las í dag að Björgvin G. Sigurðsson lofar að bankamenn sem vændir eru um óheilindi í viðskiptum síðust daga fyrir bankahrunið að þeir muni ekki fá sér meðferð. Það er gott að vita til þess og vonandi stendur hann við þau orð ef eitthvað reynist bankamenn hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Las einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra þyki það óþolandi að þurfa líða fyrir tortryggni. Gott og vel hún hlýtur þá að beita sér fyrir því að koma öllu vafasömu upp á borðið og þá mun lýðurinn fara treysta stjórninni, ekki satt?
Hráolíu verð ekki verið lægra s.l. 2 ár. Það er jákvætt og hlýtur að fara hvað úr hverju að koma fram í verði á bensíni og olíu hér á landi. Eiður Smári komin í leikmannahóp Barcelona að nýju, jíbbí jey - vonandi nýtir hann tækifærið til hins ýtrasta og sýnir hvað í honum býr.
Speki dagsins: Svo lengi lærir sem lifir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 23:26
Obama eða......
Ekki er ein báran stök eins og máltækið segir. Vetur konungur gekk í garð fyrir fáum dögum og setti niður slatta af snjó. Nú er farið að vora að nýju. Kannski eins gott eins og árar nú. Bæjarfélögin þurfa skera niður og snjómokstur kemur illa við pyngjuna - hjá öllu.
Bjössi dómsmála búin að skipa menn til að kanna bankakerfið fyrir og eftir hrun. Fínt hjá honum. Samt undarlegt hvað það er ríkt í stjórnkerfinu okkar að hitta á að menn með skrítin fjölskyldutengsl og vinskap skuli veljast í þau mál. Annars er þetta víst allt einn misskilningur ef eitthvað er að marka orð Bjössa. Auðvitað er þetta misskilningur, nema hvað?
Á hverjum degi kemur í ljós hversu brjálæðislegt hrunið er allt í kringum okkur. Atvinnumissir fólks fjöldagjaldþrot, vonleysi heltekur þjóðina. Það er hins vegar engin misskilningur, því miður. Hitti margt fólk á hverjum degi og allir hafa sömu sögu að segja ,,já ég þekki fólk sem er að missa vinnuna" sorglegt ástand. Vonandi mun þessi skellur vara skemur en maður óttast.
Já ástandið hefur skringileg áhrif. Las í helgarblaði Moggans þar sem sagt er frá undarlega miklum bruna í dýrum bílum. Þetta var einnig í sjónvarpsfréttum í kvöld. Það er gefið í skyn að þetta sé ein leiðin hjá fólki til að losna undan bílalánum sem er að sliga.
Það verður hasar vestur í henni Ameríku á morgun en þá gengur kaninn að kjörborðinu og kýs sér eftirmann Bush. Hvor frambjóðandanna verður fyrir valinu er ekki gott að segja, ég hallast þó að Obama. Er þó skíthræddur um að kaninn guggni þegar að kjörborðinu kemur og þetta fari á hinn veginn. Svo er spurningin hvað gerist ef Obama verður kjörin? Mun hann verða langlífur í starfi, munu öfgahópar sem hafa haft uppi hótanir láta til skarar skríða? Vonandi ekki.
Sérkennilegt að fylgjast með olíuverði lækka nær daglega en virðist líða full langt á milli lækkana hér á landi. Hef það alltaf á tilfinningunni að þegar olíuverð hækki á heimsmarkaði þá sé það fljótara að skila sér hér heima. Kannski bara þráhyggja í mér.
Málsháttur dagsins: Aldrei er svo brotið bætt að ei sé betra heiltBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 12:21
Í guðs bænum ekki hjálpa okkur......
Það setur á mig hroll þegar ég heyri menn sem áttu stórann þátt í því að setja Ísland á hausinn að þeir vilji koma að því að endurreisa efnahagslífið. Drottinn minn dýri - hvers eigum við að gjalda? Vonandi hafa þessir menn vit á því að halda sig fjarri landinu og leyfa okkur að ná áttum og endurreisa land og þjóð og um leið halda í það litla stolt sem eftir er, ekki gerist það ef þessir glæponar koma að þessu með okkur. Já ég segi bara ,, Í öllum guðs bænum ekki hjálpa okkur".
Til að losa mig við hrollinn fór ég út með myndavélina, sem í daglegu tali er kölluð ,,Viðhaldið". Og hvað haldið þig að hafi rekið á fjörur mínar? Ég rakst á minn gamla vinnustað samtals til 15 ára - skuttogara sem í dag heitir Akureyrin en áður Sléttbakur EA 304. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1975 og þá var skipstjóri á þessu skipi Aki Stefánsson. Áki var af ,,gamla" skólanum frábær skipstjóri, farsæll og traustur. Var á skipinu þá í 4 ár. Þá tók við flakk úr einu í annað t.d. fór ég á Svalbak EA 302 sem er systurskip Sléttbaks. Var ekki mikið með myndavél á lofti á þessum árum en samt á ég nokkrar myndir. Nútímatækni hjálpar við að geta skannað þær inn og birt hér ykkur til yndisauka. Hér er Áki í brúnni á Sléttbaki árið 1975 eða 1976.
ÚA - Útgerðarfélag Akureyringa keypti Sléttbak og Svalbak frá Færeyjum upp úr 1970 man ekki alveg hvaða ár. Skipin eru systurskip smíðuð í Noregi og ef ég man rétt var Svalbakur smíðaður á undan. Þessi skip gerðu Færeyingar út í nokkur ár sem frystiskip, þegar svo skipin voru keypt til Akureyrar var þeim breytt í ísfisktogara. Sléttbak var svo breytt aftur í frystiskip árið 1986 og fór til veiða í október 1987. Um leið og skipinu var breytt í frystiskip var hann lengdur um rúma 8 metra. Þessi tvö skip þ.e. Sléttbakur og Svalbakur gengu daglega undir nafninu ,,Stellurnar". Skýringin á því er sú að þegar skipin voru í eigum Færeyinga hétu þau Stella Kristína og Stella Karína. Myndin hér að neðan er tekin sennilega 1977 þegar Sléttbakur er nýkomin úr slipp. Ný málaður og fínn - fallegt skip.
Eins og áður segir var skipinu breytt í frystiskip árið 1986 þá var ég búin að vera á Svalbaki og fylgdi Kristjáni Halldórssyni sem var 1. styrimaður á Svalbak yfir, en hann var þá ráðin skipstjóri á nýuppgerðum Sléttbaki. Ef ég man rétt fórum við einir 10 yfir. Var svo samfellt á Sléttbaki til ársins 1998. Seinasti skipstjórinn á Sléttbaki meðan ég var þar var hinn ágæti Gunnar Jóhannsson.
Þetta skip sem var smíðað árið 1968 að mig minnir hefur komið með gríðarlega mikið magn af fiski landi og verðmætin meir en maður getur ímyndað sér í fljótu bragði. Eins og ástandið er í dag er hollt fyrir okkur að hugsa til þess að fiskveiðar eru ein af öflugustu stoðum þess að íslenskt þjóðlífs. Í dag sést best að sú endalausa rökleysa sem útrásar klikk hausarnir hafa haldið fram að peningarnir verði til í bankanum er endemis bull og vitleysa. Bankarnir geta ekki einu sinni geymt peninga með öruggum hætti.
Ég ætla svo að drífa mig í kirkju og hlýða á guðsorð flutt af mennsku klerk. Kannski ekki bara til að hlýða á guðsorð heldur vegna þess að barnabörnin þ.e.a.s. Margrét Birta og Elín Alma syngja með barnakórnum í dag.
Fróðleikur dagsins: Einn óþveginn lagður skemmir ekki alla ullina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar