Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Líflegt hjá City

Manchester-CityÓhætt er að segja að nú sé líf í tuskunum hjá mínum mönnum í Manchester City. Sven-Göran Eriksson kemur inn í lið City með látum og ætlar að leggja sitt að mörkum við að kom City á topp ensku deildarinnar, þar sem liðið á að eiga heima.

 

Fyrri fróðleikur dagsins: Maður að nafni David Atchison var forseti Bandaríkjanna í einn dag árið 1849, og svaf mest allan daginn af sér.
mbl.is Brasilíumaður til City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saving Iceland, hverju á að bjarga?

Bloggleti sem varið hefur frá því á föstudagsmorgun stafar fyrst og síðast af því að fjölskyldan hélt rækilega uppá fimmtugs afmæli húsmóðurinnar. Hádegismatur hjá vinum, kaffitíminn á Bláu Könnunni, matarveisla á Hótel KEA um kvöldið og óvænt heimsókn hér og hvar var m.a. það sem til tíðinda bar. Óvenjulegur dagur frá morgni til kvölds, með óvenjulegum uppákomum en fyrst og síðast skemmtilegur, ógleymanlegur, dagur sem maður væri alveg til í að endurtaka síðar.

Á morgun mánudag mun svo venjubundið amstur taka við af og lífið færast í hefðbundið form, ef eitthvað er til í mínu lífi sem hægt er að kalla hefðbundið.

Leikur á Akureyrarvelli þar sem Þór mun mæta KA í knattspyrnuleik á Íslandsmótinu í 1. deild. Grannar okkar á brekkunni sitja á botni deildarinnar og þurfa svo sannarlega á stigum að halda ef þeir ætla bjarga sér frá falli í aðra deild. Mínir menn í Þór munu án efa ekki sína þeim neina miskun og ætla sér sigur í baráttunni. Mættum þeim fyrr í sumar í Vísa-bikarnum þar sem Þór vann sanngjarnan 1-0 sigur og er næsta víst að á morgun ætlum við okkur sigur og ekkert annað.

Hef velt því fyrir mér hverju mótmælahópurinn ,,Saving Iceland" ætlar að bjarga? Hef fylgst töluvert með fréttaflutningi af þessum látum í kringum mótmælaaðgerðir þeirra. Ég skil lögregluna, menn verða kunna sig þegar þeir mótmæla. Og ef þeir vilja mótmæla á löglegan hátt þá verða þeir að fylgja lögum, sem þeir gera greinilega ekki.

Fróðleikur dagsins: Abraham Lincoln og John F. Kennedy voru báði skotnir í viðurvist eiginkonu sinnar.

Hún er sannkölluð ljónynja þessi kona....

Frú Margrétþennan dag árið 1957 kom þessi elska i heiminn. Strax sem barn var hún sannfærð um að hún yrði ekki langlíf. Í dag náði hún þeim áfanga að verða fimmtug. Þetta er einstakur gullmoli þessi kona. Hún er frábær eiginkona,  móðir, amma og tengdamamma. Tengdamóðir hennar sagði um hana fyrir c.a 20 árum ,, Hún er sannkölluð ljónynja þessi kona, hún berst fyrir fjölskylduna ver hana með kjafti og klóm.... fjölskylda sem á svona konu að þarf ekkert að óttast".

Þetta eru orð að sönnu, um það get ég einna manna best vottað. Þessi kona lætur venjulega lítið fyrir sér fara, það sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún af festu og öryggi, fumlaust. Þessi kona framkvæmir ekki neitt, þá meina ég ekki neitt sem ekki er fullhugsað, ég veit allt um það.

Þessi kona er tryggari en orð fá líst. Hún ver vini sína og ættingja með kjafti og klóm og engin kemst upp með að baktala og leynimakkast eitthvað í návist hennar, það er alveg á hreinu. Vinir þessara konu vita hvar þeir hafa hana sem vin og geta treyst á hana, alltaf, allstaðar, það er hverju orði sannara.

Ég er að tala um mína heittelskuðu konu Margréti Pálmadóttir. Við höfum verið í sambúð í 29 ár og þar af gift í 25 ár. Þegar við giftum okkur hétum við því að eyða lífinu saman uns dauðinn aðskilur okkur. Mér finnst eins og okkur miði bara býsna vel á þeirri vegferð. Alla vega gengur þetta fjári vel hjá okkur og engin ástæða til að ætla að á því verði nein breyting.

Við ákváðum að eyða afmælisdeginum saman á mjög frumlegan hátt og allt frá morgni til kvölds. Engin sérstök veisla sem þið getið treyst á en hver veit hvað gerist daginn eftir, prufið að láta á það reyna.

Fyrir hálfum mánuði réðist ég í bílaviðskipti. Skipti út Skodanum fyrir Crand Cherokee Limited, bíl sem okkur hjónin hefur lengi dreymt um að eignast. Hef sagt vinum mínum og kunningjum að þessi bíll sé hluti af afmælisgjöf konunnar. Ég læt svo fylgja með mynd sem ég tók af konunni og bílnum og er óhætt að segja að þar séu tveir glæsilegir gullmolar á ferð..

Fróðleikur dagsins: Ekkert er betra og ágætara en þegar maður og kona búa í húsi saman samlynd í hugum. Er það stór skapraun óvinum þeirra en gleði vinum þeirra en best hafa þau af því sjálf.  Hómer – Sveinbjörn Egilsson.

 


Skrítið

Í þessari frétt er sagt t.d. frá markaskorurum beggja liða í leik Breiðabliks og Vals. En í leik Þór/KA og KR er einungis sagt frá markaskorurum KR, hvað veldur? Verð að játa að mér finnst að annað hvort eigi að segja alla söguna ellegar að sleppa því þessi frétt fær því falleinkunn.

Fróðleikur dagsins:  Í upphaflegu sögunni um Öskubusku voru skórnir úr feldi. Þeir breyttust í glerskó vegna þýðingarvillu.
mbl.is Breiðablik sló bikarmeistara Vals út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er ég miðaldra karl sem trúir því enn að ......

1. 3 ára var að skottast við hund (Pollý) sem amma mín sáluga átti - endaði með því að kauði datt ofan af svölum á annarri hæð, að detta milli hæða átti eftir að endurtaka sig Blush

2. Ég var logandi hræddur við sírenur og brunabíla til 10 ára aldursFrown.

3. Man eftir því að í fyrsta sinn er ég ætlaði í bíó var uppselt og ég spurði dyravörðinn hvort ég mætti ekki borga extra og sitja gólfinu, það gekk ekki eftir - svei attan Stjáni í bíóAngry.

4. Enn þann dag í dag heilsar fólk mér á götu sem ég þekki ekki haus né sporð á,,,,,, held að ég sé svona frægurWink.

5. Prufaði að reykja fyrst þegar ég var 13 ára, reykti eins og strompur til 29 ára aldurs Halo

6. Ég lét mig alltaf dreyma um að kela við allar stelpur hægri vinstri sem allt frá því ég man eftir mér...... stelpurnar voru hins vegar ekki eins hrifnar af mér.... þær vita ekki á hvað þær hafa farið á mis við Tounge.

7. 14 ára þegar pabbi sótti mig blindfullan niður í Bílaþjónustu sem Gvendur Gorra rak.... Palli var dálítið mikið skömmustulegur, hætti samt ekki fyrr en mörgum árum seinna að súpa Halo .

8. Ég er í dag miðaldra karl sem trúir því enn að stelpurnar sem ekki vildu kyssa mig í æsku hafi misst af MIKLU,,,,,,  afneitun, eða hvað?FootinMouth

Ef ég ætti að koma með tæmandi lista í þessum dýr þá er þetta aðeins fyrsti kafli af mörgum, meir seinna, kannski.

Fróðleikur dagsins: Af hverju er "skammstöfun" svona langt orð?

Kona sem mark er á takandi

P4190028Þennan dag árið 1935 leit þessi yndislega kona dagsins ljós. Þessi kona er í senn móðir, amma, tengdamamma og eiginkona húsmóðir svo fátt eitt sé talið - hún fer létt með það.

Þessi kona hefur gengið í gegnum þykkt og þunnt, súrt og sætt mátt þola mótlæti sem og meðbyr en ávallt staðið eins og klettur. Það er nokkuð sama hversu háar öldur hafa risið allt í kringum hana hún kemur ávallt niður á fæturna án þess að bogna.

Þessi kona hefur alið af sér 5 börn slatta af barnabörnum og nokkur barna-barnabörn en lítur samt út eins og nýútsprungin rós. Ég er að tala um ekta Íslenska konu, konu sem veit hvað þarf að gera til þess að á hana sé hlustað og á henni sé tekið mark.

Ég er að tala um elskulega móðir mína, nema hvað? Kona sem lætur ekki aldurinn stoppa sig í að vera nútímaleg, tölvuvædd notar netið eins og unglingarnir, frábær listmálari, söngelsk með meiru.

Er á leið í hefðbundið afmæliskaffi hjá henni og þar verður væntanlega glatt á hjalla ef ég þekki mitt fólk rétt.

Til hamingju með daginn móðir góð.

Fróðleikur dagsins er fengin að láni hjá Albert Einstein: Ég hugsa aldrei um framtíðina hún kemur nógu snemma.


Skildi hún tala af reynslu?

Las afar athygliverða- en þó einskynsverða frétt. Þar segir að Britney Spears hafi ákveðið að breyta erfðaskrá sinni þannig að móðir hennar fái ekki forræði yfir börnum hennar falli hún frá, þess í stað mun systir hennar fá forræðið, jahá.

Hvað ætli valdi þessu? er hún að gefa í skyn að móðir sín sé ekki hæf til þess að ala upp börn? Er hún þá að tala af reynslu? eða er þetta einhverskonar hefndaraðgerð vegna þess að móðir hennar segir ekki amen yfir allri vitleysunni í dóttir sinni?

Ef hún gefur í skyn að móðir hennar sé ekki hæf móðir, hvernig dettur henni þá í hug að setja börnin sín í hendurnar á konu sem alin er upp af móðir hennar sem er hugsanlega svona óhæf? Er þetta ekki enn og aftur merki um ofdekrað og snarbilað fólk?

Fróðleikur dagsins: Árið 1562 var karlmaður grafinn upp sex klst. eftir greftrun, eftir að einhver hafði séð hann anda við jarðarförina. Hann lifði í 75 ár til viðbótar.

Ekki er öll vitleysan eins

Verð að játa að þessi frétt er afar athygliverð svo ekki sé meira sagt. Hjó eftir þessu í greininni ,,Því fylgir töluverður sársauki, en á þó að vera að mestu hættulaust". Ó fyrirgefðu mikið varstu óheppinn Devil ég ætlaði að skjóta allt annan.....

Fróðleikur dagsins: Lögum samkvæmt er bannað að leika tennis á götum Cambridge.
mbl.is Rafbyssur til reynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður keyrði út af.

Hvort skildi Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins vera að hugsa um hag fagmanna sinna eða fólksins sem flytja mun í háskólaþorpið sem eitt sinn hýsti Ameríska herinn? Guðmundur segir það lífshættulegt fyrir fólkið að flytja inn, en sérfræðingur sem unnið hefur á staðnum í áratugi segir að öryggi fólksins verði tryggt þegar það flytur inn. Því er mér spurn, er Guðmundur að hugsa fyrst og síðast um hag félaga sinna í Rafiðnaðarsambandinu, eður ei?

Enn og aftur er heimspressan komin á fullt við að slúðra um partí- frekju- og ofdekruðu Paris Hilton. Nýjustu fréttir herma að hún sé í fínu formi komin á ný út á lífið. Ég velti því fyrir mér hvort hún sé heiminum hættulegri innan- eða utan veggja fangelsisins?

Var að ræða við félaga minn um hvað gæti verið til ráða til að sporna við hraðakstri? Ég taldi, og tel jafnvel koma til greina að hækka sektir svo mjög að undan svíði. Félagi minn benti á að hugsanlegt væri að það gæti skapað enn meiri hætti, hvernig spyr ég? Sá sem keyrir inn í radar lögreglunnar á ofsa hraða gæti freistast til að bæta í og stinga lögregluna af til að losna vegna hárra sekta. Getur verið að þetta yrði staðreynd, ef svo er hvað væri þá til ráða? hvað finnst ykkur?

Þá varð ég hugsi þegar ég heyrði að Valgerður Sverrisdóttir fyrrum ráðherra sagði að dómsmálayfirvöld þyrftu að rannsaka tilurð Baugsmálsins. Hún gefur í skyn að eitthvað gruggugt sé á ferð og þá sérstaklega þáttur Sjálfstæðismanna. Þetta er afar athyglivert svo ekki sé nú fastara að orði kveðið. Veit ekki betur en hún hafi setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar þessi mál fóru af stað. Og það sem meira er hún marg sagði að ekkert væri óeðlilegt við þessi mál og dómskerfið væri vel í stakk búið til að klára þessi mál. Hún skammaði stjórnarandstöðuna fram og aftur og sakaði þá um óvönduð vinnubrögð. Nú spyr ég hvað hefur breyst? Hvað verð til þess að hún tekur þennan viðsnúning? Mér finnst eins og hún hafi keyrt út af, er ekki einhver sem getur dregið hana upp úr skurðinum?

Fróðleikur dagsins: Verum góð við börnin okkar. Þau ákveða á hvaða elliheimili við lendum.

Moli hinn eini sanni kom sá og sigraði.

oldboys6Lífið er fótbolti eða alla vega hefur allt snúist um fótbolta hér á Akureyri s.l. daga. Pollamót Þórs lauk í dag sem og N1 mótinu. Þessu var svo öllu í raun slúttað með Old-Boys landsleik milli Íslands og Danmerkur á Akureyrarvelli 07-07-07.

Ríflega fjögur þúsund manns mættu á svæðið til að berja þessar fornu hetjur augum í fyrsta opinbera Old-boys landsleik sem Íslendingar taka þátt í knattspyrnu. Stuðmenn hituðu upp fyrir leik eins og þeim einum er lagið - flottir hallærislegir karlar sem alltaf eru fjandi flottir og skemmtilegir.

Báðum liðunum var fylgt inná völlinn af ungum og upprennandi knattspyrnuhetjum úr 6. flokki karla og kvenna. Strákarnir urðu Shellmótsmeistara í sínum riðli og stelpurnar unnu alla leiki sína í norðurlandsriðli og eru því komnar í úrslit á Íslandsmótinu - flottir krakkar.

Af landsleiknum er það helst að frétta að Íslendingar unnu frækinn 1-0 sigur á Dönum sem gerist nú ekki á hverjum degi. Þó verður að segjast eins og er að Danirnir voru heldur sterkari aðilinn en Íslendingarnir gerðu það sem gera þarf til þess að vinna leik, þeir skoruðu.

oldboys2Það sem er öllu skemmtilegra við sigurinn er að það var Akureyringur og Þórsari sem skoraði þetta sigurmark. Var þar á ferðinni Siguróli Kristjánsson sem er betur þekktur undir nafninu MOLI, og verður hér eftir ekki kallaður annað en SiguMoli. SigurMoli er í dag aðstoðarþjálfari hjá Dragan Stojanovic en saman þjálfa þeir meistaraflokk Þórs/KA í knattspyrnu kvenna. SigurMoli var einn af bestu leikmönnum sem Þór hefur átt, en hann varð að hætta knattspyrnuiðkun allt og ungur vegna þrálátra meiðsla. Var svo sem ekki hægt að sjá á tilburðum hans með Old-Boys að hann hafi nokkru gleymt.

Fróðleikur dagsins: Betra er að standa á eigin fótum en annarra.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband