Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Akureyrarvöllur í kvöld 07-07-07 Ísland - Danmörk.

Það er algerlega á kristaltæru að þeir sem hafa tök á því að mæta á Akureyrarvöll í kvöld til þess að sjá Old-boys landsleik Íslands og Danmerkur í knattspyrnu mega ekki láta sig vanta.

Akureyrarvöllur í kvöld kl. 19:30. Halldór Áskelsson, Atli Eðvalds og allar hinar kempurnar í kvöld - og þú ætlar að Mæta, ekki satt?

Fróðleikur dagsins: Fyrsta Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram þann 16. maí 1929.

Spennandi tímar framundan

Ekkert smá grobbinn.Það verður spennandi að fylgjast með því hvaða áhrif það hefur á klúbbinn og árangurinn að Sven Göran Eriksson er tekin við sem knattspyrnustjóri City. Vonandi hefur þetta allt jákvæð áhrif á klúbbinn og að hann komi sér á þann stað meðal líða í efstu deild sem honum ber þ.e.a.s. á toppnum.

Áfram Manchester City.

Fyrri fróðleikur dagsins: Metnaður er léleg afsökun fyrir því að hafa ekki vit á því að vera latur.
mbl.is City tilkynnir um ráðningu á Eriksson í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins.

Loksins, loksins, loksins, kom rigning. Gras á umferðareyjum við götur bæjarins var farin að líta út eins og moldarflag sökum þurks. Því var rigningin í dag sannkölluð himnasending, og gróðurinn fær sína langþráðu vætu.

Lárus Orri SigurðssonFór á völlinn í kvöld og horfði á mína menn í Þór taka á móti liði Fjölnis úr Grafarvoginum í 1. deild karla. Fjörugur leikur þar sem mínir menn stjórnuðu leiknum að mestu en lentu þó í þrígang undir. Lokatölur leiksins urðu 3-3 þar sem Þór skoraði jöfnunarmarkið á 94. mínútu sem var í raun síðasta spyrna leiksins. Hefðum við Þórsarar vilja sjá sigurinn lenda okkar megin, en eitt stig er betra en ekkert. Heyrði á einum forráðamönnum Fjölnis segja eftir leik að þeir væru afar sáttir með að hafa sloppið með jafntefli út úr þessum leik.

Þórsliðið spilaði afar vel í þessum leik og sýndu mikla baráttu allan tímann og misstu aldrei móðinn þótt erfiðlega gengi að gera út um leikinn. Það sem vakti athygli manna í þessum leik var hve margir leikmenn Þórs voru meiddir  og voru t.a.m. allir varamennirnir allir fæddir 1988-1991. Þjálfarinn og reynsluboltinn Lárus Orri Sigurðsson skipti sjálfum sér útaf í seinnihálfleik og setti inn ungan dreng sem fæddur er 1991 sem stóð sig algerlega óaðfinnanlega í leiknum.

Pollamót Þórs, Carlsberg og Kaupþings hefst í morgunsárið með pompi og pragt. Verður mikið gaman og mikið fjör eins og vanalega á þessu móti. Þá munu dönsku landsliðsmennirnir úr Old-boys koma til landsins og mun Halldór Áskelsson og fleiri fara með þá í Jarðböðin við Mývatn og fl. og fl. áður en þeir koma til Akureyrar annað kvöld. Svo að sjálfsögðu mæta þeir á Pollamótið sem og N1 mótið og heilsa uppá polla á öllum aldri á laugardag.

Seinni fróðleikur dagsins: Lærðu af mistökum foreldra þinna - Notaðu getnaðarvörn.

Árinni kennir illur ræðari.

Þessi yfirlýsing Keflvíkinga er sorgleg svo ekki sé nú dýpra í árina tekið, í raun lélegur brandari. Held að þeir ættu að líta í eigin barm og athuga framkomu sína innan vallar sem utan eftir þetta atvik.

Fyrri fróðleikur dagsins: Árinni kennir illur ræðari.


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgreyndarleysi, eða hvað?

Hentist á völlinn í kvöld til þess að horfa á úrvalsdeildarlið Þórs/KA taka á móti liði Stjörnunnar. Vonaðist eftir því að stelpurnar okkar myndu sjá til þess að það boðið yrði uppá stjörnuhrap. Því miður varð lítið um þ.h. og máttu þær játa sig sigraða 0-2. Ekki hægt að segja að Stjörnustúlkur hafi verið neitt betri aðilinn í leiknum, en þær nýttu sín færi og uppskáru sigur.

Veit ekki hvort hægt sé að segja að það sé spennandi að fylgjast með baráttunni um eignarhald í Hitaveitu Suðurnesja? en víst er að það er á margan hátt athyglivert. Það breytir því ekki að ég er vafalítið í sömu sporum og margir aðrir, sem skilja hvorki upp né niður í þessari sápu. Hver er hvers og hvurs er hvers?, spyr sá sem ekki veit.

Að sama skapi athyglivert að lesa blogg líkamsræktarforkólfsins og aðdáanda Bónusveldisins nr.1 Jónína Ben fyrir að hæla Samfylkingarráðherranum Björgvin G. Sigurðssyni. Hef trú á því að hún eigi eftir að hæla restinni af ráðherraliði Samfylkingarinnar áður en langt um líður. Greinilega stutt í jafnaðarmanninn hjá henni, sem er hið besta mál.

Sá að Eva Longoria og Tony Parker ætla gifta sig 07-07-07 líkt og svo margir aðrir. Skil reyndar ekkert í þeim að gera þetta á þessum degi, sama degi og old-boys landsleikur Íslands og Danmerkur í knattspyrnu fer fram á Akureyrarvelli. Greinilegt að brúðkaup þeirra mun falla í skuggann af þeim stórviðburði sem fram mun fara á Akureyrarvelli, kannski er það nákvæmlega það sem þau vilja, frið frá fjölmiðlum, hver veit? alla vega tel ég það hljóti að vera sennilegasta skýringin. Ef ekki þá er þetta mikið dómgreyndarleysi.

Að sama skapi var það skynsamlegt af Pamelu Anderson að halda upp á fertugsafmæli sitt um liðna helgi en ekki þeirri næstu, af sömu ástæðum og skvísan Eva Longoria. Þess vegna komst Pamela í blöðin í gær og aftur í dag. Það kom mér hins vegar á óvart að Pamela væri fertug, ég sem hélt að hún væri í það minnsta 10 árum eldri, þegar tekið er mið að útliti.

Fróðleikur dagsins: Ef þú nærð ekki árangri í fyrstu tilraun, þá er fallhlífarstökk alls ekki fyrir þig.

Oddur blaðrar og blaðrar

Enn og aftur sannar Oddur Helgi fyrir mér og öðrum að hann talar og talar en segir ekki neitt.

Komin tími á að hann kynni sér málin áður en hann ryðst fram á ritvöllinn og fellir mann og annan án þess að vita nákvæmlega um hvað málin snúast.

Fróðleikur dagsins: Glymur hæst í tómri tunnu.


mbl.is Slæmur samningur, bæði fyrir Þór og Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

07-07-07 ekki missa af þessu

Félagi minn rauk á mig og spurði ,,hva á ekki að blogga um leikinn gegn Þrótti?".  Ég var svo helv.... brattur fyrir leik en þögull að honum loknum. Verð að játa að Þróttur vann sanngjarnan sigur, þeir spiluðu betur og uppskáru eins og þeir sáðu, en ekki þar með sagt að mínir menn hafi tapað sanngjarnt, þetta var náttúrulega einn stór DÓMARA SKANDALL, PUNKTUR.

Hentist út í góða veðrið í morgun og saup mitt morgunkaffi og las Moggann í morgunsólinni, ekki leiðinlegt. Lagði svo leið mína í bæinn upp úr hádeginu og hitti barnabörnin á skemmtun í miðbænum þar sem Sparisjóður Norðlendinga bauð til útihátíðar í tilefni 10 ára afmæli bankans. Hef verið í viðskiptum við Sparisjóðsins frá upphafi. Mæli hiklaust með þessari stofnun.

Fór í gær og keypti afmælisgjöf handa frúnni þótt enn sé tæplega hálfur mánuður til stefnu. Af skiljanlegum ástæðum verður ekki gefið upp hér hvað það var, ef vera skildi að hún myndi lesa þess vitleysu alla sem ég blogga í erg og gríð.

pollamót063Nú er ekki nema tæp vika þar til að Pollamót Þórs hefst með pompi og prakt. Og nákvæmlega vika þar til Old - Boys landsleikur Íslands og Danmerkur fer fram á Akureyrarvelli þann 07-07-07. Þar munu margar þekktar knattspyrnuhetjur taka fram skóna að nýju og sína ,,gamla" takta og eins og Atli Eðvaldsson fyrrum landsliðsmaður sagði við mig í viðtali sem birt verður í vikunni á www.thorsport.is og www.fotbolti.net ,, við ætlum að sýna að það lifir ekki bara enn í gömlum glæðum heldur logar þar sem aldrei fyrr".

Ég skora á alla að koma á völlinn og sjá þessar hetjur meðal Íslensku leikmanna má nefna; Atla Eðvaldsson, Arnór Guðjohnsen, Birkir Kristinsson, Eyjólfur Sverrisson, Guðni Bergsson, Guðmundur Torfason, Guðmundur Steinsson, Halldór Áskelsson, Ólafur Þórðarson, Ómar Torfason, Pétur Ormslev, Sigurður Grétarsson, Siguróli Kristjánsson, Þorgrímur Þráinsson, Þorvaldur Örlygsson.

 Meðal þeirra leikmanna sem koma frá Danmörku má nefna; Peter Schmeichel og Jan Rindom, John Sivebæk, Henrik Risom, Morten Donnerup,  Bent Christensen, og fl.og fl.... á þessari upptalningu má sjá að það eru engir aukvissar sem koma til með að leika á Akureyrarvelli þann 07-07-07.

Þessa helgi verður sem sagt nóg að gera hjá okkur Þórsurum þ.e.a.s. Pollamótið og Landsleikurinn sem er alfarið  á okkar vegum. Þessi helgi er orðin stærsta fótbolta helgi ársins því eins og kunnugt er fer einnig fram N1 mót KA sem eitt sinn hét Essó-mót KA. Þannig að Akureyrarbær breytist í allsherjar fótboltabæ frá morgni til kvölds frá miðvikudegi til sunnudags.

Fróðleikur dagsins: Í Ólympískri glímu er keppendum bannað að snúa upp á tærnar á andstæðingum sínum.

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband