Leita í fréttum mbl.is

Í dag er ég miðaldra karl sem trúir því enn að ......

1. 3 ára var að skottast við hund (Pollý) sem amma mín sáluga átti - endaði með því að kauði datt ofan af svölum á annarri hæð, að detta milli hæða átti eftir að endurtaka sig Blush

2. Ég var logandi hræddur við sírenur og brunabíla til 10 ára aldursFrown.

3. Man eftir því að í fyrsta sinn er ég ætlaði í bíó var uppselt og ég spurði dyravörðinn hvort ég mætti ekki borga extra og sitja gólfinu, það gekk ekki eftir - svei attan Stjáni í bíóAngry.

4. Enn þann dag í dag heilsar fólk mér á götu sem ég þekki ekki haus né sporð á,,,,,, held að ég sé svona frægurWink.

5. Prufaði að reykja fyrst þegar ég var 13 ára, reykti eins og strompur til 29 ára aldurs Halo

6. Ég lét mig alltaf dreyma um að kela við allar stelpur hægri vinstri sem allt frá því ég man eftir mér...... stelpurnar voru hins vegar ekki eins hrifnar af mér.... þær vita ekki á hvað þær hafa farið á mis við Tounge.

7. 14 ára þegar pabbi sótti mig blindfullan niður í Bílaþjónustu sem Gvendur Gorra rak.... Palli var dálítið mikið skömmustulegur, hætti samt ekki fyrr en mörgum árum seinna að súpa Halo .

8. Ég er í dag miðaldra karl sem trúir því enn að stelpurnar sem ekki vildu kyssa mig í æsku hafi misst af MIKLU,,,,,,  afneitun, eða hvað?FootinMouth

Ef ég ætti að koma með tæmandi lista í þessum dýr þá er þetta aðeins fyrsti kafli af mörgum, meir seinna, kannski.

Fróðleikur dagsins: Af hverju er "skammstöfun" svona langt orð?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með ammalið???????

Gunnar Th (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 18:20

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábært, góður þessi nr. 7 - það eiga flestir einhverja svona reynslu, þótt reynsla stráka sé svipaðri. Það voru einhverjir strákar sem skiluðu bróður mínum sem var þá 14 ára inn í forstofu áfengisdauðann og bönkuðu upp á og hlupu út, pabbi mátti draga hann inn fyrir dyrnar.

Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband