Leita í fréttum mbl.is

Valgerður keyrði út af.

Hvort skildi Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins vera að hugsa um hag fagmanna sinna eða fólksins sem flytja mun í háskólaþorpið sem eitt sinn hýsti Ameríska herinn? Guðmundur segir það lífshættulegt fyrir fólkið að flytja inn, en sérfræðingur sem unnið hefur á staðnum í áratugi segir að öryggi fólksins verði tryggt þegar það flytur inn. Því er mér spurn, er Guðmundur að hugsa fyrst og síðast um hag félaga sinna í Rafiðnaðarsambandinu, eður ei?

Enn og aftur er heimspressan komin á fullt við að slúðra um partí- frekju- og ofdekruðu Paris Hilton. Nýjustu fréttir herma að hún sé í fínu formi komin á ný út á lífið. Ég velti því fyrir mér hvort hún sé heiminum hættulegri innan- eða utan veggja fangelsisins?

Var að ræða við félaga minn um hvað gæti verið til ráða til að sporna við hraðakstri? Ég taldi, og tel jafnvel koma til greina að hækka sektir svo mjög að undan svíði. Félagi minn benti á að hugsanlegt væri að það gæti skapað enn meiri hætti, hvernig spyr ég? Sá sem keyrir inn í radar lögreglunnar á ofsa hraða gæti freistast til að bæta í og stinga lögregluna af til að losna vegna hárra sekta. Getur verið að þetta yrði staðreynd, ef svo er hvað væri þá til ráða? hvað finnst ykkur?

Þá varð ég hugsi þegar ég heyrði að Valgerður Sverrisdóttir fyrrum ráðherra sagði að dómsmálayfirvöld þyrftu að rannsaka tilurð Baugsmálsins. Hún gefur í skyn að eitthvað gruggugt sé á ferð og þá sérstaklega þáttur Sjálfstæðismanna. Þetta er afar athyglivert svo ekki sé nú fastara að orði kveðið. Veit ekki betur en hún hafi setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar þessi mál fóru af stað. Og það sem meira er hún marg sagði að ekkert væri óeðlilegt við þessi mál og dómskerfið væri vel í stakk búið til að klára þessi mál. Hún skammaði stjórnarandstöðuna fram og aftur og sakaði þá um óvönduð vinnubrögð. Nú spyr ég hvað hefur breyst? Hvað verð til þess að hún tekur þennan viðsnúning? Mér finnst eins og hún hafi keyrt út af, er ekki einhver sem getur dregið hana upp úr skurðinum?

Fróðleikur dagsins: Verum góð við börnin okkar. Þau ákveða á hvaða elliheimili við lendum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er margt furðulegt sem veltur upp úr Valgerði Sverris,fyrst var hún nú þjóðinni til skammar þegar hún var  utanríksráðherra varla talandi á enskri tungu,maður fór hjá sér þegar eitthvað kom í sjónvarpinu sem hún klæmdist með enskuna.Núna er bara eins og hún hafi verið á tunglinu,skilur ekkert í þessu málaferlum með Baug það hlýtur að vera mikið að hjá þessari konu.Eða ekkert mark takandi á því sem hún seigir eða skrifar.Æji kanski leiðist henni bara,að vera ekki lengur í sviðsljósinu

Guðrún Fririksd (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já sveim mér þá sennilega eru þetta bara timburmenn hjá henni

Páll Jóhannesson, 9.7.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband