Leita í fréttum mbl.is

Peter Schmeichel fyrrum leikmaður Manchester City mætir á svæðið.

Hetjur fortíðar - og framtíðar.Á fimmtudag var mikið um að vera hjá okkur hjá Íþróttafélaginu Þór. Dagurinn hófst á því að haldin var 14. súpufundur Þórs, Greifans og Vífilfells þar sem öldunga landsleikur Íslands og Danmerkur í knattspyrnu sem fara mun fram á Akureyrarvelli 07-07-07 kl 19:07. Er hér um sögulegan atburð að ræða þar sem þetta verður fyrsti öldungalandsleikur sem Ísland tekur þátt í knattspyrnu.

Meðal frægra manna sem taka þá í leiknum má nefna menn á borð við Peter Schmeichel og Jan Rindom, FC Midtjylland,  John Sivebæk, Vejle BK - Henrik Risom, Vejle BK - Rene Henriksen, AB - Torben Piechnik, Lyngby BK - Jan Heintze, PSV Eindhoven fyrir danskaliðið og íslensku leikmennina; Atla Eðvaldsson, Guðmund Torfason, Halldór Áskelsso, Þorvald Örlygsson, Eyjólf Sverrisson og Birki Kristinsson sá einhverir séu nú nefndir. Hér verður mikið húllumhæ og stefnum við Þórsarar á að troðfylla svæðið í kringum völlinn og vonumst við til að þúsundir manna muni mæta á svæðið.

Á eftir súpufundinum var opið hús í Hamri fram eftir degi. Knattspyrnudeild Þórs kynnti karla- og kvennalið sín með miklum myndarbrag, sem og aðal styrktaraðilar liðanna voru kynntir. Ársmiðar í stuðningsmannaklúbbi knattspyrnudeildar voru afhentir.

Þá heiðraði félagið eftirtalda aðila fyrir vel unnin störf í þágu félagsins þeir eru: Sæbjörn Jónsson (gullmerki), Ármann Hinrik Kolbeinsson (silfurmerki), Einar Benediktson (silfurmerki), Hákon Henrikssen (silfurmerki) og Þóroddur Hjaltalín yngri (silfurmerki).

Til minningar um sorgaratburð.Lokaathöfn dagsins var stutt minningarathöfn um þá Kristján Kristjánsson frjálsíþróttamanns og Þórarins Jónssonar knattspyrnumanns sem létust í bílslysi við Sporhamar í Óshlíð 1951. Þá var hópur í íþróttafólks úr Þór í keppnisferð um vestfirði. Þegar rútan var á leið við Sporhamar féll stór steinn úr hlíðinni og beint ofan á bílinn með þeim hryggilegum afleiðingum að tveir létust og aðrir tveir slösuðust lífshættulega. Við minningarathöfnina mættu m.a. 6 Þórsfélagar sem fóru þessa afdrifaríku ferð og þ.a.m. Arngrímur tvíburabróðir Kristjáns Kristjánssonar sem lést í slysinu.

Fyrsti heimaleikur karlalið Þórs í knattspyrnu fór fram í Boganum í gærkvöld. Tók Þór á móti Vikíngum frá Ólafsvík og höfðu heimamenn 2 - 1 sigur. Lárus Orri Sigurðsson þjálfari og Ármann Ævarsson skoruðu mörk Þórs.

Mínir menn í Chicago Bull máttu játa sig sigraða í einvíginu gegn Detroit Pistons í NBA í gær og féllu þar með úr leik 4-2, engu að síður glæsilegur árangur hjá þessu unga og bráefnilega liði Bulls.

Fróðleikur dagsins: Apar eru mönnum fremri í þessu: þegar api lítur í spegil sér hann apa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband