Leita í fréttum mbl.is

,,Afi þetta eru bara gamlar sögur..."

Frú Grýla.Mér varð hugsað til þess sem bloggvinur minn hún Edda benti á að jólasveinarnir væru góðir sveinar enda hlotið gott uppeldi. Getur verið að hún hafi verið góður uppalandi? Í uppvextinum á ég margar minningar um sögur af því hve vond hún Grýla sé. Hver hefur ekki heyrt sagt við börnin ,,nú skaltu passa þig Grýla og jólasveinarnir eru að fylgjast með.... viltu ekki fá eitthvað í skóinn" og þar fram eftir götunum.

Grýla hefur hala og hófa í stað fóta. Hún er geysistór með svakalegar hendur sem hún grípur óþekku börnin með og kartnögl á hverjum fingri. Hún hefur skögultennur og mikið og bogið nef alsett vörtum. Hún hefur brennandi augnaráð og geysigóða heyrn. Grýla borðar óþekk börn og svo mætti lengi telja. Ofan á allt þetta leggjast svo svakalegar sögur af Jólakettinum sem að sögn var hræðilega skepna og svo Leppalúði. Kannski ekkert skrítið að engin hafi óttast það letiblóð.

Leppalúði.Hvað skyldi hafa valdið því að börn sem alin eru upp við þess konar sögur og allt kapp lagt á að þau trúi, skuli hafa komist ósködduð frá? Ég man í raun ekki eftir því að ég hafi hræðst þessar ógnarverur svo mjög. Ég man heldur ekki eftir því að neinn sem ég umgengst hafi gert það. Ætli það geti verið vegna þess að börnin eru bara alls ekki svo vitlaus að leggja trúnað á þessar tröllasögur? Kannski er það bara svo þegar upp er staðið að börnin hafi haft vit á því að leyfa okkur fullorðna fólkinu að trúa og ekki viljað eyðileggja fyrir okkur.

Hvað sem veldur þá hef ég þá trú að það sé talsvert til í þessum pælingum mínum, af hverju? Ég þekki bara ekki nokkurt foreldri sem reynir að telja börnum sínum trú um að Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn séu til. Hvaða ástæða getur legið að baki? Ætli þetta sé afleiðing þess að við höfum ekki tíma til að ala börnin okkar upp og velmenntaðir leikskólakennarar sem sjá um það fyrir okkur láta sér ekki detta slík vitleysa í hug?

Kiss kiss Hvaða mynd hefur þú lesandi góður af þessum kynjaverum? Myndirnar sem ég læt fjúka með þessum hugleiðingum eru gamlar og voru m.a. notaðar til þess að hræða mig og mína kynslóð.

En alla vega þættu það ekki góðar uppeldis aðferðir að nota þessar aðferðir á börnin í dag. Og gott dæmi um það er þegar ég spurði barnabarn mitt ,, er Grýla vond heldur þú að hún borði börn eins og sagt er ?" og barnið leit á mig og sagði ,,afi þetta eru bara gamlar sögur Grýla er bara mamma jólasveinanna þú þarft ekkert að vera hræddur". En þegar ég spurði um  jólaköttinn þá sagði hún ,,afi þetta eru líka bara sögur.

Málsháttur dagsins: Mörg er rót heilnæm þó römm sé.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband