Leita í fréttum mbl.is

Utanbæjar,,pakk

Ég hef talsverðar áhyggjur af jólasveinunum í dag. Alla vega þá stundina sem þeir koma til Akureyrar. Lögreglumaður sleginn kaldur og sendur á spítala, kona laminn og úr henni tönn, slatti tekinn með stút undir stýri svo fátt eitt sé nefnt. Kannski voru þetta allt saman utanbæjar fólk sem olli þessum vandræðum. Þess vegna hef ég áhyggjur af jólaveinunum, þeir eru nefnilega utanbæjar.

Nú alla vega hef ég ekki heyrt af neinum vandræðum í kringum Þvörusleiki, sem kom til byggða í nótt. Alla vega færði hann barnabörnum mínum sitt lítið af hverju í skóinn. Líkt og hinir bræður hans eru til vísur tileinkaðar honum t.d.

ÞvörusleikirSá fjórði, Þvörusleikir var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. 

Þá þaut hann eins og elding, og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip.

Þvörusleikir er hættur að sjást á mínu heimili og hefur ekki látið sjá sig í þó nokkur ár, af hverju? ekki gott að segja. Kannski vegna þess að hér er karlmaður aðal eldabuskan sem skolar allar ,,þvörur" jafn óðum að notkun liðinni og setur í uppþvottavélina. Þá getur verið að hann þoli illa þessi nýmóðins plast- og stáláhöld sem notuð eru við eldamennsku í dag, hver veit? 

Eftir afleita byrjun minna manna Chicago Bulls eru þeir aðeins að finna fjölina og í nótt lögðu þeir New York Knicks. Vinnings hlutfallið er nú 8-13. Öðru vísi mér áður brá. Á gullaldar árum liðsins var ekki óalgengt að liði tapaði einungis 10-15 leikjum yfir allt tímabilið. T.d. töpuðu þeir tímabilið 95-96 einungis 10 leikjum.  

Mínir menn í Manchester City munu taka á móti Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli sínum ,,City of Manchester Stadium". City mátti sætta sig við tap gegn botnliði Tottenham í seinustu umferð. City hefur enn ekki tapað leik á heimavelli það sem af er tímabili og vona svo sannarlega að á því verði engin breyting.

Málsháttur dagsins: Vertu að, þá vinnst þér um síðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Á Akranesi er ekki lengur talað um utanbæjarpakk. Nú er bara sagt ef minnst er á Pólverja, "já þeir mega nú alveg fara heim til sín"!

Annars er Stúfur alltaf ágætur og eins Kertasníkir. Þeir eiga báðir heima í Akrafjalli og eru ljúfir eins og lamb enda eru þau orðin fá eftir í Akrafjalli, því meir af mávi.

Góða helgi Páll minn, ég er búin að fá tvö komment á tveimur dögum frá þér og geri aðrir betur - en varð að byrja upp á nýtt á færslunni því innsetning myndanna var eitthvað að stríða mér og þá dtst þú út.

Góða helgi.

Edda Agnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Datt út.... kom mér sjálfur inn aftur

Páll Jóhannesson, 15.12.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með þína menn Palli minn þeir unnu víst þennan leik. Og svo er eins hjá mér að þessir skrítnu karlar sem nefnast jólasveinar eru hættir að koma við hérna. Að vísu er það ég sem stend við eldavélina(ekki aftan við hana) og fljót að skola og henda í vélina. Það hlýtur að vera skíringin.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.12.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mamma mín! veistu mínir menn í City gerðu bara nákvæmlega það sem ég og Sveinn Jörundur (Sven Göran Erikson) lögðum upp með, sigur og ekkert múður.

Páll Jóhannesson, 15.12.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband