Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2007 | 10:47
Þetta eru jú bara öryrkjar.....
Í gær mátti lesa í Blaðinu þar sem greint var frá einstakling sem svipur hefur verið örorkubótum vegna langrar sjúkrahúslegu. Þetta er víst heimilt samkvæmt lögum, í velferðarþjóðfélaginu Ísland.
Í dag heyrist hvorki hósti né stuna í einum eða neinum, þetta er gleymt. Ef fréttin hefði hins vegar fjallað um forstjóralaun, kaupréttarsamninga bankastjóra eða álíka hefðu viðbrögðin verið önnur. Trúlegt má telja að þá hefðu allir fjölmiðlar landsins sett upp skyndikannanir þar sem spurt hefði verið t.d. ,,ertu sátt/ur við kaupréttarsamninginn sem Jón Jónsson gerði?". Þjóðin hefði staðið á öndinni örlítið lengur og hneykslast.
Hvers konar velferðarþjóðfélag er eiginlega Ísland í dag? hvernig stendur á því að engin hreyfir legg né lið til varnar þessum óréttmætu reglum sem hægt er að beita gagnvart öryrkjum? Öryrki sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús, er þar ekki inni bara til að safna kröftum í eins konar leyfi, viðkomandi er sjúkur.
Er ekki komin tími á að þetta blessaða þjóðfélag sem við viljum kalla ,,Velferðarþjóðfélag" fari að koma fram við öryrkja sem fólk? Getur verið að ráðamenn átti sig ekki á því að öryrki sem leggst inn á sjúkrastofnun þarf eftir sem áður að greiða reikninga t.d. húsaleigu (eða af íbúðarlánum ef viðkomandi er svo heppinn að eiga eigið húsnæði, þá fasteignagjöld), rafmagn- og hitaveitureikninga, tryggingar og ýmsar aðrar skuldbindingar? Ekki tryggir heilbrigðiskerfið það að reikningar þess fólks sem leggst inn á sjúkrastofnun lendi á ís.
Ég velti því fyrir mér hvað geti valdið því að skilningsleysi heilbrigðiskerfisins okkar sé eins lamað og klikkað og raunin er á? Getur verið að eitt af því sé það að þeir sem setja lög og reglur til handa þessum þjóðfélagshópi, sem kallast öryrkjar séu með öllu veruleikafirrt fólk? Eða getur verið að ekkert lagist hjá þessu blessaða fólki sem er öryrkjar af þeirri ástæðu að það getur ekki lagt niður vinnu eða hótað að þiggja ekki bæturnar til að leggja áherslu á að bæta þarf kjör þess? Eða ætli eina ástæða þess sé sú að þetta eru einfaldlega ÖRYRKJAR?
Ég veit ekki hvað veldur. Ég held í þá von að með tilkomu Jóhönnu Sigurðardóttir í félagsmálaráðuneytið geti haft einhver jákvæð áhrif á stöðu þessa þjóðfélagshóp þ.e. öryrkja. En það skelfir mig hins vegar að í heilbrigðisráðuneytinu er maður úr röðum Sjálfstæðisflokksins, flokks sem er trúandi til alls annars en að hjálpa þeim sem minna mega sín í þessu blessaða ,,Velferðarþjóðfélagi".
Fróðleikur dagsins: Reynsla er nokkuð sem maður fær ekki fyrr en eftir að maður þarf á henni að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 00:14
Hvað segja nú kirkjunnar menn?
Ég man þá tíð þegar Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast þegar þeir notuðu sér biblíusöguna til að skopast að. Kirkjunnar menn voru ekki par hrifnir af því gríni sem þeir félagar höfðu í frammi.
Nú bíð ég spenntur að sjá viðbrögð kirkjunnar manna yfir auglýsingu sem Síminn birti í Ríkissjónvarpinu þegar þeir auglýstu þessa nýju símatækni sem nefnd er ,,Þriðja kynslóðin". Ég er hræddur um að einhverjir hafi hrokkið í kút.
Hafi Spaugstofumenn farið yfir strikið forðum daga þá fór Síminn talsvert lengra nú.
Á undanförnum vikum hefur Ögmundur Jónasson VG farið hamförum í skrifum sínum þar sem hann hefur ráðist að Samfylkingunni. Gott og vel. Þau skrif hefur VG mönnum fundist réttmæt og sanngjörn. Nú gerðist það um helgina að í greinarhöfundur Skaksteina skaut föstum skotum að VG, sem hafa átt í verulegri tilvistarkreppu frá því í vor þ.e. eftir kosningar. VG mönnum er ekki skemmt. Það er greinilega ekki sama hverjir verða fyrir skotum. Samt var svo skemmtilega margt til í því sem Staksteinahöfundur skrifaði, þótt ótrúlegt megi virðast. En ættu VG ekki að þola smá gagnrýni fyrst þeir ætla öðrum slíkt hið sama? En sannleikanum er sér hver sárreiðastur, ekki satt?
Fróðleikur dagsins: Lafði Astor: "Ef þú værir maðurinn minn myndi ég eitra kaffið þitt". Winston Churchill: "Ef þú værir konan mín myndi ég drekka það!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 11:46
Kraftakonur.
Þessi dagur árið 1980 markaði tímamót í lífi mínu og konu minnar, því þá fæddist
frumburður okkar hún Dagbjört Elín. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, hjá henni, hjá okkur öllum. Dagbjört er kraft mikil kona í dag og kemur enn á óvart. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún afrekað eitt og annað sem er ekki á hvers manns færi. Hún er hún þriggja barna móðir, samhliða barneignum og barnauppeldi hefur hún útskrifast sem stúdent, sjúkraliði og nú hefur hún hafið nám í sálfræði. Til gamans læt ég tvær myndir fylgja textanum um þessa ljúfu dóttir okkar. Önnur myndin var tekin á fæðingardeildinni örfáum mínútum eftir fæðingu hennar en hin er tekin í sumar nánar tiltekið 13. júlí í 50 ára afmælisveislu móður hennar.Dagbjört heldur veglega afmælisveislu í dag þó ekki sér til heiðurs, heldur frumburði sínum sem á afmæli þann 6. september. Af sérstökum ástæðum hentar ekki að halda uppá afmæli Margrétar Birtu á hennar afmælisdegi svo að þessi tími er valin. Þótt mamman verði ekki í aðalhlutverki í dag þá er það einu sinni þannig að þetta verður samt sem áður tvöföld veisla með tvöfaldri gleði og hamingju.
Margrét Birta sem er fyrsta barnabarn okkar hjóna er sannkallaður sólargeisli okkar allra, líkt og systkini hennar. Margrét Birta er lifandi dæmi þess hvað börn geta líkst foreldrum sínum á hina ýmsa lund. Sumum finnst hún líkjast mömmunni meir en pabba sínum og svo öfugt. En ljóst er að hún er lifandi eftirmynd móður sinnar í öllu háttarlagi sem og útliti. Um hana segjum við afi og amma hún er eins og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Hún er sjálfstæð, sjálfsörugg stelpuhnokki sem veit hvað hún vill og lætur ekki segja sér hvað hún á að vilja, sem betur fer. Margrét Birta er heimsvön ung dama þrátt fyrir ungan aldur. Hún er fædd á Akureyri, bjó um tíma í ,,Perlu Eyjafjarðar" Hrísey, fluttist með foreldrum sínum til Englands og bjó þar í eitt ár meðan pabbi hennar tók mastersnám. Meðan á dvöl hennar í Englandi stóð gekk hún í ekta enskan barnaskóla með öllu þeim tiktúrum sem því fylgir. Nú er hún búsett á Akureyri og stundar sinn grunnskóla Glerárskóla. Er það skemmtileg tilviljun því ég sjálfur gekk í þann skóla, líkt og mamma hennar. Af þessu tilefni óska ég fjölskyldunni í Lönguhlíðinni til hamingju með daginn og hlakka ég til að fara þangað seinna í dag og eta mig fullann af dýrindis tertum og krásum sem fram verða bornar.
Á bloggi mínu í gær sagði ég ykkur að ég vonaðist eftir ,,Stjörnuhrapi" á Akureyrarvelli þegar mínir menn í Þór tækju á móti Stjörnunni úr Garðabæ. Það gekk eftir því mínir menn unnu afar sanngjarnan 4-2 sigur sem var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna.
Vona svo að mínir menn í enska boltanum þ.e. Manchester City vinni sinn leik um helgina þ.e. útileikur gegn Blackburn. Sá leikur fer fram á morgun 2. sept.
Pæling dagsins: Ætli blindir trúi á ást við fyrstu sýn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.8.2007 | 14:39
,,Stjörnuhrap" takk fyrir.
Nú hefur komið í ljós að ,,Lúxusbíla" eign landans hefur slegið öll met. Styttist örugglega í að þar muni landinn setja heimsmet í eign ,,Lúxusbíla". Ég velti því fyrir mér hvort þetta endurspegli í raun velmegun okkar eða hvort þarna sé hluti skýringarinnar á gríðarlegum yfirdráttarheimildum landans?
Í gær máttu stelpurnar í sameiginlegu liði Þórs/KA þola 1-6 tap gegn vesturbæjar,,Stórveldinu" KR í gærkvöld. ,,Stórveldi" vesturbæjarliðsins er jú sem stendur einungis bundið við kvennaknattspyrnu því karlalið þeirra steinlá í gærkvöld og stefna hraðbyr á 1. deildina.
Mínir menn í 1. deildarliði Þórs taka í kvöld á móti liði Stjörnunnar úr Garðabæ, og el ég þá von í brjósti mér að gestirnir úr Garðabæ fari stigalausir heim að leik loknum. Eiga mínir menn harma að hefna þar sem Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna fyrr í sumar. Ég bið um eitt stykki ,,Stjörnuhrap" í kvöld
Dagurinn hófst á morgunkaffi í Hamri eins og alla aðra föstudaga. Þar hittast menn og konur og drekka saman kaffi og leysa öll heimsins vandamál, ef þau eru ekki leyst þá eru í það minnsta lagður grunnurinn af því. Þessi kaffiklúbbur er öllum opin og allir velkomnir, en eðli málsins samkvæmt þá eru jú þetta nær einvörðungu Þórsarar sem þarna koma saman. En það kemur þó fyrir að félagar úr öðrum félögum láta sjá sig og er ávallt vel tekið á móti þeim.
Fróðleikur dagsins: Tunga kamelljóns er tvöfalt lengri en líkami þess.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 14:11
Hvaða tilgangi þjónar svona könnun?
Velti því fyrir mér af og til hvort skoðanakannanir séu alltaf til góðs? Í sumum tilfellum eru þær til gamans gerðar og þá ber að taka þær með miklum fyrirvara. Svo skjóta upp kannanir sem manni finnst næstum því óraunhæfar, og geta verið villandi.
Sá t.d eina könnun þar sem spurt var ,, Eru eldvarnir á meðferðarstofnunum í ólestri?" valmöguleikarnir Já - nei. Hvernig á allur venjulegur almenningur að geta svarað þessu? Hefði ekki verið nær að orða þetta t.d. Telur þú......? Að mínu mati er þetta skoðanakönnun sem á ekki rétt á sér eins og hún er sett upp, bara alls ekki og af hverju?
T.a.m. hefði ég geta smellt á annan hvorn valmöguleikann og þannig haft áhrif á könnunina án þess að hafa nokkurt vit á því í hvernig ástandi þessi mál eru. Með því hefði ég ekki gert neinum greiða. Og það sem meira er þeir sem gera könnunina gera heldur engum greiða. Þetta er kannski ein af þeim ástæðum þess að fólk er að verða töluvert pirrað á þessum endalausum skoðanakönnunum sem engum tilgangi þjónar.
Fróðleikur dagsins: Sykri var fyrst bætt í tyggigúmmí árið 1869 af tannlækni.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 14:56
Eiga menn ávallt að komast upp með að segja bara ,,úpps"
,,Þetta er bara klúður á klúður ofan, finnst mér og þegar maður kynnir sér aðdraganda málsins þá virðist allt hafa farið úr böndunum sem hægt gat," sagði Steinunn Valdís eftir fund með Samgöngunefnd. Þetta er nokkuð sem hún hefði átt að vita fyrir. Þetta blessaða Grímseyjarferjumál er og hefur verið eins og tifandi tímasprengja.
Steinunn Valdís segir enn fremur ,, Mér finnst bara sorglegt að sjá þá sóun á fjármunum sem þarna hefur átt sér stað,"og ,, Til að hindra að mistök sem þessi í framkvæmd fjárlaganna endurtaki sig telur Steinunn Valdís að það þurfi að tryggja að ferlar verði skýrari og að taka þurfi upp einhverskonar rammafjárlagagerð fyrir ríkisstofnanir".
Ég er sammála Steinunni að öllu leyti. En ég vil sjá menn dregna til ábyrgðar óháð því hvar í flokk þeir standa. Ef menn komast alltaf upp með að segja ,,úpps það verður að tryggja að svona gerist ekki aftur ogsfr....." þá breytist aldrei neitt.
Ég segi hingað og ekki lengra þjóðin verðskuldar að stjórnmálamenn sem og allir aðrir embættismenn fari nú að taka ábyrgð á sínum störfum. Og síðast en ekki síst þá verðaskulda Grímseyingar það að þessu ferjumáli ljúki og þeir fái alvöru skip í rekstur til að sinna þeirra þörfum, ekki seinna en í gær.
Fróðleikur dagsins: Fæddur frjáls Skattpíndur til dauða.
![]() |
Grímseyjarferja klúður á klúður ofan" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2007 | 16:20
Borgarbúar eitthvað að misskilja þetta
Mikið hefur verið rætt um skrílslæti í Reykjavík á undanförnum misserum, þar sem ekkert virðist ráðast við ofbeldisfulla og snarbilaða borgarbúa. Venjulegt fólk virðist vera í lífshættu af því einu að hætta sér í 101 eftir að rökkva tekur.
Það hefur vakið athygli mína að til er veruleikafirrt fólk sem heldur því blákalt fram að reykingabann á skemmtistöðum sé ein af aðal ástæðum þess að fólk missir stjórn á skapi sínu og misþyrmir samborgurum sínum sér til skemmtunar.
Þegar ég las einhvers staðar að Reykjavík væri ,,Grænasta" borg í heimi var mér hugsað til þess að þarna væri trúlega orsökin fyrir þessum ólátum borgarbúa komin. Eitthvað hafa þeir misskilið hvað það er að búa í ,,grænni" borg. Getur verið að þar með hafi frummaðurinn (apinn) í borgarbúum verið vakinn til lífsins? Það er ekki ólíklegt því í þeirra heimi þ.e.a.s. frummannsins og apans gilda hin einu og sönnu frumskógarlögmál.
Nú er bara vona að þessi góði Villi fari nú að koma einhverju öðrum lit á borgina svo að lífið þar geti færst í mannsæmandi horf að nýju. Þá vona ég að Akureyrarbær reyni ekki á nokkurn hátt að verða sér úti um slíka vottun.
Fróðleikur dagsins: Börn fæðast án hnéskelja. Þær myndast ekki fyrr en við 2-6 ára aldur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2007 | 11:53
Stelimaðurinn kom og ......
Tap gegn liðum sem eru neðar á töflunni er eitthvað sem toppliðin þurfa og verða að af og til að sætta sig við. Enda vilja öll liðin vinna þessi topplið. Svona er þetta bara og ekkert við því að gera annað en að láta sér hlakka til næstu leikja - áfram Manchester City.
Annað lið sem mér er kært mátti í gær lúta í gras eins og Bjarni Fel segir gjarnan þegar lið tapar en Þórsarar léku gegn Grindavík í gær og töpuðu 3-0 segi enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.
Á föstudagskvöldið vígði ég formlega sólpallinn með flugeldasýningu og tilheyrandi. Fékk þá félaga í fjárfestingabankanum Saga Capital til liðs við mig. Samtímis skutu þeir upp flugeldum og ég og barnabörnin tendruðum eld í nýja eldstæðinu ,,Bommfire". Magnað hjá okkur öllum. Samstilling á tímasetningu hjá okkur í Drekagilinu og niður við pollinn hjá Saga Capital gat ekki verið nákvæmara, greinilega frábærir saman.
Þegar tendrað hafði verið upp í ,,Bommfire" átti sér stað afar merkilegt samtal milli afa og barnabarns sem var nokkrun vegin svona.
Afi! í gær fór pabbi minn og keypti svona ,,Bommfire" eins og þú átt, nema það er svona gult á litinn". Ég leit á barnið og setti upp undrunarsvip og um leið fullur áhuga í von um góða sögu og sagði ,,Jæja er það?. Pabbi minn fór í gær í Bykó og keypti svona gulan og konan í búðinni sagði pabba mínum að keyra bara inn í búðina. Hún hjálpaði svo pabba mínum að setja þetta inn í bílinn af því að þetta er svo þungt". Smá þögn en svo hélt barnið áfram ,,Pabbi minn setti ,,Bommfire" bak við hús þar sem trambólinið er og við ætlum svo að kveikja uppí því á morgun". Það var komin ævintýra glampi í augu barnsins hún var komin á flug.
Við sátum stutta stund þögul bæði greinilega að hugsa næstu skref í þessari sögustund. Afi rauf þögnina og sagði ,,Ja hérna mér þykir týra" barnið leit opinmynt á afa og skildi greinilega ekki alveg hvað hann átti við. Svo afi rauf aftur þögnina og sagði ,,veistu! afi verður bara koma í heimsókn á morgun og sjá nýja ,,Bommfire" ykkar það verður gaman"
Barnið leit til skiptis í eldstæðið ,,Bommfire" og afa hún var hugsi þögnin var örlítði lengri en áður. Svo skyndilega leit hún á afa sinn og sagði ,, Nei það er ekki hægt þú getur ekki séð okkar ,,Bommfire" það er ekki hægt. Nú sagði afi og setti upp undrunarsvip ,,af hverju get ég ekki séð ,,Bommfire" ykkar?".
Veistu! sagði barnið ,, í nótt kom Stelimaðurinn og tók ,,Bommfire" okkar og fór aftur með það í búðina svo nú eigum við ekkert ,,Bommfire" lengur. Ja hérna mér þykir þú segja fréttir sagði ég og setti upp svona samúðarsvip. Eftir stutta þögn endurtók barnið þetta og sagði ,,já Stelimaðurinn tók ,,Bommfire" okkar nú þarf pabbi að kaupa nýtt seinna". Nú kom talsverð þögn barnið og afinn litu til skiptis á hvort annað og inn í eldstæðið ,,Bommfire". Barnið rauf þögnina og sagði ,,afi má ég henda kubb inn í ,,Bommfire"?.
Það er alveg ljóst að þetta nýja eldstæði ,,Bommfire" (Bommfire er nafngift sem verður ekkí útskýrt hér og nú, kannski seinna) hefur einhvern duldin kraft og seiðmögnuð áhrif á viðstadda. Og ef þetta er það sem koma skal er deginum ljósara að það verður oft, já oft tendrað bál með barnabörnunum og stundarinnar notið. Og að þessu nýyrði sem barnabarnið kom með þ.e.a.s. ,,Stelimaður" er kannski gott dæmi um að menntun barna okkar skilar sér fljótt og örugglega enda barnið nýbyrjað í skóla já búin að vera heila tvo daga. Segið svo að hið íslenska menntakerfi sé ekki magnað?.
Fróðleikur dagsins: Af litlum neista verður oft mikið bál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2007 | 17:23
Dæmalaust raus út af engu.
Dæmalaust hvað menn geta gert mikið mál úr nákvæmlega engu. Er þetta ekki bara sjálfsögð þjónusta við kúnann að geta keypt ölið kælt?
Get ekki séð hvað það er sem er svo siðlaust við að selja þessa vöru kalda. Ég get farið út í Nettó og keypt kalt Coke og Pepsi og þykir það sjálfsagður hlutur.
Er viðkvæmni fólks ekki farin að vera full mikil ef svona mál eru farin að trufla daglegt líf daginn út og daginn inn?
Ekkert slagorð fylgir þessari færslu en skora á fólk að hlusta á lag Magnúsar Eiríkssonar um Rónann og hefst á þessum orðum ,, Undir gömlum árabát er nætur staður manns...."
![]() |
Stóra bjór- og vínkælismálið sett á ís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2007 | 15:28
Kristján L. Möller vissi allan tíman hvað hann söng.
Þetta blessaða ,,Grímseyjarferju mál" virtist í upphafi virtist vera einn stór brandari. Nú hefur komið á daginn að þetta er eitt allsherjar klúður frá A-Ö seinustu ríkisstjórn til háborinna skammar.
Ráðherrar og stjórnarþingmenn gerðu lítið úr því þegar Kristján L. Möller tók að velta upp einum og einum steini sem honum fannst bera keim af skítalikt og sá þá fljótt að af málinu var mikil skítalikt - mikill fnykur.
Þeir þingmenn, sem lítið gerðu úr þessu máli í kosningabaráttunni, og sögðu m.a. ,,þetta er bara stormur í vatnsglasi og smá moldviðri" sem KLM þingmaður er að reyna nýta sér sem atkvæðasmölum í kosningabaráttunni. Þessir ágætu þingmenn ættu nú að sýna sóma sinn og taka á sig örlítið af ábyrgð svona til tilbreytinga.
Það eina sem Kristján L. Möller gerði var bara fletta ofan af vondum vinnubrögðum en situr nú uppi með þetta blessað skip sem er verið að reyna gera að ferju handa Grímseyingum.
En stóra spurningin er þessi ,,af hverju skríða þeir ráðherrar og þingmenn í felur og reyna afsaka þetta endemis klúður sem þeir eiga skuldlaust, hvað veldur? Held ég tileinki fróðleik dagsins þeim viðeigandi ráðamönnum sem stóðu að því að þessi riðkláfur var keyptur og reynt að breyta í ferju með því klúðri sem lýðnum er ljós.
Fróðleikur dagsins: Mörg viturleg orð eru sögð í gamni. Því miður er miklu meira um það, að heimskuleg orð séu sögð í fullri alvöru.
![]() |
Vegagerðin og fjármálaráðuneytið skiptust á skoðunum um Grímseyjarferju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
103 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar