Leita í fréttum mbl.is

Kraftakonur.

NýfæddÞessi dagur árið 1980 markaði tímamót í lífi mínu og konu minnar, því  þá fæddist Frumburðurinnfrumburður okkar hún Dagbjört Elín. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, hjá henni, hjá okkur öllum. Dagbjört er kraft mikil kona í dag og kemur enn á óvart. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún afrekað eitt og annað sem er ekki á hvers manns færi. Hún er hún þriggja barna móðir, samhliða barneignum og barnauppeldi hefur hún útskrifast sem stúdent, sjúkraliði og nú hefur hún hafið nám í sálfræði. Til gamans læt ég tvær myndir fylgja textanum um þessa ljúfu dóttir okkar. Önnur myndin var tekin á fæðingardeildinni örfáum mínútum eftir fæðingu hennar en hin er tekin í sumar nánar tiltekið 13. júlí í 50 ára afmælisveislu móður hennar.Dagbjört heldur veglega afmælisveislu í dag þó ekki sér til heiðurs, heldur frumburði sínum sem á afmæli þann 6. september. Af sérstökum ástæðum hentar ekki að halda uppá afmæli Margrétar Birtu á hennar afmælisdegi svo að þessi tími er valin. Þótt mamman verði ekki í aðalhlutverki í dag þá er það einu sinni þannig að þetta verður samt sem áður tvöföld veisla með tvöfaldri gleði og hamingju. 

Frumburðu DögguMargrét Birta sem er fyrsta barnabarn okkar hjóna er sannkallaður sólargeisli okkar allra, líkt og systkini hennar. Margrét Birta er lifandi dæmi þess hvað börn geta líkst foreldrum sínum á hina ýmsa lund. Sumum finnst hún líkjast mömmunni meir en pabba sínum og svo öfugt. En ljóst er að hún er lifandi eftirmynd móður sinnar í öllu háttarlagi sem og útliti. Um hana segjum við afi og amma hún er eins og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Hún er sjálfstæð, sjálfsörugg stelpuhnokki sem veit hvað hún vill og lætur ekki segja sér hvað hún á að vilja, sem betur fer. Margrét Birta er heimsvön ung dama þrátt fyrir ungan aldur. Hún er fædd á Akureyri, bjó um tíma í ,,Perlu Eyjafjarðar" Hrísey, fluttist með foreldrum sínum til Englands og bjó þar í eitt ár meðan pabbi hennar tók mastersnám. Meðan á dvöl hennar í Englandi stóð gekk hún í ekta enskan barnaskóla með öllu þeim tiktúrum sem því fylgir. Nú er hún búsett á Akureyri og stundar sinn grunnskóla Glerárskóla. Er það skemmtileg tilviljun því ég sjálfur gekk í þann skóla, líkt og mamma hennar. Af þessu tilefni óska ég fjölskyldunni í Lönguhlíðinni til hamingju með daginn og hlakka ég til að fara þangað seinna í dag og eta mig fullann af dýrindis tertum og krásum sem fram verða bornar.

Á bloggi mínu í gær sagði ég ykkur að ég vonaðist eftir ,,Stjörnuhrapi" á Akureyrarvelli þegar mínir menn í Þór tækju á móti Stjörnunni úr Garðabæ. Það gekk eftir því mínir menn unnu afar sanngjarnan 4-2 sigur sem var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna.

Vona svo að mínir menn í enska boltanum þ.e. Manchester City vinni sinn leik um helgina þ.e. útileikur gegn Blackburn. Sá leikur fer fram á morgun 2. sept.

Pæling dagsins: Ætli blindir trúi á ást við fyrstu sýn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Við bloggvinir þínir höfum fengið að kynnast konunum þínum í litlum pistlum sem mjög gaman hefur verið af. Konunni,dótturinni og barnabarni.

Váá maður,  það eru ekkert smá glæsilegar konur sem þú átt, hef einhvern smá grun um Páll að þú gefir þeim ekkert minna en þær þér.

P.S. Það þarf nú ekkert að skrifa um Þórsleikinn í hverri einustu færslu.

S. Lúther Gestsson, 1.9.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Takk fyrir hrósið. En varðandi Þór - þá er til máltæki sem segir ,,sjaldan er góð vísa of oft kveðin".

Páll Jóhannesson, 1.9.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Sævar Örn Ágústsson

Til Hamingju með dóttir þína Palli minn

Sævar Örn Ágústsson, 1.9.2007 kl. 16:22

4 identicon

Vá Vá ég á bara ekki til eitt einasta orð, ég bara klökkna við þessi fallegu orð til okkar mæðgna  Gaman að vita að það sem maður hafi talið sem styrkleika manns séu það líka í augum annarra  Takk kærlega fyrir skemmtilegan dag hér í dag og við sjáumst á morgun þegar þið komið og horfið á "einhvern" leik og borðið afganga  Takk kærlega líka fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég, maðurinn minn og börnin okkar fengu.

Love you always

Þín yndislega "litla" fjölskylda í Lönguhlíðinni

Dagbjört dóttir þín (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sendum þér og þínum okKAr bestu kveðjur og hamingjuóskir með mæðgurnar 

- Kv. í heiðardalinn - Steini og Co

Þorsteinn Gunnarsson, 2.9.2007 kl. 12:00

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Steini minn! Ég segi nú bara eins og ÞÓRbergur forðum ,,þú ert ágætur".

Páll Jóhannesson, 2.9.2007 kl. 12:52

7 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með konurnar þínar þótt seint sé Þú ert nú aldeilis ríkur maður. Kveðjur frá Suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 3.9.2007 kl. 12:15

8 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Til hamingju með stelpurnar :-)

Rúnar Haukur Ingimarsson, 3.9.2007 kl. 18:10

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með stúlkurnar þínar og til hamingju með sigurinn á Stjörnunni! Þér varð greinilega að ósk þinni.

Edda Agnarsdóttir, 3.9.2007 kl. 21:51

10 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Edda, það kemur fyrir að manni verður að ósk sinni  Reynar var sunnudagurinn líka ánægjulegur hjá okkur Þórsurum þar sem 5. flokkur kvenna varð Íslandsmeistari í knattspyrnu, það þótti mér vænt um 

Páll Jóhannesson, 3.9.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband