Leita í fréttum mbl.is

Hvað segja nú kirkjunnar menn?

Ég man þá tíð þegar Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast þegar þeir notuðu sér biblíusöguna til að skopast að. Kirkjunnar menn voru ekki par hrifnir af því gríni sem þeir félagar höfðu í frammi.

Nú bíð ég spenntur að sjá viðbrögð kirkjunnar manna yfir auglýsingu sem Síminn birti í Ríkissjónvarpinu þegar þeir auglýstu þessa nýju símatækni sem nefnd er ,,Þriðja kynslóðin". Ég er hræddur um að einhverjir hafi hrokkið í kút.

Hafi Spaugstofumenn farið yfir strikið forðum daga þá fór Síminn talsvert lengra nú.

Á undanförnum vikum hefur Ögmundur Jónasson VG farið hamförum í skrifum sínum þar sem hann hefur ráðist að Samfylkingunni. Gott og vel. Þau skrif hefur VG mönnum fundist réttmæt og sanngjörn. Nú gerðist það um helgina að í greinarhöfundur Skaksteina skaut föstum skotum að VG, sem hafa átt í verulegri tilvistarkreppu frá því í vor þ.e. eftir kosningar. VG mönnum er ekki skemmt. Það er greinilega ekki sama hverjir verða fyrir skotum. Samt var svo skemmtilega margt til í því sem Staksteinahöfundur skrifaði, þótt ótrúlegt megi virðast. En ættu VG ekki að þola smá gagnrýni fyrst þeir ætla öðrum slíkt hið sama? En sannleikanum er sér hver sárreiðastur, ekki satt?

Fróðleikur dagsins: Lafði Astor: "Ef þú værir maðurinn minn myndi ég eitra kaffið þitt". Winston Churchill: "Ef þú værir konan mín myndi ég drekka það!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Satt segir þú. Síminn fór sko alveg yfir strikið og ekki kann ég að meta þessa auglýsingu hans. Að vísu finnst mér margar auglýsingar hundleiðinlegar og illa unnar. Bíð eftir að sjá viðbrögðin við þessari hjá Símanum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.9.2007 kl. 18:15

2 identicon

Uss ég held að það þurfi að rækta smá humór í kirkjunarmenn og konur. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:06

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæl frænka! þetta með húmorinn - ekki þótti þótti fólki Islam-trúar neitt fyndið við skopmyndirnar af Muhameð. Einhvers staðar verðum við að draga mörkin, en auðvitað er þetta líka einstaklingsbundið.

Páll Jóhannesson, 5.9.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

226 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband