Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2007 | 16:44
Luiz Felipe Scolari væri fínn þjálfari Norður Íra
Var að pæla hvort Norður Írar geti eitthvað í boxi? Kannski væri vel við hæfi hjá Norður Írum að fá Luiz Felipe Scolari til að þjálfa liðið, hann er víst liðtækur í boxi....
Fróðleikur dagsins: Múhameð Ali heitir réttu nafni Cassius Marcellus Clay.
![]() |
Leikmenn norður-írska landsliðsins í slagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 17:09
Sölubann á þorskinn takk fyrir
Veit ekki hvort það er sambærilegt en ég var samt að pæla ef þetta er leiðin til að vernda rjúpuna - af hverju setur sjávarútvegsráðherra ekki sölubann á Þorskinn? Ef sölubann á rjúpu verndar stofninn - þá ætti þetta að virka fínt á fiskinn, ekki satt.
Speki dagsins: Margir sjómenn voru með gullhring í eyranu svo hægt væri að borga fyrir almennilega útför þegar þeir dæju.
![]() |
Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 14:56
Ég fyllist reiði þegar ég hugsa um Bush.
Þegar atburðir, sem breyta mannkynssögunni eiga sér stað þá er það svo að menn muna uppá dag hvar þeir voru staddir þegar það gerist. Ég hef oft heyrt menn segja ,,ég man hvar ég var þegar Kennedy forseti var myrtur". Ég t.a.m. man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar árásirnar á World Tradi Center voru gerðar. Ég fylltist reiði og hatri enda hafði ég orðið þess aðnjótandi að hafa komið í þessar byggingar. Hvar ég var staddur skiptir ekki öllu en það eru aðrir hlutir sem skipta meiru máli.
Reiði mín beinist ekki bara gegn þeim, sem ódæðið frömdu heldur líka þeim, sem hefðu geta komið í veg fyrir að ódæðið var framið. Því má með sanni segja að ég er í dag jafn hræddur ef ekki hræddari við þá sem hefðu geta haft áhrifa á að þau hefðu ekki átt sér stað. Þá tala ég fyrst og síðast um Georg W. Bush þann vonda og illa hugsandi mann sem stýrir stórveldinu Bandaríkin. Ég segi enn og aftur, Bush og hann stórhættulega stefna er það hættulegasta sem heimurinn þarf að glíma við nú. Ég hlakka til þess tíma þegar hann fer frá og vona að Bandarísku þjóðinni gefist kostur á að velja forseta sem heimurinn þarf ekki að óttast.
Í dag eru 6 ár frá því að árásirnar voru gerðar á World Trade Center. Þeir atburðir marka söguleg tímamót. Enn þann dag í dag fyllist ég reiði og gremju þegar ég hugsa til þessa hörmulega atburðar.
Fróðleikur dagsins: Einkaritari Abrahams Lincoln hét Kennedy að eftirnafni. Einkaritari Johns F. Kennedy hét Lincoln að eftirnafni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 14:30
Gargandi snilld
Þetta er náttúrulega bara gargandi snilld ef af verður. Nú er bara verða sér úti um miða.
Fróðleikur dagsins: Fólki má skipta í þrjá hópa: Þá sem kunna að telja og þá sem kunna það ekki.
![]() |
Led Zeppelin boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 13:04
Bloggfærsla tileinkuð Gunnari Ísfirðingi.
Með þessari bloggfærslu reyni ég að koma til móts við Gunnar Ísfirðing og bloggvinar míns. Hann kom með fyrirspurn um hvaða bátur það hafi verið sem sigldi á seglbátana við Höfnersbryggju á laugardagskvöld. Mér skilst að það hafi gerst vegna bilunar í stýrisbúnaði á umræddum bát sem heitir Haffari. Þessi bátur er notaður til skemmti siglinga hér í Eyjafirði og að sögn nokkuð vinsæll á sjóstöng. Gunnar bloggvinur er eftir því sem ég kemst næst mikill áhugamaður um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, en fann ekki þetta fley á skipaskrá. Þess vegna brá ég niður á Torfunefsbryggju og tók mynd af þessum bát fyrir Gunnar. Þótt þessi bloggfærsla sé aðallega tileinkuð Gunnari þá vona ég að aðrir lesendur hafi af þessu gagn og nokkur gaman. Og hver veit nema Gunnar komi með einhvern skemmtilegan fróðleik um Haffara þegar hann er búinn að bera þetta fagra fley augum?
Málsháttur dagsins: Sjaldan er ein báran stök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2007 | 22:05
Var drepinn af misgáningi
Í dag eru liðin 101 ár frá fæðingu afa míns Páls Friðfinnssonar húsasmíðameistara. Páll afi lést 22. ágúst 2000. Páll afi læri húsasmiði og fékk síðar meistararéttindi og vann við þá iðn allt sitt líf. Hann var ekki einvörðungu afkasta mikill húsasmiður heldur lét hann til sín taka hönnun húsa. Hann teiknaði fjölmörk hús hér í bæ og má sjá verk hans víða um bæinn. En í Holtahverfinu sem er í Glerárhverfi eru óvenju mörg hús sem hann bæði teiknaði og byggði. Eitt af þekktari húsum sem hann kom að má t.a.m. nefna Amtsbókasafnið. Hann var byggingameistari þess hús.
Páll afi var vel hagmæltur og liggja eftir hann margar góðar vísur. Hef ég ákveðið deila þessu með ykkur lesendur góðir. Svo gæti farið að fleiri birtust hér á næstu dögum, hver veit?
Til Páls afa frá Daníel Guðjónssyni (blikksmiður)
Þó ég sitji þreyttur hér,
og sálartetrið klikki.
Líklega get ég lagað mér,
líkkistu úr blikki.
Svar afa við þessu.
Í bréfi sem mér barst ein dag,
var bögu saman lamið.
Við hana þó lipurt lag,
að launum hef ég samið.
Klúr þó verði kassinn þinn,
af klaufahöndum gerður.
Eftir dauðann eldvarinn,
þú örugglega verður.
Þessa vísu orti afi og sendi líkkistusmið hér á Akureyri, að sögn var viðkomandi ekki skemmt fyrst um sinn.
Mér finnst þin smíði heldur klén,
og fráleitt þau bæinn prýða.
Ofan í jörðina öllu er hent,
utan um steindauð hræin.
Eitt sinn gerðist sá atburður að hrossi einu var slátrað af misgáningi, og urðu þeir sem slátruðu hrossinu undrandi er heim kom og sáu að enn var hesturinn heima er þeir hugðu salta í tunnu. Og af því tilefni orti afi.
Hérna um daginn hláleg skeðu hrossa undur,
Er Brúnn kom heim þá búið að brytja hann sundur.
Fölnaði Þórir fór þá mjög að fara um drenginn,
Er hann Brún sá standa úti afturgenginn.
Er Brúnn mun verða í búi hans
Hinn besti kraftur,
Því drjúgum mun hann drýgjast,
Við að drep´ann aftur.
Speki dagsins er í boði Rögnvaldar ,,gáfaða": Sjaldan fellur smiðurinn langt frá stillansinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2007 | 15:22
Hvor er hættulegri Bush eða Osama?
Á undanförnum árum höfum við haft af því áhyggjur að stóri bróðir fylgist of mikið með okkur. Við erum hrædd og erum sannfærð um að hægt sé að elta okkur uppi hvar og hvernær sem er. Njósnahnettir stóra bróður geti fundið týnda saumnál hvar sem hún er á jarðkringlunni. En ég hef af því enn meiri áhyggjur að Bandaríkjamenn þetta mikla stórveldi skuli ekki geta haft uppi á glæpamönnum á borð við Osama bin Laden.
Hvað veldur? vilja þeir ekki ná manninum, getur verið að hann sé akkúrat það sem kaninn þarf til þess að réttlæta innrásir í ríki sem búa yfir olíulindum? Svo gæti einnig verið að mannfjandinn yrði hættulegri dauður en lifandi, hver veit?
Alla vega verð ég að játa að löngum stundum er ég hræddari við stórmennsku hinna bandarísku ráðamanna með Bush forseta við völd, en Osama bin Laden. Held að heimurinn yrði betri ef kaninn hætti í þessum eilífðar lögguleik og snéri sér að því að leysa sýn eigin vandamál, sem eru jú ærin.
Speki dagsins: Rússland og Bandaríkin eru aðeins 4 km frá hvort öðru þar sem styst er.
![]() |
Nýtt myndband bin Laden veldur óróa í ríkjum araba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.9.2007 | 08:28
Sviptur ökuleyfi?
Ekki á felgunni eins stundum er sagt, frekar á gjörðinni. Ætli hann verði sviptur ökuleyfi?
Pæling dagsins: Eftir einn ei aki neinn - eða....?
![]() |
Handtekinn vegna ölvunar á reiðhjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 18:18
Uppbygging á félagssvæði Þórs.
Þennan dag árið 2000 fæddist hin unga og kraftmikla dama Margrét Birta og er því 7 ára í dag. Til hamingju með daginn skvísa.
Stór dagur hjá Íþróttafélaginu Þór og Akureyrarbæ, þar sem nú hafa tekist nýr samningur um uppbyggingu á félagssvæði Þórs. Er nú lokið löngu og erfiðu samningaferli sem hófst í janúar. Nú verður hafist handa við margvíslega uppbyggingu á félagssvæði Þórs og innan fárra ára mun það svæði verða með glæsilegustu íþróttasvæðum landsins. Til hamingju Þórsarar og Akureyringar allir.
Fróðleikur dagsins: Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 13:08
,,Ég veit allt, get allt......
Eins og við var að búast kom nákvæmlega ekkert á óvart í máli Davíðs fyrrum ráðherra, þingmanns og núverandi Seðlabankastjóra - EKKERT þegar hann varði vaxtastefnu bankans. Stýrivextir áfram óbreyttir og allt tal um Evruna skotið niður, milli lína má enn og aftur greina hroka hans og hversu mikið hann lítur niður til þeirra sem voga sér að hafa skoðun á því hvað sé landi og þjóð fyrir bestu.
Því dettur mér ávallt í hug lagið ,,ég veit allt, get allt, gera allt miklu betur en fúll á mót....".
Fróðleikur dagsins: Árið 1726 fékk hinn sjö ára gamli Charles Sauson stöðu opinbers böðuls í arf.
![]() |
Tilefni til að ætla að verðlagsáhrif gengislækkunar verði hófleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
103 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar