Leita í fréttum mbl.is

Var drepinn af misgáningi

Í dag eru liðin 101 ár frá fæðingu afa míns Páls Friðfinnssonar húsasmíðameistara. Páll afi lést 22. ágúst 2000. Páll afi læri húsasmiði og fékk síðar meistararéttindi og vann við þá iðn allt sitt líf. Hann var ekki einvörðungu afkasta mikill húsasmiður heldur lét hann til sín taka hönnun húsa. Hann teiknaði fjölmörk hús hér í bæ og má sjá verk hans víða um bæinn. En í Holtahverfinu sem er í Glerárhverfi eru óvenju mörg hús sem hann bæði teiknaði og byggði. Eitt af þekktari húsum sem hann kom að má t.a.m. nefna Amtsbókasafnið. Hann var byggingameistari þess hús.

Páll afi var vel hagmæltur og liggja eftir hann margar góðar vísur. Hef ég ákveðið deila þessu með ykkur lesendur góðir. Svo gæti farið að fleiri birtust hér á næstu dögum, hver veit?

Til Páls afa frá Daníel Guðjónssyni (blikksmiður)

 

Þó ég sitji þreyttur hér,

og sálartetrið klikki.

Líklega get ég lagað mér,

líkkistu úr blikki.

 

Svar afa við þessu.

 

Í bréfi sem mér barst ein dag,

var bögu saman lamið.

Við hana þó lipurt lag,

að launum hef ég samið.

 

Klúr þó verði kassinn þinn,

af klaufahöndum gerður.

Eftir dauðann eldvarinn,

þú örugglega verður.

Þessa vísu orti afi og sendi líkkistusmið hér á Akureyri, að sögn var viðkomandi ekki skemmt fyrst um sinn.

 

Mér finnst þin smíði heldur klén,

og fráleitt þau bæinn prýða.

Ofan í jörðina öllu er hent,

utan um steindauð hræin.

 

Eitt sinn gerðist sá atburður að hrossi einu var slátrað af misgáningi, og urðu þeir sem slátruðu hrossinu undrandi er heim kom og sáu að enn var hesturinn heima er þeir hugðu salta í tunnu. Og af því tilefni orti afi.

 

brunnHérna um daginn hláleg skeðu hrossa undur,

Er Brúnn kom heim þá búið að brytja hann sundur.

Fölnaði Þórir fór þá mjög að fara um drenginn,

Er hann Brún sá standa úti afturgenginn.

 

Er Brúnn mun verða í búi hans

Hinn besti kraftur,

Því drjúgum mun hann drýgjast,

Við að drep´ann aftur.

Speki dagsins er í boði Rögnvaldar ,,gáfaða": Sjaldan fellur smiðurinn langt frá stillansinum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góður!

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæll Palli minn.

Aðeins leiðrétting; orðavíxlun hefur orðið hjá þér í þriðja vísunni . Á að vera fráleitt þau prýða bæinn.

Sjaldan fellur smiðurinn langt frá stiganum myndi ég segja!

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.9.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband