Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Klukk

Ég þoli ekki klukk - ég er brjálaður af því að Lúther klukkaði mig sá á eftir að finna til tevatnsins þótt síðar verði.

4. Störf

Götusóp (hjá Pálma heitnum tengdó)

Verkamannavinna (Möl og sandur og Smárinn hf)

Sjómennska (hingað og þangað aðallega þangað)

Ritstörf í núinu.

4 Bíómyndir.

Deer Hunter (Svaf hana að mestu)

Fjögur brúðkaup og jarðaför (svaf af mér jarðaförina)

Old Boy (nægilega ógeðsleg til að halda mér vakandi)

Dansað við úlfa (gerði 4 tilraunir til að sjá hana alla sofnaði alltaf)

4 staðir sem ég hef búið á.

Löngumýri 30 (fyrstu 2 árin)

Þverholt 7 (frá 1960 til 1978)

Dalsbraut 10 (Höfn í Hornafirði)

Bý nú á Akureyri.

4. Sjónvarpsþættir.

Dýrlingurinn (Roger Moore)

Einhenti maðurinn (man samt ekkert)

Dallas (hver elskaði ekki þann frasa?)

Stiklur (eða var það kannski spriklur?)

4 staðir í fríum.

Hljóðaklettar 19.-20. júlí 1979

Skaftafell í ágúst 1983 (mesta rigning sem sögur fara af hef ekki þurft að fara í bað síðan þá)

Leicester - Manchester desember 2005

London í ágúst 2007

4 netsíður.

www.thorsport.is

www.mbl.is

www.mcfc.co.uk

www.pallijo.blog.is

Fernt matarkyns.

Saltkjöt og baunir (vá ég fæ vatn í munninn)

kjöt og kjötsúpa (ég slefa)

Nautakjöt medium rare (þarf að segja meir?)

Lauksúpan hennar Hrabbýar (dísess)

4 óskastaðir akkúrat núna

Akureyri

Manchester (City leikur um helgina)

Sidney (veit ekki af hverju)

Tunglið (já ég meina það)

4 sem ég klukka.

Hrönn (getur klukkað í frímínútum)

Ronni (í kaffitímanum meðan hinir reka í nál)

Edda (af því að hún hefur gaman af þessu - held ég)

Dagbjört (getur líka notað frímínúturnar eins og Hrönn)

Speki dagsins: Ég skal finna þig í fjöru þótt síðar verði


Sögulegt

StartiðÞessi dagur er fyrir margra hluta sakir dálítið merkilegur - já eða bara svo mjög merkilegur í sögulegu samhengi. Hægt að tengja fram og aftur í allar áttir að heiman og aftur heim eða þannig.

Hafist var handa við að leggja þökur á  aðalvöll Íþróttafélagsins Þórs, alvöru gras en ekki eitthvert teppi sem á að líkja eftir grasi. Það var gaman að fylgjast með og óhætt að segja að maður sé farin að verða svolítið spenntur að sjá hvernig öll herleg heitin líta út þegar öllu verður lokið. Völlurinn verður allur hinn glæsilegasti. Upphitaður með lýsingu, springler kerfi sem er sjálfvirkt vökvunarkerfi upphituðum hlaupabrautum í kring og 1000 manna áhorfenda stúku með öllu tilheyrandi.

StúkanGrunnurÞá var einnig fyrsta steypan látin renna í mót, sökkla á hinni nýju stúku. Stúkan verður glæsilegt mannvirki þegar upp verður staðið aðstaða verður þar öll eins og best gerist.

Þetta var að gerast í dag á félagssvæði Þórs. Og nú er komið að sögulegri tengingu. Í dag er 9. september og þann dag árið 1906 fæddist Páll afi minn sem var þekktur byggingameistari hér í bæ auk þess var hann mjög mikill Þórsari. Knattspyrnuvöllurinn verður einnig hluti af frjálsíþróttavelli og þar er ágæt tenging því Páll afi var mikill áhugamaður um knattspyrnu og einnig iðkaði hann frjálsar íþróttir á yngri árum og keppti í þeim t.d. stangastökk og langstökk.

Meira um tengingu varðandi afa og Þórssvæðið. Ég sagði að fyrsta steypan hafi runnið í sökkla á stúkunni sem er rétt. Árið 1932 reisti Íþróttafélagið Þór sér lítið hús sem þeir kölluðu búninga aðstöðu og stóð á fyrsta Þórsvellinum sem var niður á Oddeyri. Og tengngin er þessi að Páll afi var aðal smiðurinn í þeirri byggingu. Því fer vel á að þessar framkvæmdir sem voru framkvæmdar í dag skuli bera upp á afmælisdag hans.

AfiSem sagt Páll afi hefði orðið 102 ára ef hann væri á lífi. Hann var mikils virtur byggingameistari hér í bæ og teiknaði og hannaði fjöldann allan af húsum. Einnig var hann mjög hagmæltur og orti mjög mikið. Af því tilefni ætla ég að hafa speki dagsins í boði afa og birta eins vísu eftir hann. Tilefnið var að eitt sinn gerðist sá atburður að hér í bæ var hesti slátrað af misgáningi og þegar þeir sem slátruðu hestinum komu heim brá þeim í brún þegar þeir sáu hestinn heima standa sem þeir héldu að þeir höfðu drepið.

Teikningin hér til hliðar er eftir sr. Bolla Gústavsson sem var lengi prestur í Laufási. Bolli og fjölskylda hans var mikið vinarfólk afa og ömmu. Þessa teikningu tók ég af blogginu hennar mömmu, þar sem ég á ekki neina mynd af Páli á stafrænu formi enn sem komið er. En úr því verður bætt mjög fljótt er ég verð búin að skanna inn nokkrar af honum. Þangað til læt ég þessa fínu teiknuðu mynd af honum duga.

 

Hérna um daginn hláleg skéðu hrossa undur, 

er Brúnn kom heim þá búið var að brytja hann sundur.

Fölnaði Þórir fór þá mjög að fara um drenginn,

er hann Brún sá standa úti afturgenginn.

En Brúnn mun verða í búi hans,

hinn besti kraftur,

því drjúgur mun hann drýgjast,

við að drepa hann aftur.


Þegar villidýrið slapp út þá lagðist hún á ......

Þetta er einn af þeim dögum sem ég veit ekkert um hvað eigi að blogga. Ætti ég að taka þátt í rifrildi um hvort það hafi verið skandall að dæma sigurinn af  Hamilton eður ei? veit ekki, en ég spyr mig hvort menn vilji í raun leyfa mönnum að haga sér inná brautinni með frumskógarlögmálið að leiðarljósi?

Við getum jú glaðst vegna gegni Íslenska karla landsliðsins í knattspyrnu. Þeir unnu Norðmenn með því  að ná jafntefli gegn þeim á útivelli. Já svei mér þá ef við erum ekki u.þ.b. að verða heimsfrægir fyrir afrekin okkar í knattspyrnunni?

Svo gæti ég líka haft á því skoðun hvort Zola verður næsti stjóri West Ham eður ei, eða hvort hann heldur áfram að naga njóla og íslendingaliðið West er komið i hinn vesta ham. Þvílík steypa, greinilegt að maður er í bloggkreppu.

Fann mér til dundurs og hóf að bera á sólpallinn áður en konan rak mig út til þess. Þarna snéri ég á hana. Sú var skrítin á svipinn þegar ég var komin með pensilinn í hönd og allt klárt án þess að hafa verið rekin til þess. Segið svo að maður sé ekki húsbóndinn á sínu heimili? Ég ræð því sko sjálfur hvenær ég kem undan rúminu, og hana nú.

Er með höfuðið í bleyti af og til og velti því fyrir mér hvort ég eigi að taka þessara kolvitlausu ábendingu bloggvina minna um að halda áfram að blogga um gömul hús. Svei mér þá, ég sem elska nýmóðins steinkubbalda og helst háhýsi. Svo hélt ég að bloggvinir mínir væru vinir mínir? en sjáum til kannski ég taki mig til áður en langt um líður og finni einhvern trékassann enn til að skoða og fræðast um og setja á netið, aldrei að vita.

Hugsið ykkur að ég skuli hafa haft mig út í að skrifa þessa endalausu steypu sem vafalítið engin nennir að lesa. Og það sem meira er pælið í því að ég með þessari klikkun skuli hafa náð að ræna þig dýrmætum tíma þínum við lestur þessa vitleysu, já ekki er öll vitleysan eins.

Málsháttur dagsins: Bágt er að troða tveimur stórum í einn sekk

Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir

FótboltastelpaFyrir 8 árum urðu kaflaskil í lífi mínu, og afmælisbarni dagsins. Afmælisbarn dagsins leit þá fyrst dagsins ljós. Um leið og hún leit dagsins ljós fyrsta sinni sá ég lífið í nýju og allt öðru ljósi. Straumhvörf. Margrét Birta er fyrsta barnabarnið mitt og hún er sem sagt orðin 8 ára. Það er með ólíkindum hvað tíminn flýgur áfram. Það sést á börnunum og barnabörnunum.

Auk þess að heita Margrét er vel við hæfi að hún beri auk þess nafnið Birta því það lýsir henni afskaplega vel. Hún er gleðigjafi og hleypir miklu lífi í allt og alla sem eru henni samtíða. Á henni sést berlega og sannast máltækið góða ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" Hún er lík mömmu sinni í svo mörgu. Þótt hún verðskuldi að ég telji upp alla hennar kosti þá ætla ég að sleppa því, færslan yrði of löng. 

ÖryggiMargrét Birta er fjörug í meira lagi. Á sumrin stundar hún fótbolta af lífi og sál. Hún byrjaði í vor að æfa knattspyrnu og er bara vel liðtæk í þeirri list. Á veturna iðkar hún fimleika og þar er hún einnig afar liðtæk. Þetta fer vel saman og eflir hana á alla lund.

Í dag ætla ég að samgleðjast með henni og fjölskyldunni allri. Tertur og annað góðgæti verður án efa á borð borið svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að elda kvöldmat. Maginn verður troðin út þar til að maður stendur á blístri. Þá liggur maður afvelta smá stund, eða þar til verkurinn líður hjá, þá fer maður eina ferð í viðbót og svo endurtekur sagan sig aftur og aftur og af.....

Þessi dagur er sem sagt helgaður þessari skvísu frá A-Ö og af þeim sökum verður ekkert annað á dagskrá í þessari færslu.

Ég og amma hennar erum henni afar þakklát fyrir það að fá að vera henni samtíða. Hún ásamt systkinum sínum er daglegur gestur hér á mínu heimili og því fylgir mikil hamingja og gleði. Vonandi verð ég þess aðnjótandi að aldrei beri skugga á þá vináttu sem við ,,gamla" settið höfum náð að þroska við hana og systkini hennar. Þetta eru meiri lífsgæði en margan grunar. Ég ætla enda þessa stuttu afmælisbloggfærslu henni til heiðurs og set inn speki dagsins og tileinka henni þar sem þetta á svo ofboðslega vel við hana líkt og móðir hennar.

Elsku Margrét Birta til hamingju með afmælið.

Speki dagsins: Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir 


Teknir í bakaríið

GísliPállÞað var sannkölluð Derby-stemming á Akureyrarvelli í gærkvöld þegar stórlið Þórs tók á móti grönnum sínum úr KA í 1. deildinni í gærkvöld. Skemmst er frá því að segja að mínir menn í Þór fóru með afar sanngjarnan 1-3 sigur af hólmi. Læt fylgja með hér mynd þar sem Gísli Páll Helgason unglingalandsliðsmaðurinn knái skora eitt marka Þórs. Myndina tók hinn geðþekki blaðamaður Skapti Hallgrímsson. Gísli Páll kemur úr mikilli Þórs fjölskyldu og er sönnun þess að hafa hlotið gott og heilbrigt uppeldi. Helgi Pálsson pabbi kappans var að vonum ánægður á leiknum og náði brosið á honum allan hringinn, það er skiljanlegt. Það er aldrei eins gaman að fara heim af sigurleik eins og þegar þeir gulu á brekkunni eru lagðir. Segi enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.

ÁstarvagninBrá mér í miðbæinn í morgun til þess að kíkja á ástarvagninn sem var á ferðinni á Akureyrarvökunni. Þar var ég fjarri góðu gamni og varð af öllu húllumhæinu. Hvað um það vagninn stendur á miðju torginu nákvæmlega þar sem grasið var fyrir fáum dögum síðan. Búið að fjarlægja grasið.

Vagninn er fagurlega skreyttur þar sem sjá má hin ýmsu slagorð og játningar um hvað fólk elskar. T.d. mátti sjá ,,ég elska Röggu Gísla" - ,,ég elska pylsu með öllu" - ég elska allt og alla" - ,,ég elska þig og mig" (mig ?) - ,,ég elska Akureyri" - ,,ég elska Eið" og svo mætti lengi, lengi telja. Gaman að þessu. Frumlegt ekki satt?

Til þess að ergja ekki suma bloggvini mína ætla ég ekkert að tala um hvað Manchester City eru að gera. Ég ætla ekki að minnast á það einu orði hvað þeir munu gera á næstu misserum. Ég ætla ekki að voga mér að pirra viðkomandi bloggvin, hann sér sjálfur um að blogga um þetta Tounge

Málsháttur dagsins: Lög eru þar fyrir lögð að boðorð skuli ei brjóta


Sögustund um gamalt hús með mikla sögu

Bói hafði af því áhyggjur að þráhyggja mín um Smuguna gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mig. Hann skoraði á mig að takast á við ný verkefni, það kallast framþróun. Bói vildi fá sögustund um gömul hús á Akureyri og nágrenni. Ég tók áskoruninni og hér kemur 1. kafli sem uppfyllir báðar kröfur Bóa.

Húsið var byggt 1908 eftir að stórhýsi sem þar stóð áður hafði brunnið. Það var Jón Norðmann frá Barði í Fljótum sem byggði húsið. Í bókinni Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs segir ,,Þetta hús keypti síðan  Ragnar Ólafsson konsúll  frá Skagaströnd, sonur Ólafs Jónssonar veitingamanns.  Ragnar átti húsið í allmörg ár. Hann seldi síðan Búnaðarbankanum húsið og var bankinn í þessu húsi þar til að þeir fluttu í nýtt og stórt hús sem stendur við Geislagötu. Þegar að bankinn var fluttur úr húsinu var m.a. verslunin Leðurvörur. Mér þykir sérlega vænt um að geta sagt frá því að heimildir herma að Íþróttafélagið Þór hafi verið stofnað í þessu  húsi, en Ragnar Ólafsson stórkaupmaður var mikill velgjörðarmaður félagsins. Húsið er Strandgata 5 og stóð nálægt því sem húsið að Strandgötu 3 stendur í dag þó sennilega örlítið nær húsinu þar sem kaffi Akureyri er í.

 Strandgata5

Í kringum 1968 +,- eitthvað. Ég var krakki en man það vel þegar til stóð að rífa þetta hús. Áður hafði maður að nafni Gísli Eiríksson búið í Glerárhverfi.  Gísli bjó í húsi sem stendur við Höfðahlíð og heitir Árnes. Sú atvinnustarfsemi sem Gísli rak í miðju íbúðahverfi fór fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Gísla var gert að hætta þeirri starfsemi eða fjarlægja draslið eins og menn kölluðu það. Samferðafólki hans fannst hann vera með of mikið af rusli og drasli í kringum húsið. Í augum Gísla var þetta ekki rusl heldur hlutir sem biðu þess að fá nýtt hlutverk. Gísli flutti út úr bænum og byggði sér hús norðan við Lónsá og nefndi nýja staðin Berghól. En það er allt önnur ella.  Húsið að Strandgötu 5 varð að víkja með einum eða öðrum hætti fyrir nýju skipulagi.

Gísli fékk húsið gefins og með því eina skilyrði að fjarlægja það með einum eða öðrum hætti eða rífa húsið, hans var valið. Gísli vissi að mikið var eftir í húsinu. Hann vildi ekki rífa það. Gísli valdi þann kost að fjarlægja húsið í heilu lagi. Hann lyfti því upp og slakaði svo aftur ofan á dráttarbíl og lagði svo af stað með húsið út úr bænum. Næsti áfangataður og endaleg staðsetning hússins yrði á lóð hans við Berghól.

Lónsá brú

Þetta var mikið ævintýri fyrir okkur krakkana í Glerárhverfi að fylgjast með þegar bílalestin mjakaði sér hægt og rólega norður eftir Hörgárbrautinni út úr bænum með hús á pallinum. Á leið þeirra þurftu þeir að fara yfir litinn læk sem heitir reyndar Lónsá. Þegar þangað kom varð mönnum ljóst að brúarstöplarnir voru of háir svo að hraðar hendur varð að hafa við að höggva ofan af þeim svo húsið kæmist á leiðarenda. Það gekk eftir. Húsið komst á leiðarenda.

Berghóll2

Í dag stendur þetta hús enn á þeim stað sem það var sett niður við Berghól og heitir Berghóll II. Þegar ekið er inn í Akureyrarbæ sést húsið vel á hægri hönd gengt Húsasmiðjunni. Þó er frekar snúið að mynda húsið þar sem trjágróður og mön hylur manni sýn frá götunni. Því miður er húsinu er ekki sérlega vel við haldið í dag. Það er sorglegt þetta er hús með sögu. En sem betur fer þá stendur húsið enn.

Berghóll2 1

Gísli Eiríksson sá hinn sami og flutti húsið var frægur maður hér í bæ. Í hans augum var ekkert ónýtt, það bara beið þess að öðlast nýtt líf. Gísli var snillingur. Hann var faðir þeirra bræðra sem stofnuðu DNG og er í næsta húsi norðan við Berghól. Synir Gísla eru allir afburða snjallir menn en eins með þó og aðra snillinga þá þykja þeir frekar skrítnir af sumu fólki, en ég kalla þá snillinga sem samfélagið þyrfti að kunna að meta.

Gísli er tilefni í nýjan pistil og kann ég nokkrar sögur af honum og afrekum hans. Hver veit nema ég láti mig hafa það að koma með smá pistil um hann síðar? Efsta myndin með þessari færslu er tekin upp úr bókinni sem ég vitna í hinar eru mínar.

Ætla bregða mér á völlinn í kvöld. Erfiður leikur framundan þar sem gríðarlega mikil meiðsl hrjá leikmannahóp minna manna en hvað um það. Vonandi taka þeir hressilega á því í kvöld.

Málsháttur dagsins: Sá verður að vaka sem öðrum á að halda vakandi

Já sæll!

Þessu ber að fagna. Bíð kappann velkomin í hópinn hjá þessum frábæra klúbb.
mbl.is Robinho til Manchester City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætum alveg notað hann

Við gætum alveg notað þennan þótt hann komi frá Tottenham, ekki spurning. Ef af verður þá bara bjóðum við hann velkomin.


mbl.is Endar Berbatov hjá Manchester City?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakur atburður.

13.feb1982Það er mánudagur og ungi maðurinn er u.þ.b. að springa - úr monti. Það er fjandakornið fátt annað sem kemst að í huga hans en stolt, mér tókst það! Hann upplífir þann atburð sem hann var að verða vitni af, sem einstakan atburð í veraldarsögunni, já þetta var nánast að gerast í fyrsta sinn í mannkynssögunni. Þessi atburður var svo sem ekki að gerast í dag hjá þessum umrædda manni, en er vafalítið að gerast á hverjum degi út um allan heim - örugglega á þessu augnabliki.

Þessi mánudagur sem ég var að lýsa var mánudagurinn árið 1980. Þá leit frumburður minn og konu minnar dagsins ljós í fyrsta sinn. Núna 28 árum, þremur börnum og þremur barnabörnum síðar finnst mér eins og þetta hafi gerst í gær. Og þótt aldurinn færist yfir aðra þá finnst mér tíminn standa í stað.

Dagbjört Elín hefur eins og öll önnur börn fengið foreldra sína allt frá fæðingu til þess að hlægja og gráta í gegnum lífið. Sem betur fer er það svo að gleðitárin yfirgnæfa allt annað. Dagbjört Elín er eins og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir og það er einmitt það sem gerir hana svo einstaka sem raunin er á.

Til er máltæki sem segir að ,,Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Ef að líkum lætur mun það sannast í dag svo um munar. Ef móðir hennar boðar til veislu þá er sko veisla það er klárt. Og ef ég þekki dóttir mína rétt verður eitthvað nammi á boðstólnum eins og venja er við slík tækifæri. Þessi mánudagur fyrir 28 árum var sko ekki mánudagur til mæðu eins og máltækið segir og mánudagurinn í dag verður fráleitt þannig. Þetta er fínn dagur, hamingju dagur.

Dagbjört mín til hamingju með daginn.

Fróðleikur dagsins: Oft hefur það kötturinn sem kónginum var ætlað

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband