Leita í fréttum mbl.is

Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir

FótboltastelpaFyrir 8 árum urðu kaflaskil í lífi mínu, og afmælisbarni dagsins. Afmælisbarn dagsins leit þá fyrst dagsins ljós. Um leið og hún leit dagsins ljós fyrsta sinni sá ég lífið í nýju og allt öðru ljósi. Straumhvörf. Margrét Birta er fyrsta barnabarnið mitt og hún er sem sagt orðin 8 ára. Það er með ólíkindum hvað tíminn flýgur áfram. Það sést á börnunum og barnabörnunum.

Auk þess að heita Margrét er vel við hæfi að hún beri auk þess nafnið Birta því það lýsir henni afskaplega vel. Hún er gleðigjafi og hleypir miklu lífi í allt og alla sem eru henni samtíða. Á henni sést berlega og sannast máltækið góða ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" Hún er lík mömmu sinni í svo mörgu. Þótt hún verðskuldi að ég telji upp alla hennar kosti þá ætla ég að sleppa því, færslan yrði of löng. 

ÖryggiMargrét Birta er fjörug í meira lagi. Á sumrin stundar hún fótbolta af lífi og sál. Hún byrjaði í vor að æfa knattspyrnu og er bara vel liðtæk í þeirri list. Á veturna iðkar hún fimleika og þar er hún einnig afar liðtæk. Þetta fer vel saman og eflir hana á alla lund.

Í dag ætla ég að samgleðjast með henni og fjölskyldunni allri. Tertur og annað góðgæti verður án efa á borð borið svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að elda kvöldmat. Maginn verður troðin út þar til að maður stendur á blístri. Þá liggur maður afvelta smá stund, eða þar til verkurinn líður hjá, þá fer maður eina ferð í viðbót og svo endurtekur sagan sig aftur og aftur og af.....

Þessi dagur er sem sagt helgaður þessari skvísu frá A-Ö og af þeim sökum verður ekkert annað á dagskrá í þessari færslu.

Ég og amma hennar erum henni afar þakklát fyrir það að fá að vera henni samtíða. Hún ásamt systkinum sínum er daglegur gestur hér á mínu heimili og því fylgir mikil hamingja og gleði. Vonandi verð ég þess aðnjótandi að aldrei beri skugga á þá vináttu sem við ,,gamla" settið höfum náð að þroska við hana og systkini hennar. Þetta eru meiri lífsgæði en margan grunar. Ég ætla enda þessa stuttu afmælisbloggfærslu henni til heiðurs og set inn speki dagsins og tileinka henni þar sem þetta á svo ofboðslega vel við hana líkt og móðir hennar.

Elsku Margrét Birta til hamingju með afmælið.

Speki dagsins: Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.9.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með Margréti Birtu!

Edda Agnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með dömuna

Hrönn Jóhannesdóttir, 7.9.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Til hamingju með stelpuna, svo við komum smá bolta inn í umræðuna þá sínist mér hún hafa eitraðan hægri fót sem á eftir að skelfa varnarkonur í framtíðinni.

Ég kannast aðeins við þetta með gott afa og ömmuhús gegnum mín börn. Það má ekki gleymast að þetta gerir börnunum betra enn foreldrana grunar oft. Afi og Amma kunna svo margt sem við ungu foreldranir sjáum ekki.

S. Lúther Gestsson, 8.9.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

231 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband