Leita í fréttum mbl.is

Sögulegt

StartiðÞessi dagur er fyrir margra hluta sakir dálítið merkilegur - já eða bara svo mjög merkilegur í sögulegu samhengi. Hægt að tengja fram og aftur í allar áttir að heiman og aftur heim eða þannig.

Hafist var handa við að leggja þökur á  aðalvöll Íþróttafélagsins Þórs, alvöru gras en ekki eitthvert teppi sem á að líkja eftir grasi. Það var gaman að fylgjast með og óhætt að segja að maður sé farin að verða svolítið spenntur að sjá hvernig öll herleg heitin líta út þegar öllu verður lokið. Völlurinn verður allur hinn glæsilegasti. Upphitaður með lýsingu, springler kerfi sem er sjálfvirkt vökvunarkerfi upphituðum hlaupabrautum í kring og 1000 manna áhorfenda stúku með öllu tilheyrandi.

StúkanGrunnurÞá var einnig fyrsta steypan látin renna í mót, sökkla á hinni nýju stúku. Stúkan verður glæsilegt mannvirki þegar upp verður staðið aðstaða verður þar öll eins og best gerist.

Þetta var að gerast í dag á félagssvæði Þórs. Og nú er komið að sögulegri tengingu. Í dag er 9. september og þann dag árið 1906 fæddist Páll afi minn sem var þekktur byggingameistari hér í bæ auk þess var hann mjög mikill Þórsari. Knattspyrnuvöllurinn verður einnig hluti af frjálsíþróttavelli og þar er ágæt tenging því Páll afi var mikill áhugamaður um knattspyrnu og einnig iðkaði hann frjálsar íþróttir á yngri árum og keppti í þeim t.d. stangastökk og langstökk.

Meira um tengingu varðandi afa og Þórssvæðið. Ég sagði að fyrsta steypan hafi runnið í sökkla á stúkunni sem er rétt. Árið 1932 reisti Íþróttafélagið Þór sér lítið hús sem þeir kölluðu búninga aðstöðu og stóð á fyrsta Þórsvellinum sem var niður á Oddeyri. Og tengngin er þessi að Páll afi var aðal smiðurinn í þeirri byggingu. Því fer vel á að þessar framkvæmdir sem voru framkvæmdar í dag skuli bera upp á afmælisdag hans.

AfiSem sagt Páll afi hefði orðið 102 ára ef hann væri á lífi. Hann var mikils virtur byggingameistari hér í bæ og teiknaði og hannaði fjöldann allan af húsum. Einnig var hann mjög hagmæltur og orti mjög mikið. Af því tilefni ætla ég að hafa speki dagsins í boði afa og birta eins vísu eftir hann. Tilefnið var að eitt sinn gerðist sá atburður að hér í bæ var hesti slátrað af misgáningi og þegar þeir sem slátruðu hestinum komu heim brá þeim í brún þegar þeir sáu hestinn heima standa sem þeir héldu að þeir höfðu drepið.

Teikningin hér til hliðar er eftir sr. Bolla Gústavsson sem var lengi prestur í Laufási. Bolli og fjölskylda hans var mikið vinarfólk afa og ömmu. Þessa teikningu tók ég af blogginu hennar mömmu, þar sem ég á ekki neina mynd af Páli á stafrænu formi enn sem komið er. En úr því verður bætt mjög fljótt er ég verð búin að skanna inn nokkrar af honum. Þangað til læt ég þessa fínu teiknuðu mynd af honum duga.

 

Hérna um daginn hláleg skéðu hrossa undur, 

er Brúnn kom heim þá búið var að brytja hann sundur.

Fölnaði Þórir fór þá mjög að fara um drenginn,

er hann Brún sá standa úti afturgenginn.

En Brúnn mun verða í búi hans,

hinn besti kraftur,

því drjúgur mun hann drýgjast,

við að drepa hann aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

KLUKK kallinn, nánar á minni síðu.

S. Lúther Gestsson, 10.9.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Flottur karl hann afi Sakna hans. Bið voða vel að heilsa í bæinn. Ragnar Þór frændi okkar á afmæli í dag.

Hrönn Jóhannesdóttir, 10.9.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

232 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband