Leita í fréttum mbl.is

Viðsnúningur Hallgríms Hjörleifssonar - batnandi mönnum er best að lifa

Það var athyglivert að lesa pistil fyrrum ritstjóra staðarblaðsins Vikudags á Akureyri, sem birtist í 24 stundum í dag. Þar tekur Hallgrímur upp hanskann fyrir Ólaf F. Magnússon borgarstjóra. Hallgrímur kallar blaða- og fréttamenn ,,snápa" fyrir það að hafa ekki gefið Ólafi vinnufrið en þeir hafa gengið svo langt að vilja fá svör við ýmsum óskiljanlegum uppátækjum háttvirts borgarstjóra. Það er stórmannlegt af Hallgrími að verja Ólaf F. Magnússon. En skoðum forsögu Hallgríms aðeins þegar kemur að þessum málum.  

Á undanförnum árum hefur Hallgrímur Hjörleifsson hefur ritað óteljandi pistla og greinar í hið ágæta staðarblað Vikudag, sem og Morgunblaðið þar sem hann hefur farið ófögrum orðum um aðkomufólk í bæjarstjórn Akureyrar. Þetta hefur gengið svo langt að flokka mætti aðför hans undir gróft einelti. Þetta fólk er óalandi og óhæft til að stjórna bænum okkar að hans mati, af hverju? Jú þetta er utanbæjarfólk.

RakelBest1Þetta væri allt saman gott og blessað ef ekki væri fyrir þá undarlegu staðreynd að Ólafur F. Magnússon er Akureyringur og því aðkomumaður í borgarstjórn Reykjavíkur. Hvað ætli valdi þessum sinnaskiptum hjá Hallgrími? hefur hann loksins áttað sig á því að það skiptir nákvæmlega engu hvar rætur manns liggja? Dalvík, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Reykjavík og svo mætti lengi telja uppruninn skiptir ekki máli, heldur hvaða mann hver og einn hefur að geyma. Það er fagnaðarefni að Hallgrímur skuli hafa áttað sig á þessu.

Því megum við eiga von á því að hann líti Sigrúnu Björk bæjarstjóra á Akureyri, Hermann Jón Tómasson formann bæjarráðs Kristján Þór Júlíusson bæjarfulltrúa og aðra sem í bæjarstjórn Akureyrar sitja og eiga rætur sínar að rekja í önnur sveitarfélög öðrum augum hér eftir annað er óhugsandi ef maðurinn er samkvæmur sjálfum sér. Því segi ég ,,batnandi mönnum er best að lifa" prik handa Hallgrími.

Í dag var A- Landsliðskonan og leikmaður Þór/KA Rakel Hönnudóttir valin í úrvalslið 7. - 12. umferðar Landsbankadeildar í knattspyrnu. Þá var hún einnig útnefnd sem besti leikmaður þessara umferða. Fyrr í sumar var Rakel valin í lið 1.-6. umferða Landsbankadeildarinnar. Þetta er enn einn stórsigurinn fyrir knattspyrnu kvenna hér á Akureyri.  Hér á Akureyri er verið að vinna frábært uppbyggingarstarf í knattspyrnu kvenna það sést best á þessu. Ég fékk Rakel Hönnudóttir til þess að droppa við hjá mér í kvöld þannig að ég gæti smellt af henni mynd með verðlaunin. Og í leiðinni smellti ég mynd af henni með barnabörnum mínum þeim Margréti Birtu og Elínu Ölmu en Rakel er ein af þjálfurum Þórs sem sér um æfingar hjá 7. flokki stúlkna þar sem þessar skvísur eru að æfa. Til hamingju Rakel og til hamingju knattspyrnukonur á öllum aldri á Akureyri. Áfram Stelpur í Þór/KA.

DrottningarÞá er hluti af kvenarmi fjölskyldunnar lagðar af stað í ævintýri. Þær héldu á vit ævintýranna fyrsti áningarstaður er Keflavík þar sem þær munu hvíla lúin bein áður en lengra verður haldið. England eða nánar tiltekið Leicester er staðurinn sem þessar elskur ætla njóta lífsins á næstu daga. Vonandi munu þær skemmta sér konunglega og nota tækifærið og rölta búð úr búð án þess að hafa grenjandi karla í eftirdragi sem leita ekki að neinu öðru en næstu krá, sem þeir hvort eð er fengju ekki leyfi til að fara inn á.

Þetta minnir á að stundum er sagt þegar karlar fara í hóp á fótboltaleik erlendis ,, nei við viljum engar konur við ætlum að skemmta okkur". Já ætli það sé ekki nákvæmlega það sem þessar elskur er að pískra í dag og njóta lífsins og segja ,,nú verður gaman engir karlar nú getum við loksins skemmt okkur í friði" fara svo hoppandi eins og ballerínur upp í IcelandExpress flugvél snemma morgun meðan við karlarnir öfundumst hér heima án þess að þora viðurkenna það opinberlega. Annars segi ég það með sanni vonandi skemmt þær sér hið besta og taka rækilega út rápið milli búða sem mun veita þeim ró næsta árið eða svo Tounge

Fróðleikur dagsins: Lögum samkvæmt er bannað að leika tennis á götum Cambridge.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þetta dæmalausa "viðtal" Helga Seljan við borgarstjórann á dögunum. Mér þótti Helgi fara offari í frekjugangi og frammígripum. Hitt var svo annað að Láfi vildi hreinlega ekki tala um það sem hann var spurður um, og sé það rétt sem sagt var, að línur viðtalsins hafi verið klárar fyrirfram, þ.e. brottvikning Ólafar, listaháskólinn og Bitruvirkjun, þá ætlaði Ólafur greinilega að sniðganga þær línur og treysta á að í beinni útsendingu gæti hann sagt hvað sem hann vildi sjálfur án þess að hægt væri að klippa viðtalið. Hann varaði sig ekki á því að Helgi er með innbyggðan klippikjaft!

Einu sinni (´97) var ég "verja" á bindindismóti  í Galtalækjarskógi. Við fjölskyldan greiddum eitthvað lægra gjald fyrir innganginn, gegn þessari beiðni sem ég varð við. Mér fannst alveg ótrúlegt hvað unglingar virtust eiga auðvelt með að drekka sig fulla þarna inni á mótinu. Vissulega voru þeir líka margir sem léku sig fulla, og það var alveg gríðarlega gaman að hnippa í öxlina á slíkum þar sem þeir slöguðu mikið og höfðu hátt. Gæslumenn voru yfirleitt tveir saman og þegar við komum auga á einhvern ungling sem augsýnilega var að leika sig fullan, var fátt skemmtilegra en leggja hönd á öxl viðkomandi og segja: "Heldurðu ekki að best sé fyrir þig að koma með okkur og leggja þig?"   Það brást ekki að "víman" rann af þeim hraðar en auga á festi!

En það var drukkið, og það töluvert. Eina nóttina heyrðum við í talstöðvunum að tilkynnt var um mann sem væri inni á svæðinu að selja landa á plastbrúsum. Við leituðum án árangurs, en maðurinn fannst svo síðar um nóttina annars staðar á svæðinu. Þetta fannst okkur með ólíkindum, að maður færi að smygla sér inn á bindindismót til að selja landa! Staðreyndin var hins vegar sú að þarna á mótinu virrtist vera allstór hópur unglinga sem hafði ekki fengið leyfi til að fara til Eyja, í Húsafell eða annað þangað sem haldnar voru viðurkenndar fylliríissamkomur, en getað kríað út leyfi fyrir ferð á bindindismót, af því gera mátti ráð fyrir að þar færu hlutirnir öðruvísi fram. Þessir sömu unglingar voru svo ekkert á þeim buxunum að sleppa fylliríinu og reyndu því allt hvað af tók að koma víni inn á svæðið. Landasölumenn voru svo með stöðuna á hreinu og lögðu sig fram um að koma brúsum til þyrstra unglinga á bindindismóti!

Ég var þeirri stund fegnastur þegar mótinu lauk og ég komst heim.

Gunnar Th (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Yndisleg myndin af henni Rakel með stelpunum þínum. Stelpurnar þínar eru guðdómlega fallegar. Til hamingju með boltastelpurnar, alveg frábært fyrir ykkur að fá þessa viðurkenningu norður yfir heiðar ekki veitir af!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikari er með góða greiningu á Ólafi F. hér.

Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband