Leita í fréttum mbl.is

Af þessum gjörningi er vond lykt

Ég hvet alla, og þá meina ég alla til þess að lesa Bakþanka Þráins Bertelssonar á baksíðu Fréttablaðsins í dag. Sá pistill er enn eitt gullkornið frá þessum snillingi. Um leið vakti frétt á forsíðu sama blaðs engu minni athygli hjá mér þar segir ,,Nýr forstjóri LSH fær fjórðungs hækkun" er hér átt við hækkun á launum sem nýr forstjóri LSH fær þegar hann kemur til starfa miðað  laun fyrrirennara síns. Nýverið fengu hjúkrunarfræðingar 14% hækkun launa fyrir skömmu. Ljósmæður vilja svipaða hækkun sinna launa en ekki er ljáð máls á slíku. Já er nema von að þetta fólk sem vinnur í umönnunarstörfum spyrji sig þeirra spurninga ,,er þetta réttlátt?"

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst lyktin sem ég finn af þessu ekki góð, hún er kennd við skít, hvað með ykkur?

Málsháttur dagsins: Betra er að maðurinn prýði embættið en embættið manninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband