Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
6.9.2007 | 18:18
Uppbygging á félagssvæði Þórs.
Þennan dag árið 2000 fæddist hin unga og kraftmikla dama Margrét Birta og er því 7 ára í dag. Til hamingju með daginn skvísa.
Stór dagur hjá Íþróttafélaginu Þór og Akureyrarbæ, þar sem nú hafa tekist nýr samningur um uppbyggingu á félagssvæði Þórs. Er nú lokið löngu og erfiðu samningaferli sem hófst í janúar. Nú verður hafist handa við margvíslega uppbyggingu á félagssvæði Þórs og innan fárra ára mun það svæði verða með glæsilegustu íþróttasvæðum landsins. Til hamingju Þórsarar og Akureyringar allir.
Fróðleikur dagsins: Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 13:08
,,Ég veit allt, get allt......
Eins og við var að búast kom nákvæmlega ekkert á óvart í máli Davíðs fyrrum ráðherra, þingmanns og núverandi Seðlabankastjóra - EKKERT þegar hann varði vaxtastefnu bankans. Stýrivextir áfram óbreyttir og allt tal um Evruna skotið niður, milli lína má enn og aftur greina hroka hans og hversu mikið hann lítur niður til þeirra sem voga sér að hafa skoðun á því hvað sé landi og þjóð fyrir bestu.
Því dettur mér ávallt í hug lagið ,,ég veit allt, get allt, gera allt miklu betur en fúll á mót....".
Fróðleikur dagsins: Árið 1726 fékk hinn sjö ára gamli Charles Sauson stöðu opinbers böðuls í arf.
Tilefni til að ætla að verðlagsáhrif gengislækkunar verði hófleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 10:47
Þetta eru jú bara öryrkjar.....
Í gær mátti lesa í Blaðinu þar sem greint var frá einstakling sem svipur hefur verið örorkubótum vegna langrar sjúkrahúslegu. Þetta er víst heimilt samkvæmt lögum, í velferðarþjóðfélaginu Ísland.
Í dag heyrist hvorki hósti né stuna í einum eða neinum, þetta er gleymt. Ef fréttin hefði hins vegar fjallað um forstjóralaun, kaupréttarsamninga bankastjóra eða álíka hefðu viðbrögðin verið önnur. Trúlegt má telja að þá hefðu allir fjölmiðlar landsins sett upp skyndikannanir þar sem spurt hefði verið t.d. ,,ertu sátt/ur við kaupréttarsamninginn sem Jón Jónsson gerði?". Þjóðin hefði staðið á öndinni örlítið lengur og hneykslast.
Hvers konar velferðarþjóðfélag er eiginlega Ísland í dag? hvernig stendur á því að engin hreyfir legg né lið til varnar þessum óréttmætu reglum sem hægt er að beita gagnvart öryrkjum? Öryrki sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús, er þar ekki inni bara til að safna kröftum í eins konar leyfi, viðkomandi er sjúkur.
Er ekki komin tími á að þetta blessaða þjóðfélag sem við viljum kalla ,,Velferðarþjóðfélag" fari að koma fram við öryrkja sem fólk? Getur verið að ráðamenn átti sig ekki á því að öryrki sem leggst inn á sjúkrastofnun þarf eftir sem áður að greiða reikninga t.d. húsaleigu (eða af íbúðarlánum ef viðkomandi er svo heppinn að eiga eigið húsnæði, þá fasteignagjöld), rafmagn- og hitaveitureikninga, tryggingar og ýmsar aðrar skuldbindingar? Ekki tryggir heilbrigðiskerfið það að reikningar þess fólks sem leggst inn á sjúkrastofnun lendi á ís.
Ég velti því fyrir mér hvað geti valdið því að skilningsleysi heilbrigðiskerfisins okkar sé eins lamað og klikkað og raunin er á? Getur verið að eitt af því sé það að þeir sem setja lög og reglur til handa þessum þjóðfélagshópi, sem kallast öryrkjar séu með öllu veruleikafirrt fólk? Eða getur verið að ekkert lagist hjá þessu blessaða fólki sem er öryrkjar af þeirri ástæðu að það getur ekki lagt niður vinnu eða hótað að þiggja ekki bæturnar til að leggja áherslu á að bæta þarf kjör þess? Eða ætli eina ástæða þess sé sú að þetta eru einfaldlega ÖRYRKJAR?
Ég veit ekki hvað veldur. Ég held í þá von að með tilkomu Jóhönnu Sigurðardóttir í félagsmálaráðuneytið geti haft einhver jákvæð áhrif á stöðu þessa þjóðfélagshóp þ.e. öryrkja. En það skelfir mig hins vegar að í heilbrigðisráðuneytinu er maður úr röðum Sjálfstæðisflokksins, flokks sem er trúandi til alls annars en að hjálpa þeim sem minna mega sín í þessu blessaða ,,Velferðarþjóðfélagi".
Fróðleikur dagsins: Reynsla er nokkuð sem maður fær ekki fyrr en eftir að maður þarf á henni að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 00:14
Hvað segja nú kirkjunnar menn?
Ég man þá tíð þegar Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast þegar þeir notuðu sér biblíusöguna til að skopast að. Kirkjunnar menn voru ekki par hrifnir af því gríni sem þeir félagar höfðu í frammi.
Nú bíð ég spenntur að sjá viðbrögð kirkjunnar manna yfir auglýsingu sem Síminn birti í Ríkissjónvarpinu þegar þeir auglýstu þessa nýju símatækni sem nefnd er ,,Þriðja kynslóðin". Ég er hræddur um að einhverjir hafi hrokkið í kút.
Hafi Spaugstofumenn farið yfir strikið forðum daga þá fór Síminn talsvert lengra nú.
Á undanförnum vikum hefur Ögmundur Jónasson VG farið hamförum í skrifum sínum þar sem hann hefur ráðist að Samfylkingunni. Gott og vel. Þau skrif hefur VG mönnum fundist réttmæt og sanngjörn. Nú gerðist það um helgina að í greinarhöfundur Skaksteina skaut föstum skotum að VG, sem hafa átt í verulegri tilvistarkreppu frá því í vor þ.e. eftir kosningar. VG mönnum er ekki skemmt. Það er greinilega ekki sama hverjir verða fyrir skotum. Samt var svo skemmtilega margt til í því sem Staksteinahöfundur skrifaði, þótt ótrúlegt megi virðast. En ættu VG ekki að þola smá gagnrýni fyrst þeir ætla öðrum slíkt hið sama? En sannleikanum er sér hver sárreiðastur, ekki satt?
Fróðleikur dagsins: Lafði Astor: "Ef þú værir maðurinn minn myndi ég eitra kaffið þitt". Winston Churchill: "Ef þú værir konan mín myndi ég drekka það!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 11:46
Kraftakonur.
Þessi dagur árið 1980 markaði tímamót í lífi mínu og konu minnar, því þá fæddist frumburður okkar hún Dagbjört Elín. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, hjá henni, hjá okkur öllum. Dagbjört er kraft mikil kona í dag og kemur enn á óvart. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún afrekað eitt og annað sem er ekki á hvers manns færi. Hún er hún þriggja barna móðir, samhliða barneignum og barnauppeldi hefur hún útskrifast sem stúdent, sjúkraliði og nú hefur hún hafið nám í sálfræði. Til gamans læt ég tvær myndir fylgja textanum um þessa ljúfu dóttir okkar. Önnur myndin var tekin á fæðingardeildinni örfáum mínútum eftir fæðingu hennar en hin er tekin í sumar nánar tiltekið 13. júlí í 50 ára afmælisveislu móður hennar.Dagbjört heldur veglega afmælisveislu í dag þó ekki sér til heiðurs, heldur frumburði sínum sem á afmæli þann 6. september. Af sérstökum ástæðum hentar ekki að halda uppá afmæli Margrétar Birtu á hennar afmælisdegi svo að þessi tími er valin. Þótt mamman verði ekki í aðalhlutverki í dag þá er það einu sinni þannig að þetta verður samt sem áður tvöföld veisla með tvöfaldri gleði og hamingju.
Margrét Birta sem er fyrsta barnabarn okkar hjóna er sannkallaður sólargeisli okkar allra, líkt og systkini hennar. Margrét Birta er lifandi dæmi þess hvað börn geta líkst foreldrum sínum á hina ýmsa lund. Sumum finnst hún líkjast mömmunni meir en pabba sínum og svo öfugt. En ljóst er að hún er lifandi eftirmynd móður sinnar í öllu háttarlagi sem og útliti. Um hana segjum við afi og amma hún er eins og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Hún er sjálfstæð, sjálfsörugg stelpuhnokki sem veit hvað hún vill og lætur ekki segja sér hvað hún á að vilja, sem betur fer. Margrét Birta er heimsvön ung dama þrátt fyrir ungan aldur. Hún er fædd á Akureyri, bjó um tíma í ,,Perlu Eyjafjarðar" Hrísey, fluttist með foreldrum sínum til Englands og bjó þar í eitt ár meðan pabbi hennar tók mastersnám. Meðan á dvöl hennar í Englandi stóð gekk hún í ekta enskan barnaskóla með öllu þeim tiktúrum sem því fylgir. Nú er hún búsett á Akureyri og stundar sinn grunnskóla Glerárskóla. Er það skemmtileg tilviljun því ég sjálfur gekk í þann skóla, líkt og mamma hennar. Af þessu tilefni óska ég fjölskyldunni í Lönguhlíðinni til hamingju með daginn og hlakka ég til að fara þangað seinna í dag og eta mig fullann af dýrindis tertum og krásum sem fram verða bornar.
Á bloggi mínu í gær sagði ég ykkur að ég vonaðist eftir ,,Stjörnuhrapi" á Akureyrarvelli þegar mínir menn í Þór tækju á móti Stjörnunni úr Garðabæ. Það gekk eftir því mínir menn unnu afar sanngjarnan 4-2 sigur sem var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna.
Vona svo að mínir menn í enska boltanum þ.e. Manchester City vinni sinn leik um helgina þ.e. útileikur gegn Blackburn. Sá leikur fer fram á morgun 2. sept.
Pæling dagsins: Ætli blindir trúi á ást við fyrstu sýn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar