Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ef þeir hefðu nú manndóm í sér til að.....

mún1Í seinustu bloggfærslu hellti ég úr skálum reiðar minnar varðandi stöðu þess fyrirtækis sem eitt sinn hét ÚA og nú Brim. Gremja mín beindist gegn fyrrum bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar sem seldu fyrirtækið, sem og núverandi eiganda.

Því miður er þetta fráleitt eindæmi. Ég hafði vart lokið við bloggfærsluna þegar fréttir bárust af því að forráðamenn HB-Granda drógu til baka þær fyrirætlanir þeirra að flytja hluta fyrirtækisins upp á Skaga. Það hefði jú verið sómi af því Skaginn er jú vagga hluta þess fyrirtækis. En því miður fyrir Skagamenn þá upplífa þeir nú rétt eins og við Akureyringar að þessum sægreifum er nokk sama, þeirra er mátturinn og ....... Myndin hér með þessari færslu lýsir þeirra hugsunargangi til fólksins. Því miður er þetta fráleitt eins og fyrr segir eindæmi og eigum við eftir að sjá eitthvað meir þessu keimlíkt á næstu misserum. Og þetta er þeim mögulegt þar sem þeir geta farið með og ráðstafað fisknum óveiddum í sjónum, auðlind sem þjóðin á en hefur ekki lengur yfirráðarétt yfir.

Körfuboltamót Þórs og Greifans stendur sem hæst og hófst með pompi og prakt á föstudagskvöld. Þórsliðið hefur þurft að leika allt mótið án sinna erlendu leikmanna vegna meiðsla. Gengið samt gott og öllum öðrum leikmönnum gefið tækifæri á að sína sig og sanna, enda um æfingamót að ræða. Vesturlandsliðin Snæfell og Skallagrímur leika til úrslita.

Þá tók Þórsliðið í fótbolta á móti Leikni í gær og varð 1-1 jafntefli niðurstaðan í frekar leiðinlegum leik sem fram fór í skítakulda og trekk. Leiðinda atvik setti leiðinlegan blett á leikinn þegar slakir dómarar létu einn leikmann Leiknis blekkja sig þegar hann lét sig falla í teignum með þeim afleiðingum að markvörður Þórs var rekin af velli. Var umræddur leikmaður að leika og lét líta út fyrir að markvörðurinn hafi hrint sér í jörðina. Hefði átt að veita honum óskarinn að launum fyrir flottan látbragsleik. En svona á ekki að sjást inná vellinum.

Ekkert smá grobbinn.Mun planta mér niður fyrir framan sjónvarpið í dag og fylgjast með mínum mönnum í Manchester City þar sem þeir fá Aston Villa í heimsókn á City og Manchester Stadium. Villa menn verið á mikilli siglingu og unnið tvo seinustu leiki sína á sama tíma og City menn töpuðu tveimur seinustu leikjum sínum. Með hverjum sigurleiknum sem líður styttist í tapleik og á sama tíma þá styttist í sigur með hverjum tapleiknum, því vænti ég þess að City menn landi sigri í dag.

Ekki ósennilegt að maður gjói með öðru auganu á formúlu keppnina í dag í von um að rauðu Ferrari fákarnir komi sterkir til leiks og hleypi einhverri spennu í keppnina, þ.e.a.s. keppni ökumanna. En heldur hefur nú áhuginn á þessari íþrótt dalað á seinustu misserum, enda vantar aðalmanninn. Einhvern veginn er það svo að það mun taka langann tíma fyrir fólk að venjast lífinu í formúlunni eftir Schumacher. Má líkja þessu við það þegar kóngurinn sjálfur Jordan hætti í körfuboltanum, menn bíða og bíða eftir því að einhver nái að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana.

Fróðleikur dagsins: Kasmírull kemur af geitum.


,,Étið það sem úti frýs"

Þegar UA var selt á sínum tíma fékk ég hnút í magann, ég óttaðist að það gæti verið fyrsta skrefið að endalokum þess öfluga fyrirtækis. Ég óttaðist að í fyllingu tímans hyrfi fyrirtækið héðan frá Akureyri endanlega með breyttu eignarhaldi.

Hnúturinn sem ég hafði haft jókst verulega þegar ákveðið var að selja fyrirtækið í hendur núverandi eiganda. Gremja mín var enn meiri þar sem í boði var að heimamenn gætu eignast fyrirtækið, menn sem hefðu tilfinningar til fyrirtækisins og heimabyggðarinnar. Við þá var sagt ,,étið það sem út frýs" eða álíka.

Skipin hafa smá saman skipt um heimhöfn og nú er svo komið að skipsnöfnin sem enduðu á ,,bakur" er eitthvað sem unga kynslóðin þekkir ekki nema af afspurn og eða með því að fletta sögubókum.

Þær sögur ganga fjöllunum hærra að nú sé landvinnsla Brims á leið út úr bænum. Ef svo er hvað er þá eftir af þessu fyrirtæki? ekkert. Forráðamenn Brims hafa hvorki játað né neitað því að svo sé, af hverju? Það skelfir mig, mikið. Ef svarið væri að landvinnslan væri ekki á leið út úr bænum af hverju væru þeir að draga það að tilkynna okkur það? Ég óttast því miður að þögnin og drátturinn á svari boði slæm tíðindi fyrir okkur Akureyringa.

Verði þetta niðurstaðan mun ég ekki áfellast núverandi eigendur, bara alls ekki. Þetta er jú þeirra stefna að ég hef ávallt talið og hef nefnilega haft þessa tilfinningu allan tímann. En þeir bæjarfulltrúar sem þá stjórnuðu bænum og tóku þá afdrifaríku ákvörðun að selja (GEFA) fyrirtækið, þeirra  er sökin. Þeir hafa ekki úr háum söðli að detta, en upp úr djúpri holu að skríða.

Ég vona og el þá von í brjósti mér að ég hafi svo ofboðslega mikið rangt fyrir mér varðandi framtíð landvinnslunnar hér á Akureyri og mér væri það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þeim hluta gremju minnar ef ég reynist hafa rangt fyrir mér.

Að öðru, sem er mikið skemmtilegra. Í gær spilaði úrvalsdeildarlið Þórs/KA kvenna sinn seinasta heimaleik í knattspyrnuleik í deildinni hér í sumar. Þar þurfti liðið að ná jafntefli til að tryggja sér áframhaldandi tilverurétt í efstu deild kvenna. Þær mættu liði ÍR og létu sér ekkert jafntefli duga heldur unnu sannfærandi 5-1 sigur og gulltryggðu sæti sitt í deild þeirra bestu, til hamingju stelpur. Greinilegt að þeir Dragan Stojanovic og Siguróli (Moli) Kristjánsson eru að gera fína hluti en þeir eru þjálfara þessa liðs.

Í kvöld hefst svo Greifamótið í körfubolta þar sem 8 lið taka þátt í þ.a.m. Íslandsmeistara KR. Þarna mæta að auki heimamanna í úrvalsdeildarliði Þórs,  Tindastóll, Skallagrímur, KR, Snæfell og Fjölnir, 1. deildarliðin Valur og Breiðablik. Mótið hefst í kvöld kl.19:00 með leik Þórs og Skallagríms og verður sá leikur í íþróttahúsi Síðuskóla. Leikið verður í tveimur riðlum A-riðill í Höllinni í þeim eru; Snæfell, Tindastóll, Breiðablik og KR B- riðill: Skallagrímur, Þór, Fjölnir og Valur. Skora á fólk að koma og kíkja á leikina og hita rækilega upp fyrir veturinn.

Fróðleikur dagsins: Að stela hugmyndum frá einum aðila kallast ritstuldur. Að stela hugmyndum frá mörgum kallast -rannsóknarvinna.

Luiz Felipe Scolari væri fínn þjálfari Norður Íra

Var að pæla hvort Norður Írar geti eitthvað í boxi? Kannski væri vel við hæfi hjá Norður Írum að fá Luiz Felipe Scolari til að þjálfa liðið, hann er víst liðtækur í boxi....Tounge

Fróðleikur dagsins: Múhameð Ali heitir réttu nafni Cassius Marcellus Clay.


mbl.is Leikmenn norður-írska landsliðsins í slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sölubann á þorskinn takk fyrir

þorskurVeit ekki hvort það er sambærilegt en ég var samt að pæla ef þetta er leiðin til að vernda rjúpuna - af hverju setur sjávarútvegsráðherra ekki sölubann á Þorskinn? Ef sölubann á rjúpu verndar stofninn - þá ætti þetta að virka fínt á fiskinn, ekki satt.

Speki dagsins: Margir sjómenn voru með gullhring í eyranu svo hægt væri að borga fyrir almennilega útför þegar þeir dæju.


mbl.is Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fyllist reiði þegar ég hugsa um Bush.

world trade centerÞegar atburðir, sem breyta mannkynssögunni eiga sér stað þá er það svo að menn muna uppá dag hvar þeir voru staddir þegar það gerist. Ég hef oft heyrt menn segja ,,ég man hvar ég var þegar Kennedy forseti var myrtur". Ég t.a.m. man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar árásirnar á World Tradi Center voru gerðar. Ég fylltist reiði og hatri enda hafði ég orðið þess aðnjótandi að hafa komið í þessar byggingar. Hvar ég var staddur skiptir ekki öllu en það eru aðrir hlutir sem skipta meiru máli.

Reiði mín beinist ekki bara gegn þeim, sem ódæðið frömdu heldur líka þeim, sem hefðu geta komið í veg fyrir að ódæðið var framið. Því má með sanni segja að ég er í dag jafn hræddur ef ekki hræddari við þá sem hefðu geta haft áhrifa á að þau hefðu ekki átt sér stað. Þá tala ég fyrst og síðast um Georg W. Bush þann vonda og illa hugsandi mann sem stýrir stórveldinu Bandaríkin. Ég segi enn og aftur, Bush og hann stórhættulega stefna er það hættulegasta sem heimurinn þarf að glíma við nú. Ég hlakka til þess tíma þegar hann fer frá og vona að Bandarísku þjóðinni gefist kostur á að velja forseta sem heimurinn þarf ekki að óttast.

Í dag eru 6 ár frá því að árásirnar voru gerðar á World Trade Center. Þeir atburðir marka söguleg tímamót. Enn þann dag í dag fyllist ég reiði og gremju þegar ég hugsa til þessa hörmulega atburðar.

Fróðleikur dagsins: Einkaritari Abrahams Lincoln hét Kennedy að eftirnafni. Einkaritari Johns F. Kennedy hét Lincoln að eftirnafni.

 


Gargandi snilld

Þetta er náttúrulega bara gargandi snilld ef af verður. Nú er bara verða sér úti um miða.

Led-Zeppelin

Fróðleikur dagsins: Fólki má skipta í þrjá hópa: Þá sem kunna að telja og þá sem kunna það ekki.
mbl.is Led Zeppelin boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærsla tileinkuð Gunnari Ísfirðingi.

Haffari2Með þessari bloggfærslu reyni ég að koma til móts við Gunnar Ísfirðing og bloggvinar míns. Hann kom með fyrirspurn um hvaða bátur það hafi verið sem sigldi á seglbátana við Höfnersbryggju á laugardagskvöld. Mér skilst að það hafi gerst vegna bilunar í stýrisbúnaði á umræddum bát sem heitir Haffari. Þessi bátur er notaður til skemmti siglinga hér í Eyjafirði og að sögn nokkuð vinsæll á sjóstöng. Gunnar bloggvinur er eftir því sem ég kemst næst mikill áhugamaður um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, en fann ekki þetta fley á skipaskrá. Þess vegna brá ég niður á Torfunefsbryggju og tók mynd af þessum bát fyrir Gunnar. Þótt þessi bloggfærsla sé aðallega tileinkuð Gunnari þá vona ég að aðrir lesendur hafi af þessu gagn og nokkur gaman. Og hver veit nema Gunnar komi með einhvern skemmtilegan fróðleik um Haffara þegar hann er búinn að bera þetta fagra fley augum?

Haffari    Haffari1

 

 Málsháttur dagsins: Sjaldan er ein báran stök.


Var drepinn af misgáningi

Í dag eru liðin 101 ár frá fæðingu afa míns Páls Friðfinnssonar húsasmíðameistara. Páll afi lést 22. ágúst 2000. Páll afi læri húsasmiði og fékk síðar meistararéttindi og vann við þá iðn allt sitt líf. Hann var ekki einvörðungu afkasta mikill húsasmiður heldur lét hann til sín taka hönnun húsa. Hann teiknaði fjölmörk hús hér í bæ og má sjá verk hans víða um bæinn. En í Holtahverfinu sem er í Glerárhverfi eru óvenju mörg hús sem hann bæði teiknaði og byggði. Eitt af þekktari húsum sem hann kom að má t.a.m. nefna Amtsbókasafnið. Hann var byggingameistari þess hús.

Páll afi var vel hagmæltur og liggja eftir hann margar góðar vísur. Hef ég ákveðið deila þessu með ykkur lesendur góðir. Svo gæti farið að fleiri birtust hér á næstu dögum, hver veit?

Til Páls afa frá Daníel Guðjónssyni (blikksmiður)

 

Þó ég sitji þreyttur hér,

og sálartetrið klikki.

Líklega get ég lagað mér,

líkkistu úr blikki.

 

Svar afa við þessu.

 

Í bréfi sem mér barst ein dag,

var bögu saman lamið.

Við hana þó lipurt lag,

að launum hef ég samið.

 

Klúr þó verði kassinn þinn,

af klaufahöndum gerður.

Eftir dauðann eldvarinn,

þú örugglega verður.

Þessa vísu orti afi og sendi líkkistusmið hér á Akureyri, að sögn var viðkomandi ekki skemmt fyrst um sinn.

 

Mér finnst þin smíði heldur klén,

og fráleitt þau bæinn prýða.

Ofan í jörðina öllu er hent,

utan um steindauð hræin.

 

Eitt sinn gerðist sá atburður að hrossi einu var slátrað af misgáningi, og urðu þeir sem slátruðu hrossinu undrandi er heim kom og sáu að enn var hesturinn heima er þeir hugðu salta í tunnu. Og af því tilefni orti afi.

 

brunnHérna um daginn hláleg skeðu hrossa undur,

Er Brúnn kom heim þá búið að brytja hann sundur.

Fölnaði Þórir fór þá mjög að fara um drenginn,

Er hann Brún sá standa úti afturgenginn.

 

Er Brúnn mun verða í búi hans

Hinn besti kraftur,

Því drjúgum mun hann drýgjast,

Við að drep´ann aftur.

Speki dagsins er í boði Rögnvaldar ,,gáfaða": Sjaldan fellur smiðurinn langt frá stillansinum

 


Hvor er hættulegri Bush eða Osama?

Á undanförnum árum höfum við haft af því áhyggjur að stóri bróðir fylgist of mikið með okkur. Við erum hrædd og erum sannfærð um að hægt sé að elta okkur uppi hvar og hvernær sem er. Njósnahnettir stóra bróður geti fundið týnda saumnál hvar sem hún er á jarðkringlunni. En ég hef af því enn meiri áhyggjur að Bandaríkjamenn þetta mikla stórveldi skuli ekki geta haft uppi á glæpamönnum á borð við Osama bin Laden.

Hvað veldur? vilja þeir ekki ná manninum, getur verið að hann sé akkúrat það sem kaninn þarf til þess að réttlæta innrásir í ríki sem búa yfir olíulindum? Svo gæti einnig verið að mannfjandinn yrði hættulegri dauður en lifandi, hver veit?

Alla vega verð ég að játa að löngum stundum er ég hræddari við stórmennsku hinna bandarísku ráðamanna með Bush forseta við völd, en Osama bin Laden.  Held að heimurinn yrði betri ef kaninn hætti í þessum eilífðar lögguleik og snéri sér að því að leysa sýn eigin vandamál, sem eru jú ærin.

Speki dagsins: Rússland og Bandaríkin eru aðeins 4 km frá hvort öðru þar sem styst er.
mbl.is Nýtt myndband bin Laden veldur óróa í ríkjum araba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviptur ökuleyfi?

Ekki á felgunni eins stundum er sagt, frekar á gjörðinni. Ætli hann verði sviptur ökuleyfi?

Pæling dagsins: Eftir einn ei aki neinn - eða....?


mbl.is Handtekinn vegna ölvunar á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband