Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 12:50
Aðferð strútsins
Þetta er gott dæmi hvernig bæjarstjórn Akureyrar stakk hausnum oní sandinn líkt og Strúturinn. Ég hef spurt mig oft og þá sem tóku þessa ákvörðun þeirra spurninga ,,hvað hræðist þið, af hverju vilja menn ekki takast á við vandann ALLANN VANDANN?
Fróðleikur dagsins: Þann dag sem þú hættir að vilja verða betri, þann dag ertu hættur að vera góður.Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2007 | 08:56
Árni hefur engu gleymt - ekkert lært.
Nú styttist í að fingrafar Kristjáns L. Möller verði sýnilegt hér á Akureyri. KLM tók þá skynsamlegu ákvörðun að flýta fyrir framkvæmdum við lengingu flugbrautarinnar á Akureyri. Ekki einvörðungu Akureyringar hagnast á þessu, heldur allir norðlendingar - húrra fyrir Kristjáni.
Á sama tíma sló KLM af jarðgöng til Eyja enda eru þau einfaldlega allt of dýr og ekkert sem fram hefur komið sem réttlætir þann gjörning. Eyjamenn eiga þó skilið bættari samgöngur leita þarf bara annarra leiða, sem ég vona að ríkisstjórnin geri með KLM í broddi fylkingar. Aftur á móti komu viðbrögð Árna Johnsen ekki á óvart. Hann heldur áfram að vera með stór orð og yfirlýsingar t.d. um pantaðar skýrslur og guð má vita hvað? Hann hefur dustað ríkið af fingrafari sínu þann stutta tíma eftir að hann var kjörin aftur á þing. Hann hefur engu gleymt - og ekkert lært.
Um helgina héldu mínir menn í Þór í ,,Víking" Ólafsvíkur og léku þar gegn heimamönnum í Víking. Lengi vel leit út fyrir sigur Þórs, en Víkingar gáfust ekki upp og náðu að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-1 sigur.
Í kvöld fer svo fram leikur á Akureyrarvelli þar sem Reynir frá Sandgerði kemur í heimsókn. Fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Sandgerði 26. maí s.l. lauk með stórsigri Þórs 1-5. Vonandi endurtaka mínir menn leikinn þ.e.a.s. og vinna í kvöld. Reynismenn sitja á botni deildarinnar en það segir svo sem ekki alla söguna þegar í leikinn er komið. Hvet fólk til að mæta á völlinn í kvöld.
Sólpalla smíðin hér í Drekagilinu heldur áfram og miðar bara nokkuð vel þrátt fyrir ýmsar tafir. Dekkið búið og nú verður hafist handa við að gera skjólvegginn. Sem sagt það styttist í að pallurinn verði vígður.
Fróðleikur dagsins: Pablo Picasso var yfirgefinn af ljósmóðurinni þegar hann fæddist því hún taldi hann hafa fæðst andvana. Honum var bjargað af frænda sínum.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2007 | 13:16
Tvöfaldur heimsmeistari
Í dag eiga Fíragott-feðgarnir Jói eldri og yngri afmæli. Sá eldri hefur jú sömu marga fjöruna sopið, svo sé nú dýpra á árina tekið. Þegar hann var 17. ára slasaðist hann svo mikið á hendi að til stóð að taka hana af. Hann sagði lækninum að ef hann tæki höndina af þá myndi hann gera lækninn höfðinu styttri með annarri. Pabbi er enn þann dag í dag með báðar hendurnar á sínum stað - líkt og höfuð læknisins fékk að vera á sínum stað það sem hann átti eftir ólifað að því er ég best veit.
Hann stundaði sjó fram á miðjan aldur en þá kom hann sér í land. Hefur rekið smurstöð, keyrt vörubíl unnið við framleiðslu ofna og endaði vinnuferilinn hjá Sambandsverksmiðjunum sálugu. Samhliða þessu stundaði hann ýmiskonar aukavinnu svo sem dyravörslu í Borgarbíó félagsstörf hjá I.O.G.T, Musterisriddurum, Oddfellow, Skíðaráði Akureyrar og hjá Íþróttafélaginu Þór.
Inná milli og þegar hann fann göt í lífinu þ.e.a.s. þegar hann var 48 ára hóf hann að stunda kraftlyftingar. Hann gerði það með þvílíkum látum að það á sér fá fordæmi. Setti hvert metið á fætur öðrum tíndi metin af elsta syni sínum og til hliðar setti hann hvert heimsmetið á fætur öðru í flokki öldunga. Í tvígang fór hann til Ameríku og keppti í kraftlyftingum öldunga og að sjálfsögðu kom ekkert annað en gull til greina. Tvöföldum heimsmeistari og ekkert minna kom til greina. Ef ég man rétt þá gerðist þetta árin 1981 og 1982.
Ef ætti að gera tæmandi lýsingu á öllu því sem þessi járnkall hefur afrekað þá yrði þetta aðeins fyrsti kaflinn í langri ævisögu. En hver veit nema það eigi eftir að verða að veruleika?
Ég óska pabba til hamingju með daginn og vona að hann muni njóta hans til fullnustu.
Ég verð einnig að minnast á það að Jói ,,litli" bró á einnig afmæli á þessum degi. Þetta var besta afmælisgjöfin sem mamma fann til þess að gefa manninum sínum árið 1964. Þótt ég skrifi ekki eins mikið um ,,litla" bró nú þá sendi ég honum eigi að síður mínar bestu kveðjur í tilefni dagsins.
Fróðleikur dagsins: Jóhannes var sá eini af postulunum 12 sem dó náttúrulegum dauðdaga.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2007 | 00:34
Viturleg ákvörðun hjá Petrov
Þetta var viturlegt og skynsamleg ákvörðun hjá Petrov. Manni er farið að hlakka mikið til þess tíma þegar boltinn fer að rúlla að nýju á Englandi. Vonandi bara að flóðum fari að linna svo þetta verði ekki sundbolti í haust.
Fróðleikur dagsins: Á 20. öld hafa tveir hlutir, nógu stórir til að eyða meðalstórri borg, skollið á yfirborði Jarðar. Til allrar lukku lentu þeir báðir í hinni fámennu Síberíu.Petrov valdi Manchester City | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 09:08
Saving Iceland gerir enn og aftur í buxurnar
Enn og aftur sannast máltækið ,,Skömm og skaði skiljst sjaldnast að". Velti því fyrir mér enn og aftur hvort ekkert sé hægt að gera til að bjarga fólki í svona öfgahópum? Að svona fólk skuli leyfa sér að saka einhverja um óheiðarleg vinnubrögð, eru sjálf með rák langt upp á bak.
Fróðleikur dagsins enn og aftur: Skömm og skaði skiljast sjaldnast að.
Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 22:29
Harry Potter æði hér og þar og allstaðar
Hugðist hendast á völlinn á föstudagskvöld og sjá leik Þórs og ÍBV. Öllum að óvörum í veðurblíðunni þá varð að fresta leiknum til laugardags þar sem ekki var hægt að fljúga frá Eyjum.... var að velta því fyrir mér hvort það hafi verið sólin hér norðanlands sem hræddi þá?
Leikurinn átti að hefjast kl. 14:00 frestað til 15:00 og loks hófst hann svo um kl. 17:30. Þar með komst ég ekki. Kannski eins gott því mínir menn máttu lúta í gras eins og Bjarni Fel segir gjarnan um lið sem tapar. Leiknum lauk með sigri ÍBV 0-2. Fótbolta helgin var heldur rýr hjá okkur Akureyringum því nágrannar okkar á brekkunni héldu til Ólafsvíkur og sáu þeir gulu aldrei til sólar og steinlágu 6-0. Heldur er farið að syrta í álin hjá vinum okkar á brekkunni.
Á laugardagskvöldið var tekin smá pása frá sólpalla smíðinni og vinum okkar úr Hraungerðinni boðið í mat þar sem grillað var hið eina sanna Íslenska fjallalamb, sem klikkar aldrei. Kvöldinu svo eytt við nammiát og afslöppun með góðum vinum.
Sunnudagur smá smíð fram að formúlu en þá var sest niður og fylgst með afar undarlegum kappakstri svo ekki sé nú meira sagt. Að honum loknum var tekið aftur til við hendinni við smíðina.
Greinilegt að heimurinn stendur á öndinni (má það?) í spenningi yfir Harry Potter og örlögum hans. Hef reyndar ekki lesið sem mikið sem eina blaðsíðu af þessum ævintýrum. Fór þó í bíó þegar fyrsta myndin kom út - þurfti ekki meira til - þetta höfðar ekki til mín.
Á morgun koma Dagga og fjölskylda heim aftur eftir að hafa eytt 8 dögum í Englandi þar sem Jói var að útskrifast sem Masters eitthvað gott hjá honum. En enn betra og því meir hlakkar mig til að hitta barnabörnin sem ég hef ekki séð í viku sem er full mikið fyrir jafn viðkvæma sál og ég er. Nokkuð ljóst að þau verða tekin og knúsuð og dekruð að hætti afa og ömmu
Fróðleikur dagsins: Central Park í New York var opnaður árið 1876.Bloggar | Breytt 23.7.2007 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.7.2007 | 18:00
Verklag öfgahópa.
Sorglegt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það virðist ætla verða aðalsmerki öfgahópa að nota lúa- og subbulegar aðferðir við að koma sínum málum á framfæri. Hef skömm á svona aðferðum.
Fróðleikurinn með þessari frétt lýsir öfgahópum afar vel: Skömm og skaði skiljast sjaldnast að.
Málningu hellt á skrifstofur Athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2007 | 16:31
Sven Göran Eriksson - á fullu
Greinilegt að Sven Göran ætlar að láta til sín taka hjá City. Vonandi eigum við City-aðdáendur í vændum fjörugan og skemmtilegan vetur þar sem City kemur sér fyrir á fornum slóðum þ.e.a.s. á toppnum.
Fróðleikur dagsins: Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Petrov á leið til Man.City | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2007 | 13:32
Áfram Þór
Í dag eru hvorki meira né minna en 28 ár frá því að hið síunga par Palli og Gréta settu upp hringana, það var gert í útilegu nánar tiltekið í Hljóðaklettum. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og parið enn ástfangið upp fyrir haus.
Af því tilefni fórum við á tónleika sem haldnir voru á Græna Hattinum í gærkvöld þar sem söngdívurnar Regína Ósk, Heiða Idolsdóttir, Margrét Eir og Hera Björk ásamt Karli Olgeirssyni sem sá um undirspil af sinni alkunnu snilld. Þessir tónleikar voru hin besta skemmtun og fær fullt hús stiga í einkunnargjöf.
Því næst lá leiðin til kunningjafólks sem var að vígja nýjan sólpall með nuddpotti og öllu tilheyrandi þar sem gengið skellti sér í síðbúið næturbað. Nuddpottur með tæplega 60 nuddstútum, túrbó með steríógræjum og öllu tilheyrandi,k þetta toppa ég ekki.
Leikur í kvöld þar sem mínir menn í Þór taka á móti eyjamönnum í ÍBV á 1. deild á íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Fyrri viðureign þessara liða sem fram fór í Vestmannaeyjum í maí lauk með 1-1 jafntefli. Er það von mín og trú að mínir menn girði sig í brók og landi sigri í kvöld, nema hvað? Hvet fólk til að mæta á leikinn og hvetja sína menn til sigur, Áfram Þór.
Hvet að lokum fólk til að lesa góða grein eftir Sölmund Karl í Morgunblaðinu í dag sem ber heitið ,,Velferð Íþróttamanna". Flott grein og málefnaleg, sérstaklega held ég að Íþróttaráð Akureyrarbæjar og bæjarstjórinn sjálfur ættu að lesa og taka mark á.
Fróðleikur dagsins: Sinfóníuhljómsveit Mónakó er stærri en her landsins.Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2007 | 09:01
Gefur góð fyrirheit um það sem koma skal.
Þessi góða byrjun hjá Bianchi gefur okkur góð fyrirheit um góða daga hjá City. Manni er farið að hlakka til þess að sjá hvernig gengi liðsins verður í vetur.
Fróðleikur dagsins: Stafur Charlies Chaplin var úr bambusi.Bianchi skoraði í sínum fyrsta leik fyrir City | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar