Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Að líta á sig sem flokk

Vægast sagt athyglisverð frétt svo ekki sé nú meira sagt. Í lok fréttarinnar segir ,,Björn Ingi aðspurður um hvort hann hafi fundið fyrir mikilli ólgu meðal flokksmanna sinna í Framsóknarflokknum vegna OR-málsins segir Björn Ingi að það geti vel verið að skiptar skoðanir séu meðal manna innan flokksins. Það er nákvæmlega þetta sem ég hjó eftir, ég vissi ekki að það væru til fleiri framsóknarmenn. Hvernig stendur á því að maðurinn tali um sig sem flokk?

Málsháttur við hæfi: Hætt er þeim við falli sem hátt hreykist.


mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn fundar um niðurstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaselín og allur pakkinn.

Vantreystu ekki borgarstjóranum!  samt beygður og sveigður - mikið vaselín. Jesús Pétur og allir hans himna englar, vonandi þeirra - og borgarbúa vegna vanda þeir sig betur næst. Mikið á nú þessi borgarstjórnarmeirihluti, mikið bágt. Þetta er svo þeir sömu og hneyksluðust hvað mest á ,,Línu Net" forðum daga.

Málsháttur dagsins: Skömm og skaði skiljast sjaldnast að.


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bikarinn kom heim

RakelHonnuÉg lét mig dreyma um að bikarinn í 2. flokki kvenna þ.e.a.s. bikarmeistaratitilill kæmi í hús í dag. Ljúft er að láta sig dreyma. En enn ljúfara þegar draumarnir rætast. Stelpurnar í Þór/KA unnu 4-1 sannfærandi sigur á KR í úrslitaleik í dag. Rakel Hönnudóttir fór á kostum í dag og skoraði þrennu og Freydís Anna Jónsdóttir skoraði eitt mark. Set til gamans mynd af Rakel Hönnudóttir með þessari frétt, myndin er tekin af Þóri Tryggvasyni. Frábært knattspyrnusumar að enda komið. Þór hefur landað nokkrum sætum titlum í sumar þ.a.m. bikarmeistarar 2.fl. karla og kvenna og 3. flokki karla sem og Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna svo dæmi sé tekið. Til hamingju stelpur, þjáflara og aðstandendur.

Mínir menn í Manchester City sáu til þess að draumur minn um sigur í dag yrði að veruleika. Þeir unnu sannfærandi sigur á Middlesbro 3-1. Sem sagt góður dagur.

Málsháttur dagsins: Þeim er frama von sem fer á milli kónga

Bikarinn heim

Bloggfærsla mín frá í gær og þessi uppákoma Alonso undirstrikar af hverju ég gæti ekki haldið með honum. Hverjum er nú að kenna að heimsmeistarinn vann ekki nú? Akstursmistök Hamilton hjálpuðu heimsmeistaranum, er þetta samsæri? Omæ god þessi spánverji.

Enski boltinn rúllar í dag þar sem mínir menn í Manchester City taka á móti Middlesbro í úrvalsdeildinni. Vonandi heldur gott gegni minna manna áfram og þeir innbyrði sigur í dag.

Skrapp á leik í morgun þar sem mínir menn í úrvalsdeildarliði Þórs spiluðu æfingaleik gegn 1. deildarliði KFÍ frá Ísafirði. Þórsarar telfdu fram varaliði sínu og leyfðu ungu strákunum að spreyta sig í þessari viðureign. Þá var hin ameríski leikmaður Þórs Cedric Isom hvíldur. Það kom ekki að sök og Þórsarar unnu með einhverjum 10 stigum í +. Í gær léku liðin einnig og þá lauk leiknum með +30 stigum, en í þeim leik léku hákarlarnir stórt hlutverk. KFÍ tefldi fram liði með 5 erlendum leikmönnum og erlendum þjálfara svo lítið var um Íslenskt í þeim bænum.

Bikar úrslitaleikur í dag hjá stelpunum í Þór/KA á Akureyrarvelli gegn KR. Kemst ekki á þann leik því miður en el þá von í brjósti mér að stelpurnar í Þór/KA leggi þær röndóttu að velli og komi með enn einn bikarinn í hús.

Að lokum í þessari íþróttatengdu bloggi, þá gleðst ég yfir gengi Kimi á hinum rauða og fallega Ferrari fáki.

Fróðleikur dagsins: Ég barðist ekki fyrir því að vera efstur í fæðukeðjunni til þess að gerast grænmetisæta.
mbl.is Alonso reiddist stjórunum og sparkaði niður hurð í skrifstofu McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjinn vælir og skælir.

Maður er búinn að fá upp í kok af væli og skæli í þessum manni. Þessi frétt sem endar á þessum orðum vælukjóans Alonso ,, Mér gremst alltaf þegar ég næ ekki góðri stöðu og næ ekki eins góðum árangri og ég ætti að geta. Það er eðlilegt“. Hann þarf að átta sig á því að nú er komin í formúluna annar og betri ökumaður og þess vegna er hann ekki fremstur.

Málsháttur dagsins: Allir yfirburðir eru öfund undirorpnir.
mbl.is Alonso segir titlinum ráðstafað utan brautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur leiksigur

Lesa mátti í Akureyrardálki Morgunblaðsins að haft sé eftir bankastarfsmanni á Akureyri að maður á sjötugs aldri hafi komið og lagt inn 105 milljónir sem hann fékk í Víkingalottó. Verð að játa að þetta er ferlega fyndið í ljósi þess að stórir vinningar séu ekki greiddir út fyrr en mánuði eftir á. Kannski þessi bankastarfsmaður hafi eitthvað ruglast því ég lánaði vini mínum þessa upphæð í vikunni, vissi reyndar ekki hvað hann ætlaði að gera við peninginn. En hann endurgreiddi þetta aftur í dagTounge Já það gerist svo margt skrítið á Akureyri.

Búinn að horfa fram og aftur á myndbandið þar sem áhorfandi misþyrmir markmanni AC-Milan í leik um daginn þegar hann hljóp inn á völlinn og klappaði markmanninum á kinnina. Vesalings maðurinn var settur í ævilagt bann fyrir uppátækið. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað verður gert við þennan markmanns aumingja? annað hvort verðlaunum við manninn fyrir óaðfinnanlega leiksigur og sendum hann til Hollywood, eða setjum hann í jafnlangt keppnisbann og áhorfandinn fékk.

Skrapp í tvær afmælisveislur í gær hjá vinukonum okkar. Þegar maður loksins kom sér heim þegar klukkan var nærri miðnætti hafði maður etið og drukkuð kaffi í miklu magni og leit út eins og úttroðin kalkúni.

Nú hafa sjálfstæðis- og framsóknarmenn sýnt sitt rétta andlit. Hvar og hjá hverjum geta slíkar uppákomur eins og gerðist við samrunann fræga sem öll þjóðin talar um núna. Þar sem menn hafa matað krókinn hver hjá öðrum líkt og gerist í reykfylltum bakherbergjum í bíómyndum á borð við Guðfaðirinn. Villi góði er góður við sýna þegar kemur að því að deila út peningum og bitlingum, nema hvað? menn verða jú að eiga í sig og á. Góður þessi Villi góði.

Málsháttur dagsins: Slæm vara má víða fara og lengi liggja

Bæjarstjóri tekur í lurkinn á ungliðum.

Jæja þá er búið að finna orsökina fyrir öllum ólátunum í miðborg Reykjavíkur um helgar. Veitingamaðurinn Kormákur Geirharðsson hefur ítrekað gefið í skyn að reykingabannið vegi þar afar þungt. Þetta er afar fróðlegt svo ekki sé nú meira sagt. Því ef svo er þá eru það reykingamenn sem eru með óspektir í miðborginni um helgar. Það einfaldar málið því nú er bara banna reykingafólk í miðborginni og málið dautt.

Sif Friðleifsdóttir sem nú er í stjórnarandstöðu á Alþingi er búin að æsa Morgunblaðsmenn upp og fær það óþvegið í staksteinum í dag. Ekki oft sem ég er sammála Staksteinum en skrif þeirra í dag hitta Sif hina fögru beint. Kannski hún hefði átt að hugsa aðeins áður en hún réðist að moggamönnum?

Og meir af framsóknarmönnum. Guðni Ágústsson heldur áfram að skjóta sig í fæturna með heimskulegum athugasemdum um stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann er greinilega enn vitlausari en hann lítur út fyrir að vera. Þetta hlýtur að enda með því að hann fari að ganga haltur, eftir öll þau voðaskot sem hann framkvæmir æ oní æ.

Ungliðar í sjálfstæðisfélaginu Verði á Akureyri létu frá sér fara afar vanhugsaða ályktun á dögunum þegar þeim fannst fram hjá sér gengið þegar þeir skipuðu Þóru Ákadóttir í nefnd sem skyndilega varð laust. Það hefðu þeir kannski ekki átt að gera eða í það minnst vanda sig við hver staða þeirra sjálfra er. Sigrún Björk Jakobsdóttir tók sig nefnilega til og rassskellti ungliðana í skrifum í Morgunblaðinu í dag. Sigrún svarar þeim fullum hálsi og gott betur. Fróðlegt verður að vita hvort ungliðarnir hafi kjark og þor til þess að svara foringjanum eða hvort þeir verða á næstunni eins og lúbarðir rakkar?

Og að lokum til að fyrirbyggja allan misskilning þá var það ekki ég sem datt í Lottó lukkupottinn í gær - guði sé lof.

Málsháttur dagsins er tileinkaður ungum sjálfstæðismönnum á Akureyri og framsóknarmönnum almennt: Betra er fávisku að fela en út að ausa.

Guðni Ágústsson keyrði út af...

það er tvennt í stöðunni nú, annað hvort er maðurinn að grínast eða þá að hann er jafn vitlaus og hann lítur út fyrir að vera, sem ég tel þó sennilegast. Þetta er maðurinn, sem hló manna hæst og gerði lítið úr athugasemdum stjórnarandstöðuflokkana á síðasta kjörtímabili þegar þeir vöruðu við ofþenslu og klikkaða stefnu Seðlabankans. Þetta er maðurinn sem sagði þjóðinni að taka ekki mark á hræðslu áróðri stjórnarandstöðuflokkana. Þetta er maðurinn sem sagði ,,hvað er svona slæmt við hagvöxtinn í landinu?, hér er ekki atvinnuleysi er það nú allt í einu slæmt?, kaupmáttaraukning hér er meiri en þekkist í nokkru öðru vestrænu ríki er það nú orðið slæmt? hér drýpur smjör af hverju strái af hverju sér ekki stjórnarandstaðan það?  

Er nema von að maður spyrji sig eftirfarandi spurninga; hverjum er það að kenna að hér á landi eru hærri vextir en þekkist á nokkru byggðu bóli? Hverjum er það að kenna að stjórnvöld urðu að grípa til þeirra neyðarráðstafana að skerða þorskvótann sem raunin er á? Hverjum er að kenna sú ofþensla sem hefur verið á hagkerfinu hér á landi seinustu ár? Hvað varð þess valdandi að Guðni Ágústsson vogar sér nú að ata Davíð Oddsson aur eftir að hafa varið allar hans vafasömu aðgerðir fyrst sem þingmanns- og ráðherra og nú síðast sem Seðlabankastjóra? Hefur eitthvað breyst skyndilega í vinnubrögðum Davíðs?

Kannski Guðni Ágústsson þingmaður sem verið hefur í felum undanfarnar vikur ætti að fara aftur í felur, vegna þjóðarhagsmunar. Hefur Guðni Ágústsson gleymt því hvaða stjórnmálaflokkar hafa setið við völd undanfarin ár? Veit ekki Guðni að hann og hans flokkur ber einna mestu ábyrgð á því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu nú? Gerir Guðni sér ekki grein fyrir því að hans flokkur hefur aldrei, þá meina ég aldrei tekið mark t.d. á ráðleggingum fiskifræðinga um hvað skuli veiða af þorski við Íslandsstrendur?  áttar hann sig ekki á því að vegna skeytingaleysi stjórnvalda (sem hans flokkur sat við völd) á mestan þátt í því að nú varð að grípa til þess úrræðis að skerða þorskveiðar með þeim hörmulegu afleyðingum sem lýðnum er ljós? Opni Guðni augun eitt einast augnablik þá sæi maðurinn strax að hann á stórann þátt í þessum vonda ástandi sem stjórnvöld nú glíma við.

Málflutningur Guðna er svo dapurlegur að hann minnir einna helst á mann sem viljandi keyrir út í skurð á fleygi ferð til þess eins að komast í fréttirnar.

Fróðleikur dagsins er tileinkaður Guðna Ágústssyni: Mörg viturleg orð eru sögð í gamni. Því miður er miklu meira um það, að heimskuleg orð séu sögð í fullri alvöru.
mbl.is Guðni Ágústsson varar við þenslu í atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglissjúklingur

Athyglissjúklingurinn Gillzenegger, sem hyggst sprellast nakinn í Kringlunni hefði betur tekið þátt í þessum vitleysisskap í París og hlífa um leið saklausu fólki sem verslar í Kringlunni og hefur ekkert til saka unnið.

Fróðleikur dagsins: New York hét eitt sinn New Amsterdam.
mbl.is Nakin mótmæli í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband