13.12.2009 | 18:06
Annað sjónarhorn
Jólin nálgast og formleg niðurtalning er hafin fyrir alvöru og miðast að sjálfsögðu við blessaða jólasveinanna. ,,Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré....." eins og ort var forðum daga um þann skrítna karl. Á morgun eða rétta sagt í nótt mun Giljagaur koma en um hann var ort.
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Það er fátt yndislegra en að deila jólagleði með börnum enda tilhlökkunin mikil. Í gær brugðum við feðgarnir okkur í bæinn með barnabörnunum mínum að því yngsta undan skildu. Ekki meðvituð mismunun heldur sökum ungs aldurs. Hennar tími mun koma það er klárt.
Í miðbænum er búið koma fyrir skemmtilegu listaverki. Er það að tilstuðlan listakonunnar Aðalheiðar, sem hvað þekktust er fyrir smíða listaverk úr trékubbum. Listaverkið sem um ræðir og er á miðju Ráðhústorginu við hlið stóra jólatrésins er af jólakettinum hinum eina sanna. Snilldar listaverk. Sé þetta nákvæm eftirlíking í réttri stærð er eins gott að passa sig á því að geta kisa ekki tilefni til að ná til manns með klónum.
Því næst brugðum við okkur upp að Akureyrarkirkju og þar tókum við þessar myndir.
Sölli, ásamt frændsystkinum sínum Jóni Pál, Elínu Ölmu og Margréti Birtu.
Svo þurfti afi auðvitað að taka allt öðru vísi myndir.
Og meir...
Eftir að bæjarröltinu lauk spændum við út í Hamar félagsheimili Þórs og fengum okkur heitt kakó, kaffi og heitar vöfflur með tilheyrandi. Eins og venjulega er nefnilega opið hús í Hamri á laugardögum en í desember eru þessi opnu hús þannig að gestum og gangandi er boðið upp á þessar veitingar án þess að þurfa opna pyngjuna.
Sumir átu af meiri áfergju en aðrir og höfðu í ofan á lag aðstoðarmann sér til aðstoðar. Gaman af þessu.
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Sá sem ekki plantar þarf ekki að vökva
31 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.