31.10.2009 | 14:56
Flensa hvað
Það er óhætt að segja að þetta skiptist á skin og skúrir. Ýmist rignir dögum saman eða glampandi sól og blíða með leiðindum fyrir suma meðan aðrir gleðjast. Það sem er svo skrítið við þetta allt saman er að maður er svo fljótur að gleyma og man ekki eftir að þakka fyrir góðu dagana, heldur pirrast þá fáu sem fara í taugarnar á manni.
Brá mér í borgina tvær síðustu helgar. Þar sannaðist þetta sér Íslenska lundarfar á sjálfum mér. Við feðgarnir fórum í borgina16. -18. október. Sölli fór í stöðupróf sem hann vill hafa uppá vasann til að geta valið úr Háskólum vestan hafs þegar hann fer í framhaldsnám. Ég hugðist nýta tímann vel með myndavélina.Lítið um myndatökur utan dyra sökum rigningar. Ég brá mér þó á leik á laugardeginum hjá Stelpunum okkar í Þór þar sem þær léku gegn Fjölni í Grafarvoginum í körfubolta. Myndaði slatta þar. Myndin sem hér fylgir er af einum leikmanni Þórs Ernu Rún Magnúsdóttir í baráttunni.
Næsti helgi á eftir eða um síðustu helgi fór svo öll familían saman suður. Sölli í annað stöðupróf og Sædís í vetrarfríi, nú átti að taka það rólega. Myndavélin með nema hvað?. Eins og þið munið hafði ég í síðustu færslu sagt vírusvarnir skipta miklu máli í því flensu fári sem nú skekur landið. Gott að geta gefið ráð en fylgja þeim kannski ekki sjálfur. Reyndar hefur tölvan ekki orðið fyrir árásum en Palli lagðist flatur í suðurferðinni og lítið um myndatökur.
Þó gafst tími til að mynda smá.
Greinilegt að menn eru langt komnir við að rífa utan af ,,Kirkjunni" í Reykjavík þ.e. sem kennd er við Hallgrím sáluga Pétursson. Fallegt guðshús.
Og svona lítur þetta út séð frá lóð Háskóla Íslands.
Keyrði svo kvenpeninginn í Smáralindina og þá lét ég verða að því að fara niður að Turninum sem er gárungarnir kalla bautastein Gunnars. Vissulega er húsið stórt enda einhverjar 20 hæðir. Ég var eitt sinn á hóteli í New York niður við Central Park og þá á 20. hæð í húsi sem taldi nærri 40 hæðir. Stórt. Turninn er vissulega stór á okkar mælikvarða. En allt fer þetta eftir því hvernig maður horfir á húsið.
Þetta lítur út fyrir að vera ansi stórt þegar maður stendur í c.a. 50 m. fjarlægð. En ef maður fer alveg upp að húsinu og lítur til himins þá virðist þetta bara ekki vera neitt neitt.
En taki maður sé stöðu eins og hér þ.e. undir einu horni hússins og myndar uppeftir þá er þetta bara notalega lítill kassi.
Heimferðin á mánudag. Palli veikur en restin í lagi. En á þriðjudag þegar Palli reis uppfrá dauðum lögðust stelpurnar á heimilinu. Já þessi blessuð flensa.
En eins og ykkur kannski grunar er mikið að gera hjá Palli í kringum starfið hjá Þór. Það er og verður áfram. Vonandi mun ég verða duglegri við bloggið á næstunni, en þangað til.
Orð dagsins: Áfram Þór alltaf, allstaðar
31 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.