Leita í fréttum mbl.is

Er fjandans feizið er sökudólgurinn

Ég held að ég verði að taka undir með félaga mínum sem tjáði mér um daginn að hann væri farin að hafa af því áhyggjur hvað liði langt á milli bloggfærslna hjá mér. Sumir segja að helv.... feizið sé farið að  ræna athygli manna þannig að bloggheimar séu ekki lengur inni.

Talandi um feizið eða hvað sem við köllum þessa opnu bók sem tröllríður öllum heiminum þá les maður eitt og annað þar. T.d. í morgun hafði einn félagi minn skrifað hjá sér eitthvað á þessa leið ,,skafheiðríkur himinn. Einstök blíða. Hver trúir því að það sé nóvember?". Ég rauk til eins og hver annar asni og skrifaði ,,Ég".  Vissulega var fallegt veður úti og allt sem félaginn hafði skrifað var satt og rétt, en þegar upp var staðið þá trúði ég því ekki að það væri nóvember. Ég vissi það, og þegar maður veit þá trúir maður ekki. 

Er enn meir enn lítið svekktur efri að hafa horft á mína menn í enska boltanum gera enn eitt jafnteflið. Það er vissulega svekkjandi alla vega í þeim leikjum sem manni finnst að ekkert annað en sigur sé það sem fyrirfram væri í myndinni.  Það gladdi mig þó að á sama tíma voru stelpurnar okkar í Þór að spila gegn Laugdælum í 1. deild í körfubolta. Þar unnu stelpurnar okkar sinn annan leik í röð og 44-54 sigur staðreynd. Stelpurnar kórónuðu svo helgina með því að vinna Grindavík í dag 44-49 og þar með eru þrír sigurleikir í röð staðreynd. Flott hjá þeim og greinilegt að Baldur Ingi Jónasson þjálfari er á réttri leið með liðið. Áfram Þór alltaf, allstaðar.

En talandi um veðrið eins og félagi minn sem ég sagði frá  hér að ofan. Þá brá ég mér út með myndavélina enda hreint út sagt gaman að munda hana við slíkar aðstæður. Enda ég hér með blogg dagsins með með einnig mynd úr þeirri ferð 

Haust í Eyjafirði

Þangað til næst

Málsháttur dagsins: Ekki skýlir skugginn þá skinið er bjart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

É trúi því ekki Páll að þú sért kominn með svona fésbók.

Annars flott mynd.

S. Lúther Gestsson, 8.11.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband