Leita í fréttum mbl.is

Flensa hér og flensa þar, eins gott að hafa vírusvörn í lagi

Ok, ok, ok, okey ég veit ég hef  verið latur við að blogga. Ástæðurnar eru svo margar að það væri í sjálfu sér nægt efni í blogg. Nú geisar alls kyns flensur þessar venjubundnu sem koma á hverju hausti eins og vorboðinn en ekki jafn velkomin. Heilu og hálfu fjölskyldurnar liggja flatar ýmist með venjubundna haust flensu með hor og hósta sem hver landsmaður þekkir og aðrir eru óheppnir og fá þessa nýju sem tröllríður öllu, óboðin og engin vill fá - Svínaflensa.

Flensur eru ekkert annað en vírus, eða svo held ég og það er einmitt ástæða þess hve ónýtur ég hef verið að blogga. Ég er svo skít andskoti hræddur við að fá þessar flensur í tölvuna og þaðan í mig. Ég er ekki viss um að vírusvarnarforritið hjá mér nægi til að halda þessari Svínkuflensu frá. 

Litla fjölskyldan, sem er orðin stærri en mín liggur öll ef frá er talin yngsti meðlimurinn hún Hólmfríður Lilja. Til að lina þjáningar Hólmfríðar sem getur nú lítt treyst á hina fjölskyldumeðlimina sem liggur eins og hráviður út um alla íbúð, hálf eða alveg rænulaus var hún tekin af þeim tímabundið í fóstur henni og fjölskyldu hennar skemmtunar. 

Annars fátt að segja enda blessar Guð Ísland með daglegum pirringi af Icesave og öðru mis skemmtilegu sem við fáum ekkert við ráðið. Brá mér í borg óttan um síðustu helgi ásamt Sölla sem fór að taka stöðupróf í ensku. Hugðist nýta tímann við myndatökur m.a. en afar skemmtilegt veður fékk mig varla út úr húsi - já hún er dásamleg þessi rigning. 

Hér er svo mynd af veiku barnabörnunum sem lágu í einu rúmi í gær og horfðu á DVD í litlum spilara til að stytta stundirnar. 

Pestagemlingar

Og Hólmfríður Lilja lætur sér fátt um finnast og lætur sér líða vel í fangi frænda síns

Vinir

Já þetta fær mann til að rifja upp gamla tíma þegar maður var lítill já svona fyrir einum 40-45 árum og lá í rúminu með flensu, maður horfði á vídeó, eða vafraði á netinu á fartölvunni. Já tímarnir breytast og mennirnir með.

Þangað til næst

Málsháttur dagsins: Stór byrði kann að beygja sterkan hrygg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ sama hér farið vel með ykkur :) Er búin að fá svínaflensusprautu svo ég vona alla vega að ég sleppi og auðvitað allir hinir :)

Hrönn Jóhannesdóttir, 22.10.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband