24.9.2009 | 20:11
Eins og álfur út úr hól
Ég hitti ,,granna" síðdegis í dag þó ekki þennan sem býr við hliðina á mér og er alger öðlingur. Ég er að tala um kunningja minn sem eitt sinn bjó í næsta nágrenni. Þegar við mættumst hreytti hann í mig eftirfarandi ,,Nú fær sko þjóðin að vita hvar Davíð keypti ölið" hann leit á mig með manndrápsaugum og strunsaði í burtu. Ég stóð eins og álfur út úr hól og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.
Það var ekki fyrr en ég kom heim og sá á netinu að búið væri að ráða Oddsson sem ritstjóra Morgunblaðsins. Nú skildi ég ,,granna" ok Davíð er dottinn, hugsið ykkur hann dottinn í það og ráðin sem ritstjóri, já ekki er öll vitleysan eins.
Mér gæti að sjálfsögðu ekki staðið meira á sama um hver stýrir mogganum - já alveg sama. Ég er ekki áskrifandi og hef aldrei verið. Og stendur ekki til að svo verði.
Hvað um það lífið heldur áfram hér hjá mér eins og velflestum vonandi. En fyrr um daginn fylgdist ég með netlýsingu frá leik U-19 ára landsliðs kvenna þar sem þær voru að spila í undankeppni EM gegn Rúmeníu. Tveir leikmenn Íslenska landsliðsins eru frá Akureyri og leika með Þór/KA þetta eru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir. Arna Sif gerði sér lítið fyrir og skoraði 2 mörk í 5-0 sigri glæsilegt hjá henni. Þá var Silvía Rán fyrirliði í þessum leik eins og í undanförnum leikjum. Flottar stelpur.
Í sæluvímu yfir velgengni Íslenska landsliðsins notaði ég tækifærið að taka myndir af tveimur yngstu barnabörnum mínum. Myndirnar eru einskonar tilraun og teknar í svart/hvítu.
Hólmfríður Lilja teygar sopann út pelanum hjá Grétu ömmu
Hendur Hólmfríðar í lófa afa
Brugðið á leik með Jón Pál þar sem hann sýnir á sér tærnar
Hnefi Jón Páls komin í lófa afa
Og enn ein af afa og Jón Pál
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Ef boginn er bentur um of mun hann bresta.
30 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegar myndir af flottum börnum þú ert sko ríkur :)
Hrönn Jóhannesdóttir, 28.9.2009 kl. 22:29
Hrönn mín þú þekkir þetta - þegar barnabörnin bætast við manns eigin björn þá er maður ríkur
Páll Jóhannesson, 28.9.2009 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.