4.8.2008 | 22:56
Ég er hjá kallinum,,,,, hann er verja
,,Ég er hérna uppá unglinga tjaldstæðinu ,,,,,,,,,ég er hjá kallinum...... hann er svona verja, þið sækið mig bara er það ekki?" Þetta er brot úr símtali hjá ungri stúlku sem vildi láta ná í sig uppá tjaldstæði. Ég var ,,kallinn - verjan". Stúlkan stóð við hlið mér meðan á þessu símtali lauk. Ég spurði hana hvað hún átti við með að segja ,,hann er verja". ,, Æi þú veist svona kall sem er að verja svæðið hvað kallast það annars". Við þetta tækifæri rifjaðist upp atvik sem átti sér stað í knattspyrnuleik sem fram fór í Boganum í vor í meistaraflokki kvenna. Markvörður annars liðsins varði þrumufleyg með tilþrifum og hlaut mikið klapp að launum. Kallaði einn áhorfandinn þá ,,góð verja".
Stóð tvisvar sinnum 8 tíma vaktir á unglingatjaldstæðinu hér ofan við bæinn um helgina. Körfuboltadeild Þórs hafði veg og vanda af þeirri vinnu. Allt gekk eins og í sögu enda er æska landsins ljúf sem lamb og ekki síst þegar komið er fram við þau eins og hvern annan fullorðin einstakling. Allt gekk eins og í sögu um helgina og geta skipuleggjendur tjaldstæðisins borið höfuðið hátt og verið stoltir af sinni vinnu. Helgin gekk vel í alla staði en að mínum dómi var aðeins einn galli á gjöf Njarðar, dagskráin var vægast sagt hálf leiðinleg. Ég fann ekkert sem féll að mínum þörfum, barnabörnin 3,6.7 ára sögðu ,,ekkert gaman" að undanskilinni flugeldasýningunni þá var sagt VÁÁÁÁÁÁÁÁÁ.
Ást á rauðu ljósi flott þema - ég reyndi aftur og aftur að nýta mér þetta en komin á þann aldur að ljósin þyrftu að loga talsvert mikið, mikið miklu lengur til að það gengi upp hjá mér. Kyssist faðmist og elskist allt gott. En þetta 80´þema dísess ég þyrfti að vera með minnistap á háu stigi til að vilja rifja upp tónlistina, klæðaburðinn og tala nú ekki um hárgreiðsluna sem þarna var dásömuð. Samt standa lögin hans Vilhjálms (sem var ekkert 80´ heldur eilíf snilld) alltaf upp úr svo ekki voru leiðindin 100%. En upp úr stendur að hátíðin tókst vel þótt ekki hafi verið hægt að gera ,,kalli" eins og mér til geðs að öllu leiti. Vonandi byggja menn á þessari reynslu og fara með það inn í næstu Verslunarmannahelgi að ári.
Nú hefst erill nýrra viku á þriðjudegi þannig að þessi vinnuvika verður í styttra lagi hjá flestum. Er að spá í að skella mér til Sigló um næstu helgi með Jóa þar sem stelpurnar Margrét Birta og Elín Alma taka þátt í Pæjumótinu sem þar er haldið og er árvíst.
Málsháttur dagsins: Einn hundur öfundar ef öðrum er klappað336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu það gott karl......verja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:24
Já Palli.... ekki aumt hlutskipti að vera verja....
Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2008 kl. 21:45
Jón Ingi! mér þótti þetta askoti skemmtilegt. En varð hugsað til þess að þessi unga stúlka þyrfti að bæta orðaforðan eitthvað smá....
Páll Jóhannesson, 5.8.2008 kl. 21:53
Hey frændi greinilega verið góð helgi hjá þér og hinum verjunum
Anna Bogga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.